Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018FRÉTTIR
Framleiðum allar gerðir
límmiða af mismunandi
stærðum og gerðum
Thermal
Hvítir miðar
Litamiðar
Forprentaðir
Athyglismiðar
Tilboðsmiðar
Vogamiðar
Lyfsölumiðar
Varúðarmiðar
Endurskinsmiðar
Flöskumiðar
Verðmer
Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is
kimiðar
Límmiðar
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Sádi-arabíski krónprinsinn Moham-
med bin Salman (MbS) á í vök að
verjast heima fyrir. Að sögn vest-
rænna embættismanna hefur morðið
á blaðamanninum Jamal Khashoggi
orðið til þess að sumir samlandar
prinsins vilja skerða völd hans.
Þessir sömu ónafngreindu emb-
ættismenn segja að Salman, konungi
Sádi-Arabíu, hugnist að draga úr
völdum sonar síns eftir að Khas-
hoggi var ráðinn af dögum í sendi-
ráði Sáda í Istanbúl.
Vestrænu embættismennirnir
lýsa prinsinum þannig að hann sé
„ófyrirleitinn“ og valdagráðugur
ungur maður sem vilji drottna bæði
yfir landinu og öllu áhrifasvæði þess.
Þeir segja að þrátt fyrir óánægju
með prinsinn, jafnt innan sem utan
konungsríkisins, sé líklegt að hann
muni halda stöðu sinni sem næsti
erfingi krúnunnar.
Með margt á samviskunni
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa lýst
árásinni á Khashoggi sem morði að
yfirlögðu ráði. Ráðamenn í Ríad
segja að þeir séu að rannsaka málið
og að þeir sem báru ábyrgð á dauða
Khashoggi verði látnir svara til saka.
Bandamenn Sádi-Arabíu á
Vesturlöndum líta svo á að landið
gegni lykilhlutverki við að stuðla að
stöðugleika í arabaheiminum og hafa
hemil á Íran. Þessir sömu banda-
menn standa nú frammi fyrir þeim
vanda að prinsinn virðist hvatvís líkt
og má t.d. sjá á blóðugu stríði Sáda
við Jemen, eða þegar forsætisráð-
herra Líbanons var tímabundið
numinn á brott, viðskiptabann sett á
Katar og nú síðast með Khashoggi-
málinu.
Salman konungur hefur nú þegar
þurft að grípa fram fyrir hendur
sonar síns vegna eindregins stuðn-
ings MbS við friðaráætlun Hvíta
hússins fyrir Mið-Austurlönd, en
áætlunin þykir ganga fullmikið á
hlut Palestínumanna. Segja vest-
rænir heimildarmenn að konungur-
inn gæti gripið til þess ráðs að dreifa
völdum víðar, svo að fleiri en nán-
ustu ráðgjafar prinsins fái að koma
að borðinu.
En einn heimildarmaður sem er
vel tengdur valdhöfum landsins seg-
ir engar slíkar breytingar fyrirhug-
aðar.
Vestrænar þjóðir leita núna leiða
til að nýta sér veikari stöðu prinsins
til að fá Sádi-Arabíu til að gefa eftir í
ákveðnum málum, s.s. að landið láti
af hernaðaraðgerðum sínum í Jemen
og bindi enda á viðskiptabannið sem
lagt var á Katara, sem eru vinaþjóð
Vesturlanda.
„Við viljum sjá aðgerðir á sviði
mannréttinda og í málum fólks sem
fangelsað hefur verið að ósekju,“
segir ónafngreindur vestrænn emb-
ættismaður. „Þá myndu allir vilja sjá
jákvæðar fréttir frá Jemen – að kon-
ungsríkið komi þar einhverju góðu
til leiðar.“
Bandaríkin draga úr samstarfi
Bandaríkin ætla að hætta að bjóða
herþotum á vegum hernaðarbanda-
lags Sáda, á leið til eða frá Jemen, að
bæta á sig eldsneyti á flugi, en þær
raddir verða æ hávarari sem krefj-
ast þess að bundinn verði endi á
þriggja ára blóðug stríðsátök sem
hafa valdið miklum hörmungum í
landinu.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, átti fund með krón-
prinsinum á sunnudag og ítrekaði að
Bandaríkin myndu „láta alla þá sem
voru viðriðnir morðið á Jamal Khas-
hoggi sæta ábyrgð, og að Sádi-
Arabía þurfi að gera slíkt hið sama,“
að því er fram kom í tilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu.
