Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Qupperneq 27
nic! at the Disco, 311 og The Jack-
sons. Og, já, það eru Jackson-
bræðurnir einu sönnu, að því er
næst verður komist. Þeir sem eftir
lifa, Jermaine, Jackie, Tito og Mar-
lon. Michael lést sem kunnugt er
fyrir tæpum áratug. Sjötti bróðirinn
er raunar til (er það á allra vitorði?),
sá heitir Randy og er yngstur þeirra
allra. Hann hefur hins vegar lítið
komið við sögu sveitarinnar gegnum
tíðina. En það er allt önnur saga.
Sheila E verður líka á Riptide, svona
ef The Jacksons er ekki nóg. Og
Matt og Kim? Hver? Matt og Kim.
Einnig Sugar Ray og Bishop Briggs.
Þann 1. desember fer ein stærsta
danstónlistarhátíð Asíu, ZoukOut,
fram í Sentosa í Singapúr. Nætur-
klúbbamenningin kemur þá upp á
yfirborðið og hreiðrar um sig á
ströndinni – fram á rauðan morgun.
Meðal atriða má nefna Timmy
Trumpet, Goldfish & Blink, Che-
’Molly, Hong Ghetto, Lenerd og
Nash D. Kannski ekki stærstu nöfn-
in í nætursenunni í Reykjavík en
örugglega ekkert verri fyrir það.
Balí er með vinsælli áfangastöðum
landans í seinni tíð og þar um slóðir
fer fram hátíð sem nefnist Djakarta
Warehouse Project dagana 7. til 9.
desember. Aðalspíran þar er maður
sem kallar sig DJ Snake.
Fjöldi Íslendinga leggur líka leið
sína til Pattaya í Taílandi á ári
hverju en þar hitta menn fyrir fjöl-
listahátíðina Wonderfruit Festival
dagana 13. til 16. desember. Og
bingó, hér erum við aftur með Ís-
lending, söngkonuna Sóleyju, sem
fær glimrandi umsögn hjá aðstand-
endum á heimasíðu hátíðarinnar.
Önnur númer eru okkur meira fram-
andi en þó er ástæða til að vekja at-
hygli á Horse Meat Disco, þó ekki
væri nema nafnsins vegna.
Aftur berst leikurinn til Banda-
ríkjanna 14. til 15. desember, nánar
tiltekið til Los Angeles, þar sem
hipphopp-hátíðin Rolling Loud LA
fer fram. Ekki er í kot vísað þetta
árið en fram koma meðal annarra,
Post Malone, Lil Wayne, Wiz Kha-
lifa, Ty Dolla $ign, Cardi B, Lil Uzi
Vert og Gunna. Já, Gunna. Enn
verðum við Íslendingar þó fyrir von-
brigðum, Gunna er frá Bandaríkj-
unum. Efnilegur rappari sem er karl
en ekki kona og heitir ekki Guðrún,
heldur Sergio Giavanni Kitchens.
Íshellahugleiðsla og fisflug
Fyrir þá sem stefna á að verða búnir
snemma með jólaverkin skal bent á
hátíðina Rise í frönsku Ölpunum,
sem stendur í heila viku frá 15. til 22.
desember. Gerist næturlöng partíin
gestum hvimleið benda aðstand-
endur á dægradvöl eins og íshella-
hugleiðslu, alpajóga, snjóbíla og fis-
flug. Hljómar ekki illa.
Loks ber að nefna Valhalla-
hátíðina í Amsterdam í Hollandi 22.
desember. Mest eru það raunar
heimamenn, lítt þekktir utan land-
steinanna, sem koma fram en bíður
ekki Valhöll okkar allra þá?
Ty Dolla $ign kemur fram ásamt fleirum á Rolling Loud LA í desember.
AFP
Gunna í essinu sínu ásamt Lil Baby á tónleikum í Miami fyrir skemmstu. Gunna er karl en ekki kona. Og bandarískur.
AFP
’ Enn verðum við Ís-lendingar þó fyrirvonbrigðum, Gunna erfrá Bandaríkjunum. Efni-
legur rappari sem er karl
en ekki kona og heitir ekki
Guðrún, heldur Sergio
Giavanni Kitchens.
Biff gamli Byford,
söngvari Saxon, með
grjóthörðum aðdáanda.
11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 16:00 í Hörpu
Rekaviðarhálsmen frá kr. 15.500
Teketill úr postulíni kr. 36.500
Smádúkur úr lífrænni bómull kr. 4.900
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Roðtöskur