Morgunblaðið - 22.11.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018
Mig langar að
minnast Sigurðar
Svavarssonar sem
lést nýlega langt um
aldur fram. Við kynntumst 1981
þegar ég gekk til liðs við ÍR í hand-
bolta. Ég minnist þess enn hversu
vel hann tók á móti mér. Hann fór
að rifja upp að við hefðum spilað á
móti hvor öðrum áður þegar ég
spilaði með Þór frá Akureyri. Það
er langt frá því sjálfgefið að taka
strax á móti nýjum liðsmönnum
með svo afgerandi hætti. Eitt
skipti eftir æfingu þurftu tveir liðs-
menn ÍR að komast að Laugar-
vatni þar sem þeir voru við nám í
Íþróttakennaraskólanum. Þetta
var um miðjan vetur og Siggi
ákvað að keyra þá. Hann stakk
upp á því að ég slægist með í för-
ina. Á leiðinni til baka festum við
bílinn í miklum snjóbyl á Hellis-
heiðinni og þurftum að skilja hann
eftir. Við reyndum að húkka okkur
far en margir bílar fóru framhjá án
þess að stoppa. Ég hafði hins veg-
ar engar áhyggjur af þessu, mér
fannst gott að vera með Sigga sem
alltaf var eins og klettur. Að lokum
stoppaði rúta með sjómönnum
sem voru að koma úr túr og við
komumst í bæinn. Fljótlega var
Siggi kominn í hrókasamræður við
sjómennina. Það var einkennandi
fyrir Sigga að hann gat talað við
alla.
Hann hefði örugglega getað far-
ið um allan heim og talað við háa
og lága og orðið vinur þeirra, svo
mikil var manngæska hans og að-
laðandi framkoma.
Nokkrum árum eftir handbolt-
ann í ÍR stofnuðum við nokkrir fé-
lagar í Háskóla Íslands handknatt-
leiksdeild innan Íþróttafélags
stúdenta og kepptum í annarri
Sigurður S.
Svavarsson
✝ Sigurður S.Svavarsson
fæddist 14. janúar
1954. Hann lést 26.
október 2018.
Útför hans fór
fram 7. nóvember
2018.
deild. Við fengum
Sigga til að vera
þjálfari og var hann
með okkur í tvö ár.
Hann var ótrúlega
laginn í mannlegum
samskiptum, góður
þjálfari og félagslega
var hann algjörlega
frábær. Við fórum á
Norðurlandamót í
Finnlandi og urðum
Norðurlandameist-
arar 1987. Einn góður liðsmaður
var okkar ágæti forseti Guðni Th.
Jóhannesson. Ég er 100% viss um
að ég get mælt fyrir munn allra í
liðinu og staðfest hversu stórkost-
legur þjálfari og vinur Siggi var og
reyndist okkur vel. Við fórum í æf-
inga- og keppnisferðir til Selfoss
og Akureyrar og eftir leikina var
glatt á hjalla og húmoristinn Siggi
var hrókur alls fagnaðar.
Ég flutti seinna til Gautaborgar
í framhaldsnám. Þá hitti ég Sigga
nokkrum sinnum á Bókamessunni
þar. Gaman var að rifja upp gaml-
ar minningar og oft gaukaði hann
íslenskri barnabók að börnunum
mínum sem voru með í för. Sam-
eiginlegur vinur okkar nefndi ný-
lega hversu lipur hann var þegar
hann vantaði bókagjafir fyrir sína
starfsfélaga, fékk góðan afslátt hjá
Sigga. Lipur er gott lýsingarorð
yfir Sigga hvað varðaði mannleg
samskipti. En hann hafði líka svo
marga aðra hæfileika. Hann var
mikill mannvinur, vel gefinn,
smekkmaður á bækur og svo
margt annað. Hann hafði ríka rétt-
lætiskennd og mikinn húmor sem
er stundum vanmetinn sem hluti
af mannlegri greind.
Leiðir okkar hafa því miður
ekki legið saman síðustu árin.
Söknuðurinn er gífurlegur hjá
öllum sem þekktu Sigga. Eftir lifa
minningarnar um einstakan mann
sem var sannur gleðigjafi í lífi
þeirra sem voru svo lánsamir að
kynnast honum. Að lokum vil ég
votta nánustu fjölskyldu innilega
samúð mína.
