Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Page 31
ákvarðanir fyrstu vikurnar eftir að bankarnir féllu og það gegn áköfum mótmælum Seðlabanka evrunnar og því miður Breta undir forystu Gordons Brown. Slíkar ákvarðanir hefðu ella verið óhugsandi. Þær hefðu með sama hætti verið óhugsandi og óframkvæmanlegar ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur hefði verið komin að á þeim tíma. Eftir það hefðu Íslendingar verið klossfastir í gildrunni og engu mátt bjarga. Hrun kallar á druslur Sjálfsagt eru einhverjir búnir að gleyma því að ein brýnasta tiltektin eftir „hrun“ var að drusluvæða þingsalinn. Einhverjir bitu það í sig að lágmarks- snyrtimennska í þingsalnum hefði eitthvað haft með það að gera „að það varð hér hrun“. Nauðsynlegt væri því að karlmenn gengju um með gapandi í hálsinn, en það hlálega er að bindisleysið var einmitt einkenn- isklæðnaður sem útrásarvíkingar tileinkuðu sér fyrir hrun. Margir þingmenn hafa svarað kalli um drusluvæð- ingu þingsalarins vel, en þó ekki allir. Enn sem komið er hefur virðing þingsins þó ekki aukist svo mælanlegt sé, þvert á móti. Í nær öllum þingsölum lýðræðisþinga eru menn óralangt frá því að taka upp klæðaburð út- rásarvíkinga í þingsalnum. Danir einir eru skrefinu á undan okkur. Þar sjást þingmenn iðulega á bolnum í ræðustól og í samræmi við góða umhverfismeðvitund hafa sumir ekki verið þvegnir lengi til að spýta ekki sápu í úthöfin. En jafnvel þetta skref Dana hefur ekki aukið virð- ingu þingsins þar enn þá svo séð verði. Spurning er þá sjálfsagt sú hvort þeir taki ekki stóra stökkið þar og þingmenn mæti á brókinni og að minnsta kosti ein- hverja daga í viku með öl og sígarettu í salinn til að endurspegla afslappað andrúmsloftið utan húss. Það gæti gert kraftaverk um trúverðugleikann. Annað mikilvægt skref Og hér gætu menn hætt þessu hæstvirtu og háttvirtu sem gæti rétt eins og stjórnarskráin hafa gert útslagið með „hrunið“. Eftir að því væri sleppt fellur „ráð- herra“ og „þingmaður“ sjálfkrafa úr ávarpinu. Þá væri aðeins talað um Kristján, þegar átt væri við sjáv- arútvegsráðherrann, og ef það dygði ekki til að forða nýju hruni, þá bara Stjáni og væru fleiri en einn Stjáni í salnum þá Stjáni blái (sjálfstæðismaður) til aðgrein- ingar frá öðrum. Sjálfgert væri þá að hætta að upphefja þingforseta og hann er alþýðlegur og tæki því vel, þótt það þróað- ist fljótt í það að Grímsi gæfi Stjána bláa orðið. Þegar svo væri komið þá ættu líkur á nýju hruni að vera hverfandi. Hví heggur sá.... En auðvitað væri öruggast að breyta stjórnarskránni svo hún felli ekki fleiri banka. Meira að segja Sjálf- stæðisflokkurinn virðist trúa því prakkarastriki upp á stjórnarskrána, því ella væri hann ekki svona þýður í taumi Viðreisnar og Samfylkingar. Viðreisn var í hetjulegri baráttu í þriðja stórmáli þingsins, styrjöldinni miklu gegn mjólkurfernunum, sem flokkurinn telur að ögri Jean Claude Juncker, sem hafi aðrar drykkjuvenjur en mjólkurþambarar. Í aðdraganda þess að gera enn eina atlögu að stjórn- arskránni ætla þessir þrír flokkar að brjóta hana kirfi- lega áður með því að færa ESB vald sem óheimilt er, ofan á þau stjórnarskrárbrot sem þegar hafa verið framkvæmd í endalausum smáskrefum, eins og bent var á nýlega. Vissulega er ástæðulaust að ætla að for- setinn sem nú situr, þótt mun veikari sé fyrir ESB en fyrirrennarar hans, muni bregðast sjálfum sér og þjóðinni í þessum efnum. Og þjóðinni má treysta verði lagt í Icesave, töku II. Bjössi og Ásmundur aka eins og ljón Eitt af þessum þremur stórmálum þingsins síðustu tvo mánuði snýst um akstur Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns. Píratar hafa átt erfitt með að sætta sig við að Ás- mundur fari ekki hjólandi um Suðurkjördæmi eins og þeir fara um sitt, 101 Reykjavík. Þeir blása á skýringar Ásmundar um að hann telji sér skylt að vera á ferðinni og ræða málin við sína kjósendur. Píratar benda á að þetta fái ekki staðist því að kosningar séu leynilegar á Íslandi og Ásmundur viti því alls ekki hverjir kusu hann og eigi því enga möguleika á að ræða við sína kjósendur. Eltast við einelti Þetta fyrirkomulag hafi einnig leitt til þess að Píratar hafi ekki getað lagt sína eigin kjósendur í einelti og hafi því ekki átt annan kost en að leggja hver annan í einelti, en samkvæmt reglum Pírata sé það mismunun ef eingöngu kjörnir fulltrúar njóti eineltis en ekki allir þeir sem trúnaðarmenn Pírata gætu náð til, væru kosningar ekki leynilegar. Nú verður því ekki á móti mælt, sem Píratar benda á, að bæði kílómetramælir bifreiðar Ásmundar og þeir reikningar sem þingið greiðir samkvæmt þeim, sýna að þingmaðurinn er á fleygiferð um kjördæmi sitt. En þá vaknar enn ein spurning í þessu stórmáli og hún er þessi: Hvernig fær það staðist þegar kílómetramælir Ásmundar sýnir mun meiri akstur en hjá sam- viskusömum leigubílstjóra og ávísanahefti þingsins staðfestir mælinguna, að þjóðin sé eftir sem áður al- gjörlega sannfærð um það, að Píratar séu miklu frek- ar úti að aka en Ásmundur? En í þessu sambandi kom ábending frá Flokki fólks- ins, eða Flokki mannsins eða Flokki bílsins, um að þetta vandamál yrði úr sögunni eftir að sjálfkeyrandi bílar kæmust í almenna notkun. Þá gæti Ásmundur sent sinn sjálfkeyrandi bíl fram og til baka til Horna- fjarðar til að eiga samráð við hugsanlega kjósendur sína og setið á meðan í matsal þingsins, þar sem Pírat- ar gætu lagt hann í einelti og með þeim hætti hvílt þá sem verið hafa lengst í innanflokkseineltinu hjá þeim. Og þarna gæti allur hópurinn setið ógreiddur, óþveginn, bindislaus á brókinni á meðan Viðreisn leit- aði að mjólkurfernum frá morgni til kvölds og þá þyrfti ekki að gera frekari ráðstafanir til að koma í veg fyrir nýtt hrun. Þetta gæti því allt farið betur en á horfðist. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólarupprás yfir Heklu. 11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.