Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 8
Starf vitavarðarins hljómar eins og eitthvert það einmanalegasta starf sem hægt er að taka
að sér en sjálfvirknin hefur nú leyst vitaverðina að mestu af. Vitabyggingarnar eru þó jafn
einmana á að líta og áður. Vitar gegna veigamiklu hlutverki í að leiðbeina sjófarendum og
fyrir landkrabba er gaman að horfa á þessar appelsínugulu súlur skjóta upp kollinum við
sjóinn víðsvegar um land en skæri liturinn kallast skemmtilega á við náttúrulitina í lands-
laginu. Vitinn á myndinni stendur við Helguvík.
Kristinn
Magnússon
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
Sumt er svo undarlegt. Maður getur haft ákveðnaskoðun á einhverju sem passar svo engan veginnvið aðra hluti sem maður gerir. Ég get til dæmis
ekki hugsað mér að drepa dýr. Þegar ég fékk mús í
bílskúrinn fannst mér algjört grundvallaratriði að nota
gildru sem myndi ekki meiða hana. Ég náði músinni og
sleppti henni úti í náttúrunni. Og var satt að segja
soltið stoltur af því.
Áður en þetta björgunarafrek var unnið hafði ég
samt fyrst sigað köttunum á skúrinn. Sem betur fer án
árangurs, en mér fannst sem sagt allt í lagi að fá
leigumorðingja í verkið! Það er ekki glóra í þessu.
Mér finnst mikilvægt að fólk fái mannsæmandi laun.
Samt finnst mér frábært að fara til landa þar sem allt
er ódýrt. Jafnvel þó að ég viti að forsenda þess er að
fólkið í viðkomandi landi er á lúsarlaunum.
Ég vil endilega bæta almenningssamgöngur og að
sem flestir noti strætó. Sjálfur gerði ég það sennilega
síðast þegar ég fór á löggustöðina að sækja öku-
skírteinið.
Við erum öll svona og dæmin eru óteljandi. Hversu
marga þekkið þið sem brjálast yfir fréttum af skatt-
svikum en eru svo alltaf til í að græja hluti nótulaust?
Eða fyrirlíta stórfyrirtæki og auðhringi en voru svo al-
gjörlega á trampolíninu yfir að fá Costco og H&M?
Muniði hvað það var sjúklega mikið mál að halda
sjálfstæði Seðlabankans? Þegar hann svo hækkar vexti
(með einhverjum miklum hagfræðirökum) þá verðum
við alveg galin og heimtum pólitísk afskipti.
Við viljum líklega öll að þeir sem minna mega sín og
eiga við ýmis vandamál að stríða fái einhvers konar
mannsæmandi aðstöðu og geti búið einhvers staðar.
Bara ekki í hverfinu okkar.
Við styðjum líklega öll málfrelsi en verðum svo
brjáluð þegar einhver segir eitthvað sem við erum
ósammála. Viljum jafnvel banna honum að tala af því
hann er með svo sjúklega vondar skoðanir.
Við viljum fá ferðamenn en bara ekki svona marga.
Þeir eiga samt að skila öllum peningunum sínum. Við
viljum bílastæði en ekki bíla, við viljum draga úr
mengun en fá ódýrara bensín. Við viljum kaupa ódýrt í
stórmörkuðum en samt
hafa kaupmann á
horninu. Við viljum
auka öryggi í umferð-
inni en trompumst
þegar við fáum hraða-
sekt.
Það er nefnilega svo
að það er harla fátt
sem er ókeypis. Ef við
ætlum að fá eitthvað
verðum við yfirleitt að láta eitthvað af hendi. Það get-
ur hins vegar stundum verið erfitt að láta hljóð og
mynd passa saman.
Annað var það nú ekki. Góðar stundir.
Hljóð og mynd
’Áður en þetta björgunarafrekvar unnið hafði ég samt fyrstsigað köttunum á skúrinn. Sembetur fer án árangurs, en mér
fannst sem sagt allt í lagi að fá
leigumorðingja í verkið! Það er
ekki glóra í þessu.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is