Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 14
Ekkert leyndar- mál svo stórt Flest eigum við leyndarmál sem þola ekki dagsljósið eða sem við kjósum að halda fyrir okkur. Ásdís Halla Bragadóttir tekur áhættu og leggur öll spilin á borðið í nýrri bók sem ber nafnið Hornauga. Þar segir hún frá föðurfjölskyldunni sem hún kynntist á miðjum aldri og nánu sam- bandi við hálfbróður sinn. Hún óttast ekki lengur viðbrögðin og telur sannleikann frelsandi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is V ið gamla lestarstöð undir brú á 125. stræti í Harlem kemur blaðamaður auga á nöfnu sína hinum megin götunnar. Við veif- um hvor til annarrar, mætumst á miðri leið og heilsumst með kossum, því það gera Íslendingar sem hittast á förnum vegi í erlendri stórborg. Ásdís Halla er komin til New York til þess að tala um nýju bókina sína, Hornauga, sem á eflaust eftir að vekja athygli og jafnvel hneysklun meðborgaranna. Hún segist hafa verið tvístígandi yfir því að veita viðtal; það sé nefnilega mun auðveldara að skrifa um hjartans mál en að tala um þau. En Ásdís Halla var í stuttu fríi í næsta fylki og hugmyndin um að hittast í New York fannst henni góð þar sem stór hluti bókarinnar fjallar um langömmuna sem bjó lengst af á breiðgöt- unni sem ber nafn með rentu; Broadway. Langamma sú var litin hornauga og flúði land vegna synda sinna, en þó að Ásdís Halla geti speglað sig í henni ætlar hún hvorki að flýja land né lifa í þögninni. Við göngum saman eftir götunum á þessum fallega haustdegi í stórborginni, náum okkur í kaffi og meðlæti á Starbucks og röltum heim til blaðamanns sem býr sem stendur við 127. stræti. Þar er gott að setjast niður í ró og næði fjarri skarkala götunnar og ræða Hornauga sem blaðamaður fékk að lesa á undan öðrum. Hugrekki og dirfska voru þau orð sem fyrst komu upp í hugann að lestri loknum. Sömu orð og Ásdís Halla notar einmitt um langömmu sína síðar í viðtalinu. Lengi vel var Ásdís Halla efins um hvort hún ætti yfirhöfuð að gefa Hornauga út, enda þróaðist bókin í aðrar áttir en lagt var upp með. En hún lét að lokum slag standa og lagði þar með öll spilin á borðið. Dómur götunnar bíður og hún er tilbúin. Stjórnlaus hvirfilbylur Margir muna eftir fyrstu bók Ásdísar Höllu, Tvísögu, sem kom út fyrir tveimur árum. Í þeirri bók gerir Ásdís Halla upp fortíðina og segir sögu móður sinnar og leitar sinnar að föður sínum. Sú bók endar á að hún kemst að því hver raunverulegur blóðfaðir hennar er. Tvísaga vakti verðskuldaða athygli, ekki síst fyrir það að ekkert var dregið undan; Ásdísi Höllu þótti sannleikurinn vera sagna bestur, þótt hann sé ekki alltaf þægilegur. Það sama er uppi á tengingnum í Hornauga. Aftur skrifar Ásdís Halla fjölskyldusögu sína, en að þessu sinni um fjölskylduna sem hún vissi ekki að hún ætti fyrr en 43 ára göm- ul. Og allt það sem gerðist í kjölfarið. Eða eins og hún skrifar sjálf á bókarkápu: „Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgrein- ingar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa ver- ið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.“ Ásdís Halla segist ekkert hafa ætlað sér að gefa út aðra bók. „Ég hefði í mesta lagi getað ímyndað mér að ég ætti eftir að skrifa um for- mæður mínar. Það gerist eitthvað þegar mað- ur áttar sig á því hverra manna maður er og það var eitthvað við konurnar sem greip mig. Smám saman fór ég að kynna mér sögu þeirra, punktaði niður og geymdi allt sem ég fann. Svo byrjaði ég að skrifa en endaði svo með allt aðra bók en ég ætlaði mér. Ástæðan var einfaldlega sú að þegar ég sat ein fyrir framan tölvuna á kvöldin fór ég að skrifa um það sem ég gat ekki talað um en varð að reyna að skilja,“ segir hún. Engin ljúfsár tónlist Í Hornauga fær lesandinn að fylgjast með kynnum hennar af nýju fjölskyldunni; hálf- bróður hennar og föður, og hinum látnu for- mæðrum, og þá aðallega langömmunni Ingi- björgu. Eftir að hið rétta faðerni lá fyrir segist Ásdís Halla hafa ákveðið að hún vildi kynnast föður sínum og grafast fyrir um uppruna sinn. „Í sögum og bíómyndum er það oft svo róm- antískt og ævintýralegt þegar fólk hittir hinn týnda föður eða móður. Undir er spiluð ljúfsár tónlist og tárin falla þegar fjölskyldan loks sameinast,“ segir Ásdís Halla og brosir. „En veruleikinn er ekki alltaf þannig. Ég held að ég ekki verið með óraunhæfar vænt- ingar en ég var alveg viss um að ég gæti auð- veldlega tæklað það verkefni að kynnast föður- fjölskyldunni, því það væri varla snúnara en svo margt sem ég hef fengist við. En stað- reyndin er sú að ég réð ekkert við þetta! Þetta var snúið, mun erfiðara og meiri áskorun en ég hafði ímyndað mér.