Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 28
Mamma var al- gjörlega einstök kona. Ég hef alltaf litið upp til hennar og leitað mikið til hennar. Hún var alltaf tilbúin að gera allt fyrir mann! Það mætti nánast segja að það hefði gleymst að klippa á naflastrenginn. Það var alltaf hægt að ræða allt við hana og ég gerði það, við vorum góðar vin- konur. Ég hafði alltaf gaman af því að geta gert eitthvað fyrir hana líka. Hvort sem það var að taka til á heimilinu eða lita og plokka eða mála hana. Það var Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir ✝ Dóra ElísabetSigurjónsdóttir fæddist 15. mars 1961. Hún lést 25. október 2018. Útför Dóru El- ísabetar var gerð 5. nóvember 2018. svolítið svona stund- in okkar. Í barnaskóla átti ég að skrifa ritgerð um einhverja fyrir- mynd. Ég skrifaði ritgerð um þessa hörkukonu því hún var jú einstök og mjög óhefðbundin mamma. Hún fylgdi ekki staðalímyndum heldur gerði hún ná- kvæmlega það sem hana langaði. Hún var mjög handlagin, saumaði, föndraði með mósaík, málaði á silki, málaði veggi, múraði, skipti um klær. Við vorum alin upp við það að konur gætu allt alveg jafnt við karla. Hún hafði alltaf óbilaða trú á okkur og hvatti okkur til að klára skólann, elta drauma og gera það sem gerir okkur ham- ingjusöm. Það væri hreinlega ekk- ert sem við gætum ekki gert. Hún setti aldrei út á það hvernig maður gerði hlutina. Hún var alltaf mjög stolt af börnunum sínum og naut þess að fylgjast með okkur dafna. Hún mótaði mig mjög mikið og ég naut þess að alast upp við það að fá að vera bara ég, að þurfa ekki að passa inn í einhvern kassa. Mamma var mjög kraftmikil kona, ákveðin, opin, hress og góð. Alltaf brosandi og til í spjall með bros á vör. Þrátt fyrir að vinna oft og tíð- um mjög karllæg störf þá var hún mikil dama og naut þess að klæða sig upp í kjóla. Það er mjög sárt að hugsa til þess að fá ekki meiri tíma með mömmu, að börnin mín fái ekki að kynnast henni, ég geti ekki slegið á þráðinn eða stoppað við. Börnin mín eiga eftir að kynnast þér í formi frásagnar. Ég ætla leyfa þeim að njóta þess sem ég virkilega naut með þér. Taumlaus trú á þeirra getu, hvatningu, vinskap, nánd og njóta þess að vera þau sjálf. Það sem ég sakna þín elsku mamma mín. Mér er samt svo létt að þú þurfir ekki lengur að vera fangi veikindanna. Þú lifir áfram í hjarta mér. Eva Bryngeirsdóttir. Ég var svo lánsöm að kynnast Krist- rúnu þegar hún var á góðum stað í sínu lífi. Hún var nýkomin úr meðferð. Hennar eina markmið var að fá Frank til sín, fá að vera með hon- um á hverjum degi. Ferðirnar á Kársnesið voru óteljandi þar sem hún hljóp inn og faðmaði drenginn sinn. Ég gleymi aldrei deginum sem ég kynntist henni, hún svo geislandi fögur með sitt eilífðar- Kristrún Sæbjörnsdóttir ✝ Kristrún Sæ-björnsdóttir fæddist 1. október 1971. Hún lést 31. október 2018. Útför Kristrúnar fór fram 9. nóv- ember 2018. bros. Í meðferðinni kynntist hún bróður barnsföður míns, sem kom heim nokkrum dögum á undan henni, ást- fanginn upp fyrir haus. Ég var fjórum árum yngri en Krist- rún, og því pínu óörugg að hitta þessa stúlku. Allt óöryggi hvarf um leið og ég hitti hana fyrst. Hlýrri manneskju hef ég ekki kynnst. Hún kenndi mér svo ótal margt, faðmlagið hennar var einlægt og brosið henn- ar lýsti upp alla daga. Því miður man ég líka daginn sem hún féll; kampavín, skúta og ríkir eldri menn. Ég hitti Kristrúnu aftur þegar hún var nýbúin að eignast Safír, hún geislaði af sinni einlægu hjartahlýju og var staðráðin í að framundan væru bjartir tímar með drengjunum sínum. Það er svo óendanlega sárt að hún hafi ekki fengið tækifæri til þess að eiga fleiri ár með sonum sínum sem hún elskaði meira en allt annað. Margrét Arnardóttir. Erfitt er að