Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018
HEILSA
Þessar stöðvar vinna aðendurhæfingu og hafabjargað mörgum frá einum
erfiðasta sjúkdómi samtímans, of-
fitunni.“ Þannig komst Guðni
Ágústsson, fyrrverandi formaður
Framsóknarflokksins og landbún-
aðarráðherra, að orði í grein í
Morgunblaðinu 3. nóvember síðast-
liðinn. Þar ræddi hann um það
hvað líkamsræktarstöðvar væru
dýrmætar í samfélagi nútímans.
Og Guðni er reyndar lifandi sönn-
un þess að lengi er hægt að taka
sig á. Fyrir nokkrum árum varð
hann var við að blóðsykurinn fór
hækkandi „og að honum læddist
einn duldasti og hættulegasti sjúk-
dómur samtímans,“ sykursýkin.
Hann sneri vörn í sókn og ákvað að
taka til í eigin ranni.
Skömmu eftir að honum varð
ljóst að hann stefndi hraðbyri í átt
að því að teljast sykursjúkur hitti
hann Kára Stefánsson sem lagði
honum lífsreglurnar.
„Eins og menn vita er Kári
færastur lækna. Ég sagði honum
tíðindin og það stóð ekki á svari:
„Þetta er enginn sjúkdómur, hel-
vítis auminginn þinn. Þetta getur
þú læknað sjálfur og sett út fyrir
dyr. Til þess þarftu hreyfingu og
bætt mataræði.““
Hann tók ráðum læknisins
Á tveimur árum skóf karlinn af sér
um 18 kg og hefur sjaldan eða
aldrei verið í betra formi.
Eftir lestur greinarinnar sló ég á
þráðinn til Guðna. Við höfum oft
rætt saman og ég var sannfærður
um að erindinu yrði vel tekið.
„Viltu ekki mæta með mér í tíma
hjá Ívari Guðmundssyni og lyfta
lóðum í klukkutíma eða svo?“ sagði
ég og það stóð ekki á svari: „Hvar
og hvenær á ég að mæta?“ Ekkert
hik og engir fyrirvarar.
Á næsta ári fagnar Guðni stór-
afmæli og hann virðist staðráðinn í
að halda í góða heilsu. Líkt og
hann sagði í greininni fyrrnefndu
þegar hann ræddi um stöðvarnar
góðu: „Hinir sem eldri eru vinna
gegn hrörnun og ellinni, ungir efl-
ast, eldri yngjast upp.“
Guðni fetaði tvíþættan veg að
betri heilsu að eigin sögn. Annars
vegar breytti hann mataræðinu
mikið en svo fór hann að hreyfa sig
meira en hann hafði áður gert.
„Ég tók út sykureitrið og lagði
meiri áherslu á hreinni fæðu. Þar
leikur íslenskur landbúnaður auðvit-
að algjört lykilhlutverk, íslenska
lambið, smjörið og mjólkurafurðir
ýmiss konar. Það er besta prótín í
heimi. Það er prótínið í mínum vöðv-
um.“
Hann segist hins vegar ekki hafa
sleppt brauðinu alveg eins og sum-
ir telja lykilinn að öllum árangri í
þessum efnum.
„Ég tók út óholla brauðið. Núna
vel ég gróft og hollt brauð og stilli
neyslunni í hóf.“
Og hreyfingin hefur fylgt með.
Hann mætir reglulega í World
Class, bæði í Laugum og á Sel-
tjarnarnesi. Þar finnst honum gott
að fara í tækin, svitna og lyfta lóð-
um.
„Eftir sextugt fara vöðvarnir að
rýrna nema unnið sé gegn þeirri
þróun með því að svitna og lyfta
lóðum. Þá finnst mér líka mjög
mikilvægt að teygja vel og vinna
gegn bóndabeygjunni sem maður
sá aldraða í þegar maður var barn
og unglingur.“
En það var fleira sem Guðni vildi
varast með breyttum lífsstíl en
sykursýkin. Hann var líka farinn
að mælast hár í járni.
„Of hátt járn í blóði getur verið
banvænt og valdið allskonar sjúk-
dómum, m.a. geðveiki. Það kemur
reyndar engum á óvart þótt stjórn-
málamenn séu með snert af geð-
veiki en það verður að vinna gegn
hættunni á slíkum vágesti sé þess
nokkur kostur.“
Og Guðni segir að áhrifin af
breyttum lífsstíl hafi m.a. birst í
mun lægra járni í blóði hans.
„Við Brúnastaðamenn erum auð-
vitað miklir járnkarlar og það hef-
ur ekkert breyst. Ég er einfaldlega
hraustari en áður þótt minna sé af
járni í æðum.“
Tókum vel á því
Guðni lét ekki sitt eftir liggja á æf-
ingunni. Fimmtudagarnir byrja á
bekkpressunni sem er mín uppá-
haldsæfing (ekki vegna þess að ég
er góður í henni). En við létum
ekki þar við sitja. Á milli lausra
lóða og tækja þræddum við salinn.
Var engu líkara en að hann væri
að munda atgeirinn þegar hann
æfði upphandleggina og hann
þyrfti sannarlega ekki að æfa sig
mikið til þess að geta stokkið hæð
sína í fullum herklæðum eins og
Gunnar forðum. Að lokinni æfingu
kvaddi hann mig með þessum orð-
um:
„Segðu öllum sem heyra vilja,
ekki síst þeim sem feitir eru, að
láta mæla í sér sykurinn. Hann er
eins og vofa að næturlagi. Þú ert
kominn í flasið á henni áður en þú
veist af og þá er erfitt að losna úr
klóm hennar.“
Með íslenskt sveitaprótín í vöðvum
Það er töggur í Guðna
og eftir að hafa lesið
grein þar sem karlinn
dásamaði íslenskar lík-
amsræktarstöðvar gat
ég ekki annað en dregið
hann með í tíma til
Ívars. Þar reif hann í
lóðin „eins og að enginn
væri morgunmaturinn“.
Morgunblaðið/Hari
Það er töggur í Guðna og
hann gaf sér yngri mönnum
ekkert eftir þegar kom að
lyftingunum á fimmtudag.
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
84,6 kg
83,4 kg
Upphaf:
Vika 8:
Vika 9:
33.807
33.324
12.749
12.641
3 klst.
4 klst.
HITAEININGAR
Prótein
24,2%
Kolvetni
31,4%
Fita
44,4%
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Spiced Honey
litur ársins 2019