Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 31

Morgunblaðið - 22.11.2018, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2018 ✝ Jytte IngeÁrnason fædd- ist 22. maí 1923 í Hróarskeldu í Dan- mörku. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Hrafnistu 21. október 2018 í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Jens Peter Thorvald Ander- sen, f. 4. sept. 1896, d. 1941, og Marie Magdalene Katrine Andrea Andersen, f. 15. jan. 1900, d. mars 1973. Hinn 11. apríl 1943 giftist hún Árna Hreiðari Árnasyni, f. 30. nóv. 1920, d. 3. júlí 2012. Börn: 1) Guðrún, f. 20. feb. 1944. Maki: Gísli Grétar Sólonsson, f. 6. mars 1942. Börn: a) Sólon Árni, f. 1964. Maki: María Þórarins- dóttir, f. 1966. Börn: Gísli Grét- ar, f. 1989. Maki: Katrín Rós Ragnarsdóttir, f. 1992, barn: Andri Snær, f. 2014. Karen Þóra, f. 1992, Theodór Ísak, f. 1999. b) Óskar, f. 1968. Maki: Þórgunnur Óttarsdóttir, f. 1970. Börn: Teitur Símon, f. 1990, Hrönn, f. 1995. c) Sigurbjörn, f. 1972. Börn: Þórunn Inga, f. 1996, Þorgeir, f. 2001. 4) Anna Arndís, f. 31. maí 1955. Maki: Leifur Jónsson, f. 27. nóv. 1952. Börn: a) Ingiríður Helga, f. 1976. Maki: Jón Hallur Haralds- son, f. 1978. Börn: Rebekka Rós, f. 2000, Hreiðar Snær, f. 2004, Anton Már, f. 2010. b) Andvana fæddur drengur 1982. c) Hreið- ar Pétur, f. 1983, d. 1984. d) Leifur, f. 1984. Jytte fæddist í Hróarskeldu en flutti ung með foreldrum sín- um til Kaupmannahafnar á Ís- landsbryggju. Þar bjó hún þar til hún flutti að heiman. Hún kynntist Árna í Kaupmannahöfn þar sem hann var að læra hús- gagnasmíði. Þau eignast sitt fyrsta barn 1944 í Danmörku. Árið 1945 sigla þau heim til Ís- lands með fyrsta skipinu eftir stríð í júlí 1945. Þau byrjuðu bú- skap sinn hér í Reykjavík á Bergstaðastræti en seinna fluttu þau á Laugaveg þar sem þau ólu upp dætur sínar fjórar. Þar bjuggu þau til ársins 1975 en þá fluttu þau í Árbæinn. Jytte vann í u.þ.b. 10 ár fyrir þvottahús spítalanna eftir að hún flutti í Árbæinn. Árið 2002 flytja Jytte og Árni í þjónustu- íbúð fyrir aldraða. 2016 flytur Jytte á hjúkrunarheimilið Hrafnistu þar sem hún lést. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. 1974. Maki: Katina Theresa Gíslason, f. 1972. Börn: Mark Francis, f. 2002, Sóley Guðrún, f. 2008. 2) Rannveig, f. 22. mars 1946. Maki: Eiríkur Jón Ingólfsson, f. 3. apríl 1944. Börn: a) Ingólfur Jón, f. 1966. b) Anna Mar- grét, f. 1968. Maki: Hafsteinn Helgi Grétarsson, f. 1966. Börn: Hörður, f. 1988. Maki: Linda Bergdís Jónsdóttir, f. 1992, barn: Alexíus Þór, f. 2008. Linda Björg, f. 1990, d. 2006, Jón Grétar, f. 1996. c) Hjalti Ragnar, f. 1975. Maki: Sigurbjörg Stefánsdóttir, f. 1981. Börn: Guðfinna Björg, f. 2009, Stefanía Björg, f. 2012. 3) Inga Magdalena, f. 13. jan. 1948. Maki: Þórður Þorgeirsson, f. 28. okt. 1945, d. 17. des. 2006. Börn: a) Árni, f. 1966. Börn: Birgitta Svava, f. 1989, barn: Arieahna Magdalena, f. 2011. Steinar Þór, f. 1993. b) Þorgeir, f. 1971, d. 1982. c) Inga Jytte, f. 1973. Maki: Ólafur Már Ólafsson, f. Jytte Inge, tengdamömmu, hitti ég 1964 þegar við Ranna fórum að vera saman. Ég lærði fljótt að kaffi- og matartímar voru á ákveðnum tímum sem var nýtt fyrir mig. Árni kynnt- ist Jytte þegar hann var að læra húsgagnasmíði í Kaupmanna- höfn 1936 til 1941. Þau komu til Íslands með Esju, sem var fyrsta sjóferð eftir að stríðinu lauk 1945, í för með þeim var frumburður þeirra, Guðrún. Dæturnar urðu fjórar: Gunna, Ranna, Inga og Anna Dísa. Jytte kom inn í stóra fjölskyldu Árna en á þessum árum var danska meira töluð en er í dag. Jytte varð fljótt íslensk og mjög vel talandi miðað við sumar vin- konur hennar sem töluðu hvorki dönsku né íslensku en eitt var alveg á hreinu, hún átti danska