Morgunblaðið - 19.11.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2018
Svartur
Í ORMSSON OG SAMSUNG-SETRINU
23.
Nóv.
...og þú gerir
góð kaup á
gæðavörum frá
gæðamerkjum.
Kannaðu okkur
á facebook
og þú gætir
fengið forskot á
veisluna.
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
FACEBOOK.COM / ORMSSON.IS - INSTAGRAM.COM / ORMSSON.IS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ellefu nemar frá Landhelgisgæsl-
unni, Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins og sérsveit ríkislögreglustjóra
eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir
stefna að útskrift 30. nóvember og
hljóta þá B og C réttindi sem ís-
lenskir atvinnukafarar.
„Umsækjendur þurftu að gangast
undir þrekpróf, sundpróf og svo
voru þeir prófaðir gagnvart innilok-
unarkennd,“ sagði Ásgeir Guð-
jónsson, sprengjusérfræðingur og
kafari hjá Landhelgisgæslunni, sem
stýrir námskeiðinu. Auk hans sinna
2-4 köfunarleiðbeinendur kennslu og
þjálfun. Ásgeir sagði að leiðbeinend-
urnir væru allir kafarar með mikla
reynslu og langan botntíma. Botn-
tími er sá tími sem kafari er neðan-
sjávar og er hann skráður líkt og
flugtími hjá flugmönnum. Skráðar
eru upplýsingar um lengd í kafi,
dýpi, hverjir unnu saman og hver
var köfunarformaður. Þessar upp-
lýsingar á að geyma í fimm ár.
Samstæður hópur nemenda
Tólf nemendur byrjuðu á nám-
skeiðinu en einn datt snemma út og
ellefu hafa haldið út til þessa. Nám-
skeiðið hófst í fyrravor og stóð fjórar
vikur í apríl og maí. Fyrstu vikuna
var kennt í sundlaug. Þar þurftu
nemendurnir að standast miklar
kröfur og álag varðandi sundgetu og
köfun. Einnig fengu þeir grunn-
kennslu varðandi köfunarbúnað.
Hópurinn hefur náð vel saman og
góður andi er í hópnum, þótt menn
komi frá þremur stofnunum. „Við
vinnum allir sem ein heild, það er
enginn munur á hvort menn koma úr
lögreglunni, slökkviliðinu eða frá
Landhelgisgæslunni,“ sagði Ásgeir.
Nemendurnir eru þjálfaðir í að
nota heilgrímur, sem hylja allt and-
litið, og einnig bitmunnstykki sem
andað er um. Þeir kafa ýmist ein-
göngu með loftkút á bakinu eða fá
aðflutt loft með slöngu frá yfirborði.
Þá eru þeir með kút á bakinu sem
varaloft en aðalloftið kemur ofan að.
Hægt er að hafa samband við kaf-
arana um fjarskiptabúnað, hvort
sem þeir eru bara með kút eða einn-
ig aðflutt loft. Ef þeir eru með að-
flutt loft er hægt að tengja myndavél
um streng svo það sjáist á skjá uppi
á yfirborðinu hvað kafarinn er að
gera.
Námskeiðið miðast við kröfur sem
Samgöngustofa hefur sett sam-
kvæmt evrópskum stöðlum. Nem-
endurnir þurfa að safna miklum
botntímum. Ásgeir sagði að á síðari
hluta námskeiðsins, sem eru fjórar
vikur í nóvember, þyrftu þeir að
vera 650 mínútur á 0-9 metra dýpi,
300 mínútur á 10-20 metra dýpi og
200 mínútur á 20-30 metra dýpi.
Einnig er þjálfað í köfun á 40 og 50
metra dýpi. Þegar farið er niður fyr-
ir 40 metra dýpi þarf að beita af-
þrýstiköfun á leiðinni aftur upp á yf-
irborðið, það er að koma úr kafi í
áföngum til að þrýstijafna líkamann,
og er það hluti af námskeiðinu.
