Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 286. tölublað 106. árgangur
19 dagartil jóla
Jólagetraunir eru á
jolamjolk.is
borgarleikhus.is
GJAFAKORTBORGARLEIKHÚSSINS
semlifnar við
Gefðugjöf
TERRELLA ER
KÆRLEIKSKÚLA
ÁRSINS 2018
STYTTIST
Í OPNUN
GANGA
MOSINN GEGNIR
MIKILVÆGU
HLUTVERKI
LOKAFRÁGANGUR 15 FANN NÝJA TEGUND 12SEGULSTÁL OG JÁRNDUFT 30
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Ég er ekki tilbúin til að taka á mig
skellinn fyrir ummæli annarra. Ég
get ekki tekið ábyrgð á annarra
manna orðum. Það er ekki á mína
ábyrgð að stoppa það þegar drukkn-
ir menn tala.“
Þetta segir Anna Kolbrún Árna-
dóttir, þingmaður Miðflokksins og
ein úr hópi sex þingmanna sem voru
á veitingastaðnum Klaustri þriðju-
dagskvöldið 20. nóvember síðastlið-
inn þar sem óviðeigandi orðum var
farið um þingmenn og fleira fólk, en
hluti samtalsins náðist á upptöku og
hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðl-
um undanfarna viku. Þegar málið
komst í hámæli sagðist Anna Kol-
brún ætla að hugsa sinn gang og er
nú komin að þeirri niðurstöðu að hún
muni ekki segja af sér. Hún segir
það ekki hafa verið sitt hlutverk að
þagga niður í mönnum en hún hafi
reynt að beina samtalinu annað.
Hún segist aldrei hafa grátið jafn-
mikið á ævinni og undanfarna daga
og að hún hafi m.a. brostið í grát á
fundi formanna þingflokkanna í
fyrradag. »10-11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Anna Kolbrún Árnadóttir Hún var einn þeirra þingmanna sem voru á veitingastaðnum Klaustri 20. nóvember.
Ég get ekki tekið ábyrgð
á annarra manna orðum
Anna Kolbrún ætlar ekki að segja af sér þingmennsku Grét á formannafundi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Byggja á upp Reykjavíkurflugvöll á
næstu árum. Framkvæmdin er liður
í áformum um að stórefla varaflug-
velli fyrir millilandaflug í Reykjavík,
á Akureyri og á Egilsstöðum.
Njáll Trausti Friðbertsson, for-
maður starfshóps um framtíð innan-
landsflugs, staðfestir þetta en hóp-
urinn hefur skilað ráðherra tillögum.
Njáll Trausti segir uppbyggingu
Reykjavíkurflugvallar vera flug-
öryggismál. Kerfið megi ekki
veikjast meira en orðið er. Með til-
lögunum séu færð rök fyrir því að
hafa áfram flugvöll í Vatnsmýri.
„Ég held að það sé orðið almennt
samþykki fyrir því að menn sjái ekki
fyrir sér að Reykjavíkurvöllur sé að
fara næstu 15-20 árin.“
Lá við neyðarástandi
Njáll Trausti segir innviði engan
veginn hafa haldið í við margföldun
flugfarþega. Hann rifjar upp að 2.
apríl sl. hafi flugmenn farþegaþotu
verið 8 mínútur frá því að lýsa yfir
neyðarástandi vegna eldsneytis-
skorts. Hafði vélinni verið beint til
Egilsstaða vegna snjókomu á Kefla-
víkurflugvelli. Varaflugvellir hafi
aðeins rúmað fáeinar þotur.
Spurður hvaða áhrif tillögurnar
hafi á framtíð Reykjavíkurflugvallar
segir Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgönguráðherra, stöðu flugvallar-
ins „áfram í því limbói sem hún hefur
verið. Það eru allir sammála um að
Reykjavíkurflugvöllur verður þar
sem hann er þangað til annar, eða
jafn góður eða betri flugvöllur í ná-
grenni Reykjavíkur finnst. Það er
niðurstaðan úr síðustu skýrslum sem
allir aðilar hafa skrifað undir.“
Efla flug í Vatnsmýri
Byggja á upp Reykjavíkurflugvöll Formaður starfshóps
vísar til öryggis Völlurinn sé ekki á förum næstu 15-20 árin
MByggja upp … »6
Breska þingið samþykkti í gær með
311 atkvæðum gegn 293 vítur á rík-
isstjórn Theresu May fyrir að hafa
ekki birt í heild sinni lögfræðilegt
álit sem May fékk um möguleg
áhrif Brexit-samkomulagsins.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem
ríkisstjórn Bretlands er vítt af
þinginu, en síðast var þingmaður
víttur árið 1947. Umræða um
Brexit-málið hófst í gær.
Þingið samþykkti ályktun í síð-
asta mánuði um að ríkisstjórninni
bæri að birta lögfræðiálitið, en May
hélt því fram að trúnaður ríkti um
það, sem óheimilt væri að aflétta.
Tillaga Verkamannaflokksins
um að víta ríkisstjórnina fékkst
samþykkt með stuðningi sex flokka
á þinginu, en athygli vakti að norð-
ur-írski flokkurinn DUP, sem ver
stjórn May falli, greiddi atkvæði
með tillögunni. Lögfræðiálitið
verður birt í heild sinni í dag. »18
AFP
Brexit Niðurstaðan kynnt í gær.
Ríkisstjórn-
in ávítt af
þinginu
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir í samtali við blaðið í dag
að norðanvindurinn sem blés við
Stjórnarráðið á fullveldisdaginn
hafi líklega verið magnaður upp af
mannavöldum. Það sé vel þekkt að
þegar reistar séu byggingar sem
séu ákveðið háar miðað við breidd
aðliggjandi götu magnist upp vind-
ur sem blási samsíða götunum.
Lækjargatan sé nú dæmigerð fyrir
slík vindgöng. »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Napurt Það næddi á fullveldisdaginn.
Rok í Reykjavík
af mannavöldum?