Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018 VIÐTAL P álmar Ólason arkitekt, skipulags- fræðingur og framhaldsskólakenn- ari með meiru varð áttræður á dög- unum og heldur af því tilefni sína fyrstu tónleika nú um helgina, laugardaginn 10. nóvember. Einnig kemur út geisladiskur með ljúfri píanótónlist sem Pálmar spilar. Margir þekkja verk Pálmars, svo sem Fjöl- brautaskólann í Garðabæ, sem hann teiknaði með Einari Ingimarssyni, en áhrifa hans gætir ekki síður í íslenskri dægurlagatónlist. Á náms- árum sínum á Ítalíu sendi hann nefnilega heim ítölsk lög ásamt textum sem Haukur Morthens, Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason, meðal annarra, sungu í sínum útgáfum við miklar vin- sældir. Sjálfur var hann á kafi í leiklist og tónlist og það ævintýri fylgdi honum líka til Ítalíu á námsárunum í arkitektúr en minna fór fyrir því, þegar hann sneri sér alfarið að arkitektúr og skipulagsfræðum. Tilviljun réð því að áratugum síðar fór hann aftur að vinna sem tónlist- armaður. Sveitaheimili í miðbænum Hvaðan ertu upprunninn? „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en heimilið var á vissan hátt sveitaheimili. For- eldrar mínir voru fædd og uppalin í Rangár- vallasýslu og á heimili okkar í Norðurmýrinni í Reykjavík, við Skeggjagötu, komu allir við sem bjuggu í Fljótshlíðinni eða undir Austur- Eyjafjöllum og áttu erindi til Reykjavíkur, á þessum tíma fór fólk ekki á gistihús heldur til vina og ættingja og tengslin voru því mjög sterk við sveitina. Þetta var það mikið að ég man eitt sinn þegar við fjölskyldan sátum við eldhús- borðið sagði mamma; „Það er bara enginn í mat!““ segir Pálmar en við sitjum á kaffihúsi í miðbæ Garðabæjar og ætlum að fara yfir brota- brot af viðburðaríku lífi hans. Foreldrar hans voru Óli Pálmason og Anna Tómasdóttir. Móðir hans var heimavinnandi og faðir hans rak verktakafyrirtæki en var áður leigubílstjóri og í lögreglunni og var stundum nefndur „bílstjóri“, það voru ekki það margir sem áttu bifreið á þessum tíma. Kom tónlistin fljótt inn í þitt líf? „Mamma var organisti í kirkjunum á Hlíðar- enda og á Breiðabólstað í Fljótshlíð og mikill listamaður. Þær voru fimm systur og tveir bræður og systurnar mjög söngelskar. Mér finnst ég sjálfur hafa sungið áður en ég byrjaði að tala, bæði sönglög og þjóðlög og svo kunni ein móðursystir mín allar revíur utan að og þannig byrjaði ég sjálfur strax að syngja revíulögin og kann þau enn í dag, lög sem í dag eru sum gleymd.“ Hugsaðirðu einhvern tímann að tónlistin gæti orðið einhvers konar starf? „Nei, það var svo skrýtið að þetta varð sjálf- sagður hluti af lífinu. Átta eða níu ára gamall fór ég í píanótíma, en ég var alveg sérlega latur nem- andi og Dóra frænka mín, við erum systrabörn, var svo fengin til að sitja hjá mér og láta mig æfa heima. Ég segi alltaf að það sé henni að þakka að ég skuli spila á píanó í dag, hún var gallhörð og strangur kennari. Ég tolldi við þetta í tvö ár en svo bara sagði ég nei, ekki fleiri píanótímar. Tólf ára fór ég til Gunnars Sigurgeirssonar píanó- kennara, en ekki nennti ég heldur þá að sitja við og æfa mig fyrir tíma. Ég hélt þó áfram að spila sjálfur og þrettán ára gamall spilaði ég á böllum, á harmonikku og píanó, bæði einn og með fleirum, þá voru þessar svokölluðu dansæfingar í skólum og ég spilaði mikið og allt eftir eyranu. Því litla sem ég lærði af nótum tapaði ég að mestu niður og hef alla tíð spilað eftir eyranu.“ Sýndu dansinn rock’n’roll Pálmar varð fljótt öflugur á skemmtunum skátahreyfingarinnar. Flestir skátar þessa tíma þekkja „Púlla“ eins og hann var kallaður, en hann fór um allt land með skátaskemmt- anirnar. „Skátaskemmtanirnar voru miklir viðburðir á þessum tíma og flottir kabarettar settir þar upp árlega. Í fyrstu aðstoðaði ég við uppsetn- ingar og síðan tók ég við og sá um í dágóðan tíma; þýddi og samdi leikrit, lék í þeim, samdi tónlistina, lög og texta og var allt í öllu. Þar fékk ég í raun og veru þá útrás sem ég þurfti fyrir það að skapa og spila og þrátt fyrir að ég hafi hugsað það meðan ég var í námi í MR að fara kannski í tónlistarskóla uppfyllti þetta mína þörf. Það varð að samkomulagi á heim- ilinu að það væri nóg að vera í einum skóla og ég átti að standa mig í honum og þau sögðu að ef ég vildi leggja tónlistina fyrir mig eftir menntaskóla færi ég þá í það nám.