Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 11FRÉTTIR Af síðum Með reglulegu millibili birtast greinar sem vara við hættunni af að ánetjast snjallsímum. En ef það eru einhverjir sem ætti að vara við snjallsímafíkn þá eru það samstarfsfyrirtæki snjallsímaframleiðend- anna. Það sem af er þessari viku hefur hlutabréfaverð Apple verið á niðurleið. Tilefnið er að fjárfestar hafa enn á ný áhyggjur af að eftir- spurnin eftir iPhone-símum sé hætt að vaxa. Neðar í aðfangakeðju Apple voru afleiðingarnar ennþá verri: Hlutabréfaverð Lumentum Holdings í Kaliforníu, sem framleiðir andlitsgreiningartækni, og jap- anska skjáframleiðandans Japan Display tóku dýfu eftir að fyrirtækin lækkuðu tekjuspár sínar. Markaðurinn gæti verið að bregðast of harkalega við. Þegar birgjar verða þess valdandi að fjárfestar fara að hafa áhyggjur af sölu iPhone hefur óróinn yfirleitt verið skammvinnur. En eftir situr að fyrir minni fyrirtæki hefur það verulega áhættu í för með sér að vera einn af birgj- um Apple. Félagið Imagination Technologies er ágætis dæmi. Í fyrra samþykkti þetta breska félag yfirtökutilboð fyrir upphæð sem var rétt um einn fjórði af virði félagsins þegar það náði toppi, skömmu eftir að stærsti viðskiptavinurinn upplýsti að hann hygðist hætta að nota tæknina sem fyrirtækið smíðar. Er ekki að furða að verðmat sam- starfsfyrirtækja Apple er hlutfallslega lægra en hjá öðrum félögum í sama geira. En það getur líka verið mikill hvalreki að hefja viðskipti við Apple. Apple leggur ofuráherslu á gæði og býður upp á tækifæri til að stækka. Þá hefur Apple verið að auka hjá sér fjárfestingarútgjöldin, þökk sé fjármagni sem geymt var utan Bandaríkjanna en er núna verið að taka aftur heim, og gæti það leitt af sér stórar pantanir. Svo getur Apple líka verið háð samstarfsfyrirtækjum sínum, rétt eins og þau eru háð Apple. Samsung er stærsti keppinautur Apple en bandaríski tækniris- inn getur ekki verið án suðurkóresku samsteypunnar sem framleiðir skjái sem Apple þarf á að halda. En birgjar þurfa að hafa varann á, því þeir gætu orðið æ berskjald- aðri. iPhone-símar virðast alla jafna endast lengur en áður og bitnar það harðar á birgjunum en á Apple sem selur viðskiptavinum sínum líka ýmsa þjónustu eins og streymandi tónlist og geymslu gagna. Þeir sem eiga á hættu að verða of háðir Apple hafa úr nokkrum kostum að velja: Með því að sameinast gætu þeir átt auðveldara með að halda hagn- aðinum í lagi. Í síðasta mánuði var gerður 3,2 milljarða dala samningur um samruna ljósleiðarafyrirtækjanna II-VI og Finisar og er útkoman félag með sterkari samningsstöðu. Það getur líka veitt ákveðna vernd gegn því að verða gefinn upp á bátinn að hafa tæknilega yfirburði. En gáfulegast væri að reyna að finna fleiri viðskiptavini, þó að með því sé hætt á að styggja heimsins stærsta fyrirtæki mælt í markaðs- virði. LEX Samstarfsaðilar Apple: langt frá eikinni Rekstrarráð Volkswagen mun hittast á föstudag til að greiða atkvæði um tillögur um yfirgripsmiklar breyting- ar sem gætu leitt til þess að stærsti bílaframleiðandi heims flýtti áætl- unum sínum um að auka framboðið á rafmagnsbílum. Handelsblatt hefur eftir tveimur heimildarmönnum sem þekkja til málsins að stjórnendur félagsins vilji endurnýja tvær bílaverksmiðjur Volkswagen í Þýskalandi; aðra í Emden og hina í Hannover, svo að þar verði hægt að hefja framleiðslu rafmagnsbíla í upphafi næsta áratug- ar. Það er ekki bara formsatriði að stjórnin veiti tillögunum blessun sína því fulltrúar valdamikilla verkalýðs- félaga starfsmanna VW – sem ráða yfir helmingi sætanna í stjórninni – hafa verið óhressir með sumt af því sem fyrirtækið vill gera, s.s. að færa hluta af þeirri smíði sem í dag fer fram í Þýskalandi yfir til Tékklands. Nýja áætlunin – sem kann líka að fela í sér að hagnaðarmarkmiðum fé- lagsins verði breytt – er einnig tæki- færi fyrir Herbert Diess, sem tók við stöðu forstjóra í apríl, að setja mark sitt á samsteypuna. Tyrklandsmarkaður á niðurleið Volkswagen framleiðir bíla af gerð- inni Passat og Arteon í Emden en þar starfa meira en 8.000 manns. Eru sum þessara starfa í hættu því að sala Passat-bifreiða hefur gengið erfið- lega. Einn viðmælandi lýsti tyrk- neska markaðinum – sem er mikil- vægur fyrir þennan fernra dyra bíl – á þá vegu að hann væri í „frjálsu falli“ og salan í september hefði dregist saman um 68% frá sama mánuði í fyrra. Tveir heimildarmenn hafa upplýst að stjórnendur VW telji að ef ekki eigi að verða röskun á starfseminni í Emden og Hannover þurfi að færa flóknari framleiðslu bíla með sprengi- hreyfilsvél, sem kalla á fleiri vinnu- stundir að smíða, yfir til Tékklands þar sem launakostnaður er lægri. Væri þá hægt að laga þýsku verk- smiðjurnar að framtíðarþörfum bíla- markaðarins með þeim búnaði sem þarf til að smíða rafmagnsbíla, en því er spáð að sprenging muni verða í sölu þeirra. Að skipta yfir í fram- leiðslu rafbíla myndi minnka þörfina fyrir vinnuafl enda eru, samkvæmt greiningum Goldman Sachs, þriðj- ungi færri íhlutir í rafmagnsbíl en hefðbundnum bíl. Stjórnendurnir gera sér grein fyrir því að færsla yfir í framleiðslu rafbíla mun þýða að fækka þarf starfsfólki, að því er einn heimildarmaður greinir frá, en vilja ráðast í niðurskurðinn með ábyrgum hætti svo að þeir tugir þúsunda starfsmanna félagsins sem eru í eldri kantinum geti sest í helgan stein frekar en þeim verði sagt upp störfum. Verði svipaðir öðrum bílum Lagt hefur verið til að búa verk- smiðjuna í Emden undir smíði ódýr- asta bílsins í ID-línu Volkswagen. Hönnun bílsins er ekki lokið að fullu en hann ætti að vera á marga vegu sambærilegur við VW Polo. „Mark- miðið er að bjóða upp á rafmagnsbíla sem eru svipaðir þeim bílum sem fólk er vant að sjá á götunum í dag,“ segir heimildarmaður. Verksmiðjuna í Hannover, sem í dag framleiðir sendibíla, mætti upp- færa svo að hún réði við smíði bæði rafmagns- og sprengihreyfilsbíla, þar á meðal smíði ID Buzz-smárútunnar sem svipar til gamla VW-„rúgbrauðs- ins“ í útliti. Þykir líka heppilegt að framleiða rafmagnsbíla í Emden og Hannover vegna þeirrar stefnu þýskra stjórn- valda að draga úr notkun jarðefna- eldsneytis. Gætu borgirnar tvær séð fram á sams konar breytingar og eiga sér núna stað í verksmiðjunni í Zwickau í Saxlandi sem er verið að umbreyta svo að þar megi hefja framleiðslu á fyrsta bílnum í ID-línunni seint á næsta ári. Þrír heimildarmenn segja að Volkswagen finni sig knúið til að flýta fyrir orkuskiptum í ljósi þeirrar stefnu ESB að minnka kolefnislosun um 40% fram til ársins 2030. VW mun ráðstafa 20 milljörðum evra í framleiðslu 50 gerða af rafbíl- um og 30 gerða af tengiltvinnbílum fram til ársins 2025. Þá verða 50 millj- arðar evra til viðbótar notaðir til að tryggja nægjanlegt framboð af raf- hlöðum. Er ætlunin að árið 2025 muni fyrirtækið selja að jafnaði 2-3 milljónir rafmagnsbíla ár hvert. Volkswagen skoðar að hraða rafbílavæðingu Eftir Patrick McGee í Frankfurt Ef verksmiðjur í Þýska- landi verða uppfærðar til að geta framleitt rafbíla þýðir það að starfsfólki á eftir að fækka. Volkswagen sér hvert stefnir og vill vera í fararbroddi í orkuskiptum. Reiknað er með sprengingu í sölu rafbíla. Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.