Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Íslenskir heysölumenn eru langt komnir með að uppfylla samning við samvinnufélög norskra bænda um útflutning á 30 þúsund heyrúll- um til Noregs. Þegar skip, sem nú er verið að lesta í Sauðárkróks- höfn, fer af stað verða farnar 27-28 þúsund rúllur, að sögn Ingólfs Helgasonar, bónda á Dýrfinnustöð- um. Er þetta fimmti skipsfarmur- inn sem fer frá Sauðárkróki og Ak- ureyri með hey úr Þingeyjar- sýslum, Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Eftir er að ákveða hvernig þær 2-3 þúsund rúllur sem uppá vantar verða fluttar út. Í gær var unnið við að lesta skip- ið. Ingólfur segir að vel hafi gengið að fá hey til að fylla það en skipið tekur 5.400 rúllur eða samsvarandi rúllubagga. Þetta er þriðja skipið sem fer frá Sauðárkróki en tvö hafa lestað á Akureyri. Enn er nóg til af rúllum og mikil eftirspurn eftir heyi erlendis. Bændur eru að huga að framhald- inu. helgi@mbl.is Langt komnir með Noregs-samninginn Morgunblaðið/Björn Björnsson Sauðárkrókur Unnið er að lestun í Sauðárkrókshöfn á heyrúllum í flutningaskip sem siglir til Noregs. Kjörstjórn Sjó- mannafélags ís- lands komst að þeirri niðurstöðu í fyrradag að framboð B-lista Heiðveigar Mar- íu Einarsdóttur til stjórnar í fé- laginu uppfyllti ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs. Því sé A- listi stjórnar félagsins sjálfkjörinn. Nýr formaður Sjómannafélags Ís- lands verður samkvæmt þessu Bergur Þorkelsson og tekur hann við af Jónasi Garðarssyni á þar- næsta aðalfundi. Fram kemur í úrskurði kjör- stjórnar að Heiðveig María sé hvorki félagsmaður í félaginu né uppfylli skilyrði um kjörgengi, þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í a.m.k. þrjú ár. Af 111 meðmæl- endum með B-lista hafi ekki verið gerðar athugasemdir við 99, en að lágmarki þurfi 100 meðmæli með mótframboði til stjórnar í félaginu. Listi Heiðveigar ekki löglegur og Bergur sjálfkjörinn formaður Bergur Þorkelsson Borgarráð hefur samþykkt tillögu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um að afturkalla úthlutun lóðanna og sölu byggingarréttar að Lamb- hagavegi 8 og 10. Jafnframt var samþykkt að auglýsa lóðirnar að nýju. Diddubátum útgerðarfélagi ehf. var úthlutað lóðunum í ágúst s.l. Fé- laginu tókst ekki að fjármagna kaupin innan tímamarka og féll það frá úthlutun. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að um sé að ræða síðustu atvinnulóðirnar við Lambhagaveg og hafi skrifstofan fundið fyrir áhuga fleiri aðila á þeim. Vegna samkeppnissjónarmiða sé nauðsynlegt að bjóða lóðirnar út með útboðsfyrirkomulagi fremur en en að ráðstafa þeim á föstu verði. Lambhagavegur er í Úlfarsárdal. Þar er m.a. að finna verslun Bau- haus og gróðrarstöðina Lambhaga. sisi@mbl.is Vinsælar lóðir við Lambhagaveginn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Verslun Bauhaus við Lambhagaveg. Virði 62,5 milljóna dollara Röng tala slæddist inn í frétt í blaðinu á þriðjudag um sölu á 55% hlut Origo (áður Nýherja) í fyrir- tækinu Tempo. Heildarvirði samn- ingsins er 62,5 milljónir dollara, ekki 5 milljónir eins og misritaðist. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Valfrelsi og árangur Frjálsi lífeyrissjóðurinn stendur fyrir valfrelsi og leggur áherslu á að sjóðfélagar hafi val um fjölbreyttar leiðir til að ávaxta iðgjöld sín. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er margverðlaunaður sjóður* sem öllum er frjálst en enginn er skyldugur að greiða í. Þeim sem velja Frjálsa lífeyrissjóðinn býðst að ráðstafa allt að 78% af 15,5% skylduiðgjaldi í erfanlega séreign. Hæsta meðalávöxtunin í tíu ár Fjárfestingarleiðirnar Frjálsi 2 og Frjálsi 3 hafa skilað hæstu meðalnafnávöxtun sl. 10 ár í sínum flokki, skv. samantekt Landssamtaka lífeyrissjóða. Sjá nánar á www.ll.is. Vilt þú slást í hópinn? Bókaðu fund í Borgartúni 19 Hringdu í síma 444 7000 Sendu póst á frjalsi@frjalsi.is Komdu á fræðslufund Kíktu á www.frjalsi.is 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 8,0% 8,5% Frjálsi Áhætta Frjálsi 1 Frjálsi 2 Frjálsi 3 7,4% 8,2% Nafnávöxtun séreignarleiða Frjálsa lífeyrissjóðsins sl. 10 ár** Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 31.12.2007 til 31.12.2017 á viðbótarlífeyrissparnaði og séreignar- hluta skyldulífeyrissparnaðar. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna á www.frjalsi.is. *Nánari upplýsingar á www.frjalsi.is. **Athygli er vakin á því að ávöxtun í fortíð endurspeglar ekki endilega ávöxtun í framtíð. Verið velkomin á fræðslufund um Frjálsa lífeyrissjóðinn í kvöld kl. 17.30. Fundurinn verður í Arion banka, Borgartúni 19. Skráning á www.frjalsi.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.