Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Laserlyfting
Þéttir slappa húð á andlit og hálsi
Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu
með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu
er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð.
15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun
Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð.
Hl. Teresa er verndardýrling-
ur trúboða og messudagur hennar
er 1. október. Hún er einnig
verndardýrlingur Frakklands og
Rússlands og þeirra sem misst
hafa foreldra sína. Jóhannes Páll
páfi II hóf hana í tign kirkjufræð-
ara 1997. Teresa frá Lisieux er
einn mesti kvendýrlingur kaþ-
ólskra og eru víða kirkjur henni til
heiðurs. Sjá má líkneski af henni í
mörgum kaþólskum kirkjum, kap-
ellum og heimilum um allan heim.
Falleg líkneski af henni eru í
Dómkirkju Krists konungs í
Landakoti og í Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði.
Helgir dómar Teresu af Jesú-
barninu hafa verið í pílagrímsferð
um Norðurlönd í haust. Í skríninu
er hluti líkamsleifa hl. Teresu eins
og t.d. bein eða hár. Í bæklingi
sem Kaþólska kirkjan gaf út af
þessu tilefni segir m.a. að frá
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Heilög Teresa frá Lisieux, eða
Teresa af Jesúbarninu, fæddist í
Alençon í Frakklandi 2. janúar
1873. Hún var 9. barn foreldra
sinna, Lúðvíks og Silju Martin.
Fjórar systur hennar gerðust
nunnur. Foreldrar þeirra voru
teknir í tölu dýrlinga 2015.
Aðeins 15 ára gömul gekk
Teresa í Karmelklaustrið í
Lisieux. Hún leitaðist við að full-
komna líf sitt, baðst mikið fyrir og
lagði stund á sjálfsafneitun allt frá
barnsaldri. Teresa skrifaði bókina
Saga sálar og mörg bréf. Þar
kennir hún hvernig við getum
nálgast Guð eins og börn hans.
Hún lést aðeins 24 ára 30. sept-
ember árið 1897. Teresa var tekin
í tölu blessaðra árið 1923 og árið
1925 var lýst yfir helgi hennar.
fyrstu öldum hafi kirkjan „heiðrað
helga dóma þjáninga Drottins og
dýrlinganna. Fyrst voru það
helgir dómar píslarvottanna sem
minntu sérstaklega á þá köllun
kristinna manna að breyta full-
komlega eftir Kristi.“
Brátt hafi menn farið að
dreifa helgum dómum píslarvott-
anna. Skrín sem geymdu helga
dóma urðu sífellt skrautlegri á
miðöldum og voru varðveitt í
kirkjum og klaustrum. Hér voru
t.d. helgir dómar Þorláks helga
geymdir í skríni sem stóð á há-
altarinu í Dómkirkjunni í Skálholti
og dró að sér fjölda pílagríma.
Skrín heilagrar Teresu gefur hug-
mynd um hvernig skrín Þorláks
helga kann að hafa litið út. Skrín
með helgum dómum foreldra heil-
agrar Teresu var hér fyrr í mán-
uðinum í tilefni af 50 ára afmæli
kaþólska biskupsdæmisins.
Skrín heilagrar Teresu
frá Lisieux á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Breiðholt Skrínið kom að norðan í gær og verður í kirkjum kaþólskra á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Geymir helga dóma eins mesta kvendýrlings kaþólskra
Skrínið með helgum dómum heil-
agrar Teresu frá Lisieux í Frakk-
landi sem nú er á Íslandi, verður í
kaþólskum kirkjum hringinn í
kringum landið næstu daga. Búast
má við að margir leggi leið sína í
kirkjurnar til að sjá skrínið. Það
var í St. Péturskirkjunni á Akur-
eyri á þriðjudaginn var og í Maríu-
kirkjunni í Breiðholti í gær. Kirkj-
an var opin í alla nótt af þessu
tilefni.
Skrínið kemur í Karmelklaustrið
í Hafnarfirði í dag kl. 10.30 og verð-
ur í innri kapellu nunnanna þar til á
morgun að það verður sett í kapellu
sem opin er almenningi kl. 16.00 og
verður kapellan opin alla nóttina.
