Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 24
✝ SigurpállÁrnason fædd-
ist í Ketu í Hegra-
nesi 25. maí 1917.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Boðaþingi 12. nóv-
ember 2018.
Foreldrar hans
voru Árni Sigurðs-
son og Sigurlaug
Guðmundsdóttir.
Systkini Sigurpáls
voru Hólmfríður, Ingimundur og
uppeldissystir Gyða Pálsdóttir.
Hinn 1. ágúst 1942 giftist
Sigurpáll Hildi Kristjánsdóttur
frá Skaftárdal, f. 20.2. 1920, d.
2.3. 2004. Sigurpáll og Hildur
hófu búskap í Varmahlíð árið
1942. Börn þeirra eru: 1) Krist-
ján Páll, maki Sigríður Hall-
dórsdóttir. 2)
Sigurbjörg, sam-
býlismaður Sig-
valdi Þorgilsson. 3)
Kolbrún, maki
Freysteinn Sig-
urðsson. 4) Sigur-
laug, maki Sigurjón
P. Stefánsson. 5)
Árni Baldvin, maki
Harpa Jóhanns-
dóttir. Afabörnin
eru 14 og langafa-
börnin 23.
Sigurpáll starfaði við garð-
yrkju, búskap og verslun í
Varmahlíð en auk þess sinnti
hann ýmsum félagsmálastörfum
í Skagafirði.
Útför Sigurpáls fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 19.
nóvember 2018, klukkan 13.
Í dag er borinn til grafar
mikill „Höbbðingi“, Sigurpáll
Árnason frá Lundi.
Ég kynntist honum fyrir um
þrjátíu og fimm árum þegar ég
hóf sambúð með Sigurlaugu
yngstu dóttur þeirra hjóna. Þá
virkaði hann á mig stútungskall
og í raun breyttist hann ekkert
síðan þá, varð bara eldri í árum
en alltaf fullur áhuga á fram-
kvæmdum og athöfnum fjöl-
skyldumeðlima. Hann spurði
mig alltaf þegar við hittumst
„hvurnig“ gengi að selja vélar
og allskonar tæki og hvort við
hjón værum ekki að fara að
smíða, laga eða kaupa eitthvað,
við yrðum að hafa eitthvað að
gera svo okkur leiddist ekki.
Þessi eldmóður fylgdi honum al-
veg fram á það síðasta og alltaf
var hugsunin skýr og hann
fylgdist með því sem fjölskyldan
var að gera. Hann var skemmti-
lega beinskeyttur í tali og at-
hugasemdum, oftar en ekki fékk
maður gusuna, ef honum líkaði
ekki eitthvað eins og tímabundið
vaxtarlag þá hrökk upp úr hon-
um „ég held að þú sért víst nógu
feitur“. Þessum athugasemdum
fylgdi alltaf glott, enda Sigurpáll
mikill húmoristi og grallari sem
mér líkaði vel við frá fyrsta
degi.
Eitt sinn þegar þau hjón Sig-
urpáll og Hildur voru vel á átt-
ræðisaldri ákváðum við hjónin
að fara Sprengisand á manna-
legum jeppa sem við vorum
nýbúin að fá. Þetta þótti Sig-
urpáli spennandi frétt og
„saggði“ okkur að hann
„hebbði“ alltaf ætlað að bjóða
Hildi sinni í bíltúr yfir Sprengi-
sand og það væri best að fylgja
okkur. Eftir nokkrar rökræður
var ekkert annað að gera en
samþykkja þetta og hafa þau í
samfloti. Þetta gekk allt að ósk-
um þar til komið var að vatns-
mikilli á, þá var stoppað og farið
fyrst á jeppanum en vatnið gekk
upp fyrir miðjar hurðir. Okkur
fannst það fullmikið fyrir Volvo-
inn en eftir samningafund ákvað
hann að ég myndi draga Vollann
yfir og þau sætu í sínum bíl, það
kom ekki til greina að snúa við.
Þetta blessaðist allt og Sprengi-
sandsleið kláruð með stæl.
Eftir að Hildur lést hélt Sig-
urpáll áfram heimili í Gullsmára
í Kópavogi og eldaði og bakaði
lummur o.fl. fyrir sig og gesti og
„habbði“ gaman af. Fyrir nokkr-
um árum tókum við hjónin upp
þann sið og allt þar til hann
flutti í Boðaþing að mæta á
hverjum mánudegi með kinnar,
siginn fisk eða saltfisk og borða
með honum. Þetta þótti honum
algert sælgæti og oft komu
langafabörn hans Frosti og
Snædís með okkur í fiskiveisl-
una og allir „höbbðu“ gaman af,
þó aldursmunur væri langleiðina
í hundrað ár. Síðustu fiskiveisl-
una héldum við honum úti á ver-
önd í september sl. Þegar hann
hætti að keyra sjálfviljugur um
níutíu og átta ára aldurinn vildi
hann að ég fengi Volvo-græjuna
Sigurpáll
Árnason
til eignar fyrir allt sem ég
„hebbði“ gert fyrir hann og
sparað honum við smíðar og
allskonar viðgerðir um dagana
en sæi jafnframt til þess að bíll-
inn yrði í fullkomnu lagi til að
fara með sig í sína hinstu för
norður í Skagafjörð. Við þetta
var staðið og börn og barnabörn
hans fengu öll að skiptast á að
keyra hann norður á gamla Voll-
anum sem hann keypti nýjan
1987.
Sigurpáll reyndist mér ákaf-
lega traustur og góður tengda-
faðir. „Habbðu“ þökk fyrir allt,
þinn tengdasonur,
Sigurjón P. Stefánsson.
Þá er afi búinn að fá ósk sína
uppfyllta um að fá að yfirgefa
þennan heim.
101 ár er hár aldur og afi var
ekki lengur með sama metnað
og barnabarnabörnin fyrir hans
hönd um að ná enn hærri aldri.
Við systkinin eigum margar
minningar um afa og ömmu í
Lundi enda ólumst við upp svo
til í bakgarðinum hjá þeim. Orð
sem lýsa afa eru t.d. frum-
kvöðull, stórhuga, vinnusamur
og kaupmaður fram í fingur-
góma. Við eigum minningar úr
versluninni Lundi þar sem hægt
var að fá Spur og Conga og
leika lausum hala á lagernum.
Einnig nutum við samvista í
heyskap og í öðrum störfum á
Íbishóli.
Ein minning um afa úr seinni
tíð er frá ferðalagi með honum í
Finnlandi þar sem hann, þá 89
ára gamall, kom með okkur í
vatnsskemmtigarð. Sá gamli
gerði sér lítið fyrir og skellti sér
bunu í einni rennibrautinni og
hafði gaman af. Á heimleið í
sömu ferð sá afi Ólaf Stefánsson
handboltakappa og fleiri lands-
liðsmenn á flugvelli í Svíþjóð.
Hann gerði sér lítið fyrir og tók
í spaðann á köppunum, en afi
hafði mikið dálæti á að horfa á
handbolta í sjónvarpinu. Oft
þurftu sprengitöflurnar að vera
þá við höndina þegar spennan
var sem mest.
Afi hafði mikið dálæti á að
spila bridds og var maður farinn
að læra það að koma ekki í
heimsókn á miðvikudögum í
Gullsmárann þegar spila-
mennskan stóð sem hæst.
Hann var duglegur að koma í
fjölskylduboð og mætti sem
dæmi í barnaafmæli síðastliðið
sumar, þá orðinn 101 árs gamall.
Við kveðjum afa með söknuði
en vitum að hann er kominn á
góðan stað við hlið ömmu.
Hvíl í friði, elsku afi.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Halldór, Hildur og Klara.
Elskulegur afi minn, Sigur-
páll Árnason, hefur nú kvatt
okkur eftir langa og viðburða-
ríka ævi. Áður en hann kvaddi
gat hann litið stoltur yfir sinn
æviveg.
Hann fæddist fyrir rúmlega
öld í þeim fagra firði Skagafirði
og sá staður átti alltaf stóran
stað í hjarta hans þó að síðustu
árin hafi hann búið í Kópavogi.
Hann ólst upp við kröpp kjör
eins og algengt var á þessum ár-
um og var að mörgu leyti mót-
aður af þeim uppvexti. Hann
tamdi sér nægjusemi, ráðdeild
og reglusemi og var ekkert fyrir
það að eyða í óþarfa í sjálfan
sig. Þetta átti þó bara við hann
sjálfan því hann var örlátur á
allan hátt við sína nánustu og
var höfðingi heim að sækja.
Afi fór í Garðyrkjuskólann
sem ungur maður og það átti vel
við hann. Í garðyrkjunni komu
fram ýmsir góðir eiginleikar
hans eins og alúð, þrautseigja
og vinnusemi sem skiluðu sér í
góðri uppskeru í ræktuninni.
Þessir eiginleikar áttu eftir að
skila honum ríkulegri uppskeru
á fleiri sviðum í lífinu. Hann
keypti sér jörð í Skagafirði, Íb-
ishól, þar sem hann byggði upp
myndarbú með fjölskyldu sinni.
Afi fór út í verslunarrekstur í
Varmahlíð og það bar einnig
ríkulegan ávöxt eins og flestallt
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann byggði sér reisulegt hús
og hann kom að byggingu eins
stærsta félagsheimilis á lands-
byggðinni, Miðgarði í Varma-
hlíð.
En stærsta uppskeran í lífi
hans voru hans afkomendur sem
hann hefur fylgst stoltur með
vaxa og dafna. Hann kynntist
sínum lífsförunaut, henni Hildi
ömmu, sem ungur maður og það
reyndist mesta gæfusporið í lífi
afa. Þau voru frekar ólíkar per-
sónur en bættu hvort annað upp
og hjónaband þeirra var gæfu-
ríkt. Það var eins og einhver fal-
leg ára, blanda af öryggi og
væntumþykju, sem umlykti þau
heiðurshjón. Afi og amma áttu
fimm börn og fjölda barnabarna.
Fjölskyldan var dugleg að heim-
sækja ömmu og afa og hjálpa til
við sveitastörfin og verslunar-
reksturinn. Margt borgarbarnið
úr fjölskyldunni lærði þar að
vinna og taka til hendinni. Minn-
isstæðar eru stundir þar sem afi
keyrði traktorinn með hey-
baggavagninum og voru jafnvel
fleiri afkomendur hans á vagn-
inum en heybaggar!
Oft á tíðum var mikið að gera
í bústörfum og versluninni og
félagsmálum en ávallt tók afi
öllu með miklu jafnaðargeði og
virtist ónæmur fyrir álagi. Aldr-
ei sá maður hann skipta skapi
og aldrei tala illa um aðra. Hann
hafði enga sérstaka löngun til að
hafa hátt en lét frekar verkin
tala. Þegar stund gafst á milli
stríða undi hann sér við bóka-
lestur og var ágætur brigdespil-
ari.
Afi var alþýðumaður, í bestu
merkingu þess orðs, sem með
alúð, þrautseigju og vinnusemi
skapaði sér góðan orðstír og
naut farsældar í lífinu.
Núna er afi farinn á einhvern
fallegan stað þar sem amma
tekur á móti honum með sitt
bjarta bros. Eins og sólin mun
skína við Skagafirði, þá munu
þau tvö skína bjart í huga fjöl-
skyldunnar um ókomna tíð.
Guð veri með þér, afi minn.
Ólafur Jóhannsson.
Elsku afi. Það kom þá að því
að þú kveddir okkur. Ég var
farinn að halda að þú myndir
lifa okkur öll, þú á öðru hundr-
aðinu og eldri en sjálft fullveld-
ið.
Sumrin sem ég var hjá ykkur
ömmu þegar ég var á unglings-
aldri voru frábær tími og er ég
endalaust þakklátur fyrir þau.
Fyrir þann tíma voruð þið bara
þessi yndislegu afi og amma
sem alltaf var gaman að koma
til í heimsókn norður. En eftir
að hafa verið nokkur sumur með
ykkur kynntist maður ykkur
betur og áttaði sig einnig á
hversu virt og vel liðin þið voruð
í samfélaginu. Veit ekki hversu
oft maður var stoppaður við
bensíndæluna þar sem sveitung-
ar dásömuðu ykkur.
Eftirminnilegar eru ferðirnar
sem þú fékkst okkur barnabörn-
in til að fara með til að sækja ull
á bæina þar sem við hittum
marga kynlega kvisti t.d. í ná-
grenni við þar sem þú ólst upp á
Hegranesi.
Þessar ferðir voru kannski
ekki samkvæmt öllum nútíma-
umferðaröryggisstöðlum en æv-
intýralegar voru þær, sérstak-
lega á leiðinni heim.
