Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
„Svo samfélagið virki þarf margt að
smella saman og sjálfboðið starf er
þar mikilvægur þáttur. Með þátt-
töku í sjálfboðastarfi er fólk að gefa
til samfélagsins á
sama tíma og það
hlýtur einstaka
menntun, sem er
samfélaginu öllu
til góðs,“ segir
Marta Magnús-
dóttir, forseti
Bandalags ís-
lenskra skáta.
Í dag, 5.
desember, er al-
þjóðlegur dagur
sjálfboðaliðans, en sem slíkur var
hann settur á almanakið árið 1985 á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Í
dagatalinu eru raunar margir dagar
sem hafa sérstaka merkingu af
þessum toga en misjafnt hve hátt
málunum er haldið á loft.
Virk þátttaka
„Skátastarfinu er nánast alfarið
haldið uppi af sjálfboðaliðum. Það
skiptir máli að hafa slíkar fyrir-
myndir því markmið skátastarfs er
að hvetja ungt fólk til virkrar þátt-
töku í samfélaginu, á hvaða vett-
vangi sem vera kann,“ segir Marta
sem tiltekur þar íþróttastarf og vel-
ferðarverkefni ýmiss konar.
„Störf í skátahreyfingunni eru
kauplaus en einstaklega gefandi og
lærdómsrík, sem eru laun á sinn
hátt. Til dæmis var hér á síðasta ári
haldið alþjóðlegt mót, World Scout
Moot 2017, sem um 5.000 manns alls
staðar að úr heiminum sóttu. Marg-
ir lögðu þar hönd á plóg við und-
irbúning og framkvæmd, en í þessu
risavaxna verkefni voru launaðir
starfsmenn skátahreyfingarinnar á
Íslandi örfáir. Aðrir gáfu vinnu sína,
sem gerði Íslendingum í raun
mögulegt að fara í þetta risastóra
verkefni sem svo sannarlega kom
okkur á kortið í alþjóðlegu starfi
skáta.“
Frá mörgum hliðum
Marta þekkir til sjálfboðastarfs
frá mörgum hliðum. Eitt er skáta-
starfið og svo lauk hún nýlega
grunnnámi í uppeldis- og mennt-
unarfræðum við Háskóla Íslands
með viðskiptafræði sem aukafag.
Þar var hlutverk íslenskra fram-
haldsskóla í sjálfboðaliðamenningu
ungmenna verkefni hennar í loka-
ritgerð. „Í tilefni dagsins vil ég
hvetja alla til að að gerast sjálf-
boðaliðar,“ segir Marta.
Hvetur alla til
sjálfboðastarfs
5. desember er dagur sjálfboðaliðans
Marta
Magnúsdóttir
Vinnumálastofnun bárust tvær til-
kynningar um hópuppsagnir í
nóvember. Báðar hópuppsagnirnar
voru hjá fyrirtækjum á Suður-
nesjum og var samtals 233 starfs-
mönnum sagt upp störfum.
Í öðru tilvikinu var sagt upp 213
starfsmönnum sem vinna í flutn-
ingum og einnig var sagt upp 20
manns í fiskvinnslu. Uppsagnirnar
taka flestar gildi í janúar 2019,
samkvæmt frétt á vef Vinnumála-
stofnunar.
Þar kemur einnig fram að alls
hafi 595 manns verið sagt upp á
tímabilinu janúar til nóvember
2018, flestum eða 244 í flutningum
og 151 í fiskvinnslu.
Allt árið 2017 var alls 632 sagt
upp störfum. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Víkurfréttir
Starfsmannafundur Airport Associates
á Keflavíkurflugvelli sagði upp starfsfólki.
233 var sagt upp
í hópuppsögnum
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Meðalaldur fiskiskipaflotans hefur
hækkað umtalsvert og er nú hár í
sögulegu samhengi. Sum skipanna
eru komin á sextugsaldur og er
hluti flotans því orðinn nokkuð
gamall. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í nýrri skýrslu Íslands-
banka um stöðu íslensks sjávar-
útvegs.
Bent er á að fiskiskipafloti lands-
ins samanstandi af 1.621 skipum og
bátum, og þar af séu 842 opnir fiski-
bátar eða um 52% flotans. Um 747
vélskip séu í flotanum og 43 tog-
arar.
„Frá aldamótum náði fjöldi skipa
hámarki á árinu 2001 þegar þau
voru 2.012 talsins og hefur þeim
fækkað um 391 síðan þá eða um
rúm 19%. Hefur togurum fækkað
um 36 og hefur þeim fækkað hlut-
fallslega mest yfir tímabilið eða um
45%,“ segir í skýrslunni.
Á árunum 1999-2017 hafi meðal-
aldurinn hækkað um rúm tíu ár.
Hann hafi á árinu 2016 verið um 30
ár. Íslenski fiskiskipaflotinn sé
kominn til ára sinna.
„Meðalaldur togara lækkaði þó
um 5 ár á árinu 2017 og er það til
marks um nýja togara sem teknir
voru í notkun á árinu. Er það í
fyrsta skipti síðan á árinu 2007 sem
meðalaldur togara lækkar á milli
ára.“
Bent er á að um þessar mundir
séu talsverðar fjárfestingar í skip-
um í farvatninu. Fjárfesting í grein-
inni hafi verið yfir sögulegu meðal-
tali undanfarin ár.
„Samið hefur verið um smíði á
átta togurum og ættu flestir að
verða afhentir á árinu 2019. Þá eru
einnig væntanleg tvö uppsjávarskip
sem áætlað er að verði afhent árið
2020. Á þessu ári hafa þegar verið
afhentir tveir togarar.“
Áætluð fjárfesting í íslenska
fiskiskipaflotanum nemur um 30
milljörðum króna samkvæmt spá
bankans, sem miðuð er við áætlanir
á næstu þremur árum eins og sakir
standa.
Flotinn kominn til ára sinna
Ný skýrsla Íslandsbanka um stöðu íslensks sjávarútvegs Áætluð fjárfesting í
íslenska fiskiskipaflotanum nemur um 30 milljörðum króna á næstu þremur árum
Ljósmynd/Þröstur Njálsson
Sjávarútvegur Talsverðar fjárfestingar í skipum eru í farvatninu enda flot-
inn farinn að eldast. Samið hefur verið um smíði á átta togurum á næstunni.