Skrínið verður síðan flutt í Dóm-
kirkju Krists konungs í Landakoti á
laugardag kl. 14.30 og verður þar
fram á mánudag. Þá fer skrínið til
Hafnar í Hornafirði og verður í
Kirkju hl. fjölskyldu og hl. Jóhann-
esar Maríu Vianney og frá kl. 16.00
á þriðjudag í St. Þorlákskirkju á
Reyðarfirði. Skrínið verður svo flutt
úr landi á miðvikudag í næstu viku.
Heimsækir
kaþólskar
kirkjur
Fagurt líkneski Heilög Theresa.
Morgunblaðið/Eggert
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-
og menningarmálaráðherra af-
henti viðurkenningar til sam-
starfsaðila Icelandic lamb á sviði
handverks og hönnunar í lista-
rýminu Mengi í gær. Markaðs-
stofan Icelandic lamb er í sam-
starfi við yfir 200 innlenda aðila;
veitingastaði, verslanir, framleið-
endur, afurðastöðvar, listamenn,
hönnuði. Með samstarfinu vinnur
Icelandic Lamb að því að kynna
íslenskar sauðfjárafurðir fyrir er-
lendum ferðamönnum.
Þau sem hlutu Award of Excel-
lence viðurkenninguna í ár voru
listakonan Anna Þóra Karlsdóttir,
náttúrufræðingurinn Guðrún
Bjarnadóttir, listhandverksmaður-
inn Philippe Ricart, Smáspuna-
verksmiðjan Uppspuni sem bænd-
urnir Hulda Brynjólfsdóttir og
Tyrfingur Sveinsson komu á fót
og Erla Svava Sigurðardóttir
hannar og framleiðir ullarvörur
undir merkinu YARM.
Fjögurra manna dómnefnd valdi
þá sem viðurkenningu hljóta en í
henni sátu Emma Eyþórsdóttir
dósent við Landbúnaðarháskóla
Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir
framkvæmdastjóri Handverks og
Hönnunar, Rúna Thors fagstjóri
vöruhönnunar við Listaháskóla Ís-
lands og Ninja Ómarsdóttir verk-
efnastjóri hjá Icelandic lamb.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaun Menntamálaráðherra afhenti listamönnunum viðurkenninguna.
Verðlaunuð fyrir að
kynna íslenska lambið
Hildur Sverris-
dóttir, varaþing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði
fulla þörf á því að
stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Al-
þingis myndi
rannsaka fram-
göngu Seðlabanka
Íslands (SÍ) gegn
Samherja, í ræðu
sinni á Alþingi í gær. Hæstiréttur kvað
nýlega upp dóm í máli SÍ gegn Sam-
herja um að fella úr gildi 15 milljóna
króna stjórnvaldssekt Samherja. Sam-
herji er að undirbúa skaðabótamál á
hendur SÍ. „Við megum ekki gleyma
að það er hið opinbera sem er alltaf
stærri og sterkari aðilinn gagnvart
hverjum einasta einstaklingi og lög-
aðila í landinu,“ sagði Hildur og velti
fyrir sér af hversu lítil hneykslun hefur
orðið á málinu í samfélaginu. „Kannski
er það út af því að okkur er orðið tamt
að treysta í blindni hinu opinbera.
Kannski er það út af því að þolandinn í
málinu er ekki minni máttar í sam-
félaginu og þarf því síður stuðning
samfélagsmiðlanna. Hvorugt er góð
ástæða til að vera skeytingarlaus
gagnvart hverskyns eftirlitsheimildum
og valdbeitingu.“
Samherja-
málið verði
rannsakað
Hildur
Sverrisdóttir
Við leit í skjala-
kerfi Reykjavík-
urborgar fund-
ust engin tölvu-
póstsamskipti frá
Jóni Gnarr, fyrr-
verandi borgar-
stjóra Reykjavík-
ur, sem tengjast
listamanninum
Banksy. Þetta
kemur fram í svari Tinnu Garðars-
dótttur, verkefnastjóra stjórnsýslu-
mála hjá skrifstofu borgarstjóra,
þegar óskað var eftir afriti af öllum
tölvupóstsamskiptum Jóns Gnarrs
við listamanninn á grundvelli upp-
lýsingalaga.
mhj@mbl.is
Ekkert um Banksy í
skjölum borgarinnar
Jón Gnarr