Morgunblaðið - 05.12.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
90 ára afmæli
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Édouard Philippe, forsætisráðherra
Frakklands, tilkynnti í sjónvarps-
ávarpi í gær að franska stjórnin hefði
ákveðið að fresta hækkun skatta á
bensín og dísilolíu um hálft ár til að
reyna að binda enda á götumótmæli
og óeirðir í París og fleiri borgum
landsins síðustu vikur.
Ekki var ljóst í gær hvort tilslökun
stjórnarinnar nægði til að lægja öld-
urnar. Skipuleggjendur mótmælanna
og leiðtogar stjórnarandstöðunnar á
þinginu sögðu að ákvörðun stjórnar-
innar dygði ekki. Hún vonar þó að til-
slökunin verði til þess að stuðningur-
inn meðal almennings við mótmælin
minnki og þau hjaðni.
Stjórnmálaskýrendur segja að
stjórn Emmanuels Macrons, forseta
Frakklands, hafi verið í kreppu vegna
mótmælanna. Þetta er í fyrsta skipti
sem hún neyðist til að gefa eftir vegna
mótmæla og er það álitið mikið áfall
fyrir Macron því að hann hefur sagt
að hann sé staðráðinn í að láta ekki
götumótmæli og verkföll hindra um-
bætur sem hann telur nauðsynlegar,
ólíkt mörgum forvera hans. Macron
hafði þvertekið fyrir að breyta stefn-
unni, sagt að nauðsynlegt væri að
hækka skattana á bensín og dísilolíu
til að flýta fyrir skiptum yfir í um-
hverfisvænni orku í samgöngum. Með
því að hætta við skattahækkunina
myndi hann grafa undan umhverfis-
stefnu stjórnar sinnar.
Sagður úr tengslum við fólkið
Macron var kjörinn forseti Frakk-
lands með rúmlega 66% atkvæða í
maí á síðasta ári eftir að hafa lofað
umbótum á efnahag landsins og
flokkur hans fékk meirihluta á
þinginu. Macron tókst að knýja fram
breytingar á vinnulöggjöfinni þrátt
fyrir mótmæli, ólíkt hægrisinnuðum
forverum hans sem höfðu neyðst til
að falla frá slíkum breytingum vegna
verkfalla og mótmæla. Meginmark-
miðið með efnahagsaðgerðum hans
var að hvetja fyrirtæki til að fjárfesta
og fjölga störfum. Hann lækkaði
einnig skatta á athafnamenn og há-
tekjufólk fljótlega eftir að hann komst
til valda.
Vinsældir Macrons hafa dvínað
mjög síðustu mánuði ef marka má
skoðanakannanir og í einni þeirra
sögðust aðeins 26% styðja forsetann.
Mótmælendurnir hafa verið kallað-
ir „gulvestungar“ með skírskotun til
gulra vesta sem skylt er að hafa í öll-
um bílum í Frakklandi í öryggisskyni
og nota þegar leggja þarf þeim á
vegarkanti vegna bilunar eða til að
skipta um hjólbarða. Mótmælahreyf-
ingin er án leiðtoga og varð til á sam-
félagsmiðlum í október vegna
óánægju með hækkun skatta á dísil-
olíu, einkum á landsbyggðinni þar
sem bílaeign er hlutfallslega algeng-
ari og tekjur íbúanna lægri en í borg-
unum. Gulvestungar segja áformin
um skattahækkunina sýna að Macron
og ráðherrar hans séu úr tengslum
við dreifbýlisfólk. Mótmælin urðu
seinna að baráttu gegn efnahags-
stefnu stjórnarinnar almennt og upp-
reisn gegn Macron sem gulvestungar
saka um að þjóna yfirstéttinni í París
og vera úr tengslum við almenning.
Mótmælendurnir krefjast nú m.a.
þess að lágmarkslaun verði hækkuð
og skattar á hátekjufólk verði hækk-
aðir að nýju. Sumir þeirra hafa krafist
þess að Macron láti af embætti.
Á meðal gulvestunganna er fólk úr
öllu pólitíska litrófinu, m.a. anarkist-
ar, þjóðernissinnar og fólk sem hefur
stutt hefðbundna vinstri-, mið- og
hægriflokka. Stjórnin hefur lýst mót-
mælendunum sem öfgamönnum en
skoðanakannanir benda til þess að
um 72% franskra kjósenda styðji gul-
vestungana.
