Morgunblaðið - 05.12.2018, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrirkomulagmakríl-veiða er í
ólestri. Evrópu-
sambandið, Nor-
egur og Færeyjar
hafa þingað um
veiði á makríl und-
ir merkjum svo-
kallaðs strandríkjahóps og á
fimmtudag í liðinni viku var
tilkynnt nýtt samkomulag
þeirra, sem gilda á til 2020. Ís-
lendingum hefur verið haldið
markvisst utan þess samninga-
borðs og varð engin breyting á
því þegar þeir sem við borðið
sitja ákváðu sameiginlegan
heildarkvóta í makrílveiðum.
Makrílveiðar hafa undan-
farin ár verið langt umfram
ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, ICES, og á því verður
engin breyting nú. Heildar-
kvótinn var reyndar minnk-
aður um 20%, en er engu að
síður tvöfalt meiri en kvað á
um í ráðgjöf ICES. Með þessu
framferði er ýtt undir rán-
yrkju á makrílstofninum.
Af kvótanum fá ríki utan
strandríkjahópsins, Ísland,
Grænland og Rússland, rúm
15%. Það er naumt skammtað
og ósvífið að ætlast til þess að
ríkin utan samningsins haldi
sig á mottunni á meðan þau
sem sömdu skammta sér ríf-
lega og láta sér á sama standa
um ráðgjöf. Í raun er þeim ýtt
út í einhliða aðgerðir.
Ísland þrýsti
sérstaklega á um
að komast að borð-
inu að þessu sinni
þar sem samn-
ingar ESB, Nor-
egs og Færeyja
voru að renna út,
eins og kom fram í
fréttaskýringu í Morgun-
blaðinu á laugardag. Tókst Ís-
lendingum að koma sjónar-
miðum sínum rækilega á fram-
færi, eins og það er orðað í
fréttaskýringunni, þótt ekki
væri samningamönnum Ís-
lands hleypt að borðinu.
Óbilgirni Norðmanna þarf
ekki að koma á óvart þótt
hvimleið sé. Hún er hins vegar
í litlu samræmi við þann þrýst-
ing, sem norskir ráðamenn
hafa beitt íslensk stjórnvöld
um að samþykkja þriðja orku-
pakkann vegna þess hvað hann
skipti miklu máli fyrir Norð-
menn. Það er undarlegt að
Norðmenn ætlist til þess að Ís-
lendingar taki þeirra hags-
muni fram yfir sína eigin í
orkumálum, en vilja ekki einu
sinni hleypa Íslendingum að
samningaborðinu um makríl-
inn.
Þá er rétt að halda því til
haga að Íslendingar voru ekki
að biðja Norðmenn að setja
sína hagsmuni til hliðar í mak-
rílmálinu, bara að Ísland fengi
að taka þátt í samningum í stað
þess að standa utan við þá.
Norðmenn vilja að
Íslendingar standi
með þeim um orku-
pakkann en vilja
ekki sjá þá við
samningaborðið}
Makríll og orkupakkar
Eftir viku verð-ur því svarað
hvort útgöngu-
samningur Ther-
esu May við ESB
fær framhaldslíf,
eftir þá fjölbreyttu
dauðadóma sem fallið hafa.
Verði honum hafnað vakna ótal
spurningar um framhaldið og fá
svör liggja enn á lausu.
Nú telja flestir að samn-
ingnum verði hafnað með
nokkrum yfirburðum. And-
staðan hefur harðnað dag frá
degi. Nú síðast gaf hinn hóf-
sami fyrrverandi seðlabanka-
stjóri Bretlands, Mervyn King,
allri samningagerðinni fall-
einkunn með einkar afgerandi
hætti. King líkti samningi
Theresu May við afurð Chamb-
erlains í aðdraganda síðari
heimsstyrjaldar þegar hann
sneri heim frá München og boð-
aði frið „um okkar tíma“. Sagði
King samning May vera verstu
samningsniðurstöðu sem hægt
hefði verið að ímynda sér og
setti Bretland í stöðu hjálendu
Evrópusambandsins.
Mervyn King sagði stjórn-
málamennina hafa brugðist
þjóðinni með sama
hætti og gert var
með fyrrnefndum
samningi Chamb-
erlains og aftur
þegar breska þjóð-
in féll inn í efna-
hagslegt öngþveiti á áttunda
áratug síðustu aldar. Þjóðin
þarfnaðist nýrrar ríkisstjórnar
sem hefði styrk til að sópa burt
villuráfandi stjórnmálamönn-
um og tryggja nýja og betri
tíma fyrir Bretland.