Langur tími í kafi erfiðastur
Ásgeir sagði að búið væri að
breyta lögum og von væri á reglu-
gerð sem mun bæta við réttindum í
björgunarköfun. Námskeiðið sem nú
stendur yfir miðist við B og C at-
vinnuréttindi en með áherslu á leit-
ar- og björgunarköfun. En hvað er
erfiðast í náminu?
„Langur tími neðansjávar er erf-
iðastur. Nemendurnir eru í allt að
110 mínútur samfleytt neðansjávar,“
sagði Ásgeir. „Það er kalt í sjónum
og köfunin tekur gríðarlega mikið á
líkamlega. Þeir þurfa að vinna með
ýmis verkfæri, þunga hluti og lyfti-
poka sem eru notaðir til að lyfta
þungum hlutum úr sjónum. Þetta
tekur oft mikið á en þeir þurfa að
læra á alla þessa hluti.“
Sjórinn við Ísland getur verið erf-
iður fyrir kafara, að sögn Ásgeirs.
„Sjólagið hér er með því erfiðasta í
heiminum. Það er bæði hvað við er-
um norðarlega og fyrir opnu Atl-
antshafi sem gerir það. Við, Nor-
egur, Rússland, Alaska og
Norður-Kanada erum svolítið á
sama stað. Kuldinn, straumarnir og
veðrið skipta þarna máli. Sér-
staklega þegar við erum komnir út á
sjó getur köfun verið erfið og flók-
in,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að
gjarnan væri miðað við að tveir kaf-
arar störfuðu saman á grynnra vatni
og svo er köfunarformaður, sem
verður að vera reyndur kafari, á
yfirborðinu þeim til aðstoðar. Sé far-
ið niður á 50 metra dýpi er gerð
krafa um fjóra kafara í teyminu auk
köfunarformanns. Það er gert til að
tryggja öryggi kafaranna.
Eyðir sprengjum neðansjávar
Ásgeir kvaðst aldrei hafa komist í
hann krappan sem kafari. „Ég er
sprengjusérfræðingur og sinni þar
af leiðandi sprengjuköfun og
sprengjuleit. Verkefnin geta verið
misflókin. Eitt af hlutverkum deild-
ar minnar er að eyða sprengjum
neðansjávar. Það getur verið hættu-
legt. En ef allt er gert rétt þá eiga
allir að sleppa vel. Gott eftirlit með
búnaði skiptir gríðarlega miklu máli,
það er mjög slæmt ef eitthvað bilar í
miðri köfun.“
Stofnanirnar sem eiga starfsmenn
á námskeiðinu þurfa oft að sinna út-
köllum þar sem kafarar koma við
sögu. Ásgeir benti á að slökkviliðið
væri fyrst á vettvang þegar einhver
eða eitthvað fer t.d. í höfnina. Slík
útköll væru nokkur á hverju ári.
Lögreglan sinnti einnig útköllum
sem tengdust afbrotum eða leit í
vötnum og sjó. Landhelgisgæslan
sinnti mörgum verkefnum úti á sjó
eins og að skera úr skrúfum skipa
eða leit. Sömuleiðis væru nokkur
verkefni sem tengdust sprengjuleit
og eyðingu sprengna á hverju ári.
Krefjandi
nám neðan
sjávarborðs
Ellefu nemendur úr hópi viðbragðs-
aðila læra köfun við erfiðar aðstæður
Vel búnir Köfunarnemarnir æfa sig bæði í að anda í gegnum heilgrímu og
með munnstykki og þeir fá loftið í gegnum slöngu eða úr loftkúti.
Morgunblaðið/Eggert
Stokkið í sjóinn Köfunarnemarnir verja miklum tíma neðansjávar. Blái og
hvíti siglingafáninn er alþjóðlegt merki um að köfun standi yfir.
Stjórnar námskeiðinu Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur og kafari
hjá Landhelgisgæslunni, segir að langur tími neðansjávar sé erfiðastur.