“ Þú hefðir getað ákveðið að kynnast ekki þessu fólki. „Já, og fram að þessum tíma hafði ég ekki sóst eftir því að kynnast föðurfjölskyldunni. Ég hélt lengi að annar maður væri blóðfaðir minn en ég var svo náin foreldrum mínum og systkinunum sem ég hafði alist upp með að mér fannst ástæðulaust að flækja málin eitt- hvað frekar. Ég hafði hitt manninn sem ég hélt að væri blóðfaðir minn en við tengdum ekki. Við héldum að við værum skyld en kannski var það undirmeðvitundin sem áttaði sig á því að við værum það ekki. En þegar hið rétta faðerni kemur í ljós og ég horfi loks í augun á þeim hluta gena minna sem ég aldrei áður hafði séð átta ég mig á því að það væri best fyrir mig kynnast fólkinu og klára þetta viðfangsefni,“ segir hún. Viðbrögðin vöktu grunsemdir Allt hófst þetta með símtali sem Ásdís Halla fékk þegar hún var 43 ára gömul; símtal sem setti af stað atburðarás sem enginn gat séð fyrir. Maður á hinum enda línunnar segir henni að hann haldi að faðir sinn sé einnig faðir hennar. Trúðir þú honum strax? „Nei, ég hef fengið svo mörg skrítin símtöl í gegnum mín störf. Taldi mig vita hver blóðfað- ir minn væri og því gæti þetta ekki staðist. En ég gerðist svo djörf að spyrja móður mína og það voru hennar viðbrögð sem fengu mig til að fyllast grunsemdum. Hún vissi hver maðurinn var og kannaðist við að hún hefði átt við hann náið samneyti um tíma en það var ekki nokkur leið að fá hana til þess að staðfesta að mað- urinn gæti verið blóðfaðir minn. Ekki nokkur leið!“ segir Ásdís Halla. „En hún var svo ákveðin í að ég ætti alls ekki að eiga frekari samskipti, hvorki við hann né nokkurn annan honum tengdan, að ég hugs- aði með mér að hugsanlega lægi fiskur undir steini. Þetta væri svo óþægilegt fyrir hana að kannski væri þetta rétt,“ segir hún. „Mamma er frjálsleg, opin og einlæg kona og hefur aldrei skipt sér af því við hvern ég tala. En það hvað hún var staðföst í því að ég ætti ekki samskipti við hann eða þá sem hon- um tengdust vakti mínar grunsemdir. Í henn- ar huga var þetta alveg ljóst; hún var sann- færð um að hann væri ekki faðir minn. En minnið er gloppótt og útreikningar misgóðir,“ segir hún og brosir. Eftir símtalið örlagaríka ákvað Ásdís Halla að fara strax í DNA-próf til þess að fá úr þessu skorið og þurfa ekki að velta þessu frekar fyrir sér. Í ljós kom hið sanna; hinn raunverulegi faðir var loks fundinn, maður að nafni Halldór. Minnti á andstyggilegu ömmuna Kynnin við Halldór hófust stuttu eftir DNA- niðurstöðuna og gengu þau ekki alveg snurðu- laust fyrir sig í upphafi. „Okkar fyrstu kynni voru ansi brokkgeng. Við hittumst og spjölluðum og hann sagði mér sögur af sér og sínu fólki sem ég hafði gaman af. Þegar fullorðið fólk sem er bláókunnugt hittist og er að reyna að átta sig hvort á öðru er ekkert kafað mjög djúpt. Í þriðja sinn sem við hittumst fórum við í hádegisverð á Jóm- frúnni og í stuttu máli voru samskiptin þar hvorki skemmtileg né gefandi. Við vorum bæði pirruð og fórum jafn mikið í taugarnar hvort á öðru. Hann var þá sjálfur að fara í gegnum erf- ið persónuleg mál í sínu lífi sem ég segi frá í bókinni. En þetta endar hreinlega með því að ég minni hann ekki bara á alla háskólamennt- uðu femínistana, sem hann var að kljást við í kerfinu, heldur líka á þær formæður hans sem hann hafði minnstar mætur á,“ segir hún og brosir. „Hann ítrekar þetta síðar og nefnir þá sér- staklega ömmu sína sem hét Ingibjörg Hjart- ardóttir Líndal. Hann hafði ekki haft mikil kynni af henni en nægileg þó til að sjá hana í mér. Hún bjó heima hjá honum í nokkrar vikur þegar hann var unglingur og samskiptin voru þannig að hann gat aldrei gleymt henni og hversu mjög hún sló hann út af laginu. Honum fannst hún á köflum andstyggileg, við sig, móður sína og fjölskylduna. Og þarna á Jóm- frúnni vildi svo óheppilega til að ég minnti um of á ömmuna. Það endaði með því að hann rauk út af veitingastaðnum og ég sat eftir með sárt „Ég er að birta efni þessarar bókar því ég ætla ekki að flýja; ekki að loka mig af út af skömm og alls ekki að ganga í sjóinn. Ég stjórna ekki hvað gerist þegar sagan kem- ur út; ég get bara stjórnað hvernig mér líður,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir sem skrifar um flókin fjölskyldumál í Hornauga, nýrri bók sem kom út á fimmtudaginn. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.