Gamlar styttur skemmdar
Nær 300.000 manns tóku þátt í
fyrstu mótmælunum í öllu landinu og
um 106.000 manns viku síðar. Hermt
er að um 136.000 manns hafi tekið
þátt í götumótmælunum á laugardag-
inn var þegar óeirðir blossuðu upp í
miðborg Parísar. Fjórir menn hafa
beðið bana vegna mótmælanna,
þeirra á meðal áttræð kona sem lést á
sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir
gashylki sem lögreglan skaut vegna
óeirðanna í París.
Lögreglan sagði að rúmlega 400
manns hefðu verið handtekin í París á
laugardag. Mótmælendurnir kveiktu
í meira en 200 bílum í höfuðborginni
og skemmdu gamlar styttur við
Sigurbogann. Áætlað er að tjónið af
völdum skemmdarverka á strætis-
vagnabiðskýlum, bekkjum og öðrum
utanstokksmunum í eigu borgarinnar
hafi numið sem svarar allt að 560
milljónum króna. Óeirðaseggir brutu
einnig rúður verslana til að láta greip-
ar sópa um þær.
Mótmælendurnir máluðu vígorð
gegn Macron á Sigurbogann og brutu
styttu af Marianne, persónugervingi
franska lýðveldisins. „Það gengur al-
gerlega fram af okkur að óeirðasegg-
irnir skuli ekki aðeins hafa ráðist á
eignir fólks heldur einnig á tákn
franska lýðveldisins,“ sagði Anne
Hidalgo, borgarstjóri Parísar.
Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi
hafa líkt mótmælunum og óeirðunum
í miðborg Parísar við námsmanna-
uppreisnina þar árið 1968. Charles de
Gaulle, þáverandi forseti, þurfti að
verða við nokkrum af kröfum náms-
mannanna og lét af embætti árið eftir.
Macron gaf eftir vegna mótmæla
Óljóst hvort tilslökunin dugar til að binda enda á götumótmæli í Frakklandi Mikill stuðningur verið
við mótmælin en það gæti breyst Skemmdir unnar á minnismerkjum, m.a. um tákn lýðveldisins
AFP
Íkveikjur Brunninn bíll í miðborg Parísar eftir mótmæli um helgina þegar
óeirðaseggir kveiktu í meira en 200 bílum og lögðu eld að verslunum.
Fjölmennustu
mótmælin
um liðna helgi
He imi ld i r : AF P, f rön s k y fir völd, M ap s 4 n e ws.com/©HE RE
PARÍS
Marseille
Bordeaux
Toulouse
Strassborg
Nantes Dijon
Mótmæli í
Frakklandi
Calais
Narbonne
Arles
Puy en Velay
Sᵗ Etienne
Pouzin
Bourg en Bresse
Nice
Avignon
Tours
Albi
Charleville
Mezieres
Tarbes
Ökumaður beið bana þegar fólks-
bíl var ekið á vörubíl við vegartálma
Lofar að
minnka skuldir
» Bruno Le Maire, fjármála-
ráðherra Frakklands, sagði í
gær að stjórn landsins myndi
standa við loforð sín um að
draga úr ríkisútgjöldum og
minnka skuldir ríkisins þrátt
fyrir þá ákvörðun hennar að
fresta hækkun skatta á elds-
neyti um hálft ár.
» Gert er ráð fyrir því að frest-
un skattahækkunarinnar
minnki tekjur ríkisins um tæpa
tvo milljarða evra, jafnvirði
280 milljarða króna.
Sérsveit ítölsku lögreglunnar hand-
tók í gær Settimo Mineo, áttræðan
skartgripasala sem hermt er að hafi
verið kjörinn guðfaðir mafíunnar á
Sikiley fyrr á árinu. 45 samstarfs-
menn hans voru einnig handteknir í
áhlaupi sérsveitarinnar í Palermo,
höfuðborg Sikileyjar, sakaðir um
fjárkúgun, brot á skotvopnalöggjöf-
inni, íkveikjur og fleiri glæpi.
Ítalskir fjölmiðlar segja að Mineo
hafi verið kjörinn guðfaðir mafí-
unnar, eða „foringi foringjanna“, á
fundi í maí. Þeir lýsa honum sem
eftirmanni guðföðurins Totos Riina
sem lést í fangelsi í fyrra.
Mineo er sagður hafa stjórnað
starfsemi mafíunnar í einu hverfa
Palermo. Hann var dæmdur í fimm
ára fangelsi 1984 og afplánaði ell-
efu ára fangelsisdóm frá 2006.
ÍTALÍA
Guðfaðir mafíunnar á Sikiley handtekinn
AFP
„Foringi foringjanna“ Settimo Mineo
í fylgd lögreglumanna eftir handtökuna.