Aðili sem þekkir vel til konungs-
fjölskyldu Sádi-Arabíu segir að litlir
hópar fólks hafi lagt á ráðin gegn
krónprinsinum og þyki hann hafa
teflt stöðu konungsríkisins á al-
þjóðavettvangi í tvísýnu með því að
hafa ekki haft nægilega stjórn á því
fólki innan hirðarinnar sem ber
ábyrgð á því að hafa banað Khas-
hoggi.
Í samtölum sín á milli hafa ætt-
ingjar prinsins viðrað áhyggjur sín-
ar af því að hann skyldi hafa orðið
fyrir valinu sem næsti arftaki krún-
unnar. Að sögn heimildarmanns sem
þekkir vel til segja sumir að fjöl-
skyldan eigi að koma í veg fyrir að
prinsinn taki við konungstigninni
þegar Salman fellur frá.
Ríkisstjórn Sádi-Arabíu, sem í
fyrstu neitaði allri aðild að málinu,
hefur síðan þá handtekið átján menn
sem grunaðir eru um að hafa átt þátt
í morðinu á Khashoggi. Þá hafa tveir
nánustu ráðgjafar prinsins; Saud al-
Qahtani og Ahmed al-Assir verið
látnir taka pokann sinn vegna
meintrar aðildar að málinu.
En vestrænu embættismennirnir
eru efins um að prinsinn, sem er 33
ára gamall, eigi á hættu að vera bol-
að frá völdum því hann hefur nú þeg-
ar náð sterkum tökum á valdataum-
unum og ræður t.d. yfir bæði her og
löggæslu landsins.
Þeir benda líka á að ekki blasi við
hver gæti komið í stað prinsins, en
hann hefur fengið unga fólkið í land-
inu og frjálslyndari Sáda til að fylkj-
ast að baki sér, þökk sé ýmsum um-
bótum sem ráðist var í eftir því sem
völd hans og áhrif jukust.
Helsti keppinautur MbS um
krúnuna, Mohammed bin Nayef, var
á síðasta ári sviptur titli krónprins
og titillinn færður Mohammed bin
Salman. Mohammed bin Nayef hef-
ur reynst traustur bandamaður
Bandaríkjastjórnar í baráttunni við
hryðjuverkamenn en í dag býr hann
við skert ferðafrelsi.
Fjölskylduhagsmunir
Krónprinsinn sýndi síðan með
fólskulegum hætti hve mikið vald
hann hefur yfir ættingjum sínum
þegar hann fangelsaði þá í hundr-
aðavís á Rits-Carlton hótelinu í Rí-
ad, undir því yfirskini að uppræta
spillingu. Segja sumir af þeim sem
þar var haldið föngnum að þeir hafi
verið barðir og þurft að sæta pynt-
ingum.
Konungsfjölskyldan er að þétta
raðirnar til að tryggja áframhald-
andi tilvist sína, segir Kristian Coa-
tes Ulrichsen sem starfar við Baker
Institute for Public Policy við Rice-
háskóla.
„MbS myndi ekki vilja að nokkur
maður héldi að hann stefndi framtíð
konungsættarinnar í voða, og
kannski að núna verði bundinn endi
á einræðislega tilburði við ákvarð-
anatöku um málefni fjölskyldunnar,
líkt og prinsinn hefur gerst uppvís
að undanfarin eitt eða tvö ár,“ segir
hann. „Það gæti verið verðið sem
þurfi að greiða til að halda
honum í stóli krónprins.“
Margir vilja draga úr völdum prinsins
Eftir Simeon Kerr í Ríad og
Andrew England í London
Mohammed bin Salman er
ekki búinn að missa tökin
en margir hugsa honum
þegjandi þörfina. Kon-
ungurinn gæti þurft að
grípa inn í til að koma aft-
ur skikk á hlutina.
Krónprinsinn stýrir bæði her og lögreglu og nýtur hylli frjálslyndari íbúa Sádi-Arabíu. Hann þarf samt að gæta sín.