Morgunblaðið - 05.12.2018, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018
Freyjujazz og sendiráð Þýskalands
bjóða til hádegistónleika í Listasafni
Íslands í dag kl. 12.10. Þar koma
fram saxófónleikarinn Theresia Phil-
ipp og bassaleikarinn Clara Däubler.
„Clara Däubler er fjölhæf og eftir-
sóttur bassaleikari og hefur leikið
með Juliu Hülsmann, Angeliku Nies-
cier, Nils Wogram, Heinrich Köbberl-
ing, Ed Kröger og NDR Radio Phil-
harmonics. Hún hefur komið fram í
fjölmörgum löndum Evrópu og einn-
ig Kanada og Bandaríkjunum. Árið
2017 hlaut hún Junger Münchner
Jazzpreis og Jazz Prize Hannover
með Fynn Großmann Quintet.
Theresia Philipp er saxófónleikari
og atkvæðamikill fulltrúi yngri kyn-
slóðarinnar frá Köln-senunni. Hún
sækir innblástur til Ornette Coleman,
Chris Speed og Hayden Chisholm en
einnig tónskálda á borð við Ligeti og
Chin,“ segir í tilkynningu og bent á
að líkt og Däubler hafi Philipp komið
fram um víða veröld. Þetta er þó
fyrsta Íslandsheimsókn þeirra.
Með Däubler og Philipp leika
Sunna Gunnlaugs á píanó og Scott
McLemore á trommur. Á efnis-
skránni verða frumsamin verk með-
lima í bland við standarda.
Ókeypis er á tónleikana sjálfa en
gestir sem vilja njóta sýninga safns-
ins um leið þurfa að kaupa miða á
safnið.
Kontrabassaleikarinn Clara Däubler.
Tvær þýskar djasskonur leika í hádeginu
Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands
(RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands standa fyrir mál-
þingi um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í ís-
lenskri stjórnmálaorðræðu í Veröld, húsi Vigdísar, í dag
milli kl. 11.30-13.15.
„Þar verður meðal annars fjallað um hæfni feðraveld-
isins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir
kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu
stjórnmálamanna. Spurt verður hvort feðraveldið sé að
bregðast við #metoo-byltingunni og hvort enn sé litið á
konur sem aðskotahlut í stjórnmálum,“ segir í tilkynn-
ingu. Málþingið hefst með röð fræðilegra ör-erinda. Að
þeim loknum munu stjórnmálamenn fjalla um ofangreint ástand í pallborði.
Frummælendur verða fræðimennirnir: Irma Erlingsdóttir, dósent og for-
stöðumaður, Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, Erla Hulda
Halldórsdóttir, dósent í kvenna- og kynjasögu, Ragnhildur Helgadóttir, for-
seti lagadeild Háskólans í Reykjavík, Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórn-
málafræði, Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við heimspeki- og sagn-
fræðideild, Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, Þorgerður
Þorvaldsdóttir, doktor í kynjafræði, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, aðjunkt í
heimspeki, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur og Dagný Kristjáns-
dóttir, deildarforseti í íslensku- og menningardeild.
Í pallborðsumræðum taka þátt: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra, Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi jafnréttis-
ráðherra, Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis, Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis,
Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður og Inga Björk Bjarnadóttir, vara-
formaður ungra jafnaðarmanna. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir stýrir pall-
borðsumræðum og fundarstjóri er Tatjana Latinovic, stjórnarkona í Kven-
réttindafélagi Íslands. Aðgangur er ókeypis.
Málþing um kvenfyrirlitningu í dag
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Norræna húsið heldur vistvæn jól
með fjölbreyttum viðburðum í
desember. Sett verður upp jóla-
verkstæði í verslun Norræna
hússins þar sem jólasveinar geta
fram til 20. desember keypt plast-
laust dót í skóinn.
Föstudaginn 7. desember milli
kl. 20 og 22 heldur Maret Ravdna
Buljo námskeið í matreiðslu á
hreindýrakjöti og sýnir hvernig
hægt er að nýta allt af dýrinu svo
engin sóun verði. Sveinn Kjart-
ansson á Aalto Bistro leiðir samtal
við hana um matargerð á norð-
lægum slóðum sem fram fer á
ensku. Uppselt er á viðburðinn, en
áhugasamir geta fylgst með beinu
streymi frá viðburðinum á vef
Norræna hússins.
