Morgunblaðið - 22.11.2018, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Pompeii Á torgi borgarinnar sem grófst undir ösku árið 79, en var seinna grafin upp. Heimsminjastaður UNESCO.
Hrundar borgir og horfinveröld hafa alltaf heillaðmig. Þetta kom strax íæsku og frásagnir af
svona stöðum, svipaðar dulúð, náðu
sterkum tökum á mér. Ferðalög
fjölskyldunnar eru því oft á óvenju-
lega staði sem eiga sér mikla
sögu,“ segir Anna Sigrún Baldurs-
dóttir hjúkrunarfræðingur og að-
stoðarmaður forstjóra Landspítal-
ans.
„Þegar ég var að alast upp vest-
ur í Stykkishólmi sótti ég mikið á
Amtsbókasafnið þar. Þar kynntist
ég til dæmis ævintýrabókum Enid
Blyton og í einni þeirra sagði frá
ítölsku borginni Pompeii sem er við
Napólíflóann og grófst undir ösku í
eldgosi úr fjallinu Vesúvíusi árið 79
eftir Krist. Strax þá vaknaði með
mér löngun til að heimsækja þenn-
an einstaka stað og fyrr á þessu ári
rættist sá draumur, þegar ég og
maðurinn minn, Jón Þór Sturluson,
og dætur okkar vorum á Ítalíu í
vor,“ segir Anna Sigrún.
Árið 1748 var byrjað að grafa
niður á Pompeii undir gjallinu og í
fornleifarannsóknum aldanna hefur
skapast mikil þekking um líf Róm-
verja fyrr á öldum.
„Borgin er ótrúlega heilleg; það
er byggingar og götur. Það er líka
mjög áhrifaríkt að sjá líkamsleifar
fólks sem lést þegar helský fór yfir
borgina. Margir urðu undir öskunni
og urðu þar að engu, en eftir sat
holrúm sem afsteypur hafa verið
gerðar af. Þær fannst mér áhuga-
vert að sjá og auðvelt er að ímynda
sér hrikaleg örlög fólksins og skelf-
ingu þess þegar þessar miklu nátt-
úruhamfarir gengu yfir,“ segir
Anna Sigrún sem kveðst hafa
áhuga á fleiri myrkum stöðum, svo
sem útrýmingarbúðunum í Ausch-
witz í Póllandi sem Þjóðverjar ráku
í síðari heimsstyrjöld.
„Það sem ég les og nem leiðir
mig oft áfram í lífinu. Vitund mín
fyrir þessum hryllingi vaknaði er
ég sem unglingur las frásögn Leifs
Müller um veru hans í fangabúð-
unum í Sachsenhausen. Saga hans í
bókinni Býr Íslendingur hér? sem
kom út árið 1988 hreyfir við öllum.“
Ferðalög um heiminn eru lærdómsrík og stækka sjóndeildarhring ferðalanga. Vegir liggja til allra átta, en við getum sjálf ráðið hvert
förinni er heitið. Hér segir frá borg sem var grafin úr ösku, útrýmingarbúðum helfararinnar og mannlífinu á Manhattan. Góða ferð!
Dulúðugir staðir heilla
ÍtalíuförAnna Sigrún Baldursdóttir
og Jón Þór Sturluson í ferðinni til
Pompeii fyrr á þessu ári.
„Áhugaverðasti staðurinn í heim-
inum sem ég hef heimsótt er Kam-
bódía. Að koma til Angor Wat var
eftirminnilegt. Hofin miklu þar
eru risavaxin musteri frá 8.-14.
öld og standa í þéttum frumskógi.
Í raun finnst mér ég þar vera
staddur í Indiana Jones bíómynd,“
segir Ágúst Ólafur Ágústsson,
þingmaður Samfylkingarinnar.
„Seinni tíma saga Kambódíu er
hins vegar blóðug og sorgleg.