Aðra skemmtilega ferð fórum
við á vörubílnum þegar þið
amma voruð að byggja húsið í
Furulundinum. Þá fórum við á
Siglufjörð í einingaverksmiðjuna
og á leiðinni sagðir þú okkur
sögur af hvernig þú svindlaðir
þér fyrstur yfir skarðið nóttina
áður en vegurinn var opnaður á
sínum tíma.
Þegar við komum svo í verk-
smiðjuna labbaðir þú inn og
sagðir: „Ég er hingað kominn til
að sækja húsið mitt.“
Afi var maður lausna. Þegar
valið stóð um að byggja skóla
eða félagsheimili í Varmahlíð
komst þú með lausnina: byggj-
um félagsheimili og svo skóla
fyrir hagnaðinn af því.
Alltaf vissi maður að einhver
lausn væri komin þegar þú boð-
aðir mann inn á skrifstofu við
græna skrifborðið. Hvort sem
það var að leiðbeina mér eftir
einhverja vitleysu eða leggja til
einhver heilræði. Hreinskilinn
var hann, eins og við barnabörn-
in fengum sennilega öll að kynn-
ast, og ekkert að tala í kringum
hlutina.
Að opna gróðurhús og byrja
að selja grænmeti í litlu þorpi
snemma á síðustu öld var senni-
lega glórulaus hugmynd en þið
amma létuð það virka og varst
þú farsæll kaupmaður næstu
áratugina. Maður spyr sig hvaða
snargeggjuðu hugmynd þú hefð-
ir fengið ef þú værir ungur mað-
ur í dag og að byrja þinn rekst-
ur.
Alla tíð varstu áhugamaður
um viðskipti og þó að þrekið
væri búið síðustu dagana og þú
óskýr í tali spurðirðu mig hátt
og skýrt hvernig gengi með fyr-
irtækið. Og auðvitað hvort ég
væri ekki örugglega búinn að fá
mér Mackintosh-nammi úr skál-
inni.
Ég mun sakna og minnast afa
með hlýhug og er þakklátur fyr-
ir þau sterku áhrif sem hann
hafði á mitt líf. Í stað þess að
vera með frekari langloku um
ágæti afa (hægt að halda áfram í
heilan bókaflokk) er þessi stutta
setning sem ég heyrði á dög-
unum sú sem lýsir þér kannski
best: „Hann var nú fínn karl
hann Palli í Lundi.“
Sigurpáll Jóhannsson.
Elsku langafi. Ég á eftir að
sakna þín. Þú varst svo ynd-
islegur, skemmtilegur karakter
og alltaf í stuði.
Það var gaman meðan þú lifð-
ir en núna ertu loksins kominn
til ömmu, ekki af því ég vildi
það heldur af því þú vildir það.
Varst orðinn svo gamall.
Skemmtilegt að borða með
þér plokkfiskinn (besti fiskurinn
var alltaf hjá þér) sem við Snæ-
dís systir fengum hjá þér viku-
lega í Gullsmára. Þú spurðir
alltaf hvernig gengi í skólanum
og vildir vita hvort mér liði ekki
vel. Fylgdist með öllu.
Gott að fá plokkfiskinn
á hvíta diskinn minn
í stóra Gullsmára
alltaf verður að klára.
Þinn dótturdóttursonur,
Frosti Freyr.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þannig hugsa ég til Sigurpáls
Árnasonar, bónda og kaup-
manns frá Lundi, Varmahlíð,
Skagafirði. Á mínu heimili gekk
hann undir nafninu afi í Lundi.
Haustið 1977 kynntist ég
fyrst þeim heiðurshjónum Hildi
og Palla í Lundi fyrir alvöru
þegar ég flutti rétt tvítug á loft-
ið hjá þeim, með barn og mann.
Og þarna á loftinu var ég í tæp
fjögur ár. Árni sonur þeirra var
með herbergi uppi hjá okkur en
aldrei man ég eftir neinu veseni
eða samskiptaörðugleikum. Allt-
af þurftum við samt að fara í
gegnum þeirra íbúð til að kom-
ast upp til okkar. Það var gest-
kvæmt í Lundi enda stunduðu
þau hjónin viðskipti, voru með
lita nauðsynjabúð, og Sigurpáll
að auki með fóðurblöndusölu og
ullarmóttöku fyrir bændur.
