Morgunblaðið - 10.12.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 10.12.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 5.190.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 9 0 0 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við könnumst vel við þetta. Stikurnar eru mjög slæmar á þessum árstíma, segir Jóhann Bjarni Skúlason,“ yfirverkstjóri hjá Vegagerð- inni í Hafnarfirði. Vakin var athygli á því á Facebooksíðu Vegagerðarinnar í liðinni viku að lítið endur- skin væri af vegstikum á fjölförnum vegum um þessar mundir. Óli Kristján Ármannsson al- mannatengill, sem býr á Selfossi en starfar í Reykjavík, greindi til að mynda frá áhyggjum sínum nú þegar erfiðasti ferðatíminn er að renna upp og velti því upp hvort um nýja teg- und stika væri að ræða eða hvort óhreinindum væri um að kenna. „Ekki er laust við að ég hafi áhyggjur af gulri viðvörun og ófærðarskotum vetursins í ljósi þess (pun intended) að endurskin er nær ekkert af vegstikum á Sandskeiði, í Svína- hrauni og á Hellisheiði. Þar er jú einmitt hætt við blindbyljum, margir á ferðinni og því óvíða meiri þörf á góðu endurskini,“ skrifaði Óli Kristján. Fleiri tóku undir og var meðal annars greint frá sama ástandi á þjóðvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru um það bil 330 þúsund stikur á vegum landsins. Mikil vinna fer í að sinna þessum stik- um, sérstaklega á sumrin þegar þær eru réttar af og endurnýjaðar eftir þörfum. Jóhann Bjarni yfirverkstjóri segir í samtali við Morg- unblaðið að notast sé við stikuþvottavél sem fer um vegina og þvær vegstikurnar. „Við erum búnir að fara þrisvar með hana núna í haust, á Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og suður á Grindavíkurveg sem hefur verið mjög slæmur. Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurn- ar og þær verða mjög skítugar á þessum árs- tíma.“ Hann telur ólíklegt að glitið sé farið að gefa sig á stikunum því skipt sé nokkuð reglulega um þær. „Þetta endurnýjar sig nokkurn veginn sjálft. Stikurnar eru mikið keyrðar niður og þær skemmast líka í snjómokstri. Það þarf að setja mikið af þeim niður á veturna. Við hérna á þjónustustöðinni í Hafnarfirði reynum að fara reglulega út til að þvo stikur og umferðar- merki. Við erum bara ekki nógu margir til að gera þetta endalaust. Þetta verður bara skítugt eins og skot eftir umferðina og veðráttuna.“ Finnst þér ástandið verra nú en áður? „Þetta er nú yfirleitt alltaf eins en fólk tekur misjafnlega mikið eftir ástandinu. En tíðarfar- ið í haust hefur verið þannig að ég hugsa að þetta sé verra en oft áður. Svo lagast þetta að- eins þegar snjórinn kemur. Þá verður hreinna í kringum okkur.“ Nær ekkert endurskin af vegstikum  Vegfarendur segja að endurskin sé nær ekkert af vegstikum á Hellisheiði, Sandskeiði og í Svína- hrauni  Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að drullu, tjöru og salti úr umferðinni sé um að kenna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hellisheiði Eins og sjá má er þétt net vegstika á Hellisheiði. Þær gera þó lítið gagn þegar end- urskinið er nær ekkert í myrkri. Vegagerðin hefur ekki undan að þrífa vegstikurnar á haustin. Það hefur vakið athygli vegfarenda á Reykja- nesbraut að götulýsing þar hefur breyst. Sam- kvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthías- syni, upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar, var ráðist í breytingar á götulýsingunni síð- asta haust. „Lýsingin hefur batnað. Við höfum verið að skipta út staurum þarna og setja LED- lýsingu víða. Í kjölfarið er lýsingin bjartari og meira áberandi. Það er hins vegar langt á milli stauranna og því verður meiri munur á þeim svæðum þar sem er ljós og þar sem ekki er ljós,“ segir G. Pétur. Hann segir jafn- framt að munur sé á dreifingu lýsingar- innar þar sem ljósastaurarnir eru bara öðr- um megin á sumum köflum. G. Pétur staðfestir að Vegagerðinni hafi borist ábendingar vegna þessara breytinga. „Já, fólk hefur tekið eftir þessu og haft samband. Þetta er breyting sem fólk tekur eftir.“ Hann kveðst búast við því að samskonar LED-lýsing verði tekin upp víðar í framtíð- inni. „Já, það held ég. Þetta er að gerast alls staðar enda er þetta ódýrari, endingar- betri og meiri lýsing.“ NÝIR STAURAR MEÐ LED-PERUM Breytt lýsing á Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.