Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
alnabaer.is
Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn,
blúndur, kappar og allt þar á milli.
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
GLUGGATJÖLD
Sjómenn íslenskir
erum við og klárir er-
um í allt, segir í ljóð-
inu. Ég er einn fjög-
urra sjómanna sem
báru fram tillögu um
brottrekstur Heið-
veigar Maríu Ein-
arsdóttur úr Sjó-
mannafélagi Íslands.
Það var ill nauðsyn
en við vorum klárir í
bátana þegar við
þurftum að verja heiður félagsins
okkar. Heiðveig María hafði logið
blygðunarlaust upp á Sjómanna-
félagið um að falsa fundargerðir
og rífa fundargerðabækur til þess
að koma í veg fyrir framboð henn-
ar; sakað okkur um klíkuskap og
aðra óáran. Högg hennar voru
neðan beltis. Hún hafði vegið að
heiðri og sæmd sjó-
manna. Það var lít-
ilmannleg gjörð.
Hinn almenni
félagsmaður
Framganga Heið-
veigar Maríu hefur
leitt af sér hörmungar
og tími til kominn að
hin almenni félags-
maður láti í sér heyra
svo fjölmiðlar hætti að
láta glepjast af hennar
fráleita málflutningi
og tilraunum til að
sverta stjórn, trúnaðarmannaráð
og starfsfólk félagsins. Ég hef ver-
ið til sjós í nokkuð mörg ár og í
rúman aldarfjórðung meira og
minna greitt mín félagsgjöld til
Sjómannafélags Reykjavíkur sem
síðar varð Sjómannafélag Íslands.
Ég hef starfað á íslenskum flutn-
ingaskipum sem og erlendum og
er jafn gildur félagsmaður í Sjó-
mannafélagi Íslands og þeir sem
draga björg í bú úr hafinu í kring-
um landið.
Frá 2010 hef ég sérstaklega lát-
ið mig varða kjör farmanna og
ákvað því að færa mig úr andvara-
leysi og matsalarröfli og láta til
mín taka í þessum efnum. Ég hóf
að venja komur mínar á skrifstofu
félagsins og kynna mér starfsem-
ina. Ég viðraði mínar skoðanir um
kjaramál okkar farmanna og hvað
við teldum að betur mætti fara
ásamt fleiri ábendingum, og viti
menn. Það var hlustað!
Kjarabætur langt
umfram aðra
Síðan þá hef ég horft upp á og
notið kjarabóta sem hinn almenna
verkamann gæti ekki órað fyrir í
sínum villtustu draumum. Við höf-
um fengið góðan og víðtækan
stuðning frá félaginu í öllum mál-
um sem hafa brunnið á okkur. Ég
þurfti ekki að sækja um vinnu hjá
Sjómannafélaginu; ég þurfti ekki
að vera í neinum nefndum eða ráð-
um; ég þurfti ekki að ata félagið
auri og „sjanghæja“ formennsku
með lygum og svívirðingum í
beinni útsendingu, eins og Heið-
veig María hefur reynt svo eft-
irminnilega með dyggum stuðningi
Gunnars Smára Egilssonar og fé-
laga í Sósíalistaflokki Íslands.
Lykillinn að þessu er klárlega sá
að við tímavinnusjómenn búum að
samstöðu sem hefur skilað okkur
þeim árangri sem við höfum náð á
undanförnum árum. Ég tók með-
vitaða ákvörðun um að blanda mér
sem minnst í umræðuna á opinber-
um vettvangi enda er þar ekkert
að finna nema skítkast og persónu-
legar árásir sem eiga engan veginn
rétt á sér og koma þessu tiltekna
máli bara akkúrat ekkert við. En
mælirinn er fullur.
Meiru áorkað en allir aðrir
Staðreyndir málsins eru bara
þær að Sjómannafélag Íslands með
Jónas Garðarsson í broddi fylk-
ingar hefur áorkað meiru en nokk-
urt annað verkalýðsfélag hefur
gert síðastliðin 30 ár. Ef menn sjá
það ekki þá eru þeir staurblindir á
rétt og rangt. Það er bara þannig.
Rödd félagsmanns í Sjómannafélagi Íslands
Eftir Jón Hafstein
Ragnarsson
Jón Hafsteinn
Ragnarsson
» Staðreyndir málsins
eru bara þær að Sjó-
mannafélag Íslands hef-
ur áorkað meiru en
nokkurt annað verka-
lýðsfélag hefur gert síð-
astliðin 30 ár.
Höfundur er sjómaður
jon.midhus@gmail.com
Mikið er talað og
skrifað um hinn stóra
hóp eiturlyfjaneyt-
enda á Íslandi og það
með réttu. Á milli sex
og sjö hundruð eru á
biðlista að Vogi.
Sjálfsvíg eru einnig
mjög algeng á þessari
eyju allsnægtanna.
Eiga ekki Íslendingar
einnig Evrópumet í
lyfjaáti? Þetta allt saman liggur
fyrir og hefur verið ljóst lengi.
Fyrst við Íslendingar eigum Evr-
ópumet í lyfjaáti má þá ekki ætla að
við eigum einnig Evrópumet í
fjölda eiturlyfjaneytenda og jafnvel
sjálfsvígum, miðað við höfðatölu
auðvitað? Svo má ekki gleyma öðru
ofbeldi, t.d. heimilisofbeldi, mis-
notkun á börnum og nauðgunum.
