Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 7

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 7 sensational exceptional original 8. – 12. 2. 2019 www.thespirit.video trailer by M.B. x S.H. #ambiente19 Hinn einstaki fjölbreytileiki alþjóðlegs neytendavörumarkaðar. Áberandi hönnun og nýjungar innan seilingar. Þetta er vörusýningin sem færir greinina þína inn í framtíðina. Sími: +45 39 40 11 22 dimex@dimex.dk the show Áhugavert er að skoða hvernig gengisþróun og rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja hafa haldist í hendur í gegnum tíðina. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að oft virðist gengi krónunnar hafa sveiflast í takt við það hvort áraði vel eða illa í sjávarútveginum. „Stundum var talað um það að krónan hefði verið felld til að hjálpa greininni en raunin er að á þeim tíma var sjávarútvegur lang- samlega stærsta gjaldeyrisskap- andi atvinnugreinin og gangurinn í sjávarútvegi nátengdur gangi efna- hagslífsins hverju sinni. Þetta þýddi að þegar veiddist vel streymdi gjaldeyririnn inn og gerði það að verkum að krónan styrktist, en þegar kom aflabrestur fylgdi því gjarnan gjaldeyriskreppa enda fáum öðrum útflutningstekjum til að dreifa en þeim sem voru frá sjávarútvegi komnar.“ Erna mun flytja erindi um krón- una og sjávarútveginn á Sjávar- útvegsráðstefnunni 2018 sem hald- in verður í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Auk Ernu taka til máls fleiri sérfræðingar frá Arion banka og kynna ítarlegar skýrslur og greiningar um rekstrarumhverfi ís- lensks sjávarútvegs. Ekki lengur stærsta uppspretta gjaldeyristekna Að sögn Ernu er alkunna að þeg- ar gengi krónunnar er veikara séu aðstæður alla jafna betri fyrir sjávarútveginn, enda tekjur greinarinnar að langmestu leyti í erlendum myntum en kostnaðurinn að einhverju leyti í krónum. Veik- ara gengi þýði að fleiri krónur fást fyrir sjávarafurðir og meira aflögu þegar búið er að draga kostnaðarlið frá. Árin eftir bankahrun voru því hagfelld greininni en róðurinn tek- inn að þyngjast undanfarin tvö til þrjú ár í takt við styrkingu krón- unnar. En fleira gerðist í kjölfar banka- hrunsins: mikill vöxtur varð í ferða- þjónustugeira og raunar svo mikill að í dag hefur þjóðarbúið meiri gjaldeyristekjur af erlendum ferða- mönnum en af fiski. Erna bendir á að þar sem búið sé að renna fleiri stoðum undir innstreymi gjaldeyris megi reikna með að hagkerfið geti viðhaldið sterkara raungengi og að krónan sveiflist ekki með sama hætti í takt við árferðið í sjávar- útvegi. „Þetta þýðir að greinin stendur frammi fyrir nýjum veru- leika og öðrum rekstrarskilyrðum en áður.“ Minnkað vægi gjaldeyristekna af sölu sjávarafurða sást m.a. í sjó- mannaverkfallinu í ársbyrjun 2017. „Margir bjuggust við því að krónan myndi veikjast mikið en í staðinn stóð gengið í stað og styrktist svo bara enn meira þegar verkfallinu lauk.“ Vænta styrkingar á næsta ári Greiningardeild Arion banka hef- ur gert spá um gengisþróun kom- andi ára og segir Erna Björg óvenjumiklar hreyfingar á gengis- spánni að þessu sinni. „Gengið veiktist töluvert og á skömmum tíma í lok sumars en virðist sú lækkun einkum hafa verið drifin áfram af væntingum um rekstur flugfélaganna, og um komandi kjarasamninga. Okkur finnst mark- aðurinn hafa brugðist full harka- lega við, þ.e. að gengið hafi veikst meira en undirliggjandi efnahags- aðstæður gáfu tilefni til. Veikingar- hrina krónunnar stöðvaðist þó að einhverju leyti þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW og það myndi ekki koma okkur á óvart ef gengið styrktist á næsta ári, að því gefnu að það náist þokkaleg lend- ing í samningum á vinnumarkaði.“ Segir Erna að spá Arion banka stemmi að miklu leyti við nýlega efnahagsspá Seðlabanka Íslands fyrir næsta ár. „Við reiknum með að krónan geti styrkst á næsta ári, en sé síðan líkleg til að gefa örlítið eftir þegar fram í sækir.“ Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa mörg ekki farið leynt með þá skoð- un sína að þeim þyki krónan orðin of sterk svo að farið er að þrengja að rekstrinum. Gangi spá Arion banka eftir má vænta þess að geng- ið breytist ekki til batnaðar fyrir greinina, að minnsta kosti ekki á næsta ári, og segir Erna Björg að á sama tíma sé sennilegt að útgjalda- liðir á borð við launakostnað fari hækkandi. Hagræðing, nýsköpun og markvissar fjárfestingar kunni að vera það sem þarf til að grein- inni takist að vaxa áfram og dafna við þessar kringumstæður. „En gengið er aðeins ein af mörgum breytum sem spila inn í rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. og þurfa þau að takast á við breyting- ar á fiskverði í heiminum, breyt- ingar á aflaheimildum, sveiflur í gengi gjaldmiðla helstu viðskipta- landa, og sveiflur í útgjöldum s.s launa- og eldsneytiskostnaði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Að vissu marki geta fyrirtækin varið sig gegn þessum sveiflum s.s. með því að skuldsetja sig í erlendri mynt frekar en í krónum, og greiða laun sjómanna með þeim hætti sem gert er þar sem launakostnaður sveifl- ast í takt við tekjur. Sams konar varnir eru aftur á móti ekki í boði þegar kemur t.d. að launakostnaði í landi sem hefur verið á hraðri upp- leið.“ Krónan fylgir ekki lengur gangi sjávarútvegsins Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það kom mörgum á óvart að krónan skyldi ekki veikjast þegar sjómenn fóru í verkfall á síðasta ári, en gjald- eyristekjur streyma núna inn úr fleiri áttum, s.s. í gegnum ferðaþjónustu. Hefur það styrkjandi áhrif á krónuna og breytir um leið rekstrarskilyrðum sjávarútvegsfyrirtækja. Morgunblaðið/ÞÖK Þegar sjávarútvegurinn var stærsta útflutningsgreinin var hægt að vænta þess að gengið sveiflaðist í takt við hversu vel fiskaðist. Mynd úr safni. Erna Sverrisdóttir væntir þess að krónan styrkist á næsta ári en gefi svo örlítið eftir. Hagkerfið getur viðhaldið sterkara raungengi en oft áður. Afurðaverð á markaði 14. nóv. 2018, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 290,41 Þorskur, slægður 326,59 Ýsa, óslægð 273,45 Ýsa, slægð 248,46 Ufsi, óslægður 128,79 Ufsi, slægður 124,45 Gullkarfi 259,15 Blálanga, óslægð 279,95 Blálanga, slægð 219,93 Langa, óslægð 237,38 Langa, slægð 248,14 Keila, óslægð 110,03 Keila, slægð 119,77 Steinbítur, óslægður 349,62 Steinbítur, slægður 561,13 Skötuselur, slægður 618,11 Grálúða, slægð 382,86 Skarkoli, slægður 318,57 Þykkvalúra, slægð 598,34 Sandkoli, óslægður 80,00 Bleikja, flök 1.570,95 Hlýri, óslægður 246,00 Hlýri, slægður 528,16 Lúða, slægð 426,91 Lýr, óslægður 10,00 Lýsa, óslægð 91,44 Lýsa, slægð 95,64 Skata, slægð 37,86 Stórkjafta, slægð 197,72 Tindaskata, óslægð 10,00 Undirmálsýsa, óslægð 146,56 Undirmálsýsa, slægð 122,00 Undirmálsþorskur, óslægður 153,02 Undirmálsþorskur, slægður 136,96

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.