Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar
og við bætist svo allt það sem á eftir
að skila sér til mánaðamóta.
Viðskiptavinir Spalar eru hvattir til
að skila veglyklum og afsláttarmiðum
fyrir lok nóvember og þessa dagana
er umtalsverð ös á afgreiðslustöðum.
Í desember er stefnt að því að ljúka
uppgjöri við alla þá sem skiluðu lykl-
um og miðum fyrir lok nóvember.
Jafnframt því mun starfsfólk Spalar
leggja sig fram um að reyna að ná
sambandi við þá sem ekki létu í sér
heyra fyrir 1. desember en eiga inni á
áskriftarreikningum hjá félaginu.
Hægt að er að nálgast upplýsingar
um endurgreiðslur á vefsíðunni
www.spolur.is.
Unnið verður að lokauppgjöri
Spalar og frágangi af ýmsu tagi fram
á árið 2019. Félaginu verður síðan
slitið.
um (andvirði ónotaðra ferða á veg-
lykli) þegar ríkið tók við rekstri Hval-
fjarðarganga 1. október sl. eða um
120 milljónir króna af alls 231 milljón
króna, sem var staðan í lok sept-
ember.
Verri skil á afsláttarmiðum
Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlut-
fallslega verr en veglyklar, eins og fé-
lagið bjóst við. Alls voru 111.000 ónot-
aðir miðar útistandandi í lok septem-
ber, þegar Spölur hætti innheimtu
veggjalda, að verðmæti um 71 milljón
króna. Nú hefur Spölur greitt á
átjándu milljón króna fyrir liðlega
27.000 miða.
Þessar tölur eiga einungis við um
frágengin uppgjörsmál en mun fleiri
veglyklar og afsláttarmiðar eru
komnir í hús og bíða úrvinnslu. Nokk-
urn tíma tekur að vinna úr því sem
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Spölur hefur sent út lokaútkall til
þeirra sem eiga fjármuni hjá félaginu.
Allra síðasti dagur til að skila veglykl-
um og ónotuðum afsláttarmiðum í
Hvalfjarðargöng er föstudagurinn 30.
nóvember. Enn eru ógreiddar vel á
annað hundrað milljónir króna.
Búið er að endurgreiða um 195
milljónir króna samtals, þar af um
120 milljónir sem eru endurgreidd
veggjöld, um 58 milljónir í skilagjöld
af veglyklum og ríflega 17 milljónir í
endurgreiðslu á afsláttarmiðum.
Þetta upplýsir Anna Kristjáns-
dóttir, framkvæmdastjóri Spalar.
Starfsmenn félagsins hafa nú
greitt viðskiptavinum félagsins lið-
lega helming þeirra fjármuna sem
þeir áttu á áskriftarreikningum sín-
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Skrifstofa Spalar Starfsfólk með fangið fullt af veglyklum og afsláttarmiðum sem fólk hefur skilað inn undanfarið.
Spölur hefur sent út
lokaútkall í inneignir
Á annað hundrað milljónir ógreiddar Vika til stefnu
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Nú þegar átta flokkar eru komnir í
borgarstjórn þá virkar hreinlega
gamla kerfið ekki. Ég tel því mikil-
vægt að fjölga bæði borgarstjórnar-
fundum, þannig að þeir verði alltaf
haldnir einu sinni í viku, og borg-
arráðsfundum sem yrðu þannig
tvisvar sinnum í viku,“ segir Vigdís
Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í
Reykjavík, við Morgunblaðið.
Vigdís hefur nú nokkrum sinnum
vakið athygli á því að hún telji brýnt
að fjölga fundum til að tryggja mál-
um nægjanlega umræðu. „Ráðhúsið
er ekki undirbúið fyrir fjölgun borg-
arfulltrúa enda engin rök fyrir því að
fjölga úr 15 fulltrúum í 23. Á fundi
borgarráðs lagði ég til að öllum mín-
um málum yrði frestað til næsta
fundar í stað þess að leggja þau fram
órædd. [...] Það er allt í vitleysu
hérna,“ sagði Vigdís meðal annars í
færslu á Facebook fyrir skemmstu.
Borgarstjórnarfundir eru vana-
lega haldnir klukkan 14 á þriðjudög-
um. Vigdís segir hins vegar „ekkert
vit“ í þeirri tímasetningu og leggur
til að fundir borgarstjórnar hefjist
klukkan 9, líkt og í borgarráði, til að
tryggja eðlilega fundarlengd.
„Það er ekkert
vit í því að byrja
borgarstjórnar-
fundi klukkan 14
og leyfa þeim að
standa langt fram
á nótt. Slíkt fyrir-
komulag er hvorki
fjölskyldu- né fjöl-
miðlavænt og
heftir upplýsinga-
flæði út af fundin-
um,“ segir Vigdís og bætir við að nú-
verandi fyrirkomulag sé einnig
líklegt til þess að auka á pirring
þeirra sem fundina sækja. „Það
breytast allir fundir í eins konar
krísufundi.“
Betra væri að klára málin
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, segir málum of
oft slegið á frest innan borgarinnar.
Hann sér þó ekki endilega ástæðu til
að fjölga fundum, betra væri að nýta
fundina betur en nú er gert.
„Það að fjölga borgarfulltrúum
hefur ekki létt á kerfinu, ég held að
það sé alveg öruggt. En síðan er hitt
að sömu málin eru lengi að fara í
gegnum kerfið, sem er að mínu mati
mjög óskilvirkt,“ segir Eyþór og
bætir við að best sé einfaldlega að
klára mál og þurfa þannig ekki að
fjölga fundum frá því sem nú er.
„En það eru fyrirspurnir sem hafa
tafist í marga mánuði og mál hafa
legið ókláruð árum saman, en dæmi
um það er skólastefnan [sem sam-
þykkt var í fyrradag]. Það var fyrst
ákveðið að fara af stað með hana árið
2009, eða fyrir níu árum síðan. Það
myndi því auðvelda hlutina mjög að
klára málin,“ segir hann.
Betra skipulag og skilvirkni
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
Vinstri grænna, segir alla reiðubúna
til að finna leiðir til að gera fundi
borgarinnar skilvirkari.
„En þetta er auðvitað allt undir
okkur komið, sem sitjum á fundun-
um, og þar eru menn ólíkir. Sumir
vilja dvelja við einhver mál á meðan
aðrir vilja það ekki,“ segir Líf og
bætir við að borgarfulltrúar geti
mætt mun betur undirbúnir og lesn-
ir til fundar.
„Ég held það sé óþarfi að fjölga
fundum í kerfinu. Borgarfulltrúar
þurfa að átta sig á því að minna er
meira. Það ætti frekar að taka yfir-
gripsmikil mál og fara betur yfir þau
í umræðum í stað þess að skauta yfir
fjölmörg minni mál,“ segir hún.
Spurð hvaða áhrif fjölgun funda
myndi hafa á minni flokka svarar
Líf: „Ég er eini borgarfulltrúi
Vinstri grænna og ég hef meira en
nóg að gera, enda þarf ég að dekka
allt og vera inni í öllum málum. Það
er því mjög mikið að gera hjá eins
manns flokkum. Að fjölga fundum
yrði því mjög snúið,“ segir hún.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti
Pírata og forseti borgarstjórnar,
tekur í svipaðan streng og vill sjá
meiri skilvirkni á fundum.
„Fundir í borgarstjórn hafa verið
að standa yfir til klukkan 11 og 12 á
kvöldin og það gerðist aldrei á síð-
asta kjörtímabili, nema kannski í
tengslum við fjárhagsáætlun,“ segir
hún og bætir við að þetta fyrirkomu-
lag sé ekki mjög hentugt.
„Ég held að tíma borgarfulltrúa sé
ekkert sérstaklega vel varið á svona
löngum fundum, enda ekki hægt að
búast við góðum umræðum þegar
fólk er farið að þreytast. Eins held
ég að tíma borgarfulltrúa sé heldur
ekkert sérstaklega vel varið með því
að fjölga fundum. Ég held að lausnin
felist í því að vera markvissari á
fundum og nýta þannig tíma okkar
betur,“ segir Dóra Björt.
„Ekki nema í algjörri neyð“
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, vill að fundir
borgarstjórnar hefjist klukkan 9 í
stað 14. „Þegar fundir dragast svona
þá eru allir orðnir steiktir í hausnum,
þetta er því mjög erfitt,“ segir hún
og bætir við að erfitt yrði fyrir Flokk
fólksins, sem er eins manns flokkur í
borginni, að fjölga fundum. „Ég vil
það ekki nema í algjörri neyð.“
Fleiri fulltrúar og lengri fundir
Fulltrúi Miðflokksins vill fjölga fundum í borgarstjórn og borgarráði Borgarfulltrúar segja ekkert vit
í því að funda inn í nóttina Fjölgun fulltrúa hefur ekki létt á kerfinu, segir oddviti Sjálfstæðisflokksins
Eyþór
Arnalds
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
Kolbrún
Baldursdóttir
Líf
Magneudóttir
Vigdís
Hauksdóttir
-24. nóvember
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
90%
AFSLÁ
TTUR
ALLT A
Ð
„Það var sláandi að sjá ríkisstjórn-
ina fella hverja góða tillöguna á eftir
annarri,“ sagði Logi Einarsson, for-
maður Samfylkingarinnar, eftir að
stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hafn-
aði í gær öllum 17 breytingartillög-
um Samfylkingarinnar við fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 2019.
Fraumvarpið var afgreitt til 3. um-
ræðu í gærkvöldi. Allar breytingar-
tillögur meirihluta fjárlaganefndar
voru samþykktar.
Í frétt frá Samfylkingunni segir
að ríkisstjórnin hafi frekar kosið
lækkun til öryrkja og aldraðra, lægri
húsnæðisstuðning, lægri framlög til
framhaldsskólanna og lægri veiði-
gjöld. Flokkurinn telur að fjárlaga-
frumvarpið tryggi hvorki félagsleg-
an né efnahagslegan stöðugleika og
vanræki félagslega innviði. Ekki sé
heldur ráðist í nauðsynlega tekju-
öflun til að tryggja grunnþætti vel-
ferðarkerfisins. Stefna ríkisstjórn-
arinnar sé óábyrg og ósjálfbær og
láti byrðarnar á þá sem minnst hafi
á milli handanna þegar kreppir að og
hlífi breiðu bökunum. Ekkert sé gert
til að mæta kröfum verkalýðshreyf-
ingarinnar og tryggja réttlæti.
ASÍ gagnrýnir einnig
Miðstjórn Alþýðusambands gagn-
rýndi einnig meirihluta fjárlaga-
nefndar Alþingis í ályktun í gær.
Sakar hún meirihlutann um að reka
óábyrga fjármálastefnu. Hún segist
hafa ítrekað varað við því að veikja
tekjustofna ríkissjóðs með skatta-
lækkunum sem séu til hinna tekju-
hæstu. Fram kemur í ályktuninni að
Alþýðusambandið muni aldrei sætta
sig við að launafólki, öldruðum og
öryrkjum verði gert að axla byrð-
arnar af óábyrgri ríkisfjármála-
stefnu. Mikilvægara sé að „stórbæta
lífskjör, styrkja velferðina og
tryggja almenningi gott húsnæði á
viðráðanlegum kjörum,“ segir í
ályktuninni.
Stefnan sögð ósjálf-
bær og óábyrg
Hörð gagnrýni á fjárlagafrumvarpið