“ Pálmar fór meðfram menntaskólanámi að vinna hjá Leikfélagi Reykjavíkur, spilaði þar undir í leikritum með stórskotaliði leiklistar- innar, fór með leikhópi í hringferð um landið og í MR var hann virkur í félagslífinu, var með- al annars formaður Herranætur og kom mikið fram á skemmtunum. „Við Bryndís Schram sýndum nokkrum sinnum dansatriði og bar þar hæst þegar við sýndum dansinn rock’n’roll í fyrsta sinn á Ís- landi! Ómar Ragnarsson kom fram í fyrsta sinn í MR og var ég þá undirleikari hans og átti síðan eftir að vera einn af undirleikurum hans í nokkur ár á eftir. Allir bjuggust við að ég færi í nám tengt leiklist eða tónlist og ég get eigin- lega ekki skýrt af hverju leið mín lá ekki þang- að. Ég hafði fundið það að ég hafði mikinn áhuga á grafík og hönnun svo ég tók þá ákvörðun að fara í arkitektúr og listasögu. Það var líklega það tæknilegasta miðað við áhuga minn á námi tengtlistum. Ég man eftir því að á útskriftinni sagði æskufélagi minn, Gylfi Reykdal, mér að hann væri að spá í að fara í arkitektúr í Róm. „Hvað segirðu?“ sagði ég. „Ég kem bara með þér!“ Þetta kom flatt upp á fólk og ég man að mjög góð vinkona foreldra minna heyrði að ég væri að fara út að læra og gerði ráð fyrir að ég ætl- aði í leiklist en maðurinn hennar leiðrétti: „Neinei, hann ætlar í arkitektúr.“ Hún sagðist vera guðslifandi fegin að ég ætlaði í eitthvað al- mennilegt!“ Með bóhemum og listamönnum Ítalíu Ítalíuárin mörkuðu Pálmar hvað mest af öllu í hans lífi segir hann. Hann var þá kominn á fast með eiginkonu sinni, Sigurveigu Sveinsdóttur, en hún varð eftir heima og þau hittust á sumr- in. Þeir félagar voru fljótir að ná tökum á ítölskunni og það gekk vel að komast inn í sam- félagið nema að sú vínmenning Ítala að drekka vín með mat var svo sjálfsögð að þeirra há- skólanemanna beið fjórðungur úr lítra af víni í hádegismatnum. Þeir áttuðu sig fljótt á að það gengi ekki því þeir urðu svo syfjaðir í kennslu- stundunum og báðust undan víni í hádeginu. Þetta þótti Ítölunum stórundarlegt. „Fimm hundruð manns voru skráðir í bekk- inn í Rómarháskóla, en rúmlega 50 útskrifuð- ust á hverju ári. Allir gátu skráð sig en síðan voru kannski bara áttatíu borð í kennslustof- unum. Við komumst að því seinna að sumir nemendanna voru með heilu teiknistofurnar á bak við sig en það var talsverð stéttaskipting í skólanum á þessum tíma, 1959. Okkur þótti eðli- legt að vinna með náminu en komumst að því að litið var niður á til dæmis ítölsku nemendurna sem urðu að gera það. Háskólasamfélagið var stétt betri borgara og á sunnudögum milli sex og átta hittust nem- endur á heimilum foreldra sinna til að syngja og dansa en þrátt fyrir að samfélagið væri á marg- an hátt bóhemískt og umburðarlynt með sínu listamannaumhverfi var það afar íhaldssamt á öðrum sviðum og stúlkur sáust til dæmis ekki úti eftir hálfníu á kvöldin. Þetta þótti okkur stórfurðulegt. Við áttum auðvelt með að kynn- ast Ítölunum og eignuðumst þarna vini fyrir lífstíð.“ Tónlist, textar og plötur sent heim Á listamannakránni, við Marguttagötu, nærri Piazza del Popolo, eignaðist Pálmar sitt eigið borð því fljótlega eftir að hann kom út fór hann að spila þar við frábærar undirtektir. Pálmar fékk frítt að borða og allir sem sátu við hans borð fengu frítt að drekka. Þetta var kráin sem allir helstu listamenn landsins komu á og fræg- asti rokksöngvari Ítala á þeim tíma, Adriano Celentano, var fastagestur við borðið hjá Pálm- ari og vildi fá hann í hljómsveitina með sér. Pálmar var í hringiðunni og alls kyns fólk varð á vegi hans; aukaleikarar kvikmyndar Federicos Fellinis, La Dolce Vita, sem frumsýnd var ári eftir að Pálmar kom út, héngu á kránni og urðu góðir félagar hans. Námið sóttist vel hjá Pálmari, sérstaklega í tæknilega hlutanum