Hann sagði útgöngusáttmál-
ann að nokkru vandlega samda
diplómatíska málamiðlun en að
mestu væri hann þó vitnis-
burður um vanhæfni í hæstu
hæðum. King bætti því við að í
vinahópi sínum væru margir
miklir ákafamenn um áfram-
haldandi veru í ESB og þar
væru jafnframt margir ákafir
útgöngumenn. Þeir ættu þó það
sameiginlegt að telja að ekki
væri nokkurt minnsta vit í
fyrirliggjandi samningi. Hugsa
yrði samninginn upp á nýtt og
fyrsta skref þess væri að
„hafna fyrirliggjandi samningi,
sem er langversti kostur sem
völ er á“.
Aðvörunarorð
Mervyns Kings hafa
vakið athygli á
lokasprettinum}
Klukkan tifar og King varar við
Í
liðinni viku opnaðist ormagryfja sem
enn er verið að grafa í: Umræða sex
þingmanna sem sátu á bar í miðborg-
inni og tjáðu sig um menn og málefni
með slíkum hætti að fréttnæmt þykir.
Þingmenn sem og aðrir borgarar sem áttu sér
einskis ills von máttu sæta níði, vanvirðandi
ummælum og klúrnum aðdróttunum frá þess-
um hópi. Frá því umræða hópsins varð okkur
kunn hefur ítrekað verið spurt hvort umræddir
þingmenn eigi að segja sig frá þingmennsku.
Áður en við svörum þessari spurningu er
vert að spyrja: Geta þau sinnt störfum sínum?
Þingmönnum ber að sækja þing- og nefndar-
fundi. Þeim ber að rækja eftirlitshlutverk sitt
gagnvart framkvæmdarvaldinu, þar á meðal
ráðherrum landsins. Þeim ber að vanda sig við
lagasetningu, kynna sér þingmál, hlusta á þá
gesti sem mæta fyrir nefndir og eiga í samstarfi og sam-
skiptum við aðra þingmenn og eftir atvikum ráðherra.
Hópur fólks, aðallega konur, en einnig fatlaðir og sam-
kynhneigðir, mátti þola níð af hálfu þessa þingmannahóps.
Einstaka þingmaður, en sá hópur fer þó sístækkandi, varð
skotmark hópsins. Máttu þau ýmist þola gróft níð, að-
dróttanir, rangar sakargiftir, sem er lögbrot í sjálfu sér,
og vanvirðandi hegðun af hálfu þessara einstaklinga sem
tóku þátt ýmist með eigin orðum eða hlustun. Nú skal tek-
ið fram að enn höfum við bara fengið að heyra ummæli er
beindust gegn opinberum persónum en ekki öðrum og því
vitum við í raun ekki hvað sexmenningarnir sögðu um
annað fólk þetta kvöld. Má þar nefna starfsfólk
þingsins sem aðstoðar þingmenn alla daga við
gerð þingmála, vinnu í nefndum og veitir hvers
kyns stoðþjónustu. Þá vitum við heldur ekki
hvaða áhrif þetta hefur á aðra þá sem taka
málið til sín, eins og til að mynda þolendur sem
greint hafa frá kynferðisofbeldi en upplifa nú
vanvirðingu vegna háðungar þingmannanna
gagnvart Metoo-byltingunni sem þau virðast
telja hið mesta skaðræði.
Því er eðlilegt að spyrja: Geta þau sinnt
starfi þingmanna? Telja þau sig geta sinnt
eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvald-
inu? Telja þau sæmandi að beina fyrirspurn að
menntamálaráðherra á sama tíma og svívirð-
ingar um hana berast frá þeim? Telja þau
sæmandi að sitja í fastanefndum Alþingis og
taka á móti gestum sem beint eða óbeint máttu
þola ýmiss konar níð, vanvirðingu eða beinar svívirðingar
af þeirra hálfu? Telja þau samþingmenn sína eiga að þola
það að starfa með þeim áfram? Átta þau sig ekki á að þau
hafa valdið slíku tjóni hjá saklausu fólki að þau mega búast
við að umrætt fólk kæri sig ekki um nein samskipti við
þau?
Starf þingmannsins er fjölbreytt og þarfnast margvís-
legrar aðkomu þess sem starfinu gegnir. Þingmennirnir
sex verða að svara því hvort þeir geti geti sinnt því eins og
til er ætlast. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Geta þau sinnt starfi sínu?
