Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.12.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 Fjárlög voru afgreidd á föstudagmeð þeim orðum forsætisráð- herra að þar færu sóknarfjárlög og átti hún við að verið væri að auka ríkisútgjöld á ýmsum sviðum.    Oddný G.Harðar- dóttir, þingmað- ur Samfylkingar, tjáði sig einnig við fjárlaga- afgreiðsluna og sagði fjárlögin svik við ýmsa hópa, ef ekki vel- flesta.    Þannig héldu umræðurnaráfram, stjórnarandstaðan steig í pontu og talaði um svik og ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar og stjórnarliðar risu upp á móti og töldu enn lengra hafa verið gengið í uppbyggingarátt í þessum ábyrgu fjárlögum en lofað hefði verið fyrir kosningar.    Allt var þetta svo sem nokkuðfyrirsjáanlegt. Því miður var líka fyrirsjáanlegt að skattgreið- endur ættu varla nokkurn málsvara í þessum síðustu umræðum um fjár- lögin á þingi.    Sá eini sem komst nálægt því varfjármálaráðherrann sem talaði um að eitthvað hefði verið gert fyr- ir heimilin í landinu með hækkun persónuafsláttar. Að auki hefðu verið lækkaðar „álögur á atvinnu- starfsemina í landinu með því að taka 8 milljarða og skila aftur til fyrirtækjanna.“    Þetta teljast seint stórfelldarskattalækkanir þó að þetta séu skref í rétta átt. En hvar voru tals- menn skattgreiðenda í hópi þing- manna? Hvers vegna heyrist svo sjaldan og lítið í þeim? Sóknarfjárlög eða svikafjárlög? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á flóði nú í morgunsárið verður gerð önnur tilraun til þess að draga hol- lenska flutningaskipið Amber af strandstað í Hornafjarðarhöfn. Til þess verður notaður dráttarbáturinn Björn lóðs og úr höfnum Fjarða- byggðar er hafnsöguskipið Vöttur komið á vettvang. Í gærkvöldi var gerð tilraun til þess að losa um skip- ið sem gekk ekki, þar sem ekki flæddi nóg að skipinu til að það losn- aði af sandbotninum þar sem það liggur. Vænst er að nú á nýjum degi gangi betur. „Skipið liggur á mjúkum og flöt- um sandbotni. Það eru því sáralitlar líkur á því að nokkrar skemmdir hafa orðið, sagði Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. – Um borð í Amber er salt til fiskvinnslu. Er skipið í reglulegum ferðum til Hafnar í Hornafirði með slíkan farm. sbs@mbl.is Amber áfram fast í Hornafjarðarhöfn Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson Strand Skipið situr sem fastast á flötum sandbotni skammt frá landi. „Íslendingarnir stóðu sig sjúklega vel og Sigurjón Ernir Sturluson lenti í þriðja sæti í sólarhringshlaupi í elítu- flokki á Spartan Ultra-heimsmeist- aramótinu sem haldið var í Hvera- gerði um helgina,“ segir Ólafía Kvaran, ambassador Spartan á Ís- landi, en að hennar sögn hlupu sex Ís- lendingar sólarhringshlaupið, um 80 Íslendingar tóku þátt í öðrum hlaup- um og stóðu sig allir mjög vel. Er- lendir keppendur voru um 900. Ólafía Kvaran var sjálf fjarri góðu gamni þar sem hún gat ekki keppt um helgina vegna meiðsla. „Ég gerði mitt besta í stuðnings- mannaliðinu og er stolt af Íslending- unum sem kepptu en ég hef sjaldan verið eins spæld að geta ekki keppt,“ segir Ólafía sem telur að keppnin sé komin til að vera en hún er nú haldin í annað sinn á Íslandi. Í Ultra-keppninni er keppt í sólar- hringshlaupi þar sem keppendur hlaupa um 10,6 km hring með 25 mis- munandi þrautum, eftir hvern hring mega keppendur hvíla sig að hámarki í eina klst. inni í upphitaða og upp- blásna knattspyrnuhúsinu í Hvera- gerði. „Fæstir hvíla sig í klukkustund, flestir næra sig, fara í þurr og hrein föt og halda svo áfram. Til þess að ljúka keppni þarf keppandi að vera í brautinni a.m.k. í 15 tíma og ná að klára fjóra hringi minnst. Allir Ís- lendingar sem tóku þátt kláruðu sitt.“ Að sögn Ólafíu var veðrið engin hindrun. Það hafi verið kalt og smá rok í fyrsta hringnum en þurrt allan tímann. Fyrir þá sem ekki voru í stuði að hlaupa, klifra, skríða ofl. í sólar- hring var hægt að fara einn hring, sem 80 Íslendingar gerðu og fóru hringinn á 1 ½ klst. til 3 klst. „Þetta er alveg ótrúleg landkynn- ing og hafa Spartan-ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn verið dugleg- ir að mynda og setja á netmiðlana,“ segir Ólafía, Hljóp 111,21 km á sólarhring Sigurjón Ernir Sturluson, sem stóð sig best af íslensku keppendunum, lenti í 3. sæti í opna Ultra-elítuflokkn- um. Sigurjón hljóp 10 hringi, samtals 111,21 km, á 21 klst., 19 mínútum og sex sekúndum. Katrín Sigrún Tómas- dóttir stóð sig best íslenskra kvenna, hún lenti í 5. sæti og hljóp 79,34 km á 21 klst. og 24 mínútum. ge@mbl.is Íslendingur náði 3. sæti í Spartan  1.000 manns á hlaupum í Hveragerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.