og Gylfi sló í gegn í frí- hendisteikningu, en á þessum tíma voru enn vofur Mússólíni-tímabilsins á sveimi þar sem út- lendingar voru fyrirlitnir og í skólanum man Pálmar vel eftir slíkum kennurum en segist hins vegar helst vilja minnast góðu hlutanna og Ítalía gerði annað en að móta aðeins hann sjálf- an. „Ég hlustaði auðvitað mikið á tónlist úti og byrjaði að senda lög heim, nótur og plötur, til fé- laga minna; Kristjáns Kristjánssonar í KK- sextettinum sem Raggi Bjarna og Ellý Vil- hjálms voru hjá, en Ellý þekkti ég vel, og svo til Hauks Morthens, sem var góður vinur minn,“ segir Pálmar en þess má geta að Haukur Mort- hens var fyrsti útlendingurinn sem söng ítalskt lag Domenicos Modugnos; Ciao, Ciao Bambina, en lagið sendi Pálmar heim. „Það hittist bara þannig á að þegar lagið vann söngvakeppnina í San Remo, kom textinn strax sömu nóttina upp í hugann og ég sendi Hauki þetta um leið en hann var þá að fara að taka upp plötu. Ég samdi nokkra texta fyrir hann, Ellý og Ragnar Bjarnason og fjögur lög af þessum lögum rötuðu á plötur. Svo voru líka lög sem ég sendi sem ég var ekki búinn að búa til texta við.“ Pálmar sendi KK mikið af nótum og svo sendi hann Sigurveigu plötur sem hún lánaði Hauki og KK og fékk aftur þegar þeir voru búnir að læra lögin. Sem dæmi um áhrif sem Pálmar og Ítalíudvöl hans hafði á íslenska söngmenningu á þessum tíma eru fyrstu tvö lögin sem Ellý söng inn á plötu, „Ég vil fara upp í sveit“ og „Kveðju sendir blærinn“; lög sem Pálmar sendi til Ís- lands. Textinn við það síðarnefnda er eftir Pálmar. Það er óvíst að lögin hefðu borist til Ís- lands eða nokkru sinni verið sungin af Ellý ef arkitektúrneminn í Róm hefði ekki verið ástríðufullur tónlistarunnandi. „Ég segi nú bara ítölsku lögin, en ég sendi þeim ýmis fleiri lög þótt þau ítölsku hafi verið í fyrirrúmi. Hvatinn að þessum tónleikum sem verða núna er fundur vina minna í félags- starfsemi sem ég er í þar sem þeir spiluðu lög frá ítölsku árunum mínum. Margir hafa beðið um að það yrði endurtekið og svo þegar ljóst var að ég ætlaði ekki að halda upp á áttræðis- afmælið mitt hringdu þeir í mig og sögðu: „Jæja, þú ert að svíkja okkur um veislu! Við ætlum bara að halda tónlistarveislu en þú verð- ur að vera með.“ Svo að uppstaðan í tónleik- unum eru gömlu ítölsku lögin. Það er svo magn- að þetta nýja líf sem þau fengu í höndum íslenskra tónlistarmanna sem eru allir meira og minna góðir vinir mínir.“ Gengisfellingin beindi til Svíþjóðar Seinna árið í Róm bættust við þeir Sigurjón Jó- hannsson í arkitektúr og Davíð Arnljótssoní verkfræði og leigu þeir félagar þá saman íbúð og gekk sambúðin mjög vel. Miklar sviptingar urðu í lífi þeirra félaga sem stunduðu námið í Róm þegar stóra gengisfell- ingin varð árið 1960 en hún hafði almennt mikil áhrif á námsmenn erlendis. Þrátt fyrir að eiga ágætan sjóð eftir að hafa ætíð unnið með námi dugði það ekki til og Pálmar neyddist til að koma heim en hann kláraði arkitektúrinn síðar í Svíþjóð. Á sama tíma hætti hann að koma fram sem tónlistarmaður. „Ég fór heim um haustið 1960, hóf störf hjá Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt og hóf svo nám að nýju ári seinna. Árin í Svíþjóð urðu líka mjög skemmtileg, bara allt öðruvísi, ég kynntist sönglögunum sænsku, mínum eftirlætispíanó- leikara, Jan Johansson, og fleirum. Ég starfaði mikið heima við arkitektúrverkefni svo í raun voru árin níu úti ekki nema rúmlega fimm sé dvölin heima talin frá. Þegar ég lauk náminu og var loksins búinn að ákveða að ráða mig á sænska arkitektastofu sem Ítölsk áhrif músík- alska arkitektsins Pálmar Ólason, arkitekt og tónlistarmaður með meiru, á sér ótal hliðar en hann er einn þeirra sem færðu söngmenningu Íslands ítölsk áhrif í gegnum Hauk Morthens og Ellý Vilhjálms. Pálmar rifjar það upp á tónleikum í kvöld, laugardagskvöld. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Það er ekkert leiðinlegratil í þessum heimi en„grumpy old men“! Ég ræðiþað ef ég sé eitthvað jákvætt, annars ekki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.