Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 Knattleikur á ís Frá örófi alda hefur knattleikur verið iðkaður hérlendis. Á ísilagðri Tjörninni tókust sjöttubekkingar í MR hraustlega á líkt og mágarnir Gísli og Þorgrímur forðum. Hari „Í dag hefst nýr þáttur í sögu þjóð- arinnar. Hún er viður- kend fullveðja þjóð. En um leið áskotnast henni skyldur, sem hún að vísu hefir altaf haft, að eigin áliti, en eigi fengið færi á að rækja, vegna forráða sam- bandsþjóðarinnar. Í dag stöndum vér aug- liti til auglitis við heiminn sem Ís- lendingar en ekki sem Danir, – á eig- in ábyrgð, en ekki annara. Í dag fá Íslendingar það hlutverk, að halda uppi sæmd yngsta ríkisins í heim- inum. Og vonandi finnur öll þjóðin til vandans, sem þeirri vegsemd fylgir, til ábyrgðarhlutans, sem fallinn er oss í skaut með sambandslögunum nýju. Það er eigi minna um vert, að kunna að gæta fengins fjár en að afla þess.“ Þannig sagði Morgunblaðið frá 1. desember 1918 á forsíðu. Þá herjaði spænska veikin á Íslendinga. Talið er að 484 hafi látist úr veikinni, þar af 258 í Reykjavík. En ekkert kom í veg fyrir fullveldið – ekki Kötlugos, vetrarhörkur eða alvarleg farsótt. Hátíðarhöldum var stillt í hóf og voru „engin í bænum önnur en þau, að stjórnarráðið hefir ákveðið að ríkisfáni Íslands skuli dreginn upp fyrsta sinni með töluverðri viðhöfn“, eins og sagði í Morgunblaðinu. En bjartsýnin var mikil og vonir voru bundnar við að nýir og betri tímar fyrir alla alþýðu væru handan við hornið. Frá örbirgð til bjargálna Varla gat nokkur látið sig dreyma árið 1918 um að öld síðar yrði þjóðin komin í hóp mestu velmegunarþjóða heims. Ferðalag okkar Íslendinga frá fullveldi hefur verið ævintýri lík- ast, þótt oft hafi gefið á bátinn og það hressilega. Okkur hefur tekist að byggja upp öflugt velferðarsamfélag en á sama tíma haldið tryggð við menningu, tungu og sögu. Árið 1918 voru Ís- lendingar aðeins um 91 þúsund en eru nú rúm- lega 355 þúsund. Um 58% landsmanna bjuggu í dreifbýli en aðeins 5% í dag. Um 40% unnu við land- búnað borið saman við 2% í dag. Lífskjör almennings eru allt önnur. Húsa- kostur er með því besta sem þekkist í heiminum en fyrir einni öld bjuggu 45% landsmanna enn í torfbæjum. Ein fátækasta þjóð Evrópu hefur brotist úr örbirgð til bjargálna, byggt upp eitt öflugasta heilbrigðis- kerfi heims, virkjað iður jarðar og fallvötnin, komið á fót öflugu menntakerfi og ofið öryggisnet með almannatryggingum. Lífslíkur eru allt aðrar en fyrir 100 árum. Á fullveldisárinu voru lífslíkur karla 53 ár og kvenna 58 ár. Nú eru lífslíkur karla 80,7 ár og kvenna 83,7 ár. Fyrir 100 árum lést nær tuttug- asta hvert barn á fyrsta ári. Ung- barnadauði er svo til óþekktur í sam- félagi nútímans. Þótt mörgum finnist á stundum hægt miða í jafnréttisbaráttu hefur okkur Íslendingum fleytt áfram. At- vinnuþátttaka kvenna hefur tvöfald- ast á 100 árum. Konur hafa sótt fram á flestum sviðum. Vorið 1918 braut- skráðust 24 karlar og tvær konur með stúdentspróf á Íslandi eða 1,6% af fjölda tvítugra landsmanna. Tæpum hundrað árum síðar eða árið 2016 var hlutfallið 73,7% en það ár brautskráðust 1.935 konur á móti 1.486 körlum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Allt fram til 1928 var Menntaskólinn í Reykjavík eini skól- inn sem brautskráði stúdenta. Árið 2016 voru skólarnir 34. Árið 2016 luku nær helmingi fleiri konur háskólaprófi en karlar. Á vef Hagstofunnar um sögulegar hagtölur kemur fram að árið 1918 fór stærstur hluti útgjalda íslenskra heimila í matvæli eða um helmingur. Hlutfall matvöru af útgjöldum heim- ilanna er komið niður í 13%. Íslensk heimili verja hærra hlutfalli útgjalda í húsnæði en árið 1918 þegar helstu útgjaldaliðir voru, auk matvöru, fatnaður og eldsneyti. Í dag fellur stærstur hluti útgjalda heimilanna undir önnur útgjöld eða rúmur helm- ingur. Önnur útgjöld eru t.d. ferðir og flutningar, tómstundir og menn- ing, hótel og veitingastaðir og hús- gögn, heimilisbúnaður o.fl. Samsetn- ing útgjalda sýnir vel hvernig lífs- kjörin hafa gjörbreyst og batnað. Fjárhagslegt sjálfstæði Á forsíðu Morgunblaðsins 15. desember 1918 var fullveldinu fagn- að en varað við því að „vér gerumst drembilátir og miklir á lofti, eins og viðurkenning fullveldisins hefði gert oss að stórþjóð“. Síðan segir orðrétt: „Vér erum sama smáþjóðin eftir sem áður, og verðum að gjalda var- hug við því að „slá eigi svo um oss“, að eftir nokkur ár verði þrotabú hjá oss. Fullveldi er ágætt, en því aðeins er það algert, að fjárhagslegt sjálf- stæði fylgi. Verðum vér því að sníða oss stakk eftir vexti og er það engin minkun. Það verða allar smáþjóðir að gera. Hitt er oss enginn frami, að vera miklir á lofti, og hefnir sín sjálft.“ Höfundurinn – Eiríkur (sem ég þekki engin deili á) kom að kjarna máls. Fullveldi er lítils virði ef fjár- hagslegt sjálfstæði er ekki tryggt. Það er einmitt þess vegna sem Ís- lendingar hafa lagt áherslu á að tryggja yfirráð yfir auðlindum lands og sjávar. Útfærsla landhelginnar fyrst í fjórar mílur og í áföngum í 200 mílur var hluti af fullveldisbaráttu og mikilvæg forsenda fyrir efnahags- legu sjálfstæði. Friðsamleg og opin samskipti við aðrar þjóðir hafa verið grunnstef í utanríkisstefnu landsins. Og þótt stundum hafi staðið tæpt höfum við borið gæfu til að standa vörð um hagsmuni okkar. Árið 1946 gerðist Ísland aðili að Sameinuðu þjóðunum og nokkrum árum síðar skipaði Ís- land sér í raðir frjálsra lýðræðis- þjóna með þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin. Fjárhagslegt sjálfstæði og efna- hagsleg velsæld Íslendinga hefur byggst greiðum aðgangi að erlend- um mörkuðum. Þess vegna hafa við- skiptasamningar við önnur lönd ver- ið mikilvægir. Skrefin í átt að opnara samfélagi og frjálsum viðskiptum hafa sum verið lítil en önnur stór. Ár- ið 1964 fékk Ísland aðild að GATT – almenna samkomulaginu um tolla og viðskipti. Sex árum síðar var aðildin að EFTA tryggð og fyrir 25 árum tók EES-samningurinn gildi. Samn- ingurinn hefur tryggt Íslandi örugg- an og nauðsynlegan aðgang að mikil- vægum erlendum mörkuðum og gefið Íslendingum tækifæri í löndum Evrópu sem þeir annars hefðu aldrei fengið, jafnt til mennta sem vinnu. Farsæld en ekki án kostnaðar Í fjórðung þess tíma sem við höf- um búið við fullveldi hefur EES- samningurinn verið í gildi. Í flestu hefur hann fært okkur farsæld en hann hefur ekki verið án kostnaðar. Stór hluti þess kostnaðar hefur fallið vegna okkar eigin sinnuleysis við að gæta hagsmuna okkar í samskiptum við Evrópusambandið í gegnum EES. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur oftar en einu sinni vakið athygli á nauðsyn þess að Alþingi taki til skoðunar stöðuna á grundvelli EES-samnings- ins. Íslendingar standi frammi fyrir því „í hverju málinu á eftir öðru að Evrópusambandið krefst þess þegar við tökum upp Evrópugerðir, tilskip- anir eða reglugerðir, að við Íslend- ingar fellum okkur við að sæta boð- valdi, úrslitavaldi, sektarákvörð- unum eða með öðrum hætti skip- unum frá alþjóðastofnunum sem Evrópusambandið hefur komið sér upp en við eigum enga aðild að“. Með þessu sé grafið undan grunnstoðum EES-samningsins. Í ágúst síðastliðnum hélt ég því fram á þessum stað, að nauðsynlegt sé að skýrt ákvæði komi í stjórnar- skrá um framsal valds – ekki til að útvíkka heimildir heldur til að þrengja þær. Framsal verði að ein- skorða við afmörkuð svið, byggja á þeirri forsendu að íslenska ríkið hafi jafna stöðu á við önnur ríki í alþjóð- legu samstarfi og að framsal sé alltaf afturkræft. Þá verði framsal að styðjast við aukinn meirihluta Al- þingis – a.m.k. 2⁄3 – auk þess sem minnihluti þingsins geti vísað ákvörðun um framsal í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Á afmælisári fullveldisins er það við hæfi að utanríkisráðherra skuli hafa skipað starfshóp, undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, til að vinna skýrslu um að- ild Íslands að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Vegurinn milli þess að varðveita fullveldið og taka þátt í samstarfi Evrópuþjóða er vandrataður. Þess vegna skiptir miklu að varpað sé skýru ljósi á kosti og galla aðildar að EES en ekki síður sé mótuð stefna til lengri tíma um hvernig við Íslendingar viljum tryggja náið og gott samstarf við aðrar þjóðir. Efnahagsleg velsæld næstu 100 ár fullveldis ræðst af því hvernig okkur tekst til. Og það er rétt og skylt að hafa það í huga sem „Eiríkur“ benti á fyrir einni öld; full- veldið er því aðeins „algert, að fjár- hagslegt sjálfstæði fylgi“. Eftir Óla Björn Kárason » Það er rétt og skylt að hafa það í huga sem „Eiríkur“ benti á fyrir einni öld; fullveldið er því aðeins „algert, að fjárhagslegt sjálfstæði fylgi“. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Fullveldi og fjárhagslegt sjálfstæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.