Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Ögmundur Jónasson, fyrrverandiráðherra VG, telur að flokkur- inn hafni samþykkkt þriðja orku- pakkans. Vaxandi andstaða við sam- þykkt hans, ekki síst innan Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðis- flokksins, er tilefni skrifa Ögmundar sem segist reikna með að VG leggist einnig gegn sam- þykkt pakkans:    Annað væri hreinlega órökrétt.“Vísar Ögmundur til þess að VG beitti sér gegn því að fyrsti og annar orkupakki ESB yrðu samþykktir hér á landi á sínum tíma en þriðji pakkinn er framhald þeirra: „Er málið þá ekki úr sögunni, afgreitt?“    Ögmundur segir að EES-samningurinn gerist sífellt ágengari á íslensk innanríkismál. Þar takist á lýðræðislegur vilji og „málmköld markaðshyggja“.    Hvað þriðja orkupakkann varðarsegir Ögmundur að hann herði enn fastar tök markaðshyggjunnar á orkulindum þjóðarinnar:    Vonandi verður umræða umþriðja orkupakkann til þess að opna á gagnrýna og upplýsta um- ræðu um EES-samninginn, kosti hans og þá ekki síður galla, sem eru ótvíræðir og hafa að mínum dómi valdið miklu félagslegu og efnahags- legu tjóni.“    Þessu til viðbótar má nefna eitt„smáatriði“ til sögu sem er að samþykkt pakkans gengi gegn stjórnarskránni, sem fyrri skref sama máls gerðu einnig. Þau voru „agúrkusneiðing ESB“ sem lætt var í gegn.    Nú er bitinn orðinn of stór. Ögmundur Jónasson Sjálfdautt? STAKSTEINAR Björgun stefnir að því að endurnýja að hluta skipakost félagsins á næstu misserum. Annað hvort verður það gert með nýsmíði dæluskips eða fjárfestingu í notuðu skipi. Ljóst sé að ferlið muni taka töluverðan tíma. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Eins og fram hefur kom- ið í blaðinu hafa Vegagerðin og Björgun undirritað verksamning um dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin, þ.e. 2019 -2021. Björgun átti langlægsta tilboð í dýpkun í og við Landeyjahöfn, 620 milljónir. Núverandi verktaki, belgíska fyrirtækið Jan De Nul, bauð 1.179 millj- ónir. Björgun bauð núverandi skipa- og tækjabún- að félagsins til verksins sem henta við mismunandi aðstæður og á mismunandi dýpkunarsvæðum. Það eru dæluskipið Dísa, efnisflutningapramm- inn Pétur mikli og gröfupramminn Reynir. Einnig mun stóra sanddæluskipið Sóley koma að verkinu, þar sem það getur athafnað sig. Björgun hefur áð- ur unnið við dýpkun Landeyjahafnar og var Dísa þá aðallega notuð. Miðað er við að um 300 þúsund rúmmetrum af sandi verði dælt úr höfninni árlega næstu þrjú árin. sisi@mbl.is Björgun endurnýjar skipastólinn  Mun dýpka Landeyja- höfn næstu þrjú árin Morgunblaðið/sisi Björgun Dísa hefur áður unnið við dýpkunina. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fer hörðum orðum um ráðstöf- un vegafjár til ganganna undir Húsavíkurhöfða og Vaðlaheiðar- ganga í umsögn við þingsályktunar- tillögurnar um samgönguáætlun, sem nú eru til umfjöllunar í umhverf- is- og samgöngunefnd Alþingis. FÍB segir um Húsavíkurgöngin, sem grafin voru milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka, að þau séu undarleg opinber framkvæmd, vegfarendur um allt land hafi borgað fyrir þau en megi hins vegar ekki nota eigin veg. ,,Í upphafi var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina við Bakka yrði 1,8 milljarðar króna. Endanlegur kostnaður er um 4 millj- arðar króna. Allur viðbótarkostnað- urinn rann létt í gegnum fjárveit- ingavaldið og enginn virðist bera ábyrgð á þessari misnotkun á al- mannafé og framúrkeyrslu á fram- kvæmdatímanum,“ segir í umsögn FÍB. Ennfremur segir þar að vegurinn um göngin sé lokaður til afnota fyrir aðra vegfarendur en þá sem eiga er- indi til eða frá PCC kísilverksmiðj- unni og hann þjóni á engan hátt al- mennum vegfarendum. ,,Það nýjasta í þessum farsa er að nú er þess krafist, og ráðherrar í rík- isstjórn Íslands taka undir það, að rekstur þessara ganga og vegar sem aðeins er fyrir PCC sé kostaður af vegasjóði almennra vegfarenda.“ Framúrkeyrslan við Vaðlaheið- argöng stefnir yfir 10 milljarða Um fjármögnun Vaðlaheiðargang- anna segir FÍB að Alþingi hafi þar farið á svig við reglur um ríkis- ábyrgðir. „Framúrkeyrslan við fram- kvæmdina stefnir í að fara yfir 10 milljarða króna auk margra missera frestunar á opnun ganganna og eng- inn virðist bera ábyrgð.“ FÍB segir verið að misnota almannafé Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurhöfði Göngin, tæpur 1 km að lengd, voru opnuð í fyrra.  Gagnrýnir ráðstöfun vegafjár í göng Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðruð barnastígvél fyrir veturinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.