Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.11. 2018 Ó sköp er notalegt að fá enn eina staðfestinguna á því að „ástandið“ í þjóðfélaginu gefi ekkert tilefni til alvarlegrar og málefnalegrar umræðu á þjóð- þinginu. Háttvirtu hæstvirtan fyrir sér Átakalínurnar snúast helst um það í augnablikinu hvort eigi að kalla ráðherra hæstvirta og þingmenn háttvirta eins og hefðin býður. Umræða um þetta er þekkt. Síðustu áratugi hefur hún oftast farið fram í upphafi kjörtímabils þegar lærlingum í þingstörfum þótti þetta skrítið og fóru hjá sér þegar þingforseti ávítti þá fyrir brot á reglunni. Var engu líkara en að nýliðarnir hefðu aldrei fylgst með fréttum eða útsendingum frá Alþingi áður en þeim skolaði inn, fullgildir þingmenn. Sérstaklega gat þessi þáttur flækst fyrir sumum þeirra sem lentu í stjórnarandstöðu og þótti erfitt að koma út úr sér orð- inu „hæstvirtur“ um ráðherra sem þeir höfðu í kosn- ingum fáum vikum fyrr talið helsta skaðvald og þjóðar óvin. Kannski hefur einhver þeirra óttast að grasrótin myndi telja að lítið legðist fyrir kappa sem lyppaðist niður fyrir valdsmönnum. Þegar menn þroskuðust, sem var stundum hægfara ferli, sáu þeir að þessi ávörp voru hluti af tilhlýðilegri þinglegri virðingu sem eðlileg er talin í flestum lýð- ræðisríkjum. Hún minnir þá sem um stundarsakir eru kallaðir hæstvirtir eða háttvirtir á skyldur og ábyrgð sem starfanum fylgir fremur en að þeir belgist út í þeirri trú að persóna þeirra sjálfra hafi upphafist og það jafnvel með varanlegum hætti. Ráðherra sem skömmu síðar verður á ný almennur þingmaður veit að nú er hann, venju samkvæmt, „háttvirtur“ og á ekki í neinum böglingi með að ávarpa þann sem situr í stólnum núna sem hæstvirtan. Það er sem sagt verið að fjalla um starfann, skyld- una og ábyrgðina en ekki manninn. Efnt til illinda þegar samstaða var málið Fall íslensku bankanna þriggja var mikið. En þeir áttu í þeim efnum samleið með hundruðum og jafnvel þúsundum annarra banka víða um heim og þá ekki síst á Vesturlöndum þar sem kerfi einkabanka er ráð- andi. Þá var mikilvægast alls að þjappa þjóðinni sam- an. Það var viðbótarólán að ósvífnir pólitískir lukk- uriddarar komust að í skjóli múgsóeirða og reyndu að nota það skipbrot, til að ná pólitískum markmiðum sem höfðu ekkert með áfallið að gera. Engar aðrar þjóðir fóru þá leið. Engu ríki datt í hug að kollvarpa bæri stjórnarskrá landsins síns af slíkum ástæðum. Ekkert benti til þess að ákvæði hennar hefðu stuðlað að þessu bankalega óláni. Bankakerfi á barnsskóm Það vill gleymast að einkarekið bankakerfi hafði að- eins verið til sem meginregla á Íslandi í rúman hálfan áratug. Það virtist í fyrstu vera yfirgengileg hundaheppni að það væri að taka sín fyrstu skref í átt að því sem annars staðar tíðkaðist nákvæmlega á þeim tíma þeg- ar alþjóðvæðingin var að breyta öllum leikreglum og framboð fjár var meira en lengi hafði sést. Einhverjir lásu þetta vitlaust og töldu að séríslensk gen og einstök snilld sem varðveist hefði nyrst í ís- köldum sjó hefði eitthvað með þetta að gera. Staðan á lánsfjármörkuðum var þannig þá að það hefði þurft stórbrotna staðfestu til að sækja sér ekki hvern hnefann á fætur öðrum og lána það áfram án mikillar