Morgunblaðið - 22.11.2018, Page 1

Morgunblaðið - 22.11.2018, Page 1
Fyrstu nemendatónleikar Söngskólans í Reykjavík á þessu námsári voru haldnir í Sturluhöllum, nýju húsnæði Söngskól- ans í Reykjavík við Laufásveg, síðdegis í gær. Nemendur grunndeildar skólans stigu á svið og fluttu íslensk og erlend þjóðlög. Einnig voru haldnir örstuttir garðtónleikar undir hlyni sem var ljósum prýddur og boðið upp á heitt súkkulaði. Morgunblaðið/Eggert Sungið í Sturluhöllum F I M M T U D A G U R 2 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  275. tölublað  106. árgangur  ÆVINTÝRA- OG HEIMÞRÁIN TOGAST Á FYRIRTÆKI HUGSA STAFRÆNT GEYMIR HELGA DÓMA TERESU VIÐSKIPTAMOGGINN SKRÍN KVENDÝRLINGS 16SIGMAR MATTHÍASSON 39  Formaður Kirkjugarða- sambands Íslands segir að það við- bótarframlag sem meirihluti fjár- laganefndar legg- ur til að renni til kirkjugarðanna sé aðeins um 10% af því sem vantar upp á að ríkið standi við samninga sína. Ef þessi við- bót fari ekki inn í einingaverð fyrir kostnað við rekstur kirkjugarða og verði áfram, sé þetta skammgóður vermir. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Kirkjugarðasambandið fái tímabundið 50 milljóna króna framlag á næsta ári. »2 Dugar kirkjugörð- unum ekki Hafnarfjörður Mörg leiði lýst upp.  Gangi allt eftir áætlun verða stofnskjöl vegna þróunarfélags Finnafjarðarhafnar og rekstrar- félags hafnarinnar undirrituð fyrir lok ársins. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra hefur veitt 18 milljóna verkefnastyrk vegna undirbúnings- vinnunnar. Gert er ráð fyrir miklu atvinnu- lífi við höfnina, m.a. 75.000 tonna fiskeldi á landi. »4 18 milljóna styrkur vegna Finnafjarðar Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hef- ur sent út tölvubréf til sambandsaðila og aðildarfélaga innan ungmenna- félagshreyfingarinnar til að vara við svikapóstum. Reynt er að véla gjald- kera til að leggja inn fjárhæðir á er- lenda reikninga. Tókst það í að minnsta kosti einu tilviki þegar gjald- keri deildar ungmennafélags lagði 700 þúsund kr. inn á slíkan reikning. Fyrr á árinu tókst netsvikurum að ná fjármunum út úr tveimur íþrótta- félögum, 500 þúsund kr. í öðru tilvik- inu. UMFÍ telur að nú sé ný svika- hrina hafin. Útpæld svik Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, segir að þetta séu útpæld svik. Glæpamennirnir hafi undirbúið sig vel. Þeir viti nöfn gjald- kera og formanna deilda og félaga. Noti nöfnin þegar þeir sendi bréf til gjaldkera og láti það líta út sem beiðni frá formanni eða framkvæmdastjóra viðkomandi félags eða deildar. Gjald- kerinn er beðinn um að millifæra fjár- hæð á erlendan reikning og það þurfi að gerast strax. Auður Inga segir að ungmenna- félögin liggi vel við höggi. Fólkið sé yfirleitt að sinna stjórnunarstörfum í sjálfboðavinnu og sé því ekki með sömu fastmótuðu verkferlana og fyr- irtæki með starfsfólk á skrifstofum. Því miður sé sjaldnast hægt að ná þessum fjármunum til baka þótt strax sé brugðist við með því að hafa sam- band við viðkomandi banka og lög- reglu. Þeir séu glataðir. Beinir UMFÍ þeim tilmælum til forystumanna fé- laganna að breyta verklagi. Besta leiðin er að gjaldkeri, fjármálastjóri eða hver sá sem fær póst í nafni for- manns eða framkvæmdastjóra hringi í viðkomandi og kanni hvort hann hafi sent skeytið. Svindlarar herja á ungmennafélögin Landsmót Stjórn UMFÍ hefur varað aðildarfélög sín við svikapóstum. MStálu frá ungmennafélagi »4 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson  Hefur tekist að stela 1-2 milljónum úr sjóðum deilda Allt stefnir í hörð átök á hluthafa- fundi í tryggingafélaginu VÍS 14. desember. Til fundarins er boðað til að kjósa nýja stjórn í félaginu. Það er gert að kröfu tveggja af fjórum stærstu hluthöfum félagsins, Líf- eyrissjóðs verslunarmanna og Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hermt er að sjóðirnir freisti þess með stuðningi annarra stórra hlut- hafa að ná tveimur til þremur nýjum stjórnarmönnum og stilla í kjölfarið til friðar í félaginu. Mikill styr hefur staðið um VÍS um nokkurt skeið. Stutt er síðan tveir sögðu sig úr stjórninni vegna ágreinings við meirihluta stjórnar. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Kristinn VÍS Átök fram undan um stjórnina. Átök um stjórnina  Slagur í VÍS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.