Morgunblaðið - 05.12.2018, Síða 36
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
AI
C
89
54
5
11
/1
8
Jólagjafabréf
Kauptu núna!
Veldu upphæð, prentaðu út
og jólagjöfin er klár.
airicelandconnect.is/gjafabref
Gefðu
jólagjöf
út í loftið
Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði
við Háskóla Íslands, flytur erindi um
íslenska jólasiði á Bókasafni Kópa-
vogs í dag kl. 12.15. Bakgrunnur og
þróun jólasiða á Íslandi frá upphafi
verður meðal efnis í erindi Terrys en
hann mun einnig segja frá Grýlu,
jólasveinunum, jólakettinum og jóla-
mat í alþjóðlegu samhengi. Aðgang-
ur er ókeypis.
Terry Gunnell fjallar
um íslenska jólasiði
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 339. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Keflvíkingurinn Brittany Dinkins
var besti leikmaður Dominos-
deildar kvenna í körfuknattleik í
nóvember, að mati Morgunblaðsins,
og er í úrvalsliði blaðsins annan
mánuðinn í röð. „Hún er frábær
leikmaður sem gerir alla í kringum
sig betri,“ segir samherji hennar
Bryndís Guðmundsdóttir, sem einn-
ig er í úrvalsliðinu. »2-3
Hún gerir alla
í kringum sig betri
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Íslenskur afrekshópur í dansi, sem
æfir undir stjórn breska danshöf-
undarins Chantelle Carey, náði
framúrskarandi árangri í viður-
kenndu stöðluðu prófi Bresku dans-
akademíunnar (e. British Theatre
Dance Association).
„Nemendurnir náðu frábærum
árangri; meira en helmingurinn
fékk 90% eða hærra, það sem myndi
kallast A-plús, en við köllum það
heiðursstjörnu. Svo fékk hinn helm-
ingurinn 75% eða hærra, sem er
heiðursviðurkenning hjá okkur,“
segir Carey í samtali við Morgun-
blaðið. Um er að ræða próf þar sem
nemendur þurfa að framkvæma ein-
hvers konar sýningaratriði einir á
sviði í tvær mínútur, dans, söng eða
leik. Prófdómari frá Bresku dans-
akademíunni kom hingað til lands til
að dæma nemendur en samtökin
eru ein af fjórum viðurkenndum í
Bretlandi sem mega framkvæma
slíkt próf. Um er að ræða við-
urkenndan árangur á stöðluðu
bresku prófi sem getur nýst nem-
endum vel í umsókn um dans- eða
leiklistarnám erlendis.
Krakkarnir sem tóku þátt í dans-
prófinu voru á aldrinum 10 til 18 ára
og segir Carey mörg þeirra ætla að
nýta árangurinn í annaðhvort
háskólaumsóknir eða áheyrnar-
prufur í framtíðinni.
Frá West End til Íslands
Carey hefur verið með annan fót-
inn á Íslandi eftir að hún starfaði í
kringum Billy Elliot-sýninguna hér-
lendis en hún er búsett í Lundúnum.
Hefur hún komið fram í fjölda söng-
leikja á West End og víða um heim
og starfað við listræna stjórnun í
söngleikjum. Carey tók síðan að sér
að vera aðaldanshöfundur fyrir sýn-
ingar hérlendis og hlaut Grímuverð-
launin 2017 og 2018 fyrir dans- og
sviðshreyfingar í sýningunum Bláa
hnettinum og Slá í gegn.
„Ég hef unnið mikið með þessum
nemendum í þeim sýningum sem ég
hef tekið þátt í. Mörg þeirra hafa
haldið áfram að æfa hjá mér og síð-
an hefur bæst í hópinn. Þau hafa
sum aldrei fengið tækfæri til að
sýna ein og það sem mig langaði að
gera var að láta þau taka þátt í
þessu frammistöðuprófi,“ segir
Carey. Hún er ekki með skóla hér-
lendis heldur sér einungis um þenn-
an afrekshóp og kennir þeim allt frá
steppdansi yfir í hipphopp og nú-
tímadjass.
Er þetta ekki í fyrsta skipti sem
hópurinn er verðlaunaður en átta ís-
lenskar stúlkur úr sama afrekshópi
hrósuðu einnig sigri í WLDF-
danskeppninni sem haldin var í
Dublin á Írlandi í sumar, þar sem
um hundrað dansarar voru skráðir
til leiks.
Morgunblaðið/Hari
Verðlaunadanshópur Krakkarnir voru afar ánægðir með heiðursskildina frá Bresku dansakademíunni.
Verðlaunuð af Bresku
dansakademíunni
Íslenskur afrekshópur í dansi hlaut breska heiðursskildi
Fjallað er um 11. umferð Olísdeildar
karla í handbolta í blaðinu í dag og
birt úrvalslið umferðarinnar.
Stjörnumenn hafa sótt hressilega í
sig veðrið og urðu m.a. fyrstir til
þess að vinna Selfossliðið á
keppnistímabilinu síðasta sunnu-
dag. Sigurinn sýnir að merkilega
mikil seigla virðist vera komin í
Stjörnuliðið; nokkuð sem oft hefur
vantað í liðið í gegnum
tíðina, ekki bara hjá
núverandi leikmönnum
liðsins. Egill Magnús-
son hefur
sprungið út
og skor-
að 72
mörk í
níu leikj-
um. »2-3
Merkilega mikil seigla
í liði Stjörnunnar