Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Qupperneq 19
Morgunblaðið/Guðrún Hálfdánardóttir
MÁRÍTANÍA
ALSÍR
MAROKKÓ
TÚNIS
NÍGERÍA
GÍNEA
FÍLA-
BEINS-
STRÖNDIN
GANA
EG
YP
TA
LA
N
D
SPÁNN
KAMERÚN
TJAD
SÍERRA LEONE
LIBERÍA
BENÍNTOGO
SÚDAN
M I Ð J A
R
Ð
A
R H A F
FRAKKKLAND
Fatou Sanneh sem er
frá Gambíu, hóf ferða-
lagið með rútu í febrúar
2015, 14 ára gömul.
LÍBÝA
NÍGER
BÚRKÍNA
FASÓ
MALÍ
SENEGAL
GAMBÍA
ÍTALÍA
Kom til Sikileyjar í
september 2016,
16 ára gömul.
Sikiley
Gambía er í
Vestur-Afríku og
fékk sjálfstæði frá
Bretum árið 1965. Fyrsti forseti
lýðveldisins var Dawda Jawara
sem réð ríkjum þar til honum var
steypt af stóli í byltingu, sem fór
fram án blóðsúthellinga, árið
1994. Þriðji forseti lýðveldisins
Adama Barrow tók við völdum í
fyrra. Höfuðborgin heitir Banjul
en Serekunda er stærsta borg
landsins.
Landið er friðsælt en það er eitt
minnsta ríki Afríku. Um helmingur
þjóðarinnar býr við fátækt og er
meðalævilengd karla 58 ár en
kvenna 60 ár.Alls eru íbúarnir 1,9
milljónir talsins og aðhyllast
flestir íslam eða kristna trú.
11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Flóttafólki sem kemur til Evr-
ópu hefur fækkað jafnt og þétt
undanfarin tvö ár. Flestir þeirra
sem koma til Sikileyjar eru frá
Túnis, Erítreu, Súdan og Níger-
íu. Algengt er að fólk greiði
glæpamönnum um 600 þúsund
krónur fyrir það eitt að fara yfir
landamærin til Líbýu en landið
er eitt hættulegasta land heims
og fólk sem blaðamaður ræddi
við á Sikiley segir dvölina þar þá
erfiðustu á flóttanum. Í raun
hafi þau verið öruggari um líf
sitt á siglingunni yfir Miðjarðar-
hafið en tæplega tvö þúsund
flóttamenn hafa drukknað á
þessari siglingaleið það sem af
er ári.
Í greinum sem birtar verða í
Morgunblaðinu og mbl.is á
næstu vikum verður rætt við
ungmenni frá nokkrum ríkjum
Afríku auk starfsmanna hjálp-
arstofnana á Sikiley.
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á reglum sem gilda um
móttöku fólks sem sækir um
vernd á Ítalíu undanfarna mán-
uði og eru margir uggandi um
sinn hag.
Til stendur að herða regl-
urnar enn frekar en fáir, ef
nokkur, vita nákvæmlega hvern-
ig frumvarpið mun hljóða þegar
það kemur fyrir ítalska þingið.
Einhverjar þeirra breytinga sem
hafa verið gerðar standast ekki
alþjóðleg lög að sögn hjálpar-
starfsmanna.
Líbýa verst af öllu