Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018SJÓNARHÓLL FORRITIÐ Eitt af mikilvægustu hlutverkum góðs stjórnanda er að búa þannig um hnútana að starfsmenn miðli þekk- ingu sín á milli og að ferlar séu þann- ig úr garði gerðir að þeir nýti alla þá visku sem vinnustaðurinn býr yfir. En þetta er hægara sagt en gert og allt of oft að söfnun og miðlun þekk- ingar er látin sitja á hakanum, enda ótalmörg önnur og meira aðkallandi verkefni sem sinna þarf hvern einasta dag. Slite (www.slite.com) er nýtt forrit sem gæti komið að gagni, en höf- undar þess segjast hafa skapað nokk- urs konar „wiki“ fyrir vinnustaðinn. Í Slite geta starfsmenn t.d. skrifað hvers kyns leiðbeiningar og fróðleik inn í skjöl sem allir geta átt við og uppfært. Forritið gætir þess að fram- setningin sé skýr og frágangurinn snyrtilegur svo auðvelt sé fyrir aðra starsfmenn að tileinka sér þær upp- lýsingar sem safnað hefur verið sam- an á Slite. Forritið má t.d. nota til að skrifa og uppfæra reglulega leiðbeiningar fyrir nýja starfsmenn, hagnýt ráð fyrir söludeildina eða tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu þegar kemur að gild- um, stefnu og markmiðum fyrir- tækisins. Slite má líka nota til að skipuleggja fundi, með opnum skjöl- um þar sem öllum er frjálst að bæta við nýjum atriðum á dagskrána. ai@mbl.is Þekkingu starfsfólks safnað á einn stað EGGERT Harla ólíklegt er að hræðsluáróður og dómsdags-yfirlýsingar á opinberum vettvangi muni skilasér í farsælli samningagerð milli aðila vinnu- markaðarins í lokuðum fundarherbergjum á næstu vik- um og mánuðum. Þó vissulega þurfi að standa vörð um hagsmuni þeirra sem að borðinu koma ættu allir að vera sér meðvitaðir um að finna þarf einhvers konar snertiflöt þar sem samningsaðilar fá einhverju haldið en öðru sleppt til að skapa sátt. Kúnstin er að gera það á þann veg að aðilar gangi sáttir frá borði – án þess að hagkerfið taki kollsteypu í kjölfarið. Eins og sakir standa er tónn- inn harðari nú en oft áður og við gætum horft fram á erfiðari við- ræður en í kjaralotum síðastlið- inna áratuga eða allt frá þjóð- arsáttarsamningunum árið 1990. Á meðan vinnuveitendur bíða nánast með hnút í maganum yfir því sem koma skal veltir starfs- fólk fyrir sér hvað kröfur stéttarfélaganna raunverulega munu þýða fyrir efnahag þess. Víst er að þetta er fyrir löngu orðið aðalumræðuefnið á kaffi- stofum landsins. Líkt og í öðrum þjóðmálum er manni nánast hrint út í að skipa sér í fylkingu – með eða á móti – annars telst maður ekki gjald- gengur í umræðu dagsins. Hvað ef maður finnur sig ekki í þess- um fylkingum? Hvað ef þessi al- varlegu mál horfa öðruvísi við manni? Við erum í raun öll farþegar á sama báti, kjaraskút- unni, sem haga þarf seglum eftir vindi til að tryggja áframhaldandi ferð. Ekki getur ætlunin verið að skemma þann góða meðbyr sem okkur hefur hlotnast undanfarin ár? Þó við hægjum kannski á um nokkra hnúta, þá er það okkar allra að samstilla bönd og trissur til að halda áfram siglingunni – og horfa til allra mögu- legra leiða og lausna sem sagan hefur kennt okkur að reynist vel. Þenji maður seglin of hátt eða kippi of hart í vitum við að voðinn er vís. Forsvarsmenn fyrirtækja landsins eru ekki í vígahug þegar kemur að kjaraviðræðum – heldur vilja þeir flest- ir hag starfsfólks síns sem bestan innan þess ramma sem rekstur þeirra leyfir. Gott og öflugt starfsfólk er það dýrmætasta sem fyrirtæki eiga og því er það þeirra hagur að fólk uni sér vel og sé sátt við sín kjör. Aftur á móti er vert að benda á að launakostnaður fyrirtækja er mjög hár og erfitt getur reynst fyrir starfsfólk að setja sig í spor atvinnurekenda, sem bera ábyrgð á rekstrinum. Um 65% af verðmætasköpun fyrirtækja fara í launakostnað og af þeim kostn- aði er það ekki nema önnur hver króna sem skilar sér í vasa laun- þegans. Hinn helmingurinn fer annars vegar í lífeyrisframlag, tryggingagjöld, orlof og önnur hlunnindi sem atvinnurekandi greiðir ofan á laun og hins vegar í skatt- og lífeyrisgreiðslu starfs- mannsins. Hvernig væri þess í stað að huga að leiðum til að hækka laun eftir skatt og tryggja hærri greiðslur í vasa launa- þega? Útborguð laun mætti hækka með því að lækka tekjuskatt, hækka persónuafslátt og lækka útsvar. Lækkun trygginga- gjaldsins, sem er enn í hæstu hæðum þrátt fyrir afar lítið at- vinnuleysi, myndi óneitanlega skapa aukið svigrúm atvinnurek- enda til að greiða hærri laun. Þá mætti ennfremur endurskoða fyrri hækkanir lífeyris- greiðslna en ýmislegt bendir til þess að iðgjöld séu of há. Þau samsvara nú meira en einum sjöunda af heildartekjum launþega. Við það bætist oft séreignar- sparnaður og er hlutfall lífeyrisgreiðslna þá orðið einn fimmti af tekjum. Margar leiðir má skoða til að bæta hag launþega – en taka verður tillit til afar takmarkaðs svigrúms atvinnu- rekenda til að koma til móts við þær kröfur sem lagðar hafa verið fram. Siglum ekki í strand heldur kapp- kostum að fanga áfram vindinn saman. VIÐSKIPTALÍF Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Kjaraskútan ” Um 65% af verðmæta- sköpun fyrirtækja fara í launakostnað og af þeim kostnaði er það ekki nema önnur hver króna sem skilar sér í vasa launþegans. Hinn helmingurinn fer annars vegar í lífeyrisframlag, tryggingagjöld, orlof og önnur hlunnindi sem at- vinnurekandi greiðir of- an á laun og hins vegar í skatt- og lífeyrisgreiðslu starfsmannsins. Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.