Valdatími Rauðu khmeranna á átt-
unda áratug síðustu aldar var
hreint helvíti. Ég heimsótti gaml-
an barnaskóla sem hafði verið
breytt í fangelsi og pyntingar-
miðstöð og sá maður enn blóð-
sletturnar á veggjum og lofti. Eft-
ir heimsókn þangað verður maður
ekki samur aftur.“
Af öðrum áhugaverðum stöðum
í veröldinni segist Ágúst Ólafur
hiklaust mæla með New York. Þar
var hann í þrjú ár við nám og
starfaði eftir það hjá Sameinuðu
þjóðunum um skeið. „Þetta er
borg sem stendur mér mjög nærri
og New York er staður sem hefur
allt að bjóða. Ég vil sérstaklega
mæla með að fólk heimsæki mitt
gamla hverfi sem er Upper West
Side en forðist Midtown og Times
Square. Það er ekki hægt að finna
betri mat og drykk en á Manhatt-
an og þá er Central Park endalaus
uppspretta fyrir börn og gang-
andi. Af stöðum sem ég á eftir að
heimsækja þá er Kína á óskalist-
anum. Kína hefur alltaf verið mið-
depillinn á jörðinni enda býr stór
hluti jarðarbúa þar og allt um
kring. Þetta er augljóslega land
andstæðna og ótrúlegrar náttúru-
fegurðar. Ég er mikið náttúru-
barn og mér finnst fátt betra en
að ganga um í skógum og jafnvel
faðma tré, sem mun vera mjög
hollt. Síðan hef ég lengi átt þann
draum að sjá villta pöndu og
kannski á einhver panda þann
draum að sjá þingmann frá Ís-
landi.“
Bíómynd í frumskógi
Ferðalangur Kína á óskalistanum,
segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Angor Wat Hofin í Kambódíu eru vitnisburður um einstaka byggingarlist.
Í tilefni af 90 ára afmæli Félags há-
skólakvenna sem er um þessar
mundir voru þrjár konur heiðraðar á
dögunum fyrir störf sín, ýmist í þágu
félagsins eða fyrir að vera brautryðj-
endur á sínu sviði og öðrum konum
fyrirmyndir. Konurnar þrjár sem
hlutu viðurkenninguna eru Guðrún
Erlendsdóttir, sem var fyrst íslenskra
kvenna til að gegna embætti hæsta-
réttardómara, séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir, fyrsta konan á Íslandi
sem tók prestvígslu, og Margrét
Kristín Sigurðardóttir, viðskiptafræð-
ingur og fyrrverandi stjórnarkona í
Félagi háskólakvenna, sem lengi vann
í þágu Mæðrastyrksnefndar.
Í tilefni afmælisins veitti Félag há-
skólakvenna 500 þúsund króna rann-
sóknarstyrk til Ingunnar Gunnars-
dóttur, 28 ára doktorsnema í
umhverfis- og auðlindafræði við Há-
skóla Íslands, en hún sérhæfir sig í
rannsóknum á sjálfbærri orkuþróun
og möguleikum á því sviði.
Tilgangur stofnunar Félags há-
skólakvenna á sínum tíma var að
hvetja ungar konur til mennta og
berjast fyrir réttindum þeirra.
Áherslur félagsins hafa breyst í takt
við tíðarandann en tilgangurinn er
enn sem fyrr að hvetja konur til
mennta. Félagið hefur frá upphafi
verið aðili að alþjóðlegum samtökum
háskólakvenna sem fagna 100 ára af-
mæli á næsta ári en það félag talar
fyrir réttindum kvenna til menntunar,
sérstaklega í þeim löndum þar sem
konur njóta ekki sömu tækifæra til
náms og karlar.
Brautryðjendur og öðrum konum fyrirmyndir
Háskólakonur Stjórn og viðurkenningarhafar, talið frá vinstri eru á myndinni:
Halldóra Traustadóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Ingunn
Gunnarsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Margrét
Kristín Sigurðardóttir og Hanna Lára Helgadóttir.
Þrjár háskólakonur heiðraðar
Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
BELGINGUR
mokka hanskar
6.200
BÁRA
leðurhanskar
5.900
ÞYTUR
prjónahúfa
9.200
SKJÓL leðurhúfa
m/refaskinni
35.800
Velkomin í hlýjuna
EIR úlpa
m/refaskinni
158.000
ÞOKA ennisband
12 900.