kveðja þig, elsku besta mamma mín. Þú varst alltaf svo góð, hlý og yndisleg mamma. Ég man hvað við áttum góðar stundir og hlóg- um mikið saman. Við gátum talað um allt og þú kenndir mér svo mikið um lífið og tilveruna. Ég man hvað þú varst klár að búa til fallega hluti og gerðir allt vel. Ég gleymi aldrei hvað þú gerðir jólin falleg. Ég veit að þú varst með sjúk- dóm og gerðir allt sem þú gast til að losna við hann, en mundu það mamma mín að pabbi passar vel upp á mig og hann tekur þetta mjög nærri sér og hugsar hlýtt til þín, elsku mamma mín. En við vit- um að þú ert komin á góðan stað í faðmi Guðs. Ég minnist þín sem bestu mömmu í heimi og sakna þín mik- ið. Þinn sonur, Sæbjörn Helgi Magnússon Fátt er um orð á kveðjustundu. Með sorg í hjarta kveð ég þig elsku vinkona. Hefði viljað að tími okkar hefði verið lengri en minn- ingarnar sem við áttum saman munu ylja mér um ókomna tíð. Fagrar stundir fengum, vinur, frá oss enginn tekur þær. Hvað sem yfir okkur dynur æ þín minning lýsir kær. (D. Gests) Ég trúi að þú sért komin í Sól- landið til pabba þíns og líði vel. Kæra fjölskylda, ég bið Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Kristrún Jónsdóttir. ✝ Fjóla Guð-bjarnadóttir fæddist í Ívars- húsum á Akranesi 28. desember 1925. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Höfða á Akranesi 29. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðbjarni Sigmundsson verkamaður og Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, búsett í Ívarshúsum á Akranesi. Systkini Fjólu voru Sveinn, d. 2008, Jónína Guðrún, d. 1924, Guðrún, d. 1924, Vigdís, Lilja, d. 2003, Erna, d. 2011, Sigmundur, Sveinbjörn, d. 2009, Sturla, d. 2014, og Hanný. Fjóla giftist Jóhannesi Guð- jónssyni skipstjóra 5. apríl 1947. Jóhannes var fæddur 27. sept- ember 1920, hann lést 8. mars 1999. Foreldrar hans voru Guð- jón Þórðarson og Ingiríður Bergþórsdóttir, bú- sett á Ökrum á Akranesi. Fjóla og Jóhannes eign- uðust fimm börn: 1) Bjarni, f. 1946. 2) Ingiríður, f. 1947, gift Birni Gunn- arssyni. Börn þeirra eru Fjóla, Guðmundur og Birna. 3) Guðjón, f. 1949, giftur Önnu Sigurjónsdóttur. Börn þeirra eru Sigfríður, Jóhannes, Fjóla og Sigurjón. 4) Guðný, f. 1952, d. 2005, hún var gift Hjörleifi Jóns- syni. Börn þeirra eru Jóhanna Lilja, Lísbet Fjóla og Guðrún. 5) Jóhanna Fjóla, f. 1960, gift Ara Jóhannessyni börn þeirra eru Egill og Teitur, synir Ara eru Jóhannes og Árni Gautur. Barnabarnabörn Fjólu og Jó- hannesar eru 24. Útför Fjólu var ekki auglýst að hennar ósk. Látin er tengdamóðir mín í hárri elli eftir skamma sjúkdóms- legu vegna heilablóðfalls. Við leið- arlok er mér bæði ljúft og skylt að minnast óvenjuheilsteyptrar manneskju sem kvaddi langt og giftudrjúgt ævistarf sátt við guð og menn. Þegar kynni okkar hóf- ust fyrir þremur áratugum hafði Fjóla veigamiklar ástæður til að taka mér með mikilli varúð en ákvað að láta mig njóta vafans og fyrir það var ég henni þakklátur þótt ég léti reyndar undir höfuð leggjast að segja henni það. Hún var bæði hreinskilin og hrein- skiptin kona sem lagði oftast gott til mála en lá ekki á skoðun sinni ef henni þótti réttu máli vera hallað eða óskráðar siðareglur brotnar. Fals var ekki til í hennar huga. Fjólu var dugnaður í blóð borinn, henni féll aldrei verk úr hendi meðan hún gat lyft hendi og hún var annáluð sauma- og hannyrða- kona. Fátt vissi hún verra en að láta aðra hafa fyrir sér sem varð þó ekki umflúið þegar þverrandi heilsa varð til þess að hún flutti á hjúkrunarheimilið Höfða fyrir rúmu ári. Þar undi hún hag sínum vel og naut góðs atlætis og heim- sókna barna sinna og barnabarna. Fjóla setti hagsmuni fjölskyld- unnar ætíð ofar sínum eigin. Hún var einfaldlega þannig manneskja, nægjusöm á sjálfa sig en öðrum gjafmild. Og aldrei vildi hún skulda nokkrum manni. Sú lífssýn markaði raunar hennar kynslóð sem alkunna er. Hún fylgdist með afkomendum sínum af árvekni, hélt fjölskylduþráðunum í hendi sér og togaði í ef þurfti en aldrei fast. Umhyggju hennar fyrir hag barnabarna sinna var við brugðið og nutu synir okkar Jóhönnu sannarlega góðs af því. Þess munu þeir ætíð minnast. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir kynni við einstaka sómakonu. Ari Jóhannesson. Mig langar að þakka fyrir allan þann tíma sem ég hef átt með ömmu. Það er skrýtið að sitja hér og skrifa minningargrein um ömmu sem hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi síðan ég fædd- ist. Þegar ég var lítil átti ég að fara á leikskóla eins og allir hinir krakkarnir en ég tók það ekki í mál þegar ég vissi að ég gæti verið í Akrasporti með mömmu og hlaupið svo upp til ömmu og verið þar. Amma átti alltaf nógan tíma fyrir okkur barnabörnin, hvort sem var að láta okkur læra, spila eða eitthvað annað. Hún eldaði al- Fjóla Guðbjarnadóttir laf besta matinn og fékk mamma greyið oft að heyra: „Þetta er ekki eins og amma gerir.“ Alltaf voru allir velkomnir í mat því alltaf var nóg til. Hún var mjög myndarleg í eldhúsinu og átti alltaf eitthvað gott með kaffinu. Og eldaði hún og bakaði alveg þar til hún fluttist upp á Höfða. Það var einnig fyrir mörg jólin sem hún saumaði jóla- fötin á okkur barnabörnin. Hún var alla tíð mikil handavinnukona hvort sem það var saumaskapur eða að prjóna. Alltaf var hægt að fá ullarsokka og vettlinga á litlu krílin hjá ömmu, þar sem hún átti alltaf lager uppi í skáp. Hún hefur alltaf hugsað vel um sína og hefur í gegnum tíðina verið sú fyrsta að hringja og athuga með barna- barnabörnin þegar þau hafa verið veik. Og einnig fundum vel fyrir því systurnar þegar við misstum mömmu hvað hún reyndi alltaf að gera allt fyrir okkur. Fyrir nokkru áttum við amma gott spjall og ákváðum við að sú sem færi á undan í sumarlandið myndi fara með góða kveðju til mömmu og afa. Ég trúi því að það hafi verið þitt fyrsta verk. Það er gott að vita að þið séuð sameinuð á ný og séuð að fylgist með okkur hinum. Einnig trúi ég því að við munum hittast á ný og er gott að ylja sér við þá hugsun. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði. Þín Lísbet Fjóla. 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018 Elsku amma, langamma og frú Lauga. Þegar við göng- um með þér þinn síðasta spöl er þakklæti, góðar minningar en jafnframt söknuður okkur efst í huga. Þú varst alltaf svo fín og flott og með puttann á púlsinum varðandi tísku og útlit enda varstu alltaf svo glæsileg. Það var alltaf gaman að koma til þín og fá kaffi og rúllu- tertu og fá fréttir af fólkinu þínu. Maður kom aldrei að tómum kof- Sigurlaug Sigurðardóttir ✝ Sigurlaug Sig-urðardóttir fæddist 28. júlí 1930. Hún lést 10. október 2018. Út- för hennar fór fram 26. október 2018. unum ef maður spurði frétta og þú varst allt- af með eitthvert skemmtilegt slúður. Þú varst með allt á hreinu sem varðaði Akranes og það sem þar var að gerast. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum og það var mjög skemmtilegt að spjalla við þig um allt mögulegt. Þú talaðir alltaf hreint út og fórst ekkert í kringum hlut- ina og þú varst alls ekki mikið fyr- ir miklar málalengingar. Þín verður sárt saknað og þeirra stunda sem við áttum með þér. Hvíldu í friði, elsku amma Lauga. Einar og Anna. ✝ AðalbjörgBaldursdóttir fæddist á Grýtu- bakka I í Höfða- hverfi 29. október 1947. Hún lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 6. nóv- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Arnbjörg Aradóttir frá Grýtubakka, f. 1925, d. 2002, og Baldur Jónsson frá Mýri í Bárðardal, f. 1916, d. 1979. Systkini Aðalbjargar eru: Sig- ríður, f. 1948, Sigrún, f. 1950, d. 2012, Margrét, f. 1953, Sig- urður Jónas, f. 1955, Bryndís, f. 1957, Ari, f. 1959, Jón Karl, f. 1963, d. 1988, og Guð- mundur, f. 1968. Árið 1970 flutti Aðalbjörg til Akureyrar á vist- heimilið Sólborg ásamt Sigrúnu systur sinni. Síð- ustu árin var Aðal- björg til heimilis á öldrunar- heimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Útför Aðalbjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. nóvember 2018, klukkan 13.30. Aðalbjörg Baldursdóttir frænka mín frá Grýtubakka í Höfðahverfi var dóttir Baldurs Jónssonar frá Mýri í Bárðardal, sem var yngsti bróðir pabba, Ás- kels Jónssonar. Móðir hennar var Arnbjörg Aradóttir á Grýtubakka. Aðalbjörg var gædd mikilli til- finningagreind og þótti afar vænt um fjölskyldu sína, frændfólk og vini, og bar mikla umhyggju fyrir þeim. Gleði hennar yfir tækifærum lífsins, t.d. því að taka þátt í söng, leika sjálf á hljóðfæri og að hlýða á söng og hljóðfæraleik sýndi það, að tónlistargáfa hennar var ríkuleg og ánægjan sem hún hafði var smit- andi fyrir samferðafólk hennar. Aðalbjörg var heimilisvinur foreldra okkar og þegar pabbi lést sagði Aðalbjörg mömmu að hún myndi draga úr söknuði hennar, með því að hringja í hana annað slagið og við það stóð hún, þau ár sem mamma lifði sem ekkja. Svör hennar voru stundum afar hnyttin og hún skemmtileg í til- svörum. Þegar rætt var áður fyrr um hvað eitthvað kostaði mikið, þá greip hún gjarnan til lita í stað talna. Þegar eftirfarandi saga gerðist var Aðalbjörg í heimsókn hjá for- eldrum okkar og greindi þeim frá kápu sem hefði kostað svo og svo marga bláa (þúsund króna seðla) og svo og svo marga rauða (500 króna seðla). Pabba varð þá að orði, að sér þætti hún nokkuð eyðslusöm! Aðalbjörg svaraði að bragði: „Frændi minn, eru þetta mínir peningar eða þínir?“ Þegar við kveðjum Aðalbjörgu þá er það með djúpri þökk fyrir þá umhyggju og kærleika sem hún sýndi jafnan pabba og mömmu, okkur systkinunum sjö, mökum okkar og börnum. Við vottum aðstandendum Að- albjargar ríka samúð. Blessuð sé minning einstakrar konu. Fyrir hönd fjölskyldunnar úr Þingvallastræti 34 á Akureyri, Jón Hlöðver Áskelsson. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar um Lillu frænku. Lilla var með sína þroskahömlun, sem var mögulega ekki eins stór baggi á yngri árum en fór meira fyrir seinna. Þetta gerði Lillu aðeins öðruvísi fyrir litlum frændum og frænkum en það sem fylgdi því líka var að hún hafði alltaf öðruvísi hluti að segja sem gátu vakið mikla kátínu. Það var kannski ekki alltaf svo ljóst þegar við frændsystkinin vorum yngri hvort við vorum að hlæja með Lillu eða að henni en það var aldrei neitt illt á bak við það og Lilla var sjálf fræg fyrir að segja að fólk mætti alveg gera grín að henni, það væri bara gaman. Þetta sýndi samt að Lilla vakti áhuga okkar sem at- hyglisverð frænka og gullkornin og eftirminnilegu augnablikin voru á hverju strái hjá henni. Þegar ég var strákur fór ég í keppni við Lillu þar sem ég var með einhverja bók sem ég greip úr bókahillunni minni í verðlaun. Lilla vann svo ég gaf henni bókina. Lilla sagði mér eftir þetta við hvert tækifæri að hún vissi ná- kvæmlega hvar bókin væri, jafn- vel 15-20 árum síðar. Þannig var Lilla. Það verður skrítið að fara í fjöl- skylduveislur og heyra ekki kynngimagnaðan hláturinn henn- ar Lillu hljóma um húsið. Eða að hún bresti ekki allt í einu í söng. En ég vona að Lilla sé núna á stað þar sem hún getur gert alla hlut- ina sem hún talaði um að hún hefði ekki getað gert. Blessuð sé minn- ing Lillu frænku. Karl Pálsson. Aðalbjörg Baldursdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning- @mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.