konungsfjölskyldu en Árni hafði bara forseta sem kom og fór. Eftir að við Ranna fluttum í Borgarnes 1969 komu þau mik- ið til okkar. Við Árni fórum í bíltúra aðallega upp að Hreða- vatni en þar var Árni í sveit þegar hann var yngri. Við Ranna ferðuðumst með þeim um Ísland og kom þá vel í ljós hvað Jytte var mikill Íslending- ur þar sem hún vissi mikið um Ísland. Eftir að Árni og Jytte voru bæði hætt að vinna þá voru þau mikið að hekla og prjóna. Afkomendur og tengdabörn eru um fimmtíu og prjónaði Jytte á öll ömmu-, langömmu- og langa- langömmubörn sokka, vettlinga og húfur og passaði vel upp á afmæli hjá sínu fólki. Langri ævi er nú lokið, hafðu þökk fyrir vinskapinn og huggulegheitin, allar góðu veisl- urnar og dökku kökurnar með rjóma. Ég man ennþá hvenær mat- ar- og kaffitímar eiga að vera, þó það stæðist ekki alltaf þá var gott að eiga þig að. Stundum þegar þú kvaddir mig sagðir þú: „Verið góð við hvort annað.“ Þessi orð eru kærkomin í amstri dagsins, hafðu þökk fyr- ir. Þinn tengdasonur, Eiríkur. Hún amma mín, Jytte Inge Árnason, er fallin frá. Amma lagði mikinn metnað í að halda fallegt heimili og var mikil hús- móðir í sér. Líklega var það vegna þess að hún ólst upp við bág kjör, þó að hún vildi nú ekki meina það. Hún sagði að þau hefðu alltaf átt til mat og það var greinilega nóg. Hún fæddist í Danmörku og ólst upp í Kaup- mannahöfn við Íslandsbryggju. Hún fór snemma að vinna við saumaskap til að koma með pening heim. Hún kynnist afa í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem hann kom frá Íslandi til að læra húsgagnasmíði, þau gifta sig og hefja búskap saman í Hróarskeldu. Þegar stríðinu lauk þá flytja þau til Íslands. Þar þurfti hún að læra íslensku á staðnum, engin íslenskunám- skeið í boði og hún þurfti bara að læra þetta sjálf. Sem hún gerði og bara nokkuð vel. Amma talaði samt alltaf með smá hreim sem mér þykir svo vænt um. Ég spurði hana ein- hvern tíma að því hvernig henni hefði fundist Ísland vera þegar hún kom hingað í fyrsta sinn. Hún sagði að sér hefði brugðið smá því það voru engin tré og allt svo grátt. Eflaust hefur þetta verið erfiður tími fyrir hana, ung kona með lítið barn, skrýtið tungumál sem hún skildi ekki og engir vinir. Þegar ég hugsa um þetta þá dáist ég að því hvað hún stóð sig vel, því ekki gat hún hringt heim til Danmerkur á hverjum degi. Hún eignaðist samt danskar vinkonur hér á Íslandi sem hún hitti reglulega og þær spiluðu og hlógu saman. Hún amma hafði mikinn húmor og það var alltaf hægt að grínast með henni. Amma elsk- aði að eiga fallega hluti sem og skó og fatnað. Ég man hvað mér fannst gaman að skoða og máta alla fallegu háhæluðu skóna hennar ömmu þegar ég var í heimsókn eða í pössun hjá ömmu og afa. Þó að hún væri rúmliggjandi undir það síðasta þá vildi hún samt vera fín, með fallegt skart og með fínt hár. Ég kveð þig með söknuði, elsku amma. Þín verður saknað og alls hins góða sem kom frá þér. Góðu stundanna mun ég minn- ast með gleði í hjarta og með þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Takk fyrir alla ullarsokkana og vettlingana sem þú prjónaðir á mig og börnin mín og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Ég kveð þig með þessu ljóði Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Megir þú hvíla í friði. Helga Leifsdóttir. Jytte Inge Árnason Fyrsti mark- vörður knatt- spyrnufélagsins Þróttar – og einn af stofnendum félagsins – er fallinn frá, níutíu og tveggja ára að aldri. Þessi maður var náfrændi minn, Ögmundur H. Stephen- sen, sonur elsta bróður móður minnar, Hans Ögmundssonar Stephensen. Ögmundur var elsta barnabarn ömmu okkar og afa í Hólabrekku á Gríms- staðaholti í Reykjavík og því nefni ég Þrótt – sem fyrir löngu er fluttur í annan hluta Reykjavíkur – að ég vil minna á hvílíkum breytingum Reykjavík hefur tekið frá því um miðja öldina sem leið þegar Ögmund- ur frændi minn var að vaxa úr grasi. Þróttur var stofnaður í her- mannabragga upp af Gríms- staðavörinni við Ægisíðuna árið 1949. Á því ári varð ég eins árs en frændi minn hins vegar orðinn tuttugu og þriggja ára gamall. Þannig að þótt við værum syst- kinasynir verður varla sagt að við höfum verið af sömu kyn- slóð. Frá fyrrnefndri Grímsstaða- vör var á þessum tíma enn róið til fiskjar af krafti, en við Sundskálavörina litlu austar var sennilega hætt að kenna unglingum að synda í sjónum þegar hér var komið sögu. Á flötunum í grennd við Þor- móðsstaði var hins vegar fiskur enn þurrkaður í miklum breið- um og í þessari hálfgildings- sveit, þar sem enn voru nokkr- ar kýr og kindur, komst fólk nokkuð nærri sjálfbærni með kartöflu- og rófurækt, rabar- Ögmundur H. Stephensen ✝ Ögmundur H.Stephensen fæddist 13. desem- ber 1926. Hann lést 30. október 2018. Útför Ögmundar fór fram 9. nóvem- ber 2018. bara í görðum og berjum á runna- gróðri. Í vaskahús- um var saltfiskur í útvötnun. Ögmundur, afi okkar Ögmund- anna, var einn af fyrstu atvinnuöku- mönnum Reykja- víkur, fljótur að skipta út hestvagni fyrir vörubíl þegar þess var kostur. Þar fylgdu honum fast eftir í ökumennsk- unni sonur hans, Einar, sem varð stéttarfélagsformaður vörubílstjóra og áhrifamaður í ASÍ í áratugi, og síðan þeir bræður Ögmundur og Gunnar H. Stephensen. Ögmundur vann lengstum hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur, vinsæll maður, sem með hógværð og lunknum húmor hafði lag á því að láta öllum líða vel nærri sér. Þannig man ég eftir frænda mínum þegar leiðir okkar lágu saman í Hólabrekku og síðar hjá BSRB á níunda og tíunda áratugnum. Mér þótti alltaf styrkur að því að eiga hann að frænda og vini. Mannkostir Ögmundar komu þó best fram í þeirri ræktar- semi og hlýju sem hann sýndi Sigríði föðursystur sinni, en í nær hundrað ár bjó hún í Hóla- brekku. Hafði hún nánast kom- ið þeim bræðrum, Ögmundi og Gunnari, í móðurstað þegar þeir misstu móður sína í bernsku. Þeir bræður, að ógleymdum eiginkonunum, Rúnu og Höddu, urðu Sigríði sú stoð í elli henn- ar sem erfitt er að ímynda sér styrkari. Ef hjálpsemi og óeigingirni er sú stika sem best mælir góð- mennsku fólks, þá standa fáir þeim bræðrum og konum þeirra framar. Rúnu, dætrum og fjölskyld- um þeirra sendum við Vala hugheilar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson. Látinn er nú vinur minn Sigur- páll frá Lundi. Ef- laust hefur honum verið hvíldin kær, enda aldur- inn orðinn hár. Ég minnist þess þegar ég var að læra sund í Varmahlíð fyrir fullnaðarpróf, þá var Sig- urpáll ungur bóndi í Varmahlíð og rak litla garðyrkjustöð við jarðhitann. Seinna meir urðu kynni okk- ar mikil og góð, einkum á sviði fjallskilamála á Eyvindarstaða- heiði. Sigurpáll rak um langt skeið verslun í Lundi, jafnhliða var hann með sauðfjárbúskap á jörðinni Íbishóli. Mjög margir Húnvetningar áttu viðskipti við Sigurpál. Hann var einstaklega hjálp- samur og sanngjarn í öllum við- skiptum, var ekki eftirgangs- samur þó að menn skulduðu eitthvað ef illa stóð á. En það er samstarf okkar Sigurpáls á sviði fjallskilamála, sem mér er efst í huga er ég kveð þennan aldna vin minn. Hann var ein- staklega ljúfur í öllu samstarfi, enda bráðvel gefinn og mjög reikningsglöggur. Þetta var á þeim árum þegar nýi tíminn var að taka völdin. Uppbygging gangnaskála var að hefjast á Eyvindarstaða- heiði, og fleiri nýjungar að koma fram. Öll framfaramál studdi Sigurpáll með ráðum og dáð, og það munaði virkilega um hans framlag. Sigurpáll hafði brennandi áhuga á öllu er við kom heið- inni, enda var hann fjallamaður af lífi og sál. Ég minnist þess skömmu eft- ir fjárskiptin, þá rak Sigurpáll gemlinga sína við annan mann Sigurpáll Árnason ✝ SigurpállÁrnason fædd- ist 25. maí 1917. Hann lést 12. nóv- ember 2018. Útför Sigurpáls fór fram 19. nóv- ember 2018. fram í Guðlaug- stungur snemma vors. Menn höfðu mikinn hug á að venja nýja féð á framheiðina, þ.e. Guðlaugstungur og Svörtu tungur og þar var Sigurpáll fremstur í flokki. Í öllum heiðarferð- um var Sigurpáll hrókur alls fagnað- ar, og eftir að synir hans báðir komust á legg, Kristján og Árni, var þetta orðið verulega sterkt teymi, eins og nú er komist að orði. Sigurpáll var mjög lengi fjallskilastjóri Seyluhrepps. Hann ásamt frænda sínum Sigurði frá Brúnastöðum er var fjallskilastjóri Lýtingsstaða- hrepps, og ég er var fjallskila- stjóri Bólstaðarhlíðarhrepps. Saman stóðum við að endur- byggingu Stafnsréttar á árun- um 1977-8. Það var mikið verk og krefj- andi. Okkar samstarf var með miklum ágætum og átti Sig- urpáll sinn þátt í því. Fyrir sína sveit var Sigurpáll ötull fram- faramaður. Var t.d. forgöngu- maður að byggingu Miðgarðs og formaður byggingarnefndar. Þau hjónin Hildur og hann áttu gott heimili í Lundi, og þar ólu þau upp börnin, þrjár dætur og tvo syni. Eftir að Sigurpáll hætti verslun sjálfur, en Krist- ján sonur hans tók við henni, byggði hann sér hús uppundir brekkunni, sem er nú umlukið skógi á alla vegu. Eftir að Hild- ur dó dvaldi hann þar einn þar til hann flutti suður í Gullsmár- ann í Kópavogi. Þar átti hann rólegt ævikvöld, ásamt spila- félögum sínum, sem hann bauð með sér norður á sumrin. Og nú, kæri vinur, er þinni jarðvist lokið. Ég kveð þig með þakklæti fyrir öll árin. Börnum þínum og afkomend- um færi ég samúðarkveðjur. Sigurjón Guðmundsson frá Fossum. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Þú varst alltaf svo góð við mig og við eigum við svo mikið af góðum minningum saman. Mér leið svo vel hjá þér og ég fann alltaf fyrir góðri hlýju frá þér. Það var svo notalegt að koma til þín eftir skóla, ég fór oftast í bak- aríið og keypti eitthvað að borða fyrir okkur og svo lögðum við okkur eftir matinn. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig og mér fannst alveg sérstaklega gaman að þegar ég var að labba heim þá veifaðir þú mér alltaf úr gluggan- um. Þú varst mjög trúuð og hafðir gaman af því að kenna okkur bænirnar. Mér leið alltaf svo vel þegar þú fórst með Faðir vorið fyrir mig. Þegar þú varst orðin veik þá kom ég til þín og fór með Faðir vorið fyrir þig og þá sá ég að þér leið vel. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Hafþór Hafsteinsson. Í ár vakti afmælisdagur minn blendnar tilfinningar því hún Bára Helgadóttir ✝ Bára Helga-dóttir fæddist 17. september 1938. Hún lést 7. nóv- ember 2018. Bára var jarð- sungin 15. nóv- ember 2018. elsku, besta amma Bára mín kvaddi þennan heim á af- mælisdaginn minn 7. nóvember sl. Lífið er svo óút- reiknanlegt, en samt eins og æðri máttur viti hvað hann ætli sér. Mér og ömmu er ætlað að eiga þenn- an dag saman héð- an í frá. Ég veit að hún mun vaka yfir mér, Elvari og börnunum okkar. Ó elsku amma Bára, ég finn sorgina sára, hún liðast um mig alla, ég heyri þig kalla: „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Sterkur og breiður faðmur bíður þín, fullvissan er mín, þeir eru fleiri en tveir og fleiri en þrír, og þig umlykur faðmurinn hlýr: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Bænin var þitt haldreipi, nú ég henni inn hleypi, sem smyrsl á sorgina sára, Ó elsku amma Bára: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Amen.“ (J.H.) Hvíl í friði, elsku amma okkar. Þín Jóhanna, Elvar, Ólafur Helgi, Guðrún Helga og Elva María. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.