Laugardaginn 8. desember fer
fram námskeið í endurunnu
föndri þar sem Málfríður Finn-
bogadóttir kennir meðal annars
hvernig hægt er að breyta gamalli
bók í fallegt jólaskraut. Sunnu-
daginn 9. desember verður í and-
dyri Norræna hússins opnuð sýn-
ingin Ég er Grýla. Þar getur að
líta ólíkar túlkanir og birting-
armyndir á fyrirbærinu Grýlu.
Meðal listamanna sem verk eiga á
sýningunni eru Gabríela Friðriks-
dóttir, Egill Sæbjörnsson, Brian
Pilkington og Anna Rún Tryggva-
dóttir.
Listakona Gabríela Friðriksdóttir er með-
al þeirra sem takast á við Grýlu.
Vistvæn jól og Grýla í Norræna húsinu
SK kvartett, kvartett saxófónleik-
arans Sigurðar Flosasonar og píanó-
leikarans Kjartans Valdemarssonar,
kemur fram á tónleikum Jazz-
klúbbsins Múlans á Björtuloftum, á
5. hæð í Hörpu, í kvöld kl. 21.
„Á tónleikunum leikur kvart-
ettinn nýja og nýlega tónlist eftir
Sigurð og Kjartan. Aðrir meðlimir
kvartettsins eru bassaleikarinn Leif-
ur Gunnarsson og trommuleikarinn
Einar Scheving,“ segir í tilkynningu.
Miðar eru seldir á tix.is, í miðasölu
Hörpu og á harpa.is. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason.
SK kvartett á Múlanum í kvöld
Anna and the
Apocalypse
Metacritic 72/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.00
Heart is not a
servant
Bíó Paradís 20.00, 22.10
The Guilty
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 82/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 18.00, 22.10
Svona fólk
Bíó Paradís 18.00
Litla Moskva
Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 20.00
Cold War
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 22.00
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00, 22.10
Planet Single 2
IMDb 5,5910
Bíó Paradís 17.30
Erfingjarnir
Metacritic 82/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Creed II 12
Hinn nýkrýndi heimsmeist-
ari í léttþungavigt, Adonis
Creed, berst við Viktor
Drago, son Ivan Drago, og
nýtur leiðsagnar og þjálf-
unar Rocky Balboa.
Metacritic 67/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 18.00,
20.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 19.30,
22.10
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.10
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.10
Overlord 16
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 22.40
Bohemian
Rhapsody 12
Sagan um Freddie Mercury
og árin fram að Live Aid tón-
leikunum árið 1985.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 17.00, 20.30,
22.40
Háskólabíó 18.00, 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30, 22.00
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir þær
báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 20.40
Undir halastjörnu 16
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,8/10
Háskólabíó 18.30
Venom 16
Eddie er sífellt að reyna að
ná sér niðri á snillingnum
Carlton Drake. Árátta Eddie
gagnvart Carlton hefur haft
vægast sagt slæm áhrif á
starfsferil hans og einkalífið.
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 20.00
The Girl in the
Spider’s Web 16
Metacritic 48/100
IMDb 5,7/10
Háskólabíó 20.30
Ralf rústar
internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í
rúst, og Ralph og Vanellope
þurfa að bregða sér á inter-
netið til að endurheimta hlut
sem nauðsynlegur er til að
bjarga leiknum.
Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 17.30
Sambíóin Álfabakka 17.30,
18.00, 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.00
Sambíóin Akureyri 17.00,
22.20
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 15.20, 17.50
The Grinch Trölli lætur það fara í taug-
arnar á sér þegar fyrrverandi
nágrannar hans byrja að
skreyta fyrir jólin, kaupa
gjafir og gleðjast.
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.15, 17.30
Háskólabíó 18.20
Borgarbíó Akureyri 17.30
The Nutcracker and
the Four Realms
Það eina sem Clara vill er
lykill - einstakur lykill sem
mun opna kassa með ómet-
anlegri gjöf frá móður henn-
ar heitinni.
Metacritic 39/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Laugarásbíó 17.00, 22.30
Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.15
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 16.45, 19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Smárabíó 16.00, 16.40, 19.10, 19.40, 22.10, 22.30
Fantastic Beasts: The Crimes
of Grindelwald 12
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar
ungri söngkonu og leikkonu
að slá í gegn, þó svo að ferill
hans sjálfs sé á hraðri niður-
leið vegna aldurs og áfengis-
neyslu.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.40
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30
Widows 16
Fjórar konur taka á sig skuldir
sem orðið hafa til vegna glæpa-
verka eiginmanna þeirra og
taka síðan málin í sínar hendur.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 84/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Kringlunni 22.15
Smárabíó 19.50, 22.40
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio