Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018 VETTVANGUR Í vikunni sótti ég ráðstefnu í Mexíkóum áherslur í viðureigninni viðvímuefni. Skipulag fundarins var á hendi starfseiningar sem kennd er við Georges Pompidou – kallar sig Pompi- douhópinn – en að uppistöðu til er þetta samstarfsvettvangur þorra að- ildarríkja Evrópuráðsins um málefnið. Safnað er upplýsingum, fylgst með þróun á þessu sviði, leitast er við að greina hana, efna til umræðu og veita þjálfun; allt til að búa í haginn fyrir vel ígrundaða og skynsamlega stefnumót- un. Þetta samstarf hefur verið að víkka út og þá einkum vestur um haf. Þannig á gestgjafaríki þessa fundar, Mexíkó, nú formlega aðild að þessu samstarfi og fundinn sátu einnig fulltrúar ann- arra Ameríkuríkja, bæði úr norðri og suðri. Áhugi Mexíkómanna kemur ekki til af engu. Þar í landi brennur fíkniefna- vandinn heldur betur á þjóðfélaginu enda fylgir honum hrikaleg spilling og mjög grimm glæpastarfsemi auk harmkvæla af völdum eiturlyfjaneyslu. Talið er að í Mexíkó láti tugir þúsunda lífið árlega í stríðinu um eiturlyf. Nú eru Mexíkómenn búnir að fá nóg af þessu stríði við glæpagengin og ekki síður mannskæðum átökum þeirra í milli. Þetta á einnig við um það sem kallað hefur verið á heimsvísu „stríð gegn eiturlyfjum“. Það hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Á fundum af þessu tagi ræða menn því nýjar aðferðir og þá ekki síst þær sem teljast vera fyrirbyggjandi. Þar eiga Íslendingar sögu að segja sem þykir vera eftirtektarverð. Var ég vel nestaður af sérfræðingum landlæknis- embættisins, SÁÁ, lögreglu, foreldra- samtaka og fleiri aðila. Aðkoma mín byggðist þó ekki á sérfræðiþekkingu á málefninu í þröngum skilningi, heldur var mér ætlað með innleggi mínu – eins og reyndar á nokkrum fyrri fund- um af þessu tagi sem ég hef sótt – að örva umræðu um gildi þverfaglegs samstarfs og tengingar fagfólks við stjórnmálin og grasrótina. Lærdómur minn af þessari ráð- stefnu er hve varasamt það hljóti að vera að alhæfa um lausnir, svo ólíkar Fundað í greninu Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is eru aðstæður í heiminum. Ísland á þannig fátt sameiginlegt með Mexíkó. Þar er vandinn voðalegri hvað glæpi áhrærir þótt slæmur sé hann hér á landi. Í Mexíkó eru eitur- lyfjabarónar ríki í ríkinu og eru auðæfi þeirra gífurleg. Og nú að greninu. Bókaútgáfan Angústúra gaf nýlega út í íslenskri þýðingu bók eftir Juan Pablo Villalobos, Veislu í greninu. Þar segir frá lífi eiturlyfjabaróns og sonar hans í kastala sem baróninn hafði reist, víggirtum og svo miklum að þar var hægt að halda ýmis framandi dýr, ljón, tígrisdýr og slöngur. Fundurinn, sem ég sótti, var hald- inn í miðstöð á vegum mexíkósku fíkniefnalögreglunnar, kastala með vörðum og víggirðingum. Okkur var sagt að þessi kastali hefði verið bú- staður eiturlyfjabaróns til ársins 2008. „Þá náðum við honum á okkar vald og ákváðum að nota hann í okkar þágu.“ Og svo var bætt við okkur til upplýs- ingar: „ ... að svo mikill var auður fyrri eiganda að hér var vísir að dýragarði, haldin ljón, tígrisdýr, slöngur…“ Svona er allt í heiminum hverfult. Þar sem áður var barist gegn sam- félaginu er nú barist í þess þágu. Kannski er þetta táknrænt og til upp- örvunar, áminning um að í mann- heimum megi öllu breyta með ein- beitni og góðum vilja. Það hugsuðum við held ég mörg þegar við sátum fyrir til ljósmyndunar fyrir framan grenið. ’Fundurinn, sem égsótti, var haldinn ímiðstöð á vegum mexí-kósku fíkniefnalögregl- unnar, kastala með vörðum og víggirðingum. Okkur var sagt að þessi kastali hefði verið bústaður eitur- lyfjabaróns til ársins 2008. Þórarinn Már Baldursson, hljóðfæraleikari í Sinfóníu- hljómsveit Ís- lands, skrifaði á Facebook: „Eins og alþjóð er kunnugt er þjóðar- hljómsveitin á ferð um Japan til að breiða út hróður íslensks tónlistarlífs. Þó ekki fáum við sérsaumuð jakkaföt og dragtir og burðumst með og þvoum okkar eigin sokkapör unum við hag okkar vel. Ekki hefur frést af fjölmenni á leið frá Fróni til að hlýða á leik okkar, en það er jafngott því innfæddir hafa hamstrað alla miða á tónleika fyrir sig eina og sitja þétt. Ég treysti þó á að almenningur fylg- ist vel með för okkar og klæðist kjólfötum meðan á þessu ferða- lagi stendur. Hér í Japan herja reglufesta og ósveigjanleiki sem mér eru mjög að skapi. Er það mín sannfæring að margir kollega minna komi betri og agaðri menn úr ferða- lagi þessu.“ Dóra Magn- úsdóttir, blaða- maður og um- hverfisgæðingur, skrifaði: „Saga úr hversdagsleikanum. 15 hressir fjórðubekkingar fara í strætó með kennaranum sínum og eiga að steinhalda kjafti á meðan. Annars verður strætóbílstjórinn reiður og hendir börnunum út.“ AF NETINU Langar þig í ný gleraugu Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.