Einar Stefán Björnsson.
Elsku kæri vinur
okkar. Mikið er
skrítið að þú sért
horfinn á braut.
Söknuðurinn er
mikill enda erum við að kveðja
einn af okkar bestu vinum. Elsku
Óli okkar, þú varst stór hluti af
okkar lífi og mikið vorum við
heppin að búa svona nærri hvort
öðru og gátum skottast hvort yfir
til annars í mas og maus. Við gát-
um spjallað um allt milli himins
og jarðar. Það skipti engu hvað
bar á góma, við gátum rætt um
alla hluti, bæði gleðilega og miður
gleðilega. Þú varst sannur vinur,
mikið hlýr og svo gaman að hlæja
með þér. Það var alltaf stutt í
hlátrasköllin. Einstaklega hlátur-
mildur og yfirvegaður sem þú
varst. Maður kom stundum yfir
til þín með gusti ef dagurinn hafði
verið erilsamur en það lægði
fljótt þar sem nærvera þín gerði
það að verkum að manni leið allt-
af notalega í kringum þig. Það er
tómlegt hjá okkur núna. Hver á
að gogga í sig bananabrauðið eða
nýju sulturnar sem þér þóttu svo
góðar. Svo ég tali nú ekki um
pönnsurnar.
Ólafur
Finnbogason
✝ Ólafur Finn-bogason fædd-
ist 14. október
1937. Hann lést 8.
nóvember 2018.
Útförin fór fram
14. nóvember 2018.
Elsku Óli okkar,
það vantar svo mik-
ið þegar þú ert ekki.
Hörður Rafnar
minn sagði:
„Mamma, við eigum
alltaf allar minning-
arnar um elsku Óla
okkar og kannski er
hann búinn að kynn-
ast Ólafi Rafnari afa
á himnum og þeir að
tala um hesta og
Ólafur afi sýnir honum himna-
ríkið.“ Já, það er svo sannarlega
satt að við yljum okkur við góðar
minningar, elsku vinur, þær
munum við halda á lofti um
ókomna tíð. Aldrei að vita nema
þið pabbi séuð farnir í hestaferð
um himnaríki, það þykir mér ekki
ólíklegt.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Megir þú hvíla í friði, okkar
yndislegi vinur.
Elsku kæra fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Auður B. Ólafsdóttir,
Hörður Rafnar Auðarson
Pálmarsson.
✝ AðalsteinnHallsson fædd-
ist 6. mars 1938.
Hann lést 10.
nóvember 2018.
Foreldrar hans
voru Hallur Jónas-
son, f. 8.1. 1903, d.
18.10. 1972, og
Bergljót Guttorms-
dóttir, f. 13.12.
1906, d. 21.9. 1946.
Systkini hans
voru: Einar, fæddur 1934, dáinn
1936, Erlingur, fæddur 1936,
dáinn 2018, Ingunn, fædd 1942,
dáin 2003, og Sigríður Björg,
fædd 1945, dáin 2012.
Eftirlifandi eiginkona Aðal-
steins er Ebba Stefánsdóttir, f.
1940. Börn þeirra
eru: 1) Atli Stefán,
fæddur 27. mars
1958. Hans börn
eru Heiðrún Matt-
hildur, Snædís
Ebba, Hallur Aðal-
steinn og Amelía. 2)
Bergljót, fædd 8.
apríl 1960. Hennar
börn eru Aðal-
steinn Atli og Guð-
mundur Snær. 3)
Brynja, fædd 28. maí 1963.
Sonur hennar er Stefán Arnar.
Barnabörnin eru sjö og barna-
barnabörnin eru fjögur.
Jarðarförin fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 22.
nóvember 2018, klukkan 13.
Ástkær afi minn og nafni, Að-
alsteinn Hallsson, er látinn.
Hann fæddist á Húsavík 6. mars
1938 og lést á Droplaugarstöðum
10. nóvember, umkringdur öllum
sínum nánustu.
Aðalsteinn fór mjög ungur út á
vinnumarkaðinn. Þetta voru aðr-
ir tímar, þegar börn reru til sjós
og braggarnir kostuðu eitthvað
minna en þeir gera í dag. Hann
vann fyrst um sinn á sjó, svo í
sveit en fór síðan að vinna í mat-
vöruverslunum.
