Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 26
Sennilega er það of seint í rass-inn gripið en um helgina ferfram í Camp HRH, Vauxhall
Holiday Resort, Great Yarmouth,
East Anglia, Wales, málmmessan
Hard Rock Hell, ellegar Bárujárns-
vítið. Meira en fimmtíu bönd koma
fram á hátíðinni en að þessu sinni
verður sérstök áhersla lögð á gamalt
rokk og málm. Þarna eru meðal ann-
arra Michael Schenker Fest, Saxon,
Femme Fatale, Blitzkrieg, Thund-
erstick, Voodoo Blood og Smoking
Martha. Greinarhöfundur við-
urkennir að vísu að hann þekkir
hvorki haus né sporð á síðastnefnda
bandinu – en nafnið er gott. Að sjálf-
sögðu eigum við Íslendingar okkar
fulltrúa á Hard Rock Hell en Vin-
tage Caravan tróð þar upp í gær-
kvöldi. Vel fór á því enda fellur sú
fróma sveit, þrátt fyrir ungan aldur,
vel að þemanu.
Heiti hátíðarinnar ráðgáta
Ástæða er til að nefna aðra hátíð
sem fer fram um helgina, Clocken-
flap í Hong Kong. Á heimasíðu há-
tíðarinnar kemur fram að heiti há-
tíðarinnar sé ráðgáta (jafnvel fyrir
skipuleggjendur) en það breyti ekki
því að hún sé orðin flaggskip í tón-
listarlífi borgarinnar enda yfirlýst
markmið hennar að færa alþjóðlegu
tónlistarsenuna heim í garð og koma
Hong Kong á tónlistarhátíðakortið.
Svo virðist sem það gangi ljómandi
vel en búist er við yfir sextíu þúsund
gestum um helgina. Of seint er að
rjúka af stað núna en það kemur ár
eftir þetta ár. Verði allt með felldu.
Tvær popphátíðir standa fyrir
dyrum í Ástralíu um næstu helgi,
Harbourlife í Sydney og Strawberry
Fields í Tocumwal, og eru gestir
minntir á að muna eftir sólarvörn-
inni enda hásumar þar neðra um
þessar mundir. Aragrúi banda kem-
ur fram og engin leið að nefna eitt
öðru fremur.
Örlítið nær okkur, nánar tiltekið í
Verbier í Sviss, fer raftónlistarhá-
tíðin Polaris fram dagana 27. nóv-
ember til 2. desember. „Búið ykkur
undir að verða hátt, hátt uppi,“ segja
skipuleggjendur og meina það í
orðsins fyllstu merkingu, þar sem
hátíðin er haldin í 2.000 metra hæð
yfir sjávarmáli á Le Mouton-
skíðasvæðinu. Gestir eru hvattir til
að skíða og dansa meðan fæturnir
bera þá og láta líða úr sér í heita
pottinum þess á milli. Hugsa má sér
galnari áform í skammdeginu.
Greinarhöfundur tókst á loft þeg-
ar hann sá fulltrúa Íslands á hátíð-
inni en á lista yfir flytjendur stendur
skýrum stöfum: Hatari. Við nánari
eftirgrennslan kom þó í ljós að ekki
er um íslensku spútnikgrúppuna að
ræða, heldur brasilísk/svissneskan
plötusnúð sem gegnir sama nafni.
Og er aukinheldur kona.
Bræðurnir halda
uppi merkinu
Sömu helgi fer fram í Fort Lauder-
dale í Bandaríkjunum rokkhátíð sem
kallast Riptide. Enga Íslendinga er
heldur að finna þar en aðalnúmerin
eru þó ekki af lakari endanum, Pa-
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gestir geta séð söngkonuna Sóleyju á Wonderfruit Festival í Pattaya í Taílandi
dagana 13. til 16. desember næstkomandi. Hróður Íslands berst víða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jacksynir, Saxon,
Sóley og Gunna
Tónelskir Íslendingar þurfa ekki að sækja vatnið yfir lækinn þessa helgina,
enda Iceland Airwaves-hátíðin í algleymingi. En hvert snúa hátíðaþyrstir
sér eftir það og fram að áramótum? Kíkjum aðeins á málið á heimsvísu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þessi er auðvitað fallinn frá en bræður hans fjórir halda uppi merkinu.
Reuters
Vintage Caravan tróð
upp á Hard Rock Hell
í Wales í gærkvöldi.
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
FERÐALÖG