Morgunblaðið - 05.12.2018, Page 23

Morgunblaðið - 05.12.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 við allar góðu stundirnar sem við áttum saman, hvort sem það var við eldhúsborðið að ræða málin, í útilegu eða annars staðar og þá helst með eitthvað gott í mjólkur- glasi að fagna einhverju skemmti- legu. Góða ferð elsku vinur og fé- lagi. Elsku Rakel, Gísli og börn, Guðrún, Arnar og börn, vinir og fjölskylda Robba, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um yndislega Robba lifir áfram í hjörtum okkar. Ykkar vinir, Erla Kristín, Þorsteinn, Edda Katrín og Jón Viktor. Ég kynntist mági mínum og vini, Róbert, í Kaupmannahöfn í janúar 1975. Þá kynntist ég líka eiginkonu Róberts, Höllu Jóhann- esdóttur. Ég hafði þá nýverið kynnst Erlu konunni minni. Halla og Róbert bjuggu þá á Jyllandsvej á Frederiksberg og var mér tekið einstaklega vel frá fyrstu tíð og áttum við margar góðar stundir saman, bæði þar og hjá foreldrum Róberts í Søborg. Róbert var nýlega menntaður sjúkraskósmiður og Halla hjúkr- unarfræðingur og lá í kortunum að þau flyttust aftur til Íslands með litlu dæturnar Guðrúnu Mjöll og Rakel. Eftir heimkomuna til Íslands 1976 stofnaði Róbert vinnustofu fyrir smíði á sjúkraskóm, sem hann rak af myndarskap. Foreldr- ar Róberts höfðu þá flust heim haustið áður og hóf faðir Róberts seinna skósmíðastörf hjá honum. Dag einn síðsumars 1983 þegar Róbert var við vinnu stoppaði hjartað í honum. Þá var Róbert nýorðinn 32 ára. Eftir erfiðar aðgerðir á Borgar- spítalanum kom í ljós að Róbert hafði hlotið skaða í heila vegna súrefnisleysis í dauðadái þar sem skammtímaminnið og frumkvæð- ið með meiru raskaðist. Þetta var mikið áfall fyrir Ró- bert en einnig fyrir hans nánasta umhverfi. Bæði fjölskyldu-, vina- og viðskiptalíf fór í mola. Róbert var ekki lengur sá sterki frum- kvöðull og drifkraftur sem hafði einkennt hann á árum áður. Fjöl- skylda og vinir höfðu misst Ró- bert, en það var erfitt að syrgja, hann var jú hérna áfram ljóslif- andi og sem betur fer með sína já- kvæðni og hlýju. Róbert hafði orðið fyrir áfalli. Það var í okkar munni alltaf orðað þannig. Það var ekki hægt að skil- greina þetta sem Róbert hefði dá- ið og endurfæðst í sama líkama, sem önnur persóna! Fjölskyldu- og félagslega var Róberti sniðið nýtt lífsviðhorf, sem hann tókst á við með sóma. Á árunum sem fylgdu höfðum við Erla mikil samskipti við Ró- bert, bæði þegar við komum í heimsóknir til Íslands og einnig var Róbert duglegur að heim- sækja okkur og bjó hann hjá okk- ur um tíma eftir að Erla hafði milligöngu um að Róbert fékk inni á sérfræðideild fyrir heilaskaðaða við Kaupmannahafnarháskóla. Við urðum samferða á morgnana inn til Kaupmannahafnar, ég í mína vinnu og hann í háskólann. Alltaf skilaði Róbert sér sjálfur heim til Herlev. Ég held að hann hafi aðeins einu sinni fengið sekt fyrir að gleyma að kaupa miða í lestina. Róbert kenndi mér fljótlega eftir „áfallið“ að maður á ekkert að vera að hengja sig í fortíðina. Þannig kynntist ég Róberti enn einu sinni og eignaðist þannig ekki síðri vin en áður. Það getur verið erfitt fyrir þá nánustu og vini að sætta sig við þann missi sem svona áföll orsaka og takast á við fullkomlega nýjar reglur og lífs- viðhorf. Róbert sýndi okkur á margan hátt, með sínu hlýja viðmóti og já- kvæðni, hvað lífið er gjöfult þrátt fyrir stóran missi. Hann dásamaði oft við mig barnabörnin sín og dæturnar tvær og betri tengda- syni hefði hann alls ekki getað eignast! Þau eiga líka sinn stað í okkar hjörtum. Hjá börnunum okkar er líka margs að minnast um góða sam- veru. Alltaf voru móttökurnar góðar, enda var Róbert einstak- lega góður börnum. Jón Pétur Svavarsson, Herlev, Danmörku. Tíminn líður, börn fæðast, verða vinir okkar, meðan eldri fjölskyldumeðlimir og gamlir góð- ir vinir og ættingjar deyja og hverfa. Þannig er lífið og vissulega verður maður að sætta sig við það. Einn af mínum bestu vinum, hann Robbi minn, andaðist 19. nóvember sl. eftir mjög stutta sjúkralegu. Ég heimsótti hann af og til á heimili hans, þáði kaffi og við rifjuðum upp gamlar minning- ar frá þeim tíma þegar hann var fullfrískur. Við gátum hlegið hjartanlega yfir skringilegum sög- um sem ég minnti hann á og sam- an brostum við að fallegum minn- ingabrotum. Hann var oftast hress og kátur og lét ekki brjóta sig niður, þrátt fyrir þau örlög sem breyttu lífi hans svo snögglega og án fyrir- vara. Hjartastopp öllum að óvörum! Á þeim tíma rak Róbert skó- vinnustofu þar sem hann sérsmíð- aði og hannaði sérstaka skó fyrir bæklaða fætur þeirra sem þurftu. Ég kom oft til hans að vinnu lok- inni og fékk þá að fylgjast með móttöku viðskiptavina. Liprari og vingjarnlegri mann hef ég sjaldan séð rækta vinnu sína. Feimnir við- skiptavinir, sem kviðu fyrir skoð- un hjá Robba, kvöddu brosandi að greiningu lokinni, þegar hann kvaddi með hlýju handtaki og hlýjandi brosi. Hann var góður maður sem margir syrgja og ég er einn þeirra. Á hans síðustu árum vann hann á Læk og varð þar mjög vinsæll. Hans góðu fjölskyldu færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur á þessari sorgarstundu. Ég mun aldrei gleyma þér, Robbi minn. Einar Þorgrímsson. Öðlingurinn Ferdinand Róbert Eiríksson eða Róbert eins og hann var nefndur lést hinn 19. nóvem- ber sl. Hann er einstaklingur sem mér finnst vert að kveðja með nokkrum orðum. Okkar kynni hóf- ust gegnum veru Róberts heitins hjá Helgu í Vorsabæ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Reyndar hét sveitin Skeiðahreppur þegar leiðir okkar Róberts lágu saman fyrir rúmlega hálfri öld. Það æxlaðist þannig til, að ég var sumarstrákur í Fjalli, næsta bæ við Vorsabæ, á sínum tíma og sá Róbert heitinn fyrst sem ungling í útreiðartúr ásamt Vorsabæjarfólkinu. Veru- leg kynni urðu þó ekki milli okkar fyrr en við vorum komnir yfir tví- tugt og þá mest kringum ferðir í Reykjaréttir sem við vorum iðu- lega þátttakendur í, en Fjalls- og Vorsabæjarmenn og fólkið af næstu bæjum fór yfirleitt í sam- reið til fundar við réttargleðina og rollustússið. Það brást ekki að allt- af var komið við í kjötsúpu í Vorsabæ á leiðinni heim úr rétt- um. Í þessum réttarferðum var Róbert alveg í essinu sínu, það leyndi sér ekki. Hann var söng- elskur eins og margir af félögum okkar og með sinni glaðværu framkomu var hann vinsæll í hópnum. Oft á tíðum riðu hann og Eiríkur í Vorsabæ með okkur heim í Fjall eftir réttarsúpuna til þess að taka daginn út með meiri söng og gleði. Árin liðu og við Ró- bert héldum tryggð við Skeiðin. Ef ég átti leið um sveitina að sumri til kom ég yfirleitt við hjá Helgu í Vorsabæ og oftar en ekki var Róbert þá þar staddur. Er við Róbert sátum yfir rjúkandi kaffi- bolla í eldhúsinu hjá Helgu í Vorsabæ var gott næði til þess að rabba saman og ég komst nær hans hugarheimi. Það sem mér fannst eftir- tektarvert á stundum sem þessum og almennt í fari Róberts heitins var hið jákvæða viðhorf hans til manna og málefna. Kærleikur hans og þakklæti til Helgu í Vorsabæ var líka áberandi enda viðmót hennar gagnvart Róberti í líkingu góðrar móður til sonar og átti Helga að mínu áliti ríkan þátt í því að byggja Róbert upp eftir áfall sem hann varð fyrir í blóma lífsins. Það vill svo til að ég var kunn- ugur Eiríki heitnum föður Ró- berts og við hittumst iðulega í Sundlaug Hafnarfjarðar á árum áður meðan ég bjó í bæjarfélaginu og bar Róbert þá iðulega á góma. Sama gilti um Gísla föðurbróður hans sem ég rakst oft á í Laugar- dalslauginni á sínum tíma. Mér er því kunnugt um að sterkar stoðir stóðu að baki Róberti í föðurætt- inni. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra vina okkar fyrir austan fjall með orðunum: Takk fyrir góðar samverustundir. Dætrum Róberts og afkomendum þeirra sendi ég samúðarkveðjur, svo og frændgarði hans öllum og vinum. Minning um einstaklega vel gerðan dreng mun lifa. Í guðs friði. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Ég sat við eldhúsborðið í Grænukinn og gæddi mér á morg- unkorni þegar þau komu inn eins og stormsveipur. Þau voru að flytja heim frá Danmörku eftir að hafa verið þar við nám og vinnu, Halla systir mín í hjúkrunarfræði og Róbert í námi í sjúkraskósmíði. Það var mikill spenningur að fá þau heim eftir langan tíma í út- löndum og það var alltaf mikið fjör og galsi í kringum Robba mág. Eftir að hafa heilsað þeim settist ég aftur við morgunkornið sem bragðaðist allt í einu mjög ein- kennilega. Varð mér þá litið á Robba sem hafði fylgst hlæjandi með mér og ég áttaði mig á að hann hafði laumað smá viskílögg á diskinn. Þetta var honum líkt, allt- af að gantast og að gera góðlátlegt grín. Það varð mikil breyting að fá fjölskylduna heim því alltaf var maður velkominn í heimsókn til þeirra. Það var líka spennandi að fá tvær litlar frænkur, dæturnar Guðrúnu Mjöll og Rakel, til að atast í. Maður fylgdist með Robba koma skósmíðaverkstæðinu á laggirnar og dáðist að því hve snöggur og laginn hann var við vinnuna. Robbi var vinsæll og vin- margur og margir komu við á verkstæðinu til að spjalla og þiggja kaffisopa. Hann sló þó aldr- ei af við vinnuna. Það var alltaf mikið að gera hjá honum og fjöl- skyldan dafnaði vel. Svo kom reið- arslagið. Róbert fékk hjartaáfall á verkstæðinu aðeins 32 ára að aldri. Hann var ekki samur eftir þetta áfall og nýr veruleiki blasti við fjölskyldunni. Verkstæðinu var lokað og um síðir skildi leiðir Höllu og Róberts. Róbert vann áfram við fagið í hlutastarfi hjá Stoð en vinnuþrekið var ekki hið sama og áður. Róbert dvaldi all- mikið hjá Helgu á Vorsabæ á Skeiðum eftir þetta. Hann hafði verið mörg sumur þar í sveit og átti góðar minningar þaðan. Þar undi hann sér vel við gott atlæti Helgu. Þau komu oft saman í heimsókn á Hverabakka og fengu grænmeti með í nesti. Það var allt- af gaman að hitta Robba og alltaf var sami gamli húmorinn á sínum stað. Róbert naut þess að vera í skjóli dætra sinna tveggja sem hugsuðu af mikilli alúð um hann mörg undanfarin ár. Í nokkur ár bjó hann á neðri hæðinni hjá Rak- el í lítilli stúdíóíbúð og þar var hann umvafinn fjölskyldu Rakel- ar. Hann hafði mikinn áhuga á barnabörnunum og naut þess að hafa þau nálægt sér. Rakel, Guðrúnu og fjölskyldum þeirra sendum við samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Þorleifur og Sjöfn, Hverabakka II. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það var í byrjun árs 2006 að ég kynntist Læk í Hafnarfirði. Þar tók á móti mér maður með kaffi- bollann sinn og bros á vör. Þessi maður var Róbert. Ekki óraði mig fyrir því þá hvað vinátta okkur myndi verða djúpstæð og dýr- mæt. Róbert sá alltaf það jákvæða í lífinu. „Villi Kalli við tökum ekki ann- að í mál, þessir fýlupokar mega bara eiga sig. Það eina sem vantar til að fullkomna daginn er eitt mjólkurglas af góðu ákavíti.“ Þetta var allt í nösunum á hon- um, hann var með svona kald- hæðni við okkur. Elsku Róbert minn, mikið á ég eftir að sakna þín og við öll í Læk. Lækur verður ekki samur án þín og ég sakna þín meira en orð fá lýst. Þú varst svo mikill gleðigjafi og með þinn kalda húmor, sagðir oft um dætur þínar: „Það má venjast þeim.“ Það verð- ur erfitt að venjast því að hitta þig ekki hressan og kátan eins og alla daga. Þú varst vanur að vera með kústinn á lofti í annarri og kaffi- bollann í hinni. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.“ Elsku Guðrún Mjöll, Rakel og fjölskylda, missir ykkar er mikill, ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Þú misstir hann sem hjartanu er kær og hlýtur sárt að finna til og stríða. Það sem vakti gleði þína í gær grætir þig í dag og fyllir kvíða. Mundu samt að sorgartárin tær trega víkja burt er stundir líða. Við vildum gjarnan gátu lífsins ráða geta snúið við og takti breytt. Óglöggt finnst oft mennskum markið þráða en maður getur huga að því leitt. Að líkn er svefninn fyrir þreytta og þjáða og þessa líkn fær Drottinn aðeins veitt. Nú er sár og hryggur hugur þinn hryggðin gisti líka í nótt hjá mér. Enginn gengur einn með söknuð sinn sameinuð í trúnni stöndum vér. Og vita skaltu ætíð vinur minn að vinir allir finna til með þér. (Haraldur Haraldsson) Elsku Róbert minn, hvíl í friði. Ég mun aldrei gleyma þér. Þinn vinur, Vilhjálmur Karl. Kæri Róbert, þú varst frábær vinur. Þú minntir okkur félagana sífellt á að hafa ekki áhyggjur og vera ekki að kvarta. Svo gerðir þú tákn með höndunum til að sýna okkur hvaða leið áhyggjur ættu að fara. Þú sagðist ekki nenna að hanga í kringum leiðindapúka og minntir fólk á að vera í góðu skapi og taka lífinu létt. Þú varst vinur vina þinna. Við borðuðum og drukkum kaffi saman og ræddum um lífið og tilveruna. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að heimsækja þig á spítalann. Þú varst alltaf hress og kátur og líka þá. Ég á eftir að sakna þín mikið. Það verður tómlegt án þín. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur, og þá fáum við okkur kaffi og sígó og verðum hressir. Þinn vinur ávallt, Þóroddur Jónsson. Hann Róbert vinur minn er fallinn frá. Blessuð sé minning hans. Vinátta okkar hófst þegar við vorum saman í sveit hjá Helgu móðursystur minni í Vorsabæ á Skeiðum. Þó svo þriggja ára ald- ursmunur væri á okkur vorum við mjög samrýmdir og brölluðum margt saman, meðal annars í hestamennskunni. Útreiðartúrar voru helsta skemmtunin og vin- sælustu reiðleiðirnar voru Hvítár- bakkar og Hraunið. Robbi hafði gott auga fyrir eiginleikum hesta og var góður knapi. Seinna sumarið okkar saman í Vorsabæ var Robbi kominn með bílpróf sem mér þótti frábært því þá gátum við farið lengri leiðir á jeppanum hennar Helgu. Þá voru bíósýningar á Flúðum, á fimmtu- dagskvöldum þegar ekki var sjón- varp og minnist ég þess að við fór- um ásamt strákunum í austurbænum að sjá myndina „Summer Holiday“ með Cliff Richard, sem var mikill smellur á sínum tíma. Í þá daga heyrðust dægurlög sjaldan í útvarpinu. Það var bara ein útvarpsstöð, gamla Gufan, og einu þættirnir sem buðu upp á þess háttar tónlist voru Lög unga fólksins, Óskalög sjómanna og Óskalög sjúklinga. Eitt sinn vor- um við Robbi að stinga skán út úr lambhúsinu, hann var með skófl- una en ég bar kögglana í fanginu út á tún. Styttum við okkur stund- ir við að hlusta á Óskalög sjó- manna í transistorútvarpinu hennar Helgu. Eitt af lögunum var „Silence Is Golden“. Ég var ekki vel að mér í ensku og spurði hvað titill lagsins þýddi. Robbi hætti að stinga út, hallaði sér fram á skófluna og hugsaði sig vel um áður en hann sagði: „Þögnin er gulls ígildi.“ Mér fannst hann komast svo vel að orði að álit mitt á honum jókst til mikilla muna og var þó mikið fyrir. Eitt sinn fékk Robbi frí um helgi og fór til Reykjavíkur. Not- aði hann tækifærið og fór í klipp- ingu. Þetta var á bítlaárunum þeg- ar maður gætti þess að láta ekki taka of mikið af hárinu, einkum ekki toppnum. Þegar hann kom til baka furðaði ég mig á því að hann var nánast burstaklipptur. Sagðist hann hafa verið svo þreyttur eftir skemmtanalíf helgarinnar að hann sofnaði í stólnum hjá rakar- anum og þegar hann vaknaði var búið að taka mun meira af hárinu en hann hafði viljað. Eftir að Róbert missti heilsuna var hann töluvert í Vorsabæ hjá Helgu, einkum á sumrin. Hann var mjög barngóður og börnin hændust að honum. Edda Björk dóttir mín var oft hjá Helgu á þessum tíma og minnist hún hans með mikilli hlýju því hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við krakk- ana. Ég heimsótti Róbert á Land- spítalann nokkrum dögum áður en hann kvaddi þennan heim. Hann var samur við sig því þegar ég spurði hvort hann væri ekki hress svaraði hann ákveðinn: „Jú, maður lætur engan bilbug á sér finna.“ Ég kveð Róbert með söknuði og votta fjölskyldu hans innilega samúð mína. Þórður Þórkelsson. Magga okkar er nú búin að fá hvíld- ina sem hún þráði. Það var henni erfitt að upplifa síðustu mánuði þar sem gamli krafturinn, gleðin og orkan lét undan og hún varð að treysta á aðstoð í daglegum verkefnum. Við öll sem þekktum Möggu munum eftir eldhressri, fallegri konu og góðri manneskju. Hún var lengi starfandi sem kennari i Álftamýrarskóla, íþróttakennari sem lagði mikla rækt við sitt starf og hver nemandi skipti máli. Hún tengdist snemma málefnum fatl- aðra en í Álftamýrarskóla var Margrét Ágústa Hallgrímsdóttir ✝ MargrétÁgústa Hall- grímsdóttir fæddist 24. september 1936. Hún lést 24. nóvember 2018. Útför Margrétar fór fram 3. desem- ber 2018. sérstök deild fyrir blind og sjónskert börn. Hún lagði sig fram um að virkja þau í íþróttum og hélt námskeið fyrir íþróttakennara um kennslu blindra og sjónskertra. Hún fylgdist vel með sín- um gömlu nemend- um og var stolt af þeim, hvort sem þau náðu árangri á sviði íþrótta eða öðrum sviðum. Magga Hall, eins og við köll- uðum hana oftast, var öflugur liðsmaður Íþróttasambands fatl- aðra og var í stjórn ÍF um árabil. Hún stýrði verkefnum í tengslum við norræn barna- og unglinga- mót, aðstoðaði á mótum ÍF og var ávallt tilbúin að liðsinna ef til hennar var leitað. Það fylgdi henni alltaf gleði og grín en að sama skapi alvara, því hún tók al- varlega þau verkefni sem henni voru falin. Það mátti treysta því að þar voru verkefni í góðum höndum. Hún elskaði að ferðast og upp- lifði mikil ævintýri á ferðalögum sínum. Það var engin hindrun að ferðast ein á efri árum, eftir að Björgvin hennar féll frá. Frekar fór hún ein en sleppa tækifærinu, ef eitthvað spennandi kom upp og ferðafélagar uppteknir. Þar var augnablikið það sem skipti máli og ákvörðun tekin um að njóta tækifæranna meðan þau gáfust. Það er dýrmætt að eiga góðar minningar um einstaka vinkonu og ómetanlegan liðsmann í íþróttastarfi fatlaðra. Hennar ævistarf var sannarlega mikil- vægt og það skipti máli þegar heilsan brást að geta opnað á minningabankann og fundið hve lífsstarfið hafði gefið öðrum mikið. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast jafn yndislegri manneskju og hennar minning mun lifa í hjörtum okkar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. F.h. stjórnar og starfsfólks ÍF, Þórður Árni Hjaltested Anna Karólína Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.