Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 20

Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttir berastnú af því aðsvokölluð borgarlína sé með- al þess sem sé að finna í tillögum við- ræðuhóps sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæð- inu og ríkisins um samgöngur. Leynd hvílir enn yfir skýrsl- unni en þó virðist ljóst að reynt sé að koma borgarlínunni inn í fjármálaáætlun ríkisins til næstu ára og inn í skipulag höf- uðborgarsvæðisins til fram- tíðar. Rétt er að rifja upp í þessu sambandi að ríkið gerði samn- ing við Reykjavíkurborg fyrir sex árum um að færa fé úr vegaframkvæmdum í borginni yfir í rekstur strætisvagna. Strætisvagnakerfið var eflt og ætlunin var að þetta yrði til þess að stórauka notkun þess. Árangurinn er enginn. Sama hlutfall nýtir nú strætó eins og þegar þetta átak hófst. Raunar er þetta sama hlufall, 4%, og var tíu árum áður en sam- komulagið var gert. Það liggur sem sagt fyrir, og hægt að ganga út frá því sem nokkuð öruggum fasta, að um 4% vilja ferðast með strætó, aðrir kjósa aðra ferðamáta, langoftast fjöl- skyldubílinn, en sumir ganga eða hjóla. Forsendur umræðunnar um borgarlínu hafa hingað til gengið út á að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja ferðast með strætó, en borgarlína er í raun ekkert annað en ofvaxinn strætó. Með góðum vilja má ef til vill gera ráð fyrir einhverri aukningu en ef reynsla okkar og annarra landa gefur ein- hverja vísbendingu er marg- földun fráleit. Þar að auki er reynsla annarra sú að efling al- menningssamgangna hefur frekar dregið til sín þá sem áð- ur ferðuðust fótgangandi eða á reiðhjólum, en síð- ur þá sem ferðast á fjölskyldubílnum. Kostnaðurinn við borgarlínu yrði gríðarlegur. Ýmsar tölur hafa verið nefndar, allt frá tugum millj- arða króna upp í um tvö hundr- uð milljarða. Og hafa ber í huga að samkvæmt nýlegri rannsókn sem sagt hefur verið frá fara opinberar framkvæmdir oftast hressilega fram úr áætlunum, sem gerir áhættuna þeim mun meiri. Reynsla annarra landa bendir líka til að slíkum stór- framkvæmdum í almennings- samgöngum hætti mjög til að fara langt fram úr áætlunum. Reykjavíkurborg hefur vilj- að mæta kostnaðinum við borg- arlínu með skatti sem fengið hefur nafnið innviðagjald. Það hljómar víst betur en borgar- línuskattur. Og nú heyrast hug- myndir um að leggja sérstakan gatnaskatt á þá sem aka fjöl- skyldubílnum til að borga borg- arlínuna. Sem sagt borgarlínu- skattur. Vonandi verður niðurstaða ríkis og sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu raunsærri en þær draumkenndu hugmyndir sem haldið hefur verið á loft af hálfu meirihlutans í Reykjavík og eru hluti af almennum fjand- skap þess meirihluta við fjöl- skyldubílinn. Það sem íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa á að halda í samgöngumálum eru öflugri samgöngumannvirki og greiðari samgöngur fyrir þann samgöngumáta sem langflestir kjósa, fjölskyldubílinn. Að sjálfsögðu þarf að bjóða upp á valkosti við fjölskyldubílinn, eins og nú þegar er gert, en val- kostirnir mega ekki yfir- skyggja allt og valda viðbótar skattlagningu og enn tímafrek- ari ferðalögum fyrir stærstan hluta íbúanna. Nú ættu íbúar höfuðborgarsvæð- isins að fara að grípa um veskin} Borgarlínuskattur? Í gær var sam-þykkt frumvarp til laga um vöru- gjald af ökutækj- um, eldsneyti o.fl., sem meðal annars er ætlað að lagfæra skekkju sem upp kom vegna breytinga á reiknireglum ESB um útblástur bifreiða. Nýju reglurnar leiddu til verulegrar verðhækkunar sumra bifreiða, sem var alls ekki ætlunin með breytingunni. Málið hefði þurft að afgreið- ast mun fyrr enda legið fyrir mánuðum saman að skekkjan myndi valda verðhækkunum og tilheyrandi erfiðleikum í bíla- sölu. Engu að síður er fagn- aðarefni að