Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 ✝ SæmundurÖrn Sveinsson fæddist í Reykjavík 3. júlí 1932. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 29. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Sveinn Sæ- mundsson yfirlög- regluþjónn frá Lágafelli í Austur- Landeyjum, f. 12. ágúst 1900, d. 19. apríl 1979, og Elín Geira Óladóttir húsmóðir frá Höfða á Völlum, f. 5 ágúst 1905, d. 17. september 1988. Systkini Sæmundar eru Óli Haukur, f. 16. maí 1931, d. 24. júní 2006, og Valborg, f. 13. júní 1934. Eftirlifandi eiginkona Sæ- mundar er Vígdögg Björgvins- dóttir hjúkrunarfræðingur frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, f. 20. febrúar 1933. Dóttir hjónanna Björgvins Vigfús- sonar frá Fjarðarseli í Seyðis- firði, f. 16. október 1896, d. 3. ágúst 1961, og Stefaníu Stefánsdóttur frá Hallgeirs- stöðum í Jökulsárhlíð, f. 15. febrúar 1897, d. 26. janúar f. 3. júní 1990. Hún giftist Magnúsi Daníel Michelsen, þau skildu. Þeirra synir eru Snorri Steinn og Brynjar Hrafn. Unn- usti Örnu Vígdaggar er Ingi Þór Hjálmarsson og sonur þeirra Ýmir Þór. Harpa, and- vana fædd 19. maí 1997, og Óskar Örn, f. 14. september 1999. Sæmundur var fæddur og uppalinn í Reykjavík og bjó þar allan sinn aldur. Lauk gagn- fræðaprófi 1949. Farmanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1954 og síðar prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1958. Hann var mörg sumur í sveit á Lágafelli. Hann hóf ungur sjónmennsku. Fyrst á síldar- bátum. Hann var háseti á skipum Eimskipafélags Íslands frá 1949-1957. Lögregluþjónn í Reykjavík 1958-1964. Hann hóf aftur störf við sjómennsku 1965 og þá sem stýrimaður hjá Haf- skip. Skipstjóri hjá Hafskip frá 1975 þar til starfsemi skipafyr- irtækisins var hætt í lok árs 1985. Hann hóf störf árið 1986 sem yfiröryggisvörður hjá Seðla- banka Íslands og vann þar út sína starfsævi. Útför Sæmundar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 10. desember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. 1965. Sæmundur og Vígdögg gengu í hjónaband 20. febrúar 1958 og eiga þrjú börn. 1) Sveinn, f. 30. júlí 1956. Hann kvæntist Örnu Jónu Backman, þau skildu. Þeirra synir eru Sæmund- ur Örn, f. 27. maí 1979. Hans kona er Arnþrúður María Felixdóttir og eiga þau börnin Svein Rúnar og Guðrúnu Dögg. Hennig Sævar, f. 20. mars 1983. Hans kona er Linda Björk Hafsteins- dóttir. Þeirra synir eru Arnar Logi og Garðar Elías. Rúnar Þór, f. 24. september 1986. 2) Arna, f. 29. júlí 1960. Hennar eiginmaður var Sigurgeir Guð- jónsson, f. 11. maí 1953, d. 13. október 2002. Þeirra börn eru Jóhanna Margrét, f. 25. októ- ber 1986, og Sigurgeir Örn, f. 21. júlí 1992. Unnusta Sigur- geirs er Sara Rut Huldudóttir. Maður Örnu er Trausti Braga- son. 3) Stefanía, f. 28. apríl 1967. Gift Einari Ásbjörnssyni. Þeirra barn er Arna Vígdögg, Elsku besti pabbi minn. Það er komið að kveðjustundinni okkar og mikið þykir mér það erfitt. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á um okkur tvö. Sérstaklega ferðirnar okk- ar saman til hinna ýmsu landa. Ferðirnar voru margar, 13 túr- ar. Við vorum saman til sjós og sigldum á ms. Skaftá, ms. Laxá og ms. Rangá. Alltaf var nóg að gera og nóg um að vera um borð. Skipsfélagar þínir allir voru afskaplega góðir við mig. Alltaf eitthvað skemmtilegt gert í hverri höfn. Eftir- væntingin og tilhlökkunin að hitta þig eftir langa túra eru mér í fersku minni og tilhlökk- unin og spenningurinn ekki minni þegar ég fór með þér í siglingu. Þar áttum við okkar gæðastundir. Gæðastundir sem voru nýttar til að efla okkar tengsl enn frekar. Tengslin voru sterk og kærleiksrík allt þar til yfir lauk. Þú varst ein- staklega bóngóður. Það var ým- islegt sem mann vantaði, óskaði sér frá útlöndum og það stóð ekki á þér að uppfylla þær ósk- ir. Þjóðbúningadúkkur, barbí- dót, hljómplötur og tískufatn- aður. Þú varst snillingur í þessu. Ferðalög um landið svo og samverustundirnar okkar í sumarbústaðnum þar sem mamma stóð alltaf vaktina í eldamennskunni enda engri hægt að treysta betur í það. Allt eru þetta ljúfar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Þú hvattir mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hend- ur. Svo eignaðist ég börnin mín og betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Einn ástarengill, og Ogga, eins og þú kallaðir Óskar minn svo oft. Þau sóttu mikið í félagsskap ömmu og afa enda hvergi betra að vera. Þér var annt um alla sem mér eru kærir og fylgdist vel með gleði og sorgum í vinkvennahópnum mínum og þekktir þær vel og spurðir oft frétta af þeim. Elsku pabbi, hlutverkin sner- ust við hin síðari ár, þá var ég, litla stelpan þín, orðin hjúkr- unarfræðingur. Þú þurftir að- stoð og fyrir það þakkaðir þú á þinn ljúfa elskulega máta. Kvaddir alltaf með þessum orð- um: „Bless, ástin mín, og takk fyrir allt.“ Þú varst orðinn þreyttur, pabbi minn, og lasburða. Þú varst sáttur við þitt lífshlaup og tilbúinn að kveðja. Góða ferð, elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Stefanía. Elsku besti afi minn. Nú komið er að kveðjustund og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér í 28 ár. Þú ert og verður besti afi í heiminum. Við áttum góðar stundir sam- an þar sem mikið var hlegið. Það sem er mér efst í huga er sagan sem þú hlóst að í 20 ár og alltaf jafn innilega. Sagan um kríuna í Álftafirðinum, þegar við vorum í einu af okkar ferða- lögum hringinn um landið og ég þurfti svo mikið að pissa að ég gat ekki haldið í mér. Þú stopp- aðir úti í kanti á þjóðvegi eitt og sagðir mér að pissa við bíl- inn enda langt í næsta bæ. Ég harðneitaði að pissa úti í kanti því einhver gæti keyrt framhjá og þess vegna skundaði ég upp í fjallshlíðina og fór á bak við stóran stein. Ég áttaði mig hinsvegar ekki á því að ég hafði gengið inn í kríuvarp en var fljót að átta mig á því þegar ein þeirra stefndi beint á hausinn á mér. Þú sagðist aldrei hafa heyrt eins mikil öskur og þegar ég kom hlaupandi niður fjall- hlíðina með buxurnar á hæl- unum og kríuna á eftir mér. Ég man hvað ég var fúl út í þig því þú gast varla staðið í fæturna, þú hlóst svo mikið. Næstu 20 árin rifjaðirðu þetta reglulega upp og amma hafði gaman af því að kaupa ýmislegan varning með kríumyndum og gefa mér. Þegar ég fæddist fékk ég ekki bara nafnið Arna Vígdögg heldur gafst þú mér titilinn Ástarengill og bar ég þann titil ein. Ég var afskaplega montin af þeim titli. Þegar ástarengil- inn kom í heimsókn bauðstu mér alltaf upp á „einn“, en það þýddi að ég mætti velja mér konfektmola úr Nóakonfekt- kassanum. Þau forréttindi fylgdu hinsvegar ástarengilstitl- inum að ég mátti alltaf fá tvo. Ég man eftir síðasta „einum“ sem við fengum okkur saman og ekki grunaði mig að það yrði sá allra síðasti. Engar áhyggj- ur, afi, ég mun halda hefðinni okkar við enda fæ ég aldrei nóg af konfekti. Þegar ég var yngri sagðirðu mér allskonar sögur af sjó- mannslífinu og sumar voru sannar en aðrar góðlátlegt grín, sagðar til að virkja ímyndunar- afl barns. Þar efst í huga eru sögurnar um það þegar þú varst loftfimleikamaður í sirkus og ballettdansari í Konunglega danska ballettnum. Til að leggja áherslu á orð þín stökkstu um stofugólfið á öðr- Sæmundur Örn Sveinsson ✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1949. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 29. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir, f. 24.1. 1931, d. 6.2. 1973, og Jón Eiríks- son, f. 28.8. 1927, d. 15.9. 2014. Kristín var elst systk- ina sinna en þau eru Eiríkur, f. 6.2. 1952, og Sigurdís, f. 28.5. 1960. Kristín giftist árið 1973 Grími Friðgeirssyni, f. 8.3. 1948, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Elsa, f. 30.9. 1974, sambýlismaður Þor- valdur H. Gissurarson, börn hennar eru Kara Kristín Áka- dóttir, f. 2002, Alex Rúnar Áka- son, f. 2003, og Emma Kristín Ákadóttir, f. 2004. 2) Friðgeir, f. 13.4. 1976, kvæntur Elvu Gríms- son, dóttir þeirra er Selma Grímsson, f. 2014. Kristín giftist árið 1983 Jóni Má Hall- dórssyni, f. 24.12. 1952. Börn þeirra eru: 1) Sandra, f. 7.2. 1986, sambýlis- maður Sigurjón M. Kevinsson, börn þeirra eru Kristófer Leví, f. 2013, Róbert Leó, f. 2015, og Nat- alía Lív, f. 2017. 2) Halldór Ingi, f. 23. október 1990. Eftir gagnfræðapróf fór Krist- ín til Noregs í lýðháskóla. Seinna stundaði hún nám við Banka- mannaskólann, þar sem hún vann til verðlauna fyrir fram- úrskarandi námsárangur. Hún starfaði meðal annars hjá Bræðr- unum Ormsson, Útvegsbank- anum, Gjaldeyrisdeild bankanna og í Landsbanka Íslands. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. desem- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma. Mér finnst svo óraunverulegt að þú sért farin. Það er stutt síðan ég lá í rúminu hjá þér á spítalanum og við vorum að plana jólin. Við töluðum um hvort við ættum að hafa tví- eða þríréttað og hver ætti að fá möndl- una þetta árið. Því þú vildir ekki að sami aðili fengi möndluna tvö ár í röð og þú vildir leyfa barna- börnunum að njóta gleðinnar. Þú naust þín vel um jólin. Húsið vel skreytt, stórt og glæsilegt jólatré og jólagjafir á víð og dreif um stof- una en þú byrjaðir að kaupa þær í febrúar. Þú varst stór hluti af jól- unum okkar og börnin mín elsk- uðu að koma til ömmu Kiddýjar um jólin. Þau elskuðