Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.11.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 ✝ Anna Borgfæddist á Ísa- firði 20. október 1933. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi, Hrafn- istu 11. nóvember 2018. Hún var dóttir hjónanna Óskars Jó- hanns Borg lög- manns, f. 10. desem- ber 1896 í Reykja- vík, d. 6. apríl 1978, og Elísabetar Flygenring tungumálakennara, f. 15. nóvember 1901 í Hafnarfirði, d. 13. júní 1983. Bróðir Önnu var Ragnar Borg viðskiptafræðingur, f. 4. apríl 1931, d. 15. júní 1911. Maki hans Ingigerður Þóranna Melsteð Borg hjúkrunarfræð- fræðingur, f. 14. desember 1975. Anna fluttist níu ára gömul með fjölskyldu sinni frá Ísafirði að Laufásvegi 5 í Reykjavík og tók verslunarpróf frá Verslunar- skólanum. Hún starfaði um hríð sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Anna giftist Stefáni Kristjánssyni, byggingameistara, f. 27. arpíl 1927, d. 22. maí 1970, og var hún húsmóðir á Selfossi. Síðar var hún verslunarstjóri hjá tískuverslun- inni Guðrúnu, framkvæmdastjóri hjá Hvöt, félagi sjálfstæðis- kvenna, og fulltrúi hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Anna lagði stund á frönsku og franskar bókmenntir við Háskólann í Nice í Frakklandi. Sambýlismaður Önnu var Halldór Birgir Olgeirsson, f. 21. október 1931, d. 29. apríl 2005. Útför Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 22. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. ingur, f. 27. nóvem- ber 1933, d. 22. júní 2012. Þeirra börn eru: 1) Anna Elísa- bet Borg, leikkona og kennari í Svíþjóð, f. 26. júní 1957, maki Rein Norberg, rit- höfundur og listmál- ari. 2) Elín Borg, hjúkrunarfræðingur og húsmóðir í Reykjavík, f. 22. maí 1959, maki Benedikt Hjartarson bakarameistari, f. 9. júlí 1957. 3) Óskar Borg forstöðumaður, f. 31. ágúst 1963, maki Berglind Hilmarsdóttir flugfreyja, f. 10. mars 1964. 4) Páll Borg forstöðu- maður, f. 30. mars 1971, maki Ing- unn Ingimarsdóttir tölvunar- Anna Borg var oftast kölluð Annalí og sennilegasta skýringin á Annalí er stytting á Anna „lille“ til aðgreiningar frá Önnu Borg, leikkonu föðursystur hennar og stórleikkonu í Kaupmannahöfn. Ég held að mín fyrsta barnsminn- ing sé tengd Önnulí, ég var alla- vega á Selfossi þar sem hún bjó með eiginmanni sínum Stefáni. Ég var veikur uppi í rúmi, hund- veikur, eins og bara karlmenn í Borgarættinni geta verið veikir, það voru forsetakosningar og mikið undir því Gunnar Thor var í framboði og Annalí að berjast fyr- ir sínum manni enda eðalblá inn í kjarnann. En þrátt fyrir þetta sinnti Annalí mér sjúkum af kost- gæfni og ég man að þarna í fyrsta sinn fékk ég sopa af lítilli kók í gleri, eitthvað sem var aldrei fjarri henni. Ég hreinlega næstum læknaðist við þetta. Stefán dó 1970 öllum harmdauði. Annalí var alltaf náin stórfjöl- skyldunni og alltaf höfum við systkin litið á hana sem okkar og hún okkur sem sín. Okkar stór- fjölskylda var enda ekki ýkja stór, þau tvö systkinin og hún barnlaus. Þannig var hún alltaf með okkur við helstu tilefni og á hátíðum og alltaf var hún glæsileg, brosandi og glöð þannig að einhvern veginn fóru allir í gott skap í námunda við hana því áran hennar var svo gef- andi. Jóladagsboðin hennar ömmu fluttu með henni til Önnulí og eftir að amma dó héldu þau áfram hjá Önnulí. Til að peppa upp partíið var bætt við smá dassi af Flygenringum og Gröndal því í þann rann sótti hún mikla vináttu. Áföll marka fólk og Annalí fékk svo sannarlega sinn skerf. Öllum tók hún þeim af miklu æðruleysi. Að fá heilablóðfall 29 ára er alltaf grafalvarlegt en á þeim tíma sem hún fékk það svakalegt. Annalí bar þessa merki fyrir lífstíð en lét það aldrei stoppa sig. Seinna á lífsleiðinni tóku þau saman Annalí og Halldór Birgir. Hamingjan ljómaði af þeim báð- um og Annalí tók til hvað hún naut þess að vera í bústað Halldórs og úti í náttúrunni og ferska loftinu. Þeirra tími saman var kannski ekki ýkja langur en mikill að gæð- um en Halldór kvaddi þessa jarð- vist 2005. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna við Önnulí. Það var gam- an að tala við hana um lífið og til- veruna, mikill húmor og oftast gall við: hættu nú alveg, Óskar! og oft- ar en ekki var skellt upp úr fyrir allan peninginn. Svo auðvitað var skrafað um pólitík og þar var hún algerlega með á nótunum alveg fram á síðasta dag. Eðalsjálf- stæðiskona með ríka réttlætis- kennd og flokkurinn var henni mikilvægur. Hún þekkti mjög marga innan flokksins í gegnum starf sitt þar og á nýlegu 85 ára af- mæli mat hún það mikils að for- maðurinn sendi henni nótu. Þegar maður rifjar upp þá leið sem við áttum saman í lífinu þá sáldrast yfir mig tilfinningin um hana: glæsileikann, lífsgleðina og einlæga væntumþykju. Annalí var trúuð og trúði að hennar biði betra en ég sakna frábærrar konu, örlátrar glæsikonu. Ég orna mér við þær skemmti- legu minningar sem við náðum að skapa á lífsleiðinni því ég veit að nákvæmlega þannig myndi hún vilja hafa það. Óskar Borg. Við systkinin geymum dýr- mætar minningar frá Laufásvegi 5, æskuheimili Önnulí frænku okkar, þar sem Borgarfjölskyldan kom jafnan saman við hin ýmsu tækifæri. Anna og Ragnar bróðir hennar héldu uppi fjörinu þegar það átti við, hvort með sínum hætti. Anna var okkur hin besta fyrir- mynd í einu sem öllu, lífsglöð, skemmtileg, hjálpleg og mikill dugnaðarforkur. Þegar Anna var á þrítugsaldri dró ský fyrir sólu í lífi hennar og ástvina hennar þegar hún skyndi- lega veiktist af heilablóðfalli og var vart hugað líf. Eina lífsvonin var að koma henni undir læknishendur erlend- is hið bráðasta. Var allt reynt til að svo mætti verða en engar flug- samgöngur á dagskrá úr landi fyrr en sólarhring síðar. Þá leit- uðu pabbi okkar og Ragnar til bandaríska hersins á Keflavíkur- flugvelli um aðstoð. Herinn brást strax vel við og innan fárra klukkustunda var Anna komin með herflugvél á spítala í Kaup- mannahöfn í bráðaaðgerð. Þegar gera átti upp kostnaðinn sem þessu fylgdi fyrir herinn komu boð frá yfirmönnum hans um að það væri þeim mikill heiður að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að bjarga mannslífi og þáðu því enga greiðslu. Anna tókst á við mörg erfið verkefni í lífinu en hún bugaðist aldrei og sjálfsvorkunn var ekki til í hennar orðaforða. Ef við værum spurð hvað hefði einkennt líf Önnu, þá væri það æðruleysi í sinni bestu mynd. Hún var jafnframt einstaklega skemmtileg, víðsýn og fróð. Seinasta hluta ævi sinnar dvaldi Anna á Hrafnistu í Boða- þingi. Þar leið henni vel og þar fékk hún bestu umönnun sem hugsast getur. Anna átti marga trausta og góða vini og viljum við sérstaklega nefna frænkur hennar í móðurætt sem reyndust henni sem bestu systur. Ragnarsbörn, þau Anna Beta, Óskar, Ella og Palli reyndust henni mikil stoð í lífinu og er vart hægt að hugsa sér fallegra sam- band en það sem ríkti á milli þeirra allra, byggt á gagnkvæmu trausti og væntumþykju. Nú þegar elskuleg Anna frænka okkar er kvödd minnumst við hennar með kærleika og hlýju og biðjum Guð að blessa hana. Kjartan og Stefanía Svala Borg. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og legðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson) Nú hefur dillandi hláturinn hennar Önnu okkar þagnað. Við kynntumst fyrir margt löngu, þar sem við unnum saman á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Við stofnuðum klúbb þegar við hættum þar og nefndum hann La Boheme og hittumst reglulega í áratugi. Hún Anna okkar fór ekki var- hluta í lífinu, þessi elska. Áföllin dundu yfir á langri ævi, en alltaf hélt hún reisn sinni. Hún var ótrúlega skemmtileg kona og skarpgreind. Mikill pólit- íkus, royalisti og fór létt með allar krossgáturnar í dönsku blöðun- um. Að koma til hennar í heim- sókn í Boðaþingið var unaðslegt. Hún sat í stólnum sínum, fallega tilhöfð og okkar beið kaffi og kræsingar. Mikið var hlegið og málin rædd til hlítar. Alltaf fórum við frá henni örlítið betri mann- eskjur. Alúðarþakkir færum við því starfsfólki sem annaðist hana síð- ustu árin. Með söknuði, virðingu og þakk- læti kveðjum við einstaka vinkonu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Við hittumst í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer, þegar hann hljóðnar. (Jökull Jakobsson) Kolbrún, Ásta, Guðrún, Hanna, Sigrún og Þóra. Anna Borg ✝ Hörður Þor-steinsson fædd- ist í Holti í Mýrdal 8. október 1920. Hann lést á Hjalla- túni í Vík í Mýrdal 6. október 2018. Foreldrar Harð- ar voru Jóhanna Margrét Sæmunds- dóttir, f. 1895, d. 1982, og Þorsteinn Einarsson, f. 1880, d. 1943. Systkini Harðar voru Sæmundur Þorsteinsson, f. 24. ágúst 1918, dáinn 22. apríl 2016, Elín Þorsteinsdóttir, f. 24. ágúst 1918, dáin 11. júlí 2012, Vil- hjálmur Þorsteinsson, f. 15. mars 1923, d. 16. nóvember 1987, og Einar Þorsteinsson, f. 31. ágúst 1928. Hörður var kvæntur Ósk Guðjónsdóttur, f. 5. janúar 1931, d. 17. apríl 2013. Börn þeirra eru: 1) Guðjón, f. 30. október 1958, kvæntur Jóhönnu Sólrúnu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Kolbrún Ósk, f. 1979, Jóhann Fannar, f. 1982, og Atli Már, f. 1984. 2) Jóhanna Þórunn, f. 13. ágúst 1959, gift Guðmundi Odd- geirssyni. Börn þeirra eru Hlynur, f. 1977, Ingibjörg Ósk, f. 1978, Odd- geir, f. 1981, Hörð- ur, f. 1983, og Vil- hjálmur, f. 1994. 3) Guðbjörg Klara, f. 22. júní 1960, sam- býlismaður hennar er Hlynur Björns- son. Börn þeirra eru Ívar Örn, f. 1985, og Jóhanna Margrét, f. 1989, d. 2004. 4) Sigurlaug Linda, f. 1962, sambýlismaður hennar er Gunnar Vignir Sveinsson. 5) Steina Guðrún, f. 9. maí 1965, sambýlismaður hennar er Jóhannes Gissurar- son, f. 1962. Barn þeirra er Harpa Ósk, f. 1992. Barn Steinu Guðrúnar og Kolbeins Inga Birgissonar er Örvar Egill, f. 1986. Langafabörnin eru 24, þar af er eitt látið, og eitt langa- langafabarn. Hörður var jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju 13. október 2018. Vorið 1953 kom ég fyrst að Nyk- hóli í Mýrdal, ókunnugur bæði staðnum og fólkinu. Þar bjó þá ekkjan, Jóhanna Sæmundsdóttir, og sonur hennar Hörður Þorsteins- son. Móttökurnar voru hlýlegar og sjaldan hef ég fundið fyrir meiri væntumþykju en hjá þeim mæðg- inum. Jóhanna gekk undir nafninu amma og hún hafði þann vana að gauka matarkexi og spenvolgri ný- mjólk að krökkunum fyrir háttinn. Hörður var góður húsbóndi og skipti aldrei skapi. Hann var þrek- mikill og sístarfandi. Bústofninn var kýr, hestar og kindur. Honum var sérstaklega umhugað um kindurnar. Iðulega fór hann upp í eyðibýlið Holt til að líta eftir þeim. Holtið var honum einkar kært, þar höfðu foreldrar hans búið forðum. Í Nykhóli dvaldi ég tvö sumur og leið afar vel. Það kom af sjálfu sér að vináttan við heimilisfólkið varði alla tíð. Tæknin hafði gert