Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 14
Pétur Már
Halldórsson,
framkvæmdastjóri
Nox Medical, veitti
nýsköpunarverð-
launum viðtöku.
Harpa var þéttsetin
síðdegis í gær.
Fólk sló á létta strengi að athöfn lokinni
og skellti í „sjálfu“ fyrir framan merki
Framúrskarandi fyrirtækja 2018.
á 1960
rslur í boð
00,- stk.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
/solohusgogn
i
E-60 Stólar
Klassísk hönnun fr
Ýmsir litir og útfæ
Verð frá 28.1 Retro borð m/stálkanti
Fáanlegt í mörgum stærðum
Verð frá 109.200,- E-60 Bekkur
Til í fleiri litum og
lengdum
Verð frá 71.200
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018FÓLK
SPROTAR
gjörið liggur ekki fyrir fyrr en bú-
ið er að skrifa skýrslu löngu
seinna og töluverð hætta á að
óprúttnir aðilar geti komið pen-
ingum og hjálpargögnum annað
en skjöl og skýrslur segja til um.“
Geta fylgst með í rauntíma
Hugbúnaður Eirium notar
bálkakeðjuna til að halda utan um
hvernig hjálpargögnum og fjár-
magni er ráðstafað. Bálkakeðjan
er örugg, skjótvirk og um leið
gagnsæ leið til að skrá og vista
gögn af öllu mögulegu tagi og
myndar tækni Eirium grunn sem
hægt er að tengja við þau kerfi
sem hjálparstofnanir nota í dag,
ellegar byggja ofan á nýjar lausn-
ir sem einfalda hjálparstarfs-
mönnum að halda nákvæmar
skrár á ferðinni. Gísli segir bálka-
keðjuna auka rekjanleika til muna
og jafnvel hægt að fylgjast með
hvernig fjármunir eru notaðir í
rauntíma. „Og þessi 15% sem í
dag fara í skýrslugerð og ut-
anumhald gætu í staðinn nýst í að
hjálpa þeim sem eiga um sárt að
binda,“ útskýrir Gísli en
viðskiptaáætlun Eirium gerir ráð
fyrir því að lækka þennan kostnað
niður í 1-3% gjald fyrir þjón-
ustuna.
Með betri skráningu og vand-
Gísli Rafn Ólafsson þekkir það
manna best hvað stuðningur
hjálparsamtaka getur komið að
miklu gagni á hamfarasvæðum.
Hann hefur starfað við hjálp-
arstörf um árabil, var m.a. einn af
stjórnendum al-
þjóðasveitar
Landsbjargar,
og hefur sér-
hæft sig í notk-
un upplýs-
ingatækni til að
láta hjálp-
arstarf ganga
betur fyrir sig.
Í dag vinnur
Gísli að því að smíða nýja lausn
sem notar bálkakeðjuna (e.
blockchain) til að einfalda utan-
umhald fjármagns og tryggja að
það fé sem fer til hjálparstarfs sé
notað eins og til var ætlast.
Fyrirtæki Gísla heitir Eirium
(www.eirium.tech) og hafnaði á
dögunum í þriðja sæti í keppninni
um Gulleggið.
„Hjálparsamtök glíma við það
vandamál að töluvert mikla yfir-
byggingu þarf til að fylgjast með
því hvert peningarnir fara.
Tryggja þarf að fjármagni sé rétt
varið og gagnist þeim sem ætl-
unin var að hjálpa, en að jafnaði
má reikna með að um 15% af fjár-
magninu fari í eftirlit og skýrslu-
gerð,“ útskýrir Gísli. „Frægt er
þegar Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sagði að um þriðjungur af
því fjármagni sem stofnunin hefði
úr að spila tapaðist vegna spill-
ingar.“
Ekki nóg með það heldur eru
vinnubrögðin í kringum eftirlit
með fjárhagshlið hjálparstarfs
ekki skilvirk og segir Gísli að þess
þekkist dæmi að færslur séu jafn-
vel handskrifaðar í bækur. „Upp-
aðri gögnum gefst líka kostur á að
gera hjálparstarfið skilvirkara.
„Það getur t.d. gerst að hjálp-
arsamtök komi í þorp og afhendi
500 íbúum hjálpargögn, og að
önnur samtök komi á sama stað
klukkustund síðar og afhendi
þessum sömu íbúum enn meira af
hjálpargögnum. Í bókhaldinu lít-
ur þetta út eins og búið sé að
hjálpa 1.000 manns, því gögnin
segja ekki nægilega vel til um
hvert aðstoðin fór. Með bálka-
keðjunni má skrásetja af ná-
kvæmni hvar aðstoð hefur verið
veitt og hverjir viðtakendurnir
voru.“
Verkefnið hefur fengið góðar
viðtökur og hefur Gísli, í félagi við
aðra reynslubolta á þessu sviði,
þegar fengið fjárfesta til að leggja
fram hluta þess fjármagns sem
þarf til að gera Eirium að veru-
leika. Stofnuðu þeir félag í Delaw-
are utan um reksturinn og stend-
ur smíði hugbúnaðarins yfir.
Þessar vikurnar er unnið að því
að ljúka englafjármögnun upp á
hálfa milljón dollara, en stefnt er
að því að á næsta ári komi 1,5
milljónir dala til viðbótar inn í
reksturinn. Fyrsta tilrauna-
útgáfan af Eirium verður tilbúin í
vor og undir lok næsta árs ætti
fyrsta útgáfan að koma á markað.
AFP
Eirium gæti sparað hjálparsamtökum miklar fjáræðir og gert hjálparstarf
mun markvissara. Myndin sýnir afgönsk börn í flóttamannabúðum.
Nota bálkakeðju til
að bæta hjálparstarf
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sprotafyrirtækið Eirium
þróar hugbúnað sem á að
draga úr umsjónar- og
eftirlitskostnaði hjálpar-
samtaka og gera hjálpar-
starf um leið skilvirkara.
Gísli Rafn
Ólafsson
FUNDUR