Það hlýtur að vera eitthvað mikið
að, vanlíðan þessarar þjóðar er vel
sýnileg og virðist fara versnandi.
Allt hefur sínar skýringar, við
sjáum afleiðingarnar
og það þarf ekki að
grafast fyrir um þær,
en hver er þá rót vand-
ans?
Þá spyr maður sig
hvort væri ekki skyn-
samlegt að gera ná-
kvæma samanburð-
arkönnun við okkar
nánustu grannþjóðir á
þessum áðurnefndu
flokkum til að hafa það
svart á hvítu hvar við
Íslendingar stöndum í
samanburði við hin Norðurlanda-
ríkin og síðan leita að orsökinni.
Það er nefnilega ekkert rætt um
það á Íslandi hverjar helstu ástæð-
urnar fyrir ógæfunni eru. Það er
eins og það sé hreinlega á bannlista
að grafast obinberlega fyrir um
það. Það er nefnilega ekki nóg að
hlúa að köldu barninu sem var
bjargað úr brunninum ef brunn-
urinn verður áfram opinn. Við skul-
um reyna að sjá fyrir okkur ís-
lenskt þjóðfélag í dag og helstu
galla þess.
Fyrir það fyrsta er það húsnæð-
isvandinn. Sama hvort talað er um
eignarhúsnæði eða leiguhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu, en það er
svæðið þar sem allt brjálæðið er.
Úti á landsbyggðinni er allt annað
þjóðfélag. Þar er einfaldleikinn í
fyrirrúmi, atvinna nægjanleg, hús-
næði á kristilegu verði og eldra
húsnæði oft á tíðum mjög ódýrt.
Skólar á flestum stigum. Ólíku
saman að jafna.
En aftur að húsnæðiskreppunni í
Reykjavík. Það má segja að hús-
næðismál á höfuðborgarsvæðinu
séu í og hafi verið haldið í gíslingu
braskara sem ráða lögum og lofum,
bæði hvað varðar eignarhúsnæði og
leiguhúsnæði. Um og eftir hrun
fengu ákveðnir aðilar sérstakan af-
slátt af húsnæðiskaupum sem
Íbúðalánasjóður og bankar voru
búnir að leysa til sín frá fólki sem
missti sitt húsnæði í kreppunni.
Þetta húsnæði hefur verið leigt með
okurvöxtum síðan.
Í Danmörku eru lög, að mig
minnir bæði fyrir íbúðarkaupendur
og leigjendur, sem segja að afborg-
un af lánum og húsaleiga megi ekki
vera hærri en 22% af launum
manna fyrir skatt. Okurvextir og
verðtrygging á íbúðarlánum eru
hryllileg og alveg sérstakt íslensk
fyrirbæri, þar sem höfuðstóll
hækkar jafnt og þétt þrátt fyrir
mánaðarlegar afborganir af lánum.
Þekkist hvergi annars staðar á
byggðu bóli. Glæpsamlegt fyrir-
bæri.
Er þetta ekki hinn stóri vandi
þessarar þjóðar þar sem stærsta
grunnþörf mannsinns, þ.e.a.s. hús-
næði, er notuð sem peningaleg
mjaltavél braskara með þegjandi
samþykki löggjafar- og fram-
kvæmdavalds?
Það er ekkert til verra fyrir fólk
og þá sérstaklega börn en að alast
upp við eilífar og daglegar áhyggj-
ur og umræður yfir matardisk-
unum af peningjaáhyggjum líðandi
stundar, hvort það séu til peningur
fyrir hinu og þessu eftir að búið er
að borga af síhækkandi lánum eða
greiða húsaleiguna um næstu mán-
aðamót. Eða hvenær þarf að flytja
næst ef húsnæði finnst og hvað
mun það þá kosta. Eilífir flutn-
ingar, nýir skólar og mjög oft vont
húsnæði.
Svona ástand er mjög alvarlegt,
skapar óöryggi og ótta hjá fólki og
hjá börnum sem alast upp við
svona aðstæður og umræður; þau
verða hrædd og óörugg, inn í þau
síast taugaveiklað hugarfar og
hræðsla sem þau munu þjást af það
sem eftir lifir.
Það mun mikið lagast í íslensku
þjóðfélagi hvað þetta varðar þegar
stjórnvöld gera sér grein fyrir því
að það þarf að gjörbylta íslensku
efnahagslífi.
Orsök og afleiðing
Eftir Jóhann
L. Helgason
Jóhann L. Helgason
» Stjórnvöld þurfa
að gera sér grein
fyrir því að það þarf
að gjörbylta íslensku
efnahagslífi.
Höfundur er húsasmíðameistari.
Ég fór um daginn ásamt fjölskyldu
með unga krakka í innanhússklifur.
Þetta er virkilega skemmtilegt fjöl-
skyldusport. Mér skilst að svona
klifurveggir séu víða um land, meðal
annars á Akureyri og hér í Reykja-
vík. Klifrið eykur þol, liðleika og
styrk, og það er ekkert aldurs-
takmark. Byrjendur jafnt sem
lengra komnir geta fundið klifur-
leiðir við hæfi.
Aðalheiður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Klifur
Klifur Reynist leiðin of erfið þegar hátt er komið er í lagi að láta sig falla á
gólfið því þar tekur þykk og mjúk dýna á móti manni.
Morgunblaðið/Kristinn
Bílar