Allt frá því að sendast með
vörur, upp í að reka sína eigin
verslun, en margir þekkja hann
eflaust frá þeirri tíð þar sem
hann, ásamt bróður sínum, rak
matvöruverslanirnar Búðargerði
og Holtsbúð. En jafnvel fleiri
hafa átt við hann viðskipti í hús-
gagnaverslun hans sem fyrst bar
nafnið Híbýlaprýði og síðar
Heimilisprýði.
Allir sem hann þekktu munu
taka undir það að hér var einstak-
lega geðþekkur og góðhjartaður
maður á ferð.
Hann hefur verið stoð mín og
stytta í gegnum lífið. Hann bauð
mér vinnu í húsgagnaversluninni
og hélt mér á menntabrautinni
þegar óþroskaður táningshuginn
ætlaði sér einhverja ólukkans vit-
leysu. Í æsku minni voru þau fá
vandamálin sem ekki hurfu eins
og dögg fyrir sólu á ísrúnti með
afa.
Þessir bíltúrar þróuðust
snemma yfir í fastan lið á sunnu-
dögum sem stóð eins og klettur á
meðan heilsan lofaði og ísinn varð
að algjöru aukaatriði. Stundum
var farið í lengri bíltúra og var
Stafnesið vinsæll viðkomustaður,
en þar var hann í sveit á árum áð-
ur. Hann kenndi mér að meta
náttúruna, dýralífið og öll fallegu,
litlu þorpin sem dreifa sér svo
víða um eyjuna okkar.
Hann kenndi mér að allt á sér
sögu, nafn og tilgang. En umfram
allt, kenndi hann mér mikilvægi
þess að eiga góða að.
Hann var mér allt í senn; afi,
starfsbróðir, fyrirmynd og besti
vinur. Ég mun ávallt minnast
hans með brosi á vör.
Aðalsteinn Atli
Guðmundsson.
Elsku afi.
Á þessum erfiðu tímum rifjast
upp allar dýrmætu stundirnar
sem við áttum saman. Það var
alltaf gott að koma til þín í Heim-
ilisprýði eða í Þrastanes þar sem
þú tókst á móti okkur með bros á
vör. Þér fylgdi góð nærvera og
það var svo gaman að sitja með
þér og hlusta á allar skemmtilegu
sögurnar sem þú hafðir að segja.
Þú varst hjartahlýr og máttir
ekkert aumt sjá og varst alltaf
tilbúinn að gera allt fyrir okkur.
Nú ert þú farinn en bros þitt og
hlátur lifa áfram í hjörtum okkar.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið,
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf,
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Þín barnabörn,
Heiðrún, Snædís og Hallur.
Komið er að kveðjustund nú
þegar Aðalsteinn Hallsson
frændi minn hefur kvatt þetta líf
eftir erfið veikindi. Alli, eins og
hann var ávallt kallaður af fjöl-
skyldu og vinum, er sá síðasti af
börnum Halls föðurbróður míns
og Bergljótar konu hans sem
kveður.
Hann var í miðjunni af syst-
kinunum en eldri voru Einar sem
lést aðeins tveggja ára gamall, og
Erlingur sem lést í júlí á þessu ári
en yngri voru systurnar Ingunn
og Sigríður Björg sem báðar eru
látnar.
Alli var einstaklega ljúfur og
hlýr persónuleiki sem auðvelt var
að þykja vænt um. Hann var mik-
ill fjölskyldumaður og mjög um-
hugað um að halda vel utan um
sitt fólk og veita því allt það
besta. Margt af því sem hann
sjálfur fór á mis við.
Hann fæddist á Húsavík og bjó
þar fyrstu árin með fjölskyldu
sinni en árið 1946, þegar Alli var
átta ára gamall, varð fjölskyldan
fyrir því mikla áfalli að móðir
hans féll frá mjög skyndilega og
stóð Hallur, pabbi hans, þá einn
uppi með fjögur ung börn. Heim-
ilið flosnaði upp og fóru þau
systkinin hvert í sína áttina.
Alli fór um tíma til fjölskyld-
unnar á Sólbakka á Húsavík, sem
hann bar alltaf mjög hlýjar til-
finningar til og tímans sem hann
dvaldi þar. Hann varð fyrir slysi
og fótbrotnaði, kom þá til lækn-
inga suður, þá og eitthvað eftir
það var hann hjá foreldrum
mínum.
