Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Þegar mótmæli Frakka viðhækkandi olíuverði náðu há- marki og orðið var töluvert eigna- tjón og nokkurt manntjón var Mac- ron forseti staddur með öðrum leiðtogum í Argent- ínu.    Hann vissi að deGaulle hafði stundum brotið mót- mæli á bak aftur með ávörpum.    Hann talaði því til frönskuþjóðarinnar þaðan og sagði að með öllu væri útilokað að látið yrði undan ofbeldi af þessu tagi.    Forsetinn virtist sannfærandi ogákveðinn þarna í Buenos Aires (borg blíðra vinda).    Heimkominn sólarhring síðarsortnaði forsetanum fyrir augum og hann tilkynnti að hætt yrði við allt sem angrað hefði mót- mælendur.    Allur vindur var úr honum eðahafði ákveðið að verða eftir hjá góðvindunum handan hafs.    Ekki er endilega víst að þessiuppgjöf og aðrar U-beygjur verði til þess að lappa upp á fylgi forsetans, sem verið hefur í frjálsu falli síðustu misserin.    Forsetinn kynnti sig til sögu semmann breytinganna sem Frakkland þarfnaðist svo sárlega.    Þegar ístöðuleysið er auglýstmeð svo áberandi hætti sendir það Frökkum, sem búa við ríkulega mótmælahefð, þau skilaboð sem þeir máttu síst við. Emmanuel Macron Sneri heim og snerist í hring STAKSTEINAR Jólahátíð fatlaðra verður á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld, miðviku- daginn 5. desember, og hefst kl. 19.30. Húsið verður opnað kl. 18.30 og dagskrá lýkur kl. 21.30. Þetta er í 36. sinn sem hátíðin er haldin. Á hátíðinni sér hljómsveitin Topp- menn um undirleik og skólahljóm- sveit Árbæjar og Breiðholts undir stjórn Snorra Heimissonar leikur létt lög frá kl. 18.45. Fjölmargir lista- menn koma fram á hátíðinni og má þar nefna Jógvan Hansen, Ingó veðurguð, Heiðu Ólafs, Hreim Heimisson, Dag Sigurðsson, Geir Ólafsson, Eyjólf Kristjánsson, Jóa Pé & Króla, Emmsjé Gauta og Mar- íu Ólafsdóttir. Einnig stíga á svið meðal annars Laddi, Sveppi og Steindi. Kynnir á hátíðinni er Sig- mundur Ernir Rúnarsson sjónvarps- maður en heiðursgestur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík. „Í vitund bæði gesta og þeirra sem að hátíðinni standa er þetta hápunkt- ur jólanna. Stemningin er ólýsanleg og því er afar gefandi að sinna þessu starfi,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, sem er einn aðstandenda hátíðar- innar. Hann kom fyrst að málum fyr- ir sex árum og segir að þá hafi ekki orðið aftur snúið. „Margir listamenn- irnir sem koma fram hafa verið hjá okkur ár eftir ár og meðal margra er raunar eftirsótt að vera á þessari samkomu, svo skemmtileg er hún. Við reynum annars alltaf að blanda þessu saman og taka nýja söngvara og skemmtikrafta inn ár hvert og þannig höldum við þessu fersku.“ Gestir á jólahátíðinni ár hver eru oft á bilinu 1.500 til 2.200; fatlað fólk þá oft með foreldrum, systkinum eða hjálparfólki. Margir mæta á svæðið með rútum utan af landi og svo bílum frá Ferðaþjónustu fatlaðra en þetta er annasamasti dagurinn í starfsem- inni þar. sbs@mbl.is Jólahátíð fatlaðra á Nordica í kvöld  Skemmtunin haldin nú í 36. skipti Morgunblaðið/Eggert Skemmtun Hápunktur jólagleði fatlaðs fólks verður í kvöld. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram á Alþingi 10 fyrirspurnir til jafnmargra ráðherra um kærur og málsmeðferðartíma. Hann beinir fyrirspurnum til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar, að Guð- laugi Þór Þórðarsyni utanríkis- ráðherra undanskildum. Björn Leví vill fá upplýsingar um þær úrskurðar- og kærunefndir sem undir ráðherrana heyra. M.a. vill hann vita hversu margar kærur bár- ust á hverju ári frá árinu 2013. Þá spyr hann: Hver var meðal- afgreiðslutími á hverju ári? Hver var stysti tími sem tekið hefur að af- greiða kæru og hver var lengsti tími á hverju ári? Hversu margar kærur voru óafgreiddar hjá hverjum úr- skurðaraðila 1. nóvember sl.? Sem dæmi má taka fyrirspurn til félags- og jafnréttisráðherra: Hversu margar kærur bárust eftirtöldum á hverju ári frá árinu 2013: a. kærunefnd húsamála, b. úr- skurðarnefnd velferðarmála: al- mannatryggingar, c. úrskurðar- nefnd velferðarmála: atvinnuleysis- tryggingar og vinnumarkaðs- aðgerðir, d. kærunefnd jafnréttis- mála, e. Félagsdómi, f. ráðherra? Ljóst er að mikil vinna bíður ráðu- neytisstarfsmanna að svara öllum þessum fyrirspurnum. sisi@mbl.is Tíu fyrirspurnir á einu bretti  Björn Leví Gunnarsson spyr ráðherra um kærur og málsmeðferðartíma Morgunblaðið/Eggert Björn Leví Spyr tíu ráðherra. Jólaföndur ÞRÍVÍDDARPÚSL FYRIR ALLA UM JÓLIN augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Ný vefverslunbrynja.is VERÐ FRÁ 780 KR. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.