Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.11.2018, Blaðsíða 35
Á síðasta ári kom út fyrstaskáldsaga Hjalta Halldórs-sonar, sem nefndist Af hverju ég? og sagði frá ungum pilti, Agli Grímssyni, nemanda í Grunn- skóla Borgarness, sem var sífellt að lenda í vandræðum. Bókinni var vel tekið og hér í blaðinu sagði til að mynda gagnrýnandi hana vera kær- komna viðbót í barnabókaflóruna, sniðuga og öðruvísi. Fyrir stuttu kom svo út önnur skáldsaga Hjalta og nefnist Draumurinn. Hjalti Halldórsson er kennari í Langholtsskóla, kennir í unglinga- deild, og segir að kennsla sé mjög skapandi starf. „Maður er alltaf að finna upp á nýjum verkefnum og nýjum kennsluháttum til að virkja nemendur, þannig að það er mjög frjótt umhverfi. Svo vinn ég líka með mjög skemmtilegu fólki, er alltaf að segja krökkunum sögur og í skemmtilegum samskiptum við þau svo það ýtir allt undir þá sköp- un sem það er að skrifa.“ Hjalti segist hafa gengið með það mjög lengi að skrifa, hann hafi langað til þess en alltaf fundið ein- hverjar afsakanir fyrir því að setj- ast ekki niður enda sé það líka svo- lítið ógnvekjandi að setjast niður og fara að vinna í draumnum. „Svo ákvað ég að láta slag standa fyrir þremur árum og byrjaði að skrifa með það fyrir augum að gefa það út og það endaði í Af hverju ég? sem kom út í fyrra. Þá var ég búinn að opna á þetta og hélt því áfram.“ — Í Af hverju ég? sækir þú inn- blástur í Íslendingasögur og eins í Draumnum. „Af hverju ég? á sterk líkindi með Egils sögu, en þó ég hafi ákveðið að halda áfram með þá pæl- ingu að nota Íslendingasögu sem innblástur, nota núna Grettis sögu, túlka ég hana á minn hátt. Það sem ég tek úr henni er metnaður Grettis að takast á við hverja áskorun og að vera bestur. Þegar ég svo byrj- aði að skrifa og vinna úr efniviðnum þá fjarlægðist ég upprunalegu sög- una smám saman svo það eru ekki eins sterk líkindi með Grettis sögu og Draumnum. Það er frekar að Grettis saga sé innblástur, enda er aðalpersónan drifin áfram af mikl- um metnaði, þeim draumi að slá í gegn á knattspyrnuvellinum og það þarf að berjast við ýmsar hindranir í umhverfinu og sem búa innra með okkur.“ — Þetta er önnur bókin á tveim- ur árum, ertu búinn að finna fjölina þína? „Já, það kvikna alltaf fleiri og fleiri hugmyndir eftir því sem mað- ur er duglegri að vökva skálda- blómið inni í sér. Það er alveg hægt að halda áfram með þessa pælingu. Íslendingasögurnar eru klassík af því þær segja okkur eitthvað á öll- um tímum, það er bara spurning um að finna hvað það er sem maður vill koma á framfæri. Fólk hefur ekki breyst, það eru sömu þrár eftir frelsi, umhyggju, metnaði og árangri sem drífa okkur áfram. Ég fæ alltaf fleiri og fleiri hugmyndir eftir því sem ég grúska meira í þessu. Ég er þegar byrj- aður á næstu bók en maður veit aldrei í þessum bransa hvað kemur út og hvenær, en ég er búinn að finna það sem virkar fyrir mig að skrifa um. Svo væntanlega þróast ég og forsendur breytast og seinna fer ég að vinna í einhverju allt öðru, eins og gengur. Þetta er ofsalega skemmtilegt og það skemmtilegasta í þessu er að hitta krakka og lesa fyrir þau og vera í samtali við þau um bækur. Það er það sem gerir þetta þess virði.“ Sköpunin að skrifa Hjalti Halldórsson sækir innblástur til barnabókaskrifa í Íslendinga- sögurnar, enda segir hann þær segja okkur eitthvað á öllum tímum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hjalti Halldórsson segist alltaf fá fleiri og fleiri hugmyndir eftir því sem hann fæst meira við ritstörfin. Morgunblaðið/Árni Sæberg 11.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í OKTÓBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Mín sökClare Mackintosh 2 Sænsk gúmmístígvélHenning Mankell 3 MiðnæturgengiðDavid Walliams 4 Beint í ofninnNanna Rögnvaldardóttir 5 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 6 SvikLilja Sigurðardóttir 7 Prjónað af ástLene Holme Samsöe 8 NærbuxnaverksmiðjanArndís Þórarinsdóttir 9 Jól í Litla bakaríinu við Strandgötu Jenny Colgan 10 Verstu börn í heimi 2David Walliams 11 SálumessaGerður Kristný 12 Norrænu goðinJohan Egerkranz 13 LjóðpundariÞórarinn Eldjárn 14 Smáa letriðLinda Vilhjálmsdóttir 15 Afmæli hjá LáruBirgitta Haukdal 16 Amma – draumar í lit Hólmfríður Helga Sigurðardóttir 17 Skiptidagar – nesti handa nýrri kynslóð Guðrún Nordal 18 Binna B. Bjarna: Djúpa laugin Sally Rippin 19 Heyrðu Jónsi! GistivinirSally Rippin 20 HeiðurSólveig Jónsdóttir Allar bækur Ég er með nokkrar bækur í takinu núna, en kláraði síðast Horfið ekki í ljósið eftir Þórdísi Gísladóttur. Hún er æðisleg lýsing á tíðaranda og stemningu, og þessum hryllilega vandræðagangi við að koma sér til manns. Hún er hlý og kaldhæðin og fyndin, og svo eru margar fallegar sen- ur og sögur í henni. Þar áður las ég the Nix eftir Nathan Hill, bráðskemmtilega bandaríska skáld- sögu sem reynir að ná utan um banda- rískt þjóðfélag og menningu í einum hlemmistórum bita. The Prospector (Le Chercheur d’Or á frönsku) eftir J.M.G. de Clezio kom til mín eftir krókaleiðum, hún hlýtur að vera ein fegursta skáld- saga sögunnar. Hún gerist ýmist á Márit- íus og öðrum eyjum í Indlandshafi eða í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni, og skilur eftir sig saltbragð á vörunum og púð- urlykt í nösunum á manni. Hún er um leit að sjóræningjafjársjóði og sjálfri hamingjunni. ÉG VAR AÐ LESA Sigríður Hagalín Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður og rithöfundur. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 Mikið úrval af eigin hönnun og framleiðslu Gerið verðsamanburð Kjóll kr. 9.990 Tunika kr. 8.990

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.