Mjög sterk tengsl mynduðust
milli hans og þeirra sem skipti
þau öll miklu og átti hann alltaf
sérstakan sess hjá þeim og þau
hjá honum. Hann var um tíma í
sveit hjá frændfólki fyrir norðan
en síðan var hann með Halli föður
sínum.
Eftir að Erlingur bróðir hans
kom suður voru þeir bræður báð-
ir hjá föður sínum, sem hélt mjög
vel utan um þá og börnin sín öll
eftir því sem hann gat.
Þeir bræður, hann og Erling-
ur, „strákarnir“ eins og fjölskyld-
an kallaði þá ávallt, sameinuðust
um að koma sér áfram, sem þeim
tókst við góðan orðstír. Unnu
þeir ýmis störf, fyrst t.d. sem
sendlar, urðu síðan verslunar-
stjórar og stofnuðu loks sín eigin
fyrirtæki, fyrst með nýlendu-
vöruverslanir og síðar húsgagna-
verslanir. Þeim gekk mjög vel og
voru eftirsóttir, enda einstaklega
liðlegir við alla sína viðskiptavini
og margir minnast þeirra á þann
hátt.
Eftir að veikindin fóru að herja
á Alla stóð Ebba konan hans eins
og klettur við bakið á honum.
Gerði allt sem hún gat til að
hafa hann eins lengi heima og
mögulegt var, sinnti honum einn-
ig af mikilli natni eftir að hann fór
á stofnun. Börnin þeirra og fjöl-
skyldur voru hennar bakhjarl.
Síðast þegar ég hitti frænda
minn var hann enn heima. Hann
þekkti mig, sem mér var mjög
mikilvægt en veikindin voru farin
að setja mjög sterkt mark á hann.
Um leið og ég kveð frænda
minn með þökk fyrir allt og allt,
sendi ég Ebbu, börnunum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur og bið Guð að blessa
þau á þessum erfiðu tímum.
Elín Mjöll Jónasdóttir.
Ég kynntist Aðalsteini Halls-
syni fyrst fyrir rúmum sextíu ár-
um. Við urðum góðir vinir og
brösuðum margt saman. Mér
varð ljóst mjög fljótlega að Alli
var heiðursmaður og hreinn og
beinn í öllu sem hann gerði.
Aðalsteinn var á þessum tíma
verslunarmaður hjá Kron á
Skólavörðustíg í Reykjavík og
þar varð hann síðar verslunar-
stjóri. Á sjöunda áratugnum
stofnuðu og ráku þeir bræður
Aðalsteinn og Erlingur nýlendu-
vöruverslanir í Reykjavík en
söðluðu síðan um og stofnuðu
húsgagnaverslunina Híbýla-
prýði.
Aðalsteinn reyndist mér ávallt
vel, einkum þó þegar ég rak
áfangaheimili fyrir alkóhólista.
Mér er það minnisstætt, að þegar
við vorum báðir 19 ára lenti ég á
sjúkrahúsi vegna meiðsla í ung-
lingalandsleik í handbolta. Móðir
mín vitjaði mín og ég bað hana
um að koma við á Skólavörðu-
stígnum og láta Alla vita. Og
hann var fljótur að koma í heim-
sókn.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur, það er mér ljóst
þegar ég skrifa þessi örfáu orð
um Aðalstein vin minn, Að lokum
vil ég senda Ebbu eiginkonu hans
og börnum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðlaugur Sveinsson.
Nú er komið að því. Stundin
sem ég var búinn að kvíða svo
lengi, afi er farinn. Þegar ég
hugsa til baka um afa kemur mér
alltaf bros á vör. Alla ævi mína
hefur hann verið stór hluti af lífi
mínu.
Ég fann fljótt að hér var ekki
um neinn venjulegan afa að ræða.
