Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Qupperneq 12
Denis Law í búningi Manchester City. Hann lék í tvö tímabil með liðinu – með þrettán ára millibili. Hann var mættur á sinn stað í miðjumvítateignum, fékk lága sendingu fráhægri og flikkaði knettinum í netið framhjá bjargarlausum markverðinum – með hælnum. Eins elegant og það gat orðið, svo sem gömlu kempunnar var von og vísa. Alla jafna hefði Leikhús draumanna sprungið í loft upp af hrifningu og gleði en að þessu sinni mátti heyra saumnál detta. Þetta eftirmiðdegi var Denis Law, „kóngurinn á Old Trafford“, nefnilega klæddur í heiðbláa treyju höfuðandstæðingsins, Manchester City. Til að bíta höfuðið af skömm- inni féll Manchester United í 2. deild, sem þá hét, þennan dag eftir þrjátíu ár meðal þeirra bestu – aðeins sex árum eftir að lærisveinar Matts Busbys lyftu Evrópubikarnum á Wem- bley. Busby var að vísu sestur í helgan stein á þess- um tíma og Tommy Docherty tekinn við Unit- ed-liðinu. Það er kaldhæðni örlaganna að það var einmitt Denis Law sem mælti með því að Docherty yrði ráðinn en þeir höfðu kynnst með- an sá síðarnefndi stýrði skoska landsliðinu. Sjaldan í sparksögunni hefur markaskorari fagnað með eins hófstilltum hætti; ugglaust hefði aumingja Law helst kosið að jörðin gleypti hann á þessu augnabliki. Honum leið augljós- lega mjög illa, það var engin tilgerð, enda hafði hann yfirgefið Manchester United sumarið áður eftir ellefu farsæl ár sem höfðu lyft honum á stall með goðsögnum. Ruddust inn á völlinn Skömmu eftir markið var Law skipt út af og leikurinn rann út í sandinn þegar hörðustu áhangendur United þustu inn á völlinn í þeirri veiku von að úrslitunum yrði hnekkt og leik- urinn leikinn að nýju. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu; knattspyrnusambandið lét úrslitin standa, enda aðeins örfáar mínútur óleiknar, og þegar Birmingham City vann sinn leik skömmu síðar, gegn Norwich City, sem þegar var fallið, lá fyrir að United myndi leika í 2. deild veturinn eftir. Raunar skiptu úrslitin í leik United og City ekki máli þegar upp var staðið; sigur hefði ekki dugað „Rauðu djöflunum“ til að halda sæti sínu. Það er því útbreiddur misskilningur að Law hafi fellt sína gömlu félaga enda þótt hann hafi vitað minnst um það sjálfur þegar hann horfði á eftir knettinum í netið. Hælspyrna hans gerði þó afskaplega lítið til að lyfta andrúmsloftinu á Old Trafford þetta kalda eftirmiðdegi vorið 1974. Ekki svo að skilja að Law hafi huggað sig við þá staðreynd gegnum tíðina að hann hafi ekki veitt sínu gamla félagi náðarhöggið. „Mér leið bölvanlega, sem var mjög ólíkt mér,“ sagði hann í samtali við dagblaðið Daily Mail árið 2012. „Eftir að hafa rembst eins og rjúpan við staur- inn að skora mörk í nítján ár hafði ég allt í einu skorað mark sem ég vildi að ég hefði aldrei skorað. Ég var óhuggandi; óskaði þess að þetta hefði ekki átt sér stað.“ Synd og skömm Spurður hversu lengi sú tilfinning hefði bærst með honum svaraði Law: „Hvað er langt síðan þessi leikur fór fram? Meira en þrjátíu ár. Þar hefurðu svarið. Þetta mark ber alltaf annað veif- ið á góma og mín verður alla tíð minnst vegna þess. Sem er synd og skömm.“ Þegar annað breskt blað, The Independent, náði í skottið á Law tveimur árum síðar, í tilefni af Manchester-slagnum, kvaðst hann ekki muna eftir markinu. Og dró augað í pung. „Stuðnings- menn City minna mig þó endrum og sinnum á það,“ var haft eftir honum. Blaðamaðurinn skynjaði þó sterkt að Law þætti ekki auðvelt að tala um þetta og gaf honum því tilfinningalegt svigrúm. Ekki er víst að allir muni eftir því en Denis Law sneri þarna aftur til Manchester City en hann lék fyrst með liðinu veturinn 1960-61, tví- tugur að aldri. Kom þaðan fyrir metfé, 55.000 pund, frá Huddersfield Town. Law lenti í þeim ósköpum þessa leiktíð að skora sex mörk í ein- um og sama leiknum, gegn Luton Town í bik- arnum – en tapa samt. Hvernig gat það gerst? Jú, leiknum var hætt vegna bágra vallarskil- yrða og leikinn á ný. Þá skoraði Law enn og aft- ur en Luton vann eigi að síður, 3:1. Fékk sömu íbúðina Law hafði síðan viðkomu hjá Torino á Ítalíu áð- ur en hann gekk í raðir Manchester United sumarið 1962. Fékk meira að segja sömu íbúð- ina á leigu og hann bjó í meðan hann var hjá City. Seðlarnir komu ekki út úr eyrunum á helstu sparkendum heims á þessum árum. Þeir urðu að gera sér leigumarkaðinn að góðu. Óhætt er að segja að Law hafi gert garðinn frægan hjá United; hann skoraði 237 mörk í 404 leikjum og átti aðild að einu fræknasta sóknar- þríeyki enskrar sparksögu ásamt Bobby Charl- ton og George Best. Þeim var síðar reist stytta fyrir utan Old Trafford. Hann lagði skóna á hill- una sumarið 1974, 34 ára að aldri. Þannig að hælspyrnan varð síðasta mark hans í deildar- leik. Að Law gengnum gekk Manchester United afleitlega að skora mörk veturinn 1973-74; svo illa raunar að markvörðurinn, Alex Stepney, var markahæstur ásamt einum öðrum um jólin – með tvö mörk. Til að setja málið í samhengi tók Tommy Docherty, sem var þarna á sínu öðru tímabili með liðið, þá óvenjulegu ákvörðun um sumarið að gera markvörðinn að vítaskyttu. Miðvellingurinn Sammy McIlroy varð á endanum markakóngur, ef svo má kalla, með sex mörk. Framherjinn Lou Macari gerði fimm. Slokknað var á Brian Kidd og George Best var meira í glasi en á grasi. Þetta varð raunar síðasti vetur undrabarnsins á Old Trafford; það lék tólf leiki og skor- aði í þeim tvö mörk. Flesta leiki léku miðvörðurinn Martin Buchan og fyrrnefndur Alex Stepney (alla 42), útherjinn Willie Morgan (41) og miðvörðurinn Brian Greenhoff (36). Strax upp aftur Þrátt fyrir fallið hélt stjórn United tryggð við Docherty og það borgaði sig; liðið vann 2. deild- ina vorið eftir með sannfærandi hætti. Það segir sína sögu um Manchester United, að meðal- aðsókn á leiki liðsins var 47.781 – sú mesta á gjörvöllu landinu þann vetur. Docherty tók slaginn með flestum leikmönn- unum sem féllu með honum vorið 1974 en bætti þó aðeins við hópinn. Mest munaði um miðherj- ann Stuart Pearson sem skoraði sautján mörk í 2. deildinni. Macari var aftur drjúgur með ell- efu, auk þess sem lifnaði yfir Gerry Daly, sem setti líka ellefu. Stepney komst ekki á blað að þessu sinni. Einnig munaði um sprækan útherja sem kom frá Tran- mere Rovers eftir áramótin – Steve Coppell að nafni. Sá ágæti maður lét sig ekki muna um að ljúka prófi í hag- sögu frá háskólanum í Liverpool með sparkinu. Einnig er gaman að segja frá því að Arnie nokkur Sidebottom lék tólf leiki í vörninni á þessari sparktíð. Hver man ekki eftir honum? Addi Hliðarbotn, upp á hið ylhýra. Botnið það! Þegar Lawsöngurinn þagnaði Law í kunnuglegri stellingu; að fagna einu af 237 mörkum sín- um fyrir Manchester United. Denis Law sendir boltann með hælnum framhjá agndofa Alex Stepney í marki Manchester United á Old Trafford vorið 1974. Markið sem Law langaði aldrei að skora og hefur séð eftir alla tíð. ’ Eftir að hafa rembst eins ogrjúpan við staurinn aðskora mörk í nítján ár hafði égallt í einu skorað mark sem ég vildi að ég hefði aldrei skorað. Ég var óhuggandi. Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er viðureign Manchester-liðanna, City og United, á Etihad-vellinum á sunnudag. Mikið má ganga á eigi leikurinn að verða dramatískari en þegar sömu lið leiddu saman hesta sína vorið 1974 – og United féll í 2. deild. Sjaldan hefur knattspyrnumaður gert sigurmark með meira óbragð í munni en Denis Law það síðdegi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is FÓTMENNTIR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.