það skuli nú hafa verið afgreitt. En það voru ekki allir sem fögnuðu. Fulltrúi Samfylk- ingar í efnahags- og viðskiptanefnd, Oddný G. Harðar- dóttir, lýsti miklum efasemdum um að málið hefði verið fullrætt. Í umræðum á þingi í fyrradag viðraði hún meira að segja þau sjónarmið að betra hefði verið að bíða með afgreiðsluna, skoða skatta á bíla í heild og hækka skattana enn frekar á þá bíla sem þegar bera hæstu skattana. Það er óhætt að segja að Samfylkingin lætur sjaldan frá sér tækifærið til að minna á skattahækkanir. Sem betur fer urðu önnur sjónarmið ofan á að þessu sinni. Í gær tók Alþingi til baka skattahækkun á bíla sem aldrei hefði átt að verða} Löngu tímabær leiðrétting Þ að er hluti af stefnu stjórnvalda að efla traust á stjórnmálum og ný- lega skilaði nefnd skýrslu um það málefni, þar sem meðal annars var sagt að traust á stjórnmálamönn- um hefði að öllum líkindum minnkað þegar upplýsingar um aksturskostnað þingmanna voru birtar. Traust minnkar auðvitað ekki vegna birtingar upplýsinga heldur vegna inni- halds þeirra. Ef engin óeðlileg frávik hefðu komið fram í þeim upplýsingum hefði traust væntanlega aukist. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp traust er að sýna að ekkert vafa- samt sé að finna. Í kjölfar upplýsinga um akst- urskostnað þingmanna verðum við því að spyrja okkur nokkurra mjög alvarlegra spurn- inga. Er eðlilegt að Alþingi borgi fyrir kostnað þingmanna vegna kosningabaráttu? Ég tel að svarið við þeirri spurningu sé þvert nei, og ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar. Til dæmis er aðstöðumunur á milli þingmanna og annarra frambjóðenda, þar sem þingmenn geta ákveðið að greiða sjálfum sér slíkar greiðslur. Aðrir frambjóð- endur þurfa að greiða framboðskostnað úr eigin vasa. Enginn vafi er á því að þingmenn hafa fengið ferðakostnað vegna kosningabaráttu endurgreiddan. Til eru sönn- unargögn um það, til dæmis myndir af ráðherrabílum á kosningafundi og játning í sjónvarpsviðtali. Fleira er vafasamt varðandi þann kostnað sem þing- menn innheimta sem starfskostnað. Fyrrverandi þing- maður Bjartrar framtíðar, Brynhildur Péturs- dóttir, útskýrði það í fjölmiðlum hvers konar erfiðleikum hún hefði lent í við að reyna að end- urgreiða fyrir notkun bílaleigubíls í einkaer- indum. Þegar ég reyndi að endurgreiða dag- peninga samkvæmt því sem lög og reglur segja til um fékk ég engin svör um hversu mikið ég ætti að endurgreiða, enginn hefði beðið um það áður. Fyrir liggur að greiðslur til þingmanna hafa ekki verið rannsakaðar; þar var treyst á heiðar- leika þingmanna að greina satt og rétt frá. Þeg- ar það kemur upp að eitthvað virðist hafa brugðist með heiðarleikann verður einfaldlega að fara yfir allar endurgreiðslukröfurnar, eins og átti hvort eð er að gera jafnóðum, og ganga úr skugga um hvað er rétt og hvað er rangt. Til- efnið liggur fyrir. Ekki bara vegna þess hversu mikill peningur þetta er heldur líka að kostnaður eykst í kringum kosningar og fyrir liggur játning þingmanns um að hafa þegið endurgreiðslu vegna kosningabaráttu. Í játningunni liggur fyrir að viðkomandi þingmaður taldi sig vera að fara eftir einhverjum reglum. Þær reglur finnast hins vegar hvergi. Því má telja líklegt að fleiri þingmenn hafi einnig verið að fara eftir þeim sérreglum. Forsætisnefnd Alþingis er nú að fara yfir þetta mál og verður áhugavert að sjá niðurstöðuna. Mun málsmeð- ferðin auka traust á stjórnmálum? bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Úti að aka? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þverpólitísk samstaða virðistvera að nást um upptökuveggjalda til að flýta fram-kvæmdum í samgöngu- málum. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa kynnt tillögur í þessu efni og sveitarstjórnarmenn um allt land sjá þarna leið til að ráðist verði í brýnar framkvæmdir. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er að fjalla um tillögu ríkis- stjórnarinnar að samgönguáætlun og langtímaáætlun. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í nefndinni kynnti í vikunni fyr- ir nefndarmönnum tillögur þeirra Jóns Gunnarssonar: Það er til önnur leið. Hún felur í sér sex ára sam- gönguátak þar sem lögð verði áhersla á þrjár meginstofnæðar út frá Reykjavík en ýmsar aðrar fram- kvæmdir einnig. Þetta er talið kosta um 60 milljarða sem teknir verði að láni til langs tíma og hófleg veggjöld standi straum af niðurgreiðslu lán- anna. Þingmennirnir hafa raunar verið að kynna tillögur sínar á opnum fundum víða um land. „Við höfum hitt yfir 1.000 manns og finnum mikinn viðsnúning í við- horfum fólks. Það er svo mikið ákall um að fara hraðar í framkvæmdir en á sama tíma svo mörg stór verkefni sem ríkissjóður þarf að forgangs- raða,“ segir Vilhjálmur. Flýtir umræðunni Ari Trausti Guðmundsson, þing- maður VG og 2. varaformaður um- hverfis- og samgöngunefndar, minnir á að umræðan um veggjöld sé ekki ný af nálinni og rifjar upp gjaldtöku á Keflavíkurveginum á sínum tíma og Hvalfjarðargöngum. Hann telur þó að útspil tveggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins hafi hleypt lífi í um- ræðuna. Ef það hefði ekki komið til hefði þessi umræða ef til vill beðið niðurstöðu samstarfshóps samgöngu- ráðherra sem á að skila af sér um ára- mót. Ekki liggur fyrir afstaða nefnd- arinnar til hugmynda þingmannanna um flýtingu framkvæmda en það er á þingmönnum úr nefndinni að heyra að búast megi við því að tillögur komi um breytingar á þingsályktunar- tillögu um samgönguáætlun og þær verði í þessa átt. „Ég er mjög jákvæður gagnvart flýtingu. Vegakerfi okkar þarfnast virkilega framkvæmda, bæði vegna aukinnar umferðar og öryggis. „Ef veggjöldin verða viðráðanleg fyrir venjulegt fólk á tilteknum svæðum er ég alveg tilbúin til að skoða þau,“ seg- ir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Viðhorfsbreyting Þeir þingmenn sem rætt var við eru sammála um að viðhorfsbreyting sé að verða til gjaldtöku fyrir notkun á vegum. Svo mikil þörf sé á fram- kvæmdum að menn séu tilbúnir til að ræða þessa skattheimtu. Svo sjá margir að flýting framkvæmda með sérstakri fjármögnun skapar svigrúm til annarra framkvæmda sem ef til vill yrðu annars ekki á forgangslista. Þessi breyting á viðhorfum kem- ur fram hjá sveitarstjórnar- fólki sem komið hefur fyrir samgöngunefnd í tengslum við umfjöllun um sam- gönguáætlun og á fundum þingmanna úti í kjör- dæmum. „Fólk þyrstir í vegabætur á öllum stöðum og sér þarna tækifæri til að þær verði að veruleika. Annars þarf það að bíða í 10- 15 ár,“ segir Karl Gauti. Aukin samstaða um upptöku veggjalda Í skýrslu sem unnin var í ráð- herratíð Jóns Gunnarssonar var gert ráð fyrir að veggjöld þyrftu að vera 300-600 kr. að meðaltali á hverri leið. Jón og Vilhjálmur segja að gjald- heimtan þurfi að vera hófleg fyrir þá sem oft fara og nefna töluna 140 kr. Það þýðir að gjaldið fyrir þá sem sjaldan fara þyrfti að vera 1.200 krón- ur. Þannig næst til erlendra ferðamanna og þeir myndu leggja fram allt að 40% tekn- anna. Jón hefur sagt að stytt- ing ferðatíma með bættum vegum muni skila ökumönnum ávinningi sem stendur undir lægra gjaldinu og meira en það. Til að gæta jafnræðis er lagt til að hafin verði inn- heimta veggjalds í öllum jarð- göngum, til við- bótar leiðunum til og frá höf- uðborginni. 140 kr. fyrir þá sem fara oft HÓFLEG GJALDHEIMTA Vilhjálmur Árnason Morgunblaðið/Ernir Verslunarmannahelgi Með alsjálfvirkri innheimtu veggjalda verður komið í veg fyrir bílaraðir sem gjarnan myndast á annasömum dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.