varfærni. Þannig mátti margfalda stærð banka á örfáum árum. Og nú vita menn, sem endurskoðendur bankakerf- isins segjast ekki hafa vitað þá, að algjörlega ástæðu- laust þótti að sýna hefðbundna gát um útlán. Og þegar við þetta óvenjulega ástand bættist að áhættufíklar höfðu komið sér í þá stöðu að ábyrgðarmenn bank- anna gátu ekki sagt nei við þá, varð staðan smám sam- an ósjálfbær. Sá þáttur kom ekki í ljós fyrr en allt of seint. Sakbendingar Atburðarásin sú laut sama lögmáli og lýsir sér í mörg- um fréttum af starfi slökkviliða. „Þegar slökkviliðið kom að var allt alelda. Slökkvistarfið gekk vel en þeg- ar því lauk var allt brunnið sem brunnið gat.“ Leynd- ur eldur sem blossar upp í óviðráðanlegri mynd er ógnvaldur allra slökkviliða. Almennt er slökkviliðinu aldrei kennt um brunana, enda þarf mikla ósvífni til þess. En það var reynt og þeir sem síst skyldi kostuðu það. Stjórnarskráin líka Og svo komu enn furðulegri tilþrif. Í mekkinum eftir „hrun,“ þegar enginn sá út úr augum, var ákveðið að kenna stjórnarskránni um það líka að þrír bankar risu ekki undir sjálfum sér. Hin raunverulega ástæða þess að sótt var að alsak- lausri lýðveldisstjórnarskránni kom ekki í ljós strax. Í uppnáminu voru þeir auðvitað til sem lögðu trúnað á spuna loddaranna sem bankafallið og skipulögð múg- æsing skolaði í ráðherrastóla. En smám saman varð flestum ljóst að þetta var angi af öðru máli. Það átti að nota áfallið sem þjóðin var í til að troða henni inn í ESB og leggja helsi evrunnar á hana. Eftir það fengi hún aldrei brotið sig lausa. En vandinn var að stjórnarskráin leyfir ekki aðild. Því varð að gera breytingar á henni hvað sem það kostaði. Það hefði þjóðin aldrei samþykkt ef hin raunverulega ástæða væri gefin upp. Þess vegna var sett á svið leikrit, mik- ið og ómerkilegt. Kynt var undir „kröfu þjóðarinnar“ um nýja stjórn- arskrá vegna „hrunsins“. „Slembiúrtak“ þjóðarinnar var sent í dagpart í Laugardalshöll og þar fór fram ótrúlegt skrípó. Engar raunverulegar umræður. En við hvert borð sat tugur manna saman með umræðu- stjóra sem skrifuðu stikkorð á blað! Og öll „borðin“ án þess að nokkur almenn umræða færi fram komu upp með sömu stikkorðin, sem ekki var undarlegt. En það var tekið eins og mikilvæg skilaboð í andaglasi. Þetta hefði eins getað verið í leikskóla eins og undirbún- ingur á breytingum á stjórnarskrá landsins. Engum var sagt að allt sem þetta leikrit snerist um var að ná því fram að breyta stjórnarskránni, svo hægt væri að þrýsta þjóðinni inn í ESB á meðan hún væri enn í sjokkinu eftir „hrun“. Loftið hreinsast Eftir því sem umræðan verður jarðbundnari treysta sífellt færri sér til að neita því að forsenda bjargræðis eftir „hrun“ var sú að Ísland hefði ekki verið bundið á klafa evru eins og Grikkir, en hefði eigin mynt og nægilegt fullveldi enn þá til að taka sjálfstæðar Taki þingið á honum stóra sínum þá verður ekkert eftirhrun eftir hrun ’ Vissulega er ástæðulaust að ætla að forsetinn sem nú situr, þótt mun veikari sé fyrir ESB en fyrirrennarar hans, muni bregðast sjálfum sér og þjóð- inni í þessum efnum. Og þjóðinni má treysta verði lagt í Icesave, töku II. Reykjavíkurbréf09.11.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.