Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Sloppur
Verð 11.900
Stærðir 10-18
Kjóll
Verð 11.900
Stærðir 10-18 Misty
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Að gefnu tilefni vil ég
fjalla um staðleysur og
staðreyndir sem eiga
við rafbifreiðar í þess-
ari grein. Skrifaðar
hafa verið fjölmargar
greinar um rafbifreiðar
í fjölmiðla og á sam-
félagsmiðlum undan-
farið, sem hafa gefið
mjög ranga mynd af
rafbifreiðum. En sem
rafbifreiðareigandi vil ég hins vegar
byrja á því að nefna það sem hefur
breyst hjá mér eftir að ég fékk mér
rafbifreið fyrir tæpum fimm árum.
Ég spara mér um fimmtíu þúsund
eða meira á mánuði í eldsneytiskaup.
Ég þarf ekki að fara með bílinn í
smurningu á þriggja til sex mánaða
fresti. Ég þarf ekki að skipta um
tímareim eða hafa áhyggjur af því að
hún muni mögulega slitna og vélin
skemmast. Ég þarf ekki að hafa
áhyggjur af pústkerfinu, hvort ég
skilji það eftir í næsta snjóskafli eða
það komi gat á það. Ég þarf ekki að
skipta um kveikjukerti eða annað
sem snýr að kveikjukerfi. Né vera
smeykur um að það blotni í raka og
ég komist ekki lengra. Ég þarf ekki
að skipta um loftsíur. Nema fyrir
miðstöðina í bílnum. Það er minna
slit á bremsuklossum, þar sem raf-
bifreið notar mótorinn til að endur-
hlaða rafmagn, sem minnkar álag á
bremsukerfinu og þar af leiðandi
skapar hann minna svifryk.
Út frá þessum ástæðum hafa hags-
munaaðilar risið upp og haldið uppi
andhófi gegn rafbifreiðum bæði
leynt og óleynt, samanber Koch-
bræður úr olíuiðnaðinum sem hafa
lýst því yfir að þeir séu í stríði við raf-
bifreiðar og dælt mörgum milljónum
dollara í það verkefni. Ein fullyrð-
ingin er að rafbifreiðar mengi meira
en jarðefnaeldsneytisbifreiðar, en
hún er kolröng. Ef mið-
að er við stöðuna nú,
eins og raforkufram-
leiðslan er í dag, þá eru
verstu svæði í Evrópu,
þar sem mest af ork-
unni er framleitt með
kolum, er rafbifreið
samt með um 24%
minni mengun en
venjulegir jarðelds-
neytisbifreiðar. Miðað
er við frá framleiðslu til
loka líftíma bifreiðar-
innar. Ef skoðað er það
land, þar sem mengunin er sem mest
við framleiðslu á raforku, Kína, þá
greinir Bloomberg New Energy Fin-
ance að rafbifreiðar mengi þar 15%
minna en jarðefnaeldsneytisbif-
reiðar. Hér á Íslandi eru rafbifreiðar
allt að fimm sinnum umhverfisvænni
en sambærilegir jarðefnaeldsneytis-
bílar, samkvæmt skýrslu frá Orku
náttúrunnar um samantekt á niður-
stöðum vistferilsgreininga fyrir raf-
bifreiðar. Ef tekið er mið af verk-
smiðjum Tesla, þá eru þær eingöngu
keyrðar á vistvænu rafmagni, því eru
þessi rök hverfandi og munu á end-
anum hverfa þar sem flest lönd
heims eru að vinna í því að skipta yfir
í vistvæna orkuframleiðslu. Hins
vegar eru ekki tekin inn í þá umræðu
mengunarslysin sem hafa orðið við
flutning og framleiðslu á jarðefna-
eldsneyti, samanber BP-borholuna í
Mexíkóflóa, slys á borpöllum eða
skipskaða á flutningaskipum. Einnig
vantar í þá skýrslu að við hreinsun og
framleiðslu á einum bensínlítra þá
eru notuð um 1,2 kW af rafmagni. Ef
bensínbíll eyðir 5 lítrum á hundraði
þá eyðir hann í raun 6 kW af raf-
magni líka.
Flestar olíuhreinsistöðvar í heim-
inum nota óhreint rafmagn úr kola-
verum. Olíuhreinsistöðvar hafa sein-
ustu ár neitað að birta tölur um orku-
notkun sína. Það er sagt að rafgeym-
arnir muni safnast upp þar sem ekki
er hægt að endurvinna þá en það er
rangt. Í fyrsta lagi er talið að raf-
geymarnir muni endast allan líftíma
rafbifreiðarinnar og hafa rannsóknir
á rafbifreiðum í umferð sýnt fram á
það að rafgeymarnir endast betur en
reiknað var með í fyrstu, t.d. er búið
að keyra Teslu yfir 700.000 kílómetra
og ekki er búið að eiga við rafhlöð-
urnar og styrkur þeirra er ennþá yfir
80%, samkvæmt skýrslu InsideEVs.
