Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 11

Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Svartur föstudagur 20% afsláttur Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 La Mollla - fallegar jólagjafir Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Jóla vörurnar komnar Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Nýjustu jólalínurnar 10% afsláttur fimmtud.-laugard. Bókin Lífið á efstu hæð, sem fjallar um eftirlaunasparnað og leiðir til að stuðla að góðum eftir- launum, kemur út í dag. Bókin verður kynnt á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík, sem hefst kl. 17 í dag. Höfundurinn, Gunnar Baldvinsson, kynnir bókina en einnig mun Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Kviku, ræða um að á næstu árum muni eftirlauna- þegum á Íslandi fjölga mun meira en fólki á vinnualdri. Í bókinni og á fundinum verður leitast við að svara spurningum um lífeyrismál og benda á leiðir til að stuðla að góðum eftir- launum. Er m.a. umfjöllun um hálfan lífeyri sem getur hentað einstaklingum sem vilja draga úr vinnu eða vera lengur á vinnu- markaði, að því er segir í frétta- tilkynningu. Kynnir bók um líf- eyrismál og sparnað Lífeyrisbók Gunnar Baldvinsson skrifar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Plast sem er flutt út héðan til Evr- ópulanda hefur í auknum mæli farið í orkuendurvinnslu. Þetta gerist í kjöl- far þess að Kínamarkaður lokaðist um síðustu áramót fyrir plasti til end- urvinnslu og erfiðleikar hafa skapast víða í Evrópu af þeim sökum. Árið 2017 voru flutt út á vegum Sorpu um 1.400 tonn af plasti til end- urvinnslu en árið áður nam útflutn- ingurinn tæpum 900 tonnum og var aukningin um 56% á milli ára. Í ár er útlit fyrir að sambærilegt magn verði 2.300 tonn. Útflutningur á plasti var til um- ræðu á stjórnarfundi Sorpu nýlega. Þar kom fram að fyrirtæki í Svíþjóð, sem hefur tekið við plasti frá Sorpu, hafi neyðst til að senda allt plast til orkuendurvinnslu frá 1. júní í stað efnisendurvinnslu. Vonir standa til að nýjar lausnir finnist í efnisendur- vinnslu og verði komnar í gagnið í ársbyrjun 2019 annað hvort í Þýska- landi eða Svíþjóð, að sögn Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sorpu. Brenna plastið Heldur meira þarf að greiða með plasti sem fer til orkuendurvinnslu heldur en efnisendurvinnslu, að sögn Björns. Í orkuendurvinnslu er plastið brennt og nýtt til rafmagnsfram- leiðslu eða til að búa til fjarvarma við húshitun. Í efnisendurvinnslu er efnið hreinsað og flokkað og búið til úr því nýtt plast. Þá segir Björn óljóst hvað fáist í endurgjald frá Úrvinnslusjóði fyrir efni sem er brennt í orkuend- urvinnslu. „Eins og staðan er núna flæðir plastið yfir, það eru allir í sömu stöðu og kaupendur ráða markaðnum,“ segir Björn. Plastið í auknum mæli í orkuendurvinnslu  Lokað í Kína og víða erfitt með endurvinnslu í Evrópu  Gripið til nýrra lausna Morgunblaðið/Árni Sæberg Á flugi Plast er víða til óþurftar og gott að margir komi að hreinsun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.