Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝJAR LÚÐUSNEIÐAR
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn
SÍLDIN FRÁ
DJÚPAVOGI ER KOMIN
KLAUSTUR-BLEIKJA
GLÆNÝ LÍNUÝSA
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Dugnaður hefur verið talin
dyggð á Íslandi en fólk þarf að
kunna sér hóf þó svo áskoranir
samfélagsins um árangur og
þátttöku séu miklar og komi
hvarvetna frá. Kulnun og í
versta falli örmögnun er alvar-
leg og getur verið lífshættulegt
ástand,“ segir Margrét Gríms-
dóttir framkvæmdastjóri hjúkr-
unar við Heilsustofnun Nátt-
úrulækningafélags Íslands í
Hveragerði. „Álag í vinnu er
vissulega stór orsakaþáttur
kulnunar en þættir í einkalífi
hafa líka mikil áhrif; svo sem
áföll, erfiðleikar í sambúð, fjár-
hagsáhyggjur og fleira. Fagfólk
er að mínu mati orðið mjög
meðvitað um hvað sé í gangi
þegar fólk leitar aðstoðar
vegna vanda þar sem saman
fara kvíði, verkir, andvökunæt-
ur, þrekleysi, hjartsláttartrufl-
anir, vöðvabólgur og götótt
minni. Við skoðum þá með við-
komandi aðstæður í lífi og
starfi og þá er vandamálið yf-
irleitt alveg skýrt.“
Fagfólk þekkir einkennin
Í síðustu viku var á vegum
Náttúrulækningafélags Íslands
haldið málþing sem bara yfir-
skriftina Kulnun. Málefnið
stendur félaginu nærri, því 15-
20% þeirra 1.600 sjúklinga sem
koma á ári hverju til meðferðar
á Heilsustofnun er fólk sem lent
hefur í þroti.
Dvalargestir á hverjum tíma
er um 130; fólk sem glímir við
ólíkar áskoranir.
„Fólk sem lendir í kulnun
og kemur til okkar er stækkandi
hópur og einkennin eru fagfólki
kunn. Hins vegar þarf almenn-
ingur að vera sér betur meðvit-
aður um vandann og það er
slæmt ef fólk þarf að ganga oft
fram af bjargbrúninni svo það
geri sér alvöru málsins ljósa.“
Örmögnun er alvarleg
Meðal þess sem fólki býðst á
Heilsustofnun er fjögurra vikna
streitumeðferð þar sem tekið er
heildstætt á vanda fólks, af
hjúkrunarfræðingum, læknum,
sálfræðingum, sjúkraþjálfurum
og eftir atvikum öðru fagfólki.
„Sé þrot eða örmögnun mjög al-
varleg sjáum við að fólk þarf
yfirleitt þrjá til sex mánuði svo
líkaminn fái hvíld og komist í
jafnvægi. Að þeim tíma loknum
hefst svo raunveruleg endur-
hæfing sem getur tekið eitt til
tvö ár, eða jafnvel lengur, sam-
anber reynslusögur fólks,“ segir
Margrét sem finnst skilningur
vera að aukast á því sjúkdóms-
ástandi sem kulnun sé; hvort
sem í hlut á fjölskylda viðkom-
andi, vinir eða vinnufélagar. Þó
eru þeir til sem ekki grein fyrir
því því að slen og aðgerðaleysi
vegna kulnunar séu veikindi en
ekki leti. Af slíkri vanþekkingu
geti myndast núningur í sam-
skiptum fólks sem geri illt
verra.
„Við verðum að vera vak-
andi fyrir álagi í lífinu og forð-
ast öfgar. Við sjáum oft ein-
staklinga sem kannski byrjar
daginn á því að mæta í ræktina
klukkan sex á morgnana, kemur
börnunum svo í skólann og fer
Margir þurfa í meðferð á sjúkrastofnunum vegna kulnunar sem eru veikindi og samfélaginu dýr
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heilsa Yfirleitt nær fólk sem lendir í kulnun vopnum sínum, segir Mar-
grét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun NLFÍ.
Vakandi fyrir álagi og forðast öfgarnar
Margrét Grímsdóttir fæddist
1971. Hún lauk námi í hjúkr-
unarfræði frá Háskóla Íslands
1996. Lauk meistaranámi í fé-
lagsráðgjöf frá Boston University
árið 2001. Starfaði við ein-
staklings- og fjölskyldumeðferð á
Shands & UF-háskóla-
sjúkrahúsinu í Flórída til 2007,
þegar hún flutti aftur til Íslands.
Hún starfaði á Landspítala 2007-
2012, lengst sem deildarstjóri á
geðsviði.
Hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar við
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
frá 2012. Margrét býr í Hafnarfirði
og á þrjú börn og eitt barnabarn.
Hver er hún?
síðan í 10 tíma vinnu sjálft og er
síðan í námi fram á kvöld. Síðan
eru þau kannski gjaldkerar í
starfsmannafélaginu og formenn
í áhugaklúbbnum. Þá er eftir að
sinna heimilinu, fjölskyldunni og
vinunum. Auðvitað er þetta allt-
of mikið og getur ekki endað
nema á einn veg,“ segir Margrét
og heldur áfram:
Slaka á og sinna
sjálfum sér
„Í dag er algengt að for-
eldrar séu að sinna mörgum er-
indum fyrir börnin, svo sem
vegna skóla og íþróttaiðkunar,
sem er auðvitað það sem við
viljum sem foreldrar. Að fólk
taki hins vegar á sig að grípa
alla bolta barnanna getur skap-
að vandamál og vítahring. Álag-
ið verður mikið og séu þetta
mál sem börnin sjálf ættu að
sinna öðlast þau ekki þrautsegj-
una sem er svo mikilvæg til að
komast í gegnum lífið. En varð-
andi kulnun þá getur hún í al-
varlegustu tilvikunum leitt til
varanlegrar örorku. Yfirleitt
getur fólk sem lendir í kulnun
þó náð vopnum sínum að nýju
en þá er líka mikilvægt að hafa
fyrirbyggjandi atriði í huga;
eins og að gefa sér alltaf ein-
hver tíma á hverjum degi til
þess að slaka á og sinna sjálfum
sér, án utanaðkomandi áreitis
og streituvalda. Kulnun eru
veikindi sem eru samfélaginu
dýr og því er mikið í húfi.“