innreið sína. Hörður var búinn að útvega sér tvær dráttarvélar og tilheyr- andi heyvinnuvélar. Seinna sumar- ið mitt kynnist Hörður verðandi eiginkonu sinni, ungri konu úr Vestmannaeyjum, Ósk Guðjóns- dóttur. Þau eignuðust fimm mannvæn- leg börn, sem ég kynntist þó ekki fyrr en þau voru orðin fullorðin. Fjallið Pétursey gnæfir yfir bæinn Nykhól og þar setur fýllinn svip sinn á umhverfið. Síðari hluta ágústmánaðar var ungfuglinn veiddur á söndunum norðan við Pétursey. Hann var reyttur en ekki hamflettur. Það var mikil vinna sem konurnar sáu aðallega um. Fýllinn var saltaður í tunnur og nýttur allt árið. Fitulagið utan á fuglinum var kallað fylla og þótti hið mesta lostæti. Einhvern tímann á efri árum Harðar spurði Erla, konan mín, Hörð hvort honum þætti fýllinn ennþá svona góður, svaraði hann glaðhlakkalega, að hann gæti borðað hann bæði í há- degismat og kvöldmat og með kaffinu líka! Dóttir okkar, Guðrún, dvaldi sem unglingur að sumarlagi hjá þeim Herði og Ósk. Tengdist hún þeim hjónum og Steinu, dóttur þeirra, einlægum vináttuböndum. Guðrún og Guðjón, maðurinn hennar, fóru árlega í heimsókn austur í Nykhól og eftir það á Dvalarheimilið Hjallatún. Það gladdi okkur öll að þau skyldu kveðja Hörð í sumar. Að endingu sendum við Erla, Guðrún og Guð- jón innilegar samúðarkveðjur til barna Harðar og fjölskyldna. Megi algóður Guð geyma góðmennið Hörð Þorsteinsson. Ingvar Pálsson. Hörður Þorsteinsson Hugheilar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ARNDÍSAR MARKÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Kristjana E. Kristjánsdóttir Ingi Gunnar Ingason Sesselja H. Kristjánsdóttir Reynir Markússon Steinunn B. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Bróðir okkar og mágur, MAGNÚS BERGSSON rafvirki, Hilmisgötu 4, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 15. nóvember. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. nóvember klukkan 14. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Þórey Bergsdóttir Jón G. Tómasson Karl Bergsson Erna Sigurjónsdóttir Innilegustu þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU PÁLMADÓTTUR, fyrrverandi læknaritara, Engjavegi 14, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Eyri fyrir aðdáunarverða umhyggju og hlýhug. Jón Páll Halldórsson Halldór Jónsson jr. María Guðnadóttir Guðfinna Jónsdóttir Halldór Jakob Árnason Pálmi Kristinn Jónsson Jóhanna Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Yndisleg móðir mín, dóttir, systir og frænka, RAGNHEIÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR, Ranny, Stigahlíð 32, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 6. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar fyrir einstaka umönnun sem og til allra vina og vandamanna sem hugguðu hana og gáfu styrk á erfiðum tíma. Anna Líf Ómarsdóttir Guðjón Jónsson Bergþóra Berta Guðjónsdóttir Borgar Guðjónsson Anita Hafdís Björnsdóttir og fjölskylda Elskuleg systir okkar, EYBJÖRG ÁSTA GUÐNADÓTTIR, Silfurbraut 2, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Hornafirði, föstudaginn 16. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 26. nóvember klukkan 13. Systkini hinnar látnu Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS JÓNASSON frá Neðra-Hól, andaðist laugardaginn 17. nóvember. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 28. nóvember klukkan 14. Guðmundur Kjartan Jónass. Sigríður Helga Skúladóttir Guðjón Jónasson Friðrika Ásmundsdóttir Elísabet Jónasdóttir Andrew Kevin Session afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.