Barnabörnin þeirra voru líka
mikið hjá þeim og því fóru mín
börn fljótt að kalla þau afa og
ömmu. Palli var mjög hrein-
skiptinn maður og talaði út um
hlutina. Þegar ég átti von á Sig-
urlaugu gekk ég mikið í smekk-
buxum. Einn daginn kom Palli
að máli við mig og spurði hvort
ég gæti ekki gengið í einhverju
víðara svo þessi bumba blasti
ekki svona við öllum. Ég sagði
honum að svona væri tískan í
dag og þá var málið dautt. Við
fluttum í okkar eigin húsnæði
sumarið 1981 en stutt var að
hlaupa í Lund til „afa og ömmu“
ef eitthvað bjátaði á.
Þegar Sigurpáll og Hildur
fluttu að Furulundi varð enn
styttra á milli okkar og þar fékk
ég að leigja aðstöðu fyrir heilsu-
gæslumóttöku hjá þeim á jarð-
hæðinni. Þarna var Jón Oddur,
minn yngri sonur, kominn til
sögunar og enn voru barnabörn
á sama aldri og hann naut ást-
úðar og umhyggju alveg eins og
þau.
Leið mín lá suður eins og
Palla og Hildar. Þau settust að í
Gullsmára í Kópavogi en þar var
ég starfandi á heilsugæslu og
gat nú farið að launa þeim fyrir
alla góðvildina þeirra hér áður
fyrr. Sumrunum vildu þau samt
helst eyða í Skagafirði. Þegar
Hildur veiktist og fór í Sunnu-
hlíð var Palli þar öllum stundum
og man ég hann lesandi fyrir
Hildi eða dottandi hjá henni í
stólnum. Þau voru alltaf eitt að
mér fannst. Eftir að Hildur
kvaddi bjó Palli áfram í Gull-
smáranum, spilaði sinn brids 3-4
sinnum í viku og fór svo á Vol-
vonum að versla í Bónus með
2-3 félaga með sér. Eða út að
labba með einhverja nágranna.
Palli var duglegur að ferðast til
útlanda og varð ég þess heiðurs
aðnjótandi að fá hann í fimm-
tugsafmælið mitt á Krít, en svo
vildi til að leiðir okkar lágu þar
saman. Takk Sibbí!
Undir það síðasta dvaldi Palli
í Boðaþingi við gott atlæti en
þráði ekkert heitara en að fá
vistaskipti sem fyrst, áður en
kollurinn færi að bila. Hundrað
og eins árs gamall maður er
orðinn saddur lífdaga. Ég náði
að kveðja Palla tæpri viku áður
en hann kvaddi sjálfur og var
hann þá með kollinn algjörlega í
lagi, spurði út í ótrúlegustu hluti
og var í mjög glettnu skapi.
Þannig kýs ég að minnast
hans.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Sigríður A. Pálmadóttir
og börn.
Kynni okkar Sigurpáls hófust
árið 1985 er við Konni vorum að
flytja okkur um set frá Frosta-
stöðum. Fyrir tilstilli hans hög-
uðu atvikin því þannig, að við
urðum þeirra næstu nágrannar.
Hann var þá að byggja sitt
þriðja hús hér og farið að hægj-
ast um fyrir athafnamanninn.
Gróðurhúsaræktunin, sauð-
fjárbúskapurinn og verslunin
voru að baki. Á þeim árum hefði
dagurinn oft mátt vera lengri.
Nú átti Furulundurinn hug hans
allan, nýtt svæði, sem hann
hafði gefið Seyluhreppi með því
skilyrði að þar yrði íbúðabyggð.
Tvö fyrstu húsin risin. Hildur
mín, blessuð sé minning hennar,
gaf götunni og svæðinu þetta
fallega nafn, Furulundur. Sig-
urpáll vann að því að hér yrði
allt snyrtilegt og fallegt. Það
voru forréttindi að eiga þau að
og samverustundirnar voru
margar og góðar. Þeir vöktuðu
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GÍSLÍNA INGIBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík,
14. nóvember 2018.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Ingólfur Sigurðsson María Erla Másdóttir
Hrönn Sigurðardóttir Pulak Cenan Pulak
Guðfinnur Sigurðsson Birgit Friis Olesen
Dóra Kristín Sigurðardóttir Guðmundur Örn Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, afa og langafa,
ÓLAFS PÁLS LIND EGILSSONAR,
bónda á Hundastapa.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar
í Borgarnesi fyrir einstaklega góða umönnun og nærgætni
Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Hrafnhildur Ólafsdóttir
Hanna Kristín Lind Ólafsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn