Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 10
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Ég geri mér grein fyrir því að ég
lét þetta viðgangast. En á sama
tíma geri ég mér fulla grein fyrir því
að það er ekki á mína ábyrgð að
stoppa það þegar drukknir menn
tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég
gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg
„Ég hefði“.
Þetta segir Anna Kolbrún Árna-
dóttir, þingmaður Miðflokksins og
ein sexmenninganna úr hópi þing-
manna Miðflokks og Flokks fólksins
sem fóru óvarlegum orðum um sam-
starfsfólk sitt og aðra á barnum
Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóv-
ember síðastliðinn en hluti samtals-
ins náðist á upptöku.
Þátttaka Önnu Kolbrúnar í þess-
ari örlagaríku kvöldstund hennar,
Miðflokksþingmannanna Gunnars
Braga Sveinssonar, Bergþórs Óla-
sonar og Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar og tveggja þingmanna
Flokks fólksins, þeirra Karls Gauta
Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar,
hófst að hennar sögn með því að hún
fékk símtal þar sem henni var boðið
að slást í hópinn á Klaustri. Síðan þá
hafa tveir þeir fyrstnefndu farið í
leyfi frá þingstörfum og þeim Karli
Gauta og Ólafi var vikið úr Flokki
fólksins og starfa þeir nú sem óháðir
þingmenn.
Var ekki drukkin
„Það stóð aldrei til að ég tæki þátt
í þeirri umræðu sem var í gangi
þetta kvöld á Alþingi, sem var um-
ræða um fjárlögin. Við í þingflokki
Miðflokksins skiptum með okkur
málefnum og verkum rétt eins og
fólk í öðrum þingflokkum. Þegar ég
kom á Klaustur var mér boðinn stór
bjór og ég drakk einn lítinn bjór til
viðbótar. Ég drakk þessa drykki á
löngum tíma og ég var ekki drukkin,
eins og haldið hefur verið fram í
fjölmiðlum. Ég lagði það sem sagt
var ekkert sérstaklega á minnið og
ég var fyrst af þingmönnum Mið-
flokksins til að yfirgefa staðinn.
Þegar ég kom út sagði ég við Ólaf
Ísleifsson: Þetta var of mikið.“
Hvað áttirðu við með því? „Mér
fannst of mikill ákafi í mönnum. Ég
upplifði þetta þannig að ég hafi
ítrekað reynt að skipta um umræðu-
efni, án árangurs. Ég reyndi að fara
út í pælingar um að við værum öll
ólík og nefndi þar að stelpur væru
oftar með talnablindu og strákar
oftar með lesblindu og því var snúið
þannig af einum þeirra sem þarna
var að þess vegna vissi kvenfólk
ekki hvað það svæfi hjá mörgum.
Ég benti líka á það í þessum sam-
ræðum, þegar verið var að ræða út-
lit Írisar Róbertsdóttur [bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum], hvort
þeir myndu tala svona um karl en
þá var þaggað niður í mér. Á ég að
nenna að fara út í svona rökræður
við fólk sem er undir áhrifum
áfengis? Ég get ekki tekið ábyrgð á
annarra manna orðum.“
Sumir þeirra sem um ræðir segja
að orð þeirra hafi verið slitin úr
samhengi og þeim eignuð ummæli
að ósekju. Meðal þeirra er Karl
Gauti. Er þetta rétt? „Ég get ekki
tekið ábyrgð á orðum Karls Gauta.“
Ég var konan sem þegir
En hefðirðu ekki getað reynt að
stoppa þessa umræðu? Eða hrein-
lega yfirgefa staðinn? „Ég hef oft
verið í þessum aðstæðum. Þar sem
karlar eiga umræðuna, stjórna
henni og ætla ekki að hleypa konum
að. Það sem mér þykir kannski
einna erfiðast að horfast í augu við
er að ég hef svo margoft stappað
stálinu í aðrar konur, sagt þeim að
standa á sínu og láta ekki valta yfir
sig. Ég á erfitt með að viðurkenna
það fyrir sjálfri mér að ég hafi ekki
gert það þetta kvöld. Að hafa verið
þessi kona sem ég er alltaf að segja
öðrum konum að vera ekki. Konan
sem þegir.“
Anna Kolbrún segir að málið hafi
tekið mjög á hennar nánustu. Hún
og margir sem standa henni nærri
hafi orðið fyrir talsverðu áreiti og
ónæði síðan það varð opinbert. Hún
segist hafa fylgst með fréttaflutn-
ingi af málinu en segist ekki treysta
sér til að lesa það sem skrifað hefur
verið um það í athugasemdakerfum
vefmiðlanna. „Öllum er sama um
hvort við eigum fjölskyldur og börn.
Ég hef ekki verið í þessum að-
stæðum áður þannig að ég veit svo-
sem ekki við hverju ég má búast.
Síminn stoppar ekki hjá mér og ég
hef ekki treyst mér til þess að tala
við blaðamann fyrr en núna, ég hef
verið svo hrædd um að brotna niður
í miðju viðtali. Það er setið fyrir mér
fyrir utan Alþingi. Ég treysti mér
ekki til að fara neitt án fylgdar, ekki
einu sinni til að fara í blóðprufu á
spítalanum í [gær] morgun. Ég hef
ekki tölu á þeim skilaboðum sem ég
hef fengið bæði frá fólki sem ég
þekki og fólki sem ég þekki ekki
neitt. Mörg þeirra eru meiðandi,
önnur móðgandi. Ég skil vel að fólki
gjörsamlega ofbjóði þau ummæli
sem höfð hafa verið eftir þeim sem
voru á Klaustri þetta kvöld, en ég er
samtímis leið yfir því hvað fólk get-
ur verið hatursfullt.
En ég hef líka fundið fyrir stuðn-
ingi víða að. Bæði frá körlum og
konum, fólki í Miðflokknum og fólki
sem engin afskipti hefur af stjórn-
málum. Suma þekki ég og aðra ekki.
Eitt sem mér finnst ótrúlegt er að
upplifa einstaka þingmenn sem sjá
pólitískt tækifæri í þessari stöðu.“
Grét á fundi formanna
Beðin um að lýsa líðan sinni í einu
orði svarar Anna Kolbrún: „Illa.
Mér líður mjög illa. Ég er búin að
gráta svo mikið, meira en ég hef
nokkru sinni gert. En ég er hætt að
afsaka mig fyrir að gráta fyrir fram-
an annað fólk. Ég grét þegar ég tal-
aði við Steingrím J. Sigfússon for-
seta þingsins, ég grét þegar ég
talaði við skrifstofustjóra þingsins.
Þorgerður Katrín [þingmaður Við-
reisnar] kom og talaði við mig og ég
grét í því samtali. Ég grét líka fyrir
framan fundarmenn á fundi for-
Alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“
Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins hyggst ekki segja af sér þingmennsku vegna Klaustursmálsins
Erfitt að horfast í augu við að hafa verið „Konan sem þegir“ Ekki á mína ábyrgð að stoppa drukkna menn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Alþingi Anna Kolbrún Árnadóttir hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn sem 8. þingmaður Norðausturkjördæmis í rúmt ár. Hún var í hópi þeirra sex
þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins sem komu saman á veitingastaðnum Klaustri 20. nóvember þar sem óviðeigandi ummæli voru viðhöfð.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
www.skoda.is
KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA.
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem
þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú
hvort tveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
MEÐ KODIAQ OG KAROQ.
4.690.000 kr.5.790.000 kr.