Varðandi endurvinnslu þá er búið
að hanna endurvinnsluferla, en þar
sem mjög lítið hefur fallið til af raf-
geymum og ekkert á Íslandi, þá er
þetta ekki fullvirkt en verður það
þegar að því kemur.
Talað hefur verið um að námu-
gröftur geri rafbifreiðar að um-
hverfissóðum, en þá má benda á að
þessi hráefni eru notuð í fleiri hluti
en rafbifreiðar, samanber síma, tölv-
ur, verkfæri og margfalt fleiri hluti,
en þetta er vandamál sem er þjóð-
félagslegt vandamál en ekki raf-
bifreiða, sem þarf að leysa sem allra
fyrst. Líka má benda á að það er líka
námugröftur notaður til að ná í ýmsa
málma fyrir jarðefnaeldsneytis-
bifreiðar. Niðurstaðan er sú að raf-
bifreiðar eru það sem koma skal, þær
eru umhverfisvænni og ódýrari í
rekstri. Sú tækniþróun sem mun
fylgja þeim verður svakalega spenn-
andi, t.d. handan við hornið eru raf-
flugbifreiðar í hraðri þróun og munu
líklega koma fyrr en seinna í umferð.
Staðleysur og staðreyndir
um rafbifreiðar
Eftir Þórhall
Guðmundsson » Skrifaðar hafa verið
fjölmargar greinar
um rafbifreiðar í fjöl-
miðla og á samfélags-
miðlum undanfarið sem
eru rangar.
Þórhallur Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
umhverfisverndarsinni.
Rafbílavæðing
landsins virðist vera
drifin áfram af tilfinn-
ingasemi ákafamanna
í umhverfismálum
sem taka lítt mið af
kaldri skynsemi.
Miklu skal fórna fyrir
afar óverulegan ár-
angur til minnkunar á
losun koltvísýrings,
sem í þokkabót er
ekki til skaða fyrir líf
á jörðinni nema síður væri. Engir
tilburðir eru til þess að reikna út
alla kostnaðarþætti rafbílavæðingar
heldur er ákaft hvatt til þess að al-
menningur kaupi rafbíla með því að
fella niður allar skattaálögur á
kaupum og notkun rafbíla. Aðeins
þannig fást sumir almennir bílaeig-
endur til að kaupa slík farartæki,
sem nýtast í mörgum tilvikum afar
illa.
Kaupendur rafbíla þurfa ekki að
greiða vörugjald sem er 25% af
litlum bílum né virðisaukaskatt auk
sömu gjalda á flutningskostnað. Því
ætti að bæta við um 60% í sköttum
á söluverð þeirra til þess að gæta
jafnræðis gagnvart kaupendum t.d.
lítilla bensínbíla. Þá greiða rafbílar
ekkert til vegakerfisins sem eig-
endur bensín- og dísilbíla greiða
með skatti á eldsneyti. Skattarnir
nema um 60% af útsöluverði elds-
neytis eða um 140 kr. pr. lítra. Raf-
bílaeigendur greiða heldur ekki ár-
leg bifreiðagjöld sem nema um 110
þús kr. á ári fyrir stóra bíla en
gjaldið er miðað við magn útblást-
urs koltvísýrings.
Rafbílar eru þannig ekki aðeins
gjaldfríir á vegum landsins meðan
önnur ökutæki eru skattlögð í bak
og fyrir heldur er þeim hyglað með
niðurgreiddum hleðslustöðvum.
Fyrir dyrum eru átök í fjölbýlis-
húsum vegna kröfu rafbílaeigenda
um að húsfélögin komi hleðslu-
stöðum upp í sameignum.
Dæmið lítur nokkuð öðruvísi út
ef keyptir eru svokallaðir tvinn-
bílar, þ.e. sem ganga fyrir rafmagni
auk bensíns eða dísilolíu. Gefinn er
mjög myndarlegur skattaafsláttur á
slíkum bílum þó að öllum nema trú-
arofstækismönnum í loftslags-
málum sé ljóst að kaupendur slíkra
bíla eru fyrst og fremst að nýta sér
skattaafsláttinn. Sama gerðu þeir
sem fluttu inn bensínbíla með
metantanki en settu aldrei metan á
bílana nema til að sýnast enda
reynist metan óhagkvæmt eldsneyti
á einkabíla og fer í þokkabót illa
með mótorana.
Nýlegt dæmi af eiganda tvinnbíls
er sláandi. Maður á Selfossi kaupir
sér lúxusjeppa – tvinnbíl. Hann hef-
ur eflaust vitað af því að hagnaður
hans fólst í lækkun á kaupverði
vegna niðurfellingar skatta og op-
inberra gjalda en bensínkostnaður
yrði nokkuð hinn sami enda reynd-
ist það rétt. Bílinn kemst að Kömb-
unum (20 km) á rafmagnshleðslunni
en vegna þyngdarauka bílsins
vegna þungrar rafhlöðunnar eyðir
hann meira bensíni. Á köldum dög-
um dugar rafmagnshleðslan enn
skemur. Krafturinn í rafhlöðinni
minnkar einnig með vaxandi aldri
bílsins.
Ef stóri draumur loftslags-
ofstækismanna rætist og allur bíla-
flotinn verður rafmagnsdrifinn er
ljóst að ekki verður unnt að gefa
áfram afslátt af sköttum og vega-
gjöldum. Með einhverjum hætti
verður að standa undir samneysl-
unni og vegagerðinni. Og hver á að
borga fyrir förgun á stóru og ban-
eitruðu rafmagnsgeymunum sem
knýja bílana áfram? Ekki virðist
hafa verið gert ráð fyrir þessum
kostnaði hérlendis eins og konan
sem hafði sjálf flutt inn rafmagnsbíl
fékk að reyna. Hún var í rétti þeg-
ar bifreið hennar eyðilagðist í
árekstri. Hún fékk nýj-
an rafmagnsbíl frá
tryggingarfélagi tjón-
valdsins en sat uppi
með ónýta flakið og
var rukkuð um 700.000
krónur í förgunargjald.
Munu eigendur raf-
bíla sjálfir greiða fyrir
förgun rafgeymanna
þar sem þeir greiddu
ekki förgunargjöld við
kaup bílanna eða verða
eigendur annarra bíla
sem ekki nutu skatt-
fríðinda látnir borga brúsann? Hjá
Úrvinnslusjóði sem annast förgun
spilliefna fást aðeins þau svör að
lausn á þessu hafi ekki fundist. Því
er með öllu óljóst hver borgar
kostnað af förgun rafmagnsbíla
sem þegar eru komnir á göturnar.
Þeir skipta frekar þúsundum en
hundruðum.
Förgunarkostnaðurinn verður ef-
laust ekki svona hár þegar þús-
undum rafmagnsgeyma verður eytt
á ári. Ljóst er þó að kostnaðurinn
verður gríðarlega hár, sennilega 4-5
milljarðar á ári, miðað við eðlilega
endurnýjunarþörf þegar draumur-
inn fagri hefur ræst. Ekki má
gleyma því að þessir rafmagns-
geymar eru hættulegir, t.d. í
árekstri og meðhöndlun vegna há-
spennu, en einnig kemur fyrir að
þér springa í loft upp og geta valdið
stórslysi og íkveikju.
Ef markmið Parísarsamkomu-
lagsdraumóramanna mun rætast og
enginn útblástur á lofttegundum
frá bílum verður fyrir hendi mun
heildarútblástur frá mannheimum
hérlendis minnka um 4%. Ef við
tækjum nýlega mælt útstreymi frá
Kötlu í Mýrdalsjökli með í dæmið
færi þetta niður í rúmt 1%. En ef
við tækjum allt útstreymi allra eld-
stöðva, jarðhitasvæða á Íslandi og
eðlilegs niðurbrots lífrænna efna
með í reikninginn væri þetta vart
mælanlegt í eðlilegri hringrás loft-
tegunda andrúmsloftsins, sem mun
vera samansett úr 78% köfnunar-
efni, 21% súrefni en ýmsar loftteg-
undir skipta með sér þessu eina
prósenti sem eftir er.
Hlutfall koltvísýrings mun núna
vera 0,041% en hefur mælst 15
sinnum hærra í sýnum frá fyrri
tímum jarðsögunnar. Hér má
gjarnan koma fram að því aðeins
má kalla koltvísýring gróðurhúsa-
lofttegund vegna þess að garð-
yrkjumenn dæla þessari hollu loft-
tegund gjarnan inn í gróðurhús sín
til að auka vaxtahraða plantnanna
og verður ekki meint af. Engin
raunveruleg vísindi geta sýnt fram
á að þessi lofttegund hafi nein áhrif
á hitastig jarðar – ekki vottur af
sönnun eins og Nóbelsverðlauna-
hafi í eðlisfræði sagði að mér
áheyrandi.
Að lokum þetta. Rafmagnsdrifin
ökutæki eru engin nýlunda í heim-
inum. Menn hófu þegar um miðja
næstsíðustu öld að þreifa sig áfram
með þannig farartæki. Rafmagns-
bílar eru því með hátt í tveggja
alda þróunarsögu að baki og hafa
samt ekki komist á hærra stig en
raun ber vitni. Þeir verðskulda ekki
að með þeim sé borgað svo þeir
standist samkeppnina við aðra bíla.
Sjálfsagt er að láta þá eins og önn-
ur ökutæki keppa á jafnréttis-
grundvelli um bestu lausnina fyrir
mannkyn.
Er glóra í rafbíla-
væðingunni?
Eftir Valdimar
Jóhannesson
Valdimar
Jóhannesson
»Rafbílavæðing
landsins virðist vera
drifin áfram af tilfinn-
ingasemi ákafamanna
í umhverfismálum
sem taka lítt mið af
kaldri skynsemi.
Höfundur er á eftirlaunaaldri.