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Það er gleðilegt að ríkið skuliáfram ætla að styðja viðtónlistarkennslu á fram-haldsstigi, auk þeirrar
kennslu sem fer fram í Menntaskóla í
tónlist (MÍT) en hann er fjármagn-
aður sérstaklega á fjárlögum,“ sagði
Júlíana Rún Indriðadóttir, skólastjóri
Tónskóla Sigursveins og formaður
Samtaka tónlistarskólastjóra. Hún
sagði að engin stórkostleg breyting
fylgdi framlengdu samkomulagi
ríkisins og sveitarfélaganna um
stuðning við tónlistarnám. Það kvæði
á um 545 milljóna króna stuðning á
ári til 2021. Júlíana sagði að þetta
samkomulag hefði upphaflega verið
gert árið 2011 og framlengt síðan. Því
væri ætlað að jafna aðstöðumun nem-
enda til tónlistarnáms á framhalds-
stigi og styðja við söngnám á mið- og
framhaldsstigi.
Framlag ríkisins greiðist til
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem ann-
ast úthlutanir. Á móti skuldbinda
sveitarfélögin sig til að taka tíma-
bundið yfir verkefni frá ríkinu sem
nema 230 milljónum kr. á ári og sjá til
þess að framlag renni til kennslu
nemenda sem innritaðir eru í viður-
kennda tónlistarskóla án tillits til bú-
setu.
Stjórnarráðið segir í frétt að
margir tónlistarskólar hafi búið við
viðvarandi rekstrarvanda 2014-2016.
Á sama tíma var unnið að hug-
myndum um MÍT sem hóf göngu sína
2017 á grundvelli þjónustusamnings
við mennta- og menningarmálaráðu-
neytið. Nemendur sem stunda nám
við MÍT eru um 200 og falla utan
samkomulagsins. Þá segir Stjórn-
arráðið að vegna þess að fækkað hafi í
hópnum sem fellur undir samkomu-
lagið og að tryggt sé að það taki al-
mennum verðlagsuppfærslum fjár-
laga sé grundvöllur tónlistarfræðslu á
framhaldsstigi betur tryggður nú en
áður.
Júlíana sagði að styrkur ríkisins
kæmi t.d. söngnemum til góða en stór
hluti af öllu söngnámi væri á mið- og
framhaldsstigi og fjármagnað úr
Jöfnunarsjóði. Hún sagði að það
skipti einnig máli að nemendum í
kerfinu sem samkomulagið nær til
hefði fækkað þegar MÍT var stofn-
aður og tók við um 200 nemendum.
Samkvæmt lauslegri talningu
eru 80-90 tónlistarskólar í landinu.
Júlíana sagði að rúmlega þriðjung-
urinn af þeim væri með nemendur á
framhaldsstigi eða í söngnámi sem
félli undir samkomulagið. Sveitar-
félögin leggja fé til grunn- og mið-
stigs í tónlistarkennslu.
Borgin mætti gera betur
„Það er mjög misjafnt eftir
sveitarfélögum hve mikil framlögin
eru til tónlistarskólanna,“ sagði Júl-
íana. „Sveitarfélögin reka víðast hvar
tónlistarskólana, nema í Reykjavík
þar sem framlög til skólanna hafa í
raun verið skorin niður miðað við það
sem áður var. Reykjavíkurborg spar-
aði líka mikið þegar framlög Jöfn-
unarsjóðs til tónlistarkennslu á fram-
haldsstigi komu til árið 2011. Þá fóru
svo margir tónlistarnemendur í
Reykjavík yfir í þann pakka. Borgin
jók hins vegar ekki við grunn- og mið-
námið heldur skar hún kennslu-
kvóta niður um 2% árið 2016.
Reykjavík mætti alveg gera
betur,“ sagði Júlíana.
Hún sagði að mikil að-
sókn væri í tónlistarnám í
Tónskóla Sigursveins og
margir á biðlista. „Við vild-
um gjarnan geta kennt
fleirum og vonum að
borgin gefi aðeins í
varðandi tónlistar-
kennsluna.“
Áfram verður stutt
við tónlistarskólana
Samkomulag ríkisins og
sveitarfélaganna um stuðning
við tónlistarnám var undirritað í
Söngskólanum í Reykjavík 3.
desember. Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmála-
ráðherra, Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra,
og Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, undirrituðu sam-
komulagið af hálfu ríkisins og
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitar-
félaga, og Karl Björnsson fram-
kvæmdastjóri fyrir hönd
sveitarfélaganna.
Samkomulagið snertir
33 viðurkennda tónlistar-
skóla, en þar stunda nú um
600 nemendur nám á fram-
haldsstigi. Það gild-
ir til ársloka
2021.
Snertir um
600 nema
RÍKI OG SVEITARFÉLÖG
Júlíana Rún
Indriðadóttir
Morgunblaðið/Hari
Tónlist Sveitarfélögin styðja kennslu á grunnstigi en ríkið styður við
kennslu tónlistarskóla á framhaldsstigi. Myndin er úr safni.