Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 1
FYRST ÍSLENDINGA Í STJÓRN IFACBRÚAR BIL MILLI FÓLKS Nýtt mótorhjól frá Ducati skilar 221 hestafli 4 Unnið í samvinnu við Á Sjávarútvegsráðstefnunni, sem hefst í Hörpu í dag gefst kærkomið tækifæri til að mynda ný tengsl. 6 VIÐSKIPTA Margrét Pétursdóttir endurskoðandi hefur nú tekið sæti í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda, fyrst Íslendinga. 4 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Enn minnkandi vanskil Vanskil fyrirtækja hafa dregist sam- an samkvæmt gögnum Creditinfo sem í gær birti lista yfir framúrskar- andi fyrirtæki og gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Í ljósi umræðu um versnandi rekstrarskilyrði fyrirtækja og kólnun hagkerfisins virðast fyrirtæki betur í stakk búin til þess að takast á við það sem framundan er. Rekstur fyrir- tækja fer aftur á móti almennt versnandi en framúrskarandi fyrir- tækjum Creditinfo fækkaði um 2% á milli ára eftir 25% fjölgun að meðal- tali á listanum frá 2010. Sé horft til fyrirtækja landsins og borin saman tímabil frá nóvember til nóvember, frá 2016-2017 annars veg- ar og 2017-2018 kemur í ljós að van- skil hafa minnkað um 0,7 prósentur. Á fyrrgreinda tímabilinu voru van- skil 4,9% en 4,2% á síðarnefnda tíma- bilinu. Hlutfallsleg minnkun er því 14% á milli ára. Sé horft til síðustu sex mánaða og borin saman tímabilin maí til nóvember, árin 2017 og 2018, kemur í ljós að vanskil eru enn að dragast saman en hlutfall fyrirtækja sem nýskráð voru á vanskilaskrá á þessum tímabilum fer úr 3,2% í 2,8%. Vanskil dragast aukinheldur sam- an í níu stærstu geirum landsins á milli ára. Tíundi stærsti geirinn er gististaða- og veitingarekstur og þar aukast vanskil á milli ára, fara úr 8,8% í 8,9% en sögulega séð er þessi geiri yfirleitt með hæst hlutfall van- skila. Samkvæmt gögnum Lands- bankans hafa heildarvanskil minnkað jafnt og þétt en í lok september námu þau 0,5% en voru 0,9% í lok árs 2017. „Vanskil fyrirtækja eru af- ar lítil og það er jafnvel erfitt að sjá fyrir sér að þau minnki meira en orð- ið er. Toppi hagsveiflunnar er náð og það er að hægjast um í efnahagslíf- inu. Við slíkar aðstæður má alltaf bú- ast við að vanskil aukist,“ segir Árni Þ. Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Van- skil lánasafns Íslandsbanka nema 1% í dag en námu 2,6% í lok síðasta árs. „Vanskilum á meðal lítilla og með- alstórra fyrirtækja hefur fækkað verulega að undanförnu. Þetta er jákvæð þróun og við sáum í nýrri skýrslu um lítil og meðalstór fyrir- tæki að fyrirtæki hafa búið í haginn og eru betur í stakk búin í dag fyrir áföll í rekstri. Fyrirtæki hafa því nýtt síðustu ár í að byggja upp skynsam- legan rekstur,“ segir Una Steins- dóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- banka Íslandsbanka. Að sögn Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýs- ingafulltrúa Arion banka, eru vanskil lítil. „En vissulega eru vanskil mis- mikil á milli árstíða og á milli at- vinnugreina, í sumum atvinnugrein- um er ljóst að ákveðnar blikur eru á lofti.“ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman um 0,7% á árinu frá fyrra ári sam- kvæmt Creditinfo og dragast þau saman í öllum helstu geirum. Morgunblaðið/Golli Vanskil drógust saman í stærstu geirum landsins samkvæmt Creditinfo. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 15.5.‘18 15.5.‘18 14.11.‘18 14.11.‘18 1.731,75 1.681,6 135 130 125 120 115 122,65 140,25 Tómas Hilmar Ragnarz, fram- kvæmdastjóri og eigandi Regus- skrifstofufyrirtækisins, segir að það skekki samkeppnisstöðuna á mark- aðnum þegar ríki og sveitarfélög nið- urgreiði sambærilegt húsnæði. „Þar er ég að tala um fyrirtækjaklasa fyrir frumkvöðla í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði til dæmis, sem niðurgreiddir eru af skattfé, hvort sem er með bein- um hætti eða með lægri fasteigna- gjöldum. Þarna kemur fram mikil skekkja því við erum að bjóða það sama, en borgum fullt markaðsverð fyrir okkar húsnæði. Þetta er eflaust niðurgreitt með góðum hug en skekk- ir alla samkeppni,“ segir Tómas í samtali við ViðskiptaMoggann. Regus á Íslandi hefur vaxið með miklum hraða síðustu ár. „Við höfum farið úr 15 skrifstofum í 200 á fjórum árum. Svo bætist Höfðatorg við sem og Urðarhvarfið á næsta ári.“ Klasar skekkja samkeppnina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tómas Hilmar segir að Regus borgi fullt markaðsverð fyrir sitt húsnæði. Regus hefur stækkað hratt síðan fyrirtækið hóf starfsemi í Ármúlanum fyrir fjórum árum. 8 Þó að margir samlandar hans séu hrifnir af Mohammed bin Salman þá þykir öðrum hann vera hvatvís og valdagráðugur. Krónprinsinn þarf að vara sig 10 Að eiga í viðskiptum við tæknirisann Apple getur verið hvalreki fyrir smá fyrirtæki en gerir þau um leið berskjölduð. LEX: Apple getur verið stór biti 11 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.