Hvort sem það var að fara til
hans í heimsókn í Þrastanesið og
fá þar að borða allt það góða sem
annars staðar var bara í boði á
hátíðum eða fara til hans í Heim-
ilisprýði, sem var fyrir litla strák-
inn eins og heill heimur, var alltaf
hægt að treysta því að afi væri
þar og tæki á móti manni með
bros á vör og vildi allt fyrir mann
gera. Allir sunnudagsbíltúrarnir
út í sveit voru eins og ævintýri og
alltaf fylgdu skemmtilegar upp-
lýsingar um staðina sem ekið var
framhjá og gerðu ferðirnar enn
skemmtilegri. Mér er enn í
fersku minni þegar bekkjarfélagi
minn kom hlaupandi til mín og
sagðist hafa séð hvíta bílinn hans
afa keyra inn götuna. Svo vænt
þótti mér um afa að allir í bekkn-
um vissu það og vildi hann láta
mig vita, svo ég missti ekki af því
að hitta hann.
Seinna þróaðist samband okk-
ar afa yfir í vináttu sem varð mér
mjög kær. Ég fékk að vinna með
honum og lærði af honum margt
um lífið. Að hafa átt hann sem
afa, sem fyrirmynd og sem vin í
30 ár verð ég um alla ævi ómet-
anlega þakklátur fyrir.
Guðmundur Snær
Guðmundsson.
Aðalsteinn
Hallsson
Við kveðjum nú
með söknuði vin
okkar, Val Harðar-
son, sem er fallinn
frá aðeins 64 ára gamall.
Við vorum á táningsaldri og
bjuggum á Eskifirði þegar
Kristín, elst okkar systkina,
kynnti Seyðfirðinginn Val sem
kærasta sinn.
Við tókum honum í fyrstu
með dálitlum fyrirvara, vógum
hann og mátum og vorum á
báðum áttum um hvort hann
stæðist þær væntingar sem við
Valur Harðarson
✝ Valur Harðar-son fæddist 11.
mars 1954. Hann
lést 24. október
2018.
Útför Vals fór
fram 5. nóvember
2018.
höfðum fyrir hönd
systur okkar.
Hann var nokkr-
um árum eldri en
við og fljótlega
þótti okkur mikið
til hans koma,
ekki síst vegna
þess að hann var
alþýðlegur töffari
og heimsborgara-
legur í fasi. Það er
óhætt að segja að
hann hafi víkkað sjóndeildar-
hring okkar og kynnti okkur
m.a. nýja tónlist og ljós-
myndun.
Valur og Kristín voru góð
heim að sækja. Við eigum
margar dýrmætar minningar
um góðar samverustundir með
þeim. Það voru mörg matarboð
hjá þeim þar sem margt var um
manninn og glatt á hjalla. Þar
voru jafnan fjörugar og heitar
og – oftast – málefnalegar um-
ræður um menn og málefni.
Eftir því var tekið hve góður og
frumlegur kokkur Valur var.
Sérstaklega var indverskur
matur í uppáhaldi hjá honum
og ekki síður okkur hinum sem
höfðum ekki bragðað slíkan
mat áður. Það var þar sem hug-
takið matur féll í skuggann af
hugtakinu réttur.
Sambandið var áfram gott
eftir að Valur og Kristín skildu
og hann tók saman við Þuríði
sem varð strax hluti af stórfjöl-
skyldunni. Saman höfum við átt
margar ánægjustundir, við
undirbúning jóla, afmæla og
annarra stórviðburða.
Valur var einstaklega hlýr
maður og mikill vinur vina
sinna.
Hann sýndi öðru fólki mikinn
áhuga og skilning og var hjálp-
legur og alltaf tilbúinn til þess
að leggja öðrum lið – vináttan
við hann var án allra fyrirvara
og skilyrða. Þetta kom berlega
í ljós eftir að hann veiktist af
krabbameini. Hann tókst á við
sjúkdóminn af miklu æðruleysi
og bjartsýni. Þessa afstöðu til
lífsins hafði hann þar til yfir
lauk.
Valur sótti Ljósið, stuðnings-
miðstöð fólks sem hefur fengið
krabbamein, og naut góðs af
þeirri frábæru starfsemi sem
þar fer fram.
Hann var öðrum sjúklingum
stoð og stytta og blés þeim
bjartsýni í brjóst.
Við vottum Þuríði, Sigrúnu,
Þórdísi, Kristínu Líf, mökum
þeirra og börnum samúð okkar,
einnig Fríðu móður Vals og af-
komendum hennar.
Minningin um Val er björt
og falleg og við minnumst hans
með þakklæti. Við munum
sakna hans um ókomna tíð.
Blessuð sé minning hans.
Halldór Árnason,
Sigrún Árnadóttir,
Guðmundur Árnason.