Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 25
Þórður var heimsborgari og varð ég þess fljótt áskynja að bæði starfið og ferðalögin áttu við hann. Hann ræddi oft við mig um það sem honum þótti áhugavert á ferðalögum sínum erlendis enda tók hann eftir hinu skrítna og lenti í alls konar ævintýrum. Síðan sú harmafregn barst mér að Þórður væri allur hafa margar tilfinningar sem erfitt er að koma á prent hringsólað í höfðinu á mér. Ég kveð ekki bara góðan vin heldur einnig einn skemmtileg- asta mann sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Óneitanlega kemur upp reiði þegar ég hugsa til þess að honum hafi ekki verið úthlutað lengri tíma við barinn. „Kvöldar, haustar, dagar dimmra nátta“ segir Megas í textanum um Ást- ina og örlög Eyjólfs bónda og í þetta sinn kvöldaði alltof snemma. Fjölskyldu Þórðar Alberts, móður, föður og systrum, vil ég votta mína dýpstu og innilegustu samúð. Valur Freyr Steinarsson. Góður vinnufélagi er farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Maður á erfitt með að skilja hvers vegna svona ungur maður fer svona snemma. Það er svo stutt síðan við Þórður sátum saman á kaffistof- unni í skýli 8 á Keflavíkurflugvelli og rifjuðum upp skemmtilegar sögur úr vinnunni. Þórður Albert Guðmundsson hóf störf hjá tækniþjónustu Ice- landair í byrjun árs 2007 sem flug- virki og kom það fljótlega í ljós að hann var handlaginn og mikill fag- maður. Viðhald og viðgerð á hreyflum flugvéla varð sérgrein hans og var hann orðinn mikill sérfræðingur í þeim fræðum. Þórður var traustur starfsmaður og það var ávallt hægt að leita til hans þegar vandamálin voru af stærri gerðinni og fara þurfti í löng ferðalög til að bjarga málun- um. Það skipti ekki máli hvort verkefnin voru í Tyrklandi, Rúss- landi, Ameríku, Skotlandi eða bara hér heima. Alltaf var auðsótt mál að fá liðsinni Þórðar. Það er alveg hægt að segja að Þórður hafi talað kjarngóða ís- lensku og lá hann ekki á skoðun- um sínum á málefnum líðandi stundar. Þó að hann hafi haft hrjúfan skráp var hann sannar- lega hjartahlýr maður. Fyrir einu og hálfu ári var Þórður ráðinn hópstjóri og var hlutverk hans að leiða vinnu hóps flugvirkja í stórskoðunum. Þessu hlutverki sinnti Þórður af miklum áhuga og var hann fljótur að til- einka sér nýjungar. Það var því mikið áfall þegar fréttir bárust af veikindum Þórðar. Það er erfitt að sætta sig við þetta, en við getum engu breytt, líf okkar heldur áfram en minningin lifir um góðan vinnufélaga. Við samhryggjumst fjölskyldu, aðstandendum og vinum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni (Bubbi Morthens) Fyrir hönd vinnufélaga, Hörður Már Harðarson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 25 Tilkynningar Borgarbyggð Skipulagsauglýsing Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 170. fundi sínum þann 14. maí 2018, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Skotæfingasvæði í landi Hamars – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breyta á landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í opið svæði til sérstakra nota. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunnan við skotæfingasvæðið. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu, frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og verður samnýttur með núverandi reið- og gönguleið. Málsmeðferð verður samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Skotæfingarsvæði í landi Hamars – Tillaga að nýju deiliskipulagi. Markmið deiliskipulags er að byggja upp skot- æfingasvæði á 16, 7 ha svæði skammt norður af Borgarnesi. Á svæðinu er gert ráð fyrir 7 bíla- stæðum, félagshúsi, skeet-velli, riffilbraut og göngustíg frá bílastæði að skeet-velli, og meðfram riffilbraut að takmarki og kúlufangi. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 10. desember til 21. janúar 2019 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 21. janúar 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Miðvikudaginn 19. desember 2018 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulags- sviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögurnar verða kynntar þeim sem þess óska. Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Eystra-Seljaland – Aðalskipulagsbreyting Breytingin tekur til um 8,6 ha lands úr jörðinni Eystra-Seljaland, Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir því að núverandi landbúnaðarsvæði (L) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Fyrirhuguð er ferðaþjónusta á skipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir hóteli á eystri hluta þess. Ekki liggja þó fyrir nánari hugmyndir um aðra starfsemi. Vesturskák – Aðalskipulagsbreyting Breytingin tekur til um 6,0 ha lands sem er upprunalega úr jörðinni Kirkjulækjarkot, Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir því að hluta af núverandi frístundabyggð (F) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Skipulagstillagan gerir ráð fyrir því að á umræddu svæði rísi nýbyggingar fyrir ferðaþjónustu. Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 10. desember 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 21. janúar 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason, fulltrúi skipulags- og byggingarmála. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30, allir velkomnir. Jóga með Grétu 60+ kl. 12.30. Söngstund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni Jökulssyni kl. 15. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Þar er boðið upp á stólaleikfimi með Öldu Maríu og jólaföndur. Kaffi og með því í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Aðventukaffi Boðans hefst kl. 13.30 með harmonikkuspili og söng. Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Sala á handunnum jólavörum og harðfisk kl. 11-15. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf kl. 13.15, ,,Maður er manns gaman", í dag verður jólabingó með glæsilegum vinningum. Stundin byrjar með kyrrðarstund kl. 12. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Í dag miðvikudag höldum við áfram með föndrið, spilað og skrafað. Sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. Anna Ragna Fossberg kemur og les upp úr bókinni sinni Auðna. Kaffið góða frá Sigurbjörgu eins og vant er. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl.10.15. Kvennaleikfimi Ásgarðí kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Guðríðarkirkja Jólabingó miðvikudaginn 5. desember kl. 12. Helgi- stund í kirkjunni og jólasálmar sungnir. Súpa og meðlæti 700 kr. Síðan verður spilað bingó, spjaldið kostar 250 kr. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Karl, sr. Leifur, Hrönn og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun / kvennabridge / silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16, byrjendur kl. 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar 8 Korpúlfar á tölvunámskeið í samvinnu við BHS, mæting 9 í Borgum, gengið saman í BHS. Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10. Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum og í Egilshöll, keilal í Egilshöll kl. 10. Jólabingó Korpúlfa kl. 13 í Borgum í dag, margt stór- glæsilegra vinninga. Qigong fellur niður í dag. Minnum á jólahlað- borð Korpúlfa á morgun fimmtudaginn 6. dessember, húsið opnað kl. 18, muna aðgöngmiða. Langholtskirkja Samverustund eldri borgara í Langholtskirkju á miðvikudögum. Samveran hefst í kirkjunni með stuttri notalegri bænastund kl. 12.10. Sameiginleg máltíð í safnaðarheimilinu, söngur, spil og spjall. Umsjón er í höndum Helgu Guðmundsdóttur og Sigríðar Ásgeirsdóttur, hópur sjálfboðaliða reiðir fram ódýra máltíð og miðdegiskaffi. Öll velkomin. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi 2. hæð kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15, viðtalstími hjúkrun- arfræðings kl. 10-12, bókmenntahópur kl. 11, félagsvist kl. 14, Bónus- bíllinn kl. 14.40. Uppl. í síma 4112760. Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Val- húsaskóla kl. 13. Jólaföndur á Skólabrautinni kl. 13. Allir velkomnir. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Aðventuhátíð félagsins fimmtudaginn 6. desember kl. 15.30, boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti. Söngur, Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Bjarni Karlsson, upplestur úr bókum og fl. Félagslíf Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður Bjarni Gíslason. Allir velkomnir. Atvinnuhúsnæði 110/220 fm lagerhúsnæði með innkeyrsluhurð Til leigu 110 fm / 220 fm lagerhús- næði við Stórhöfða með innkeyrslu- hurð og lofthæð 3,3 m. Nánari upplýsingar: atvinnuhusnaedi.ehf@gmail.com. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Smá- og raðauglýsingar 569 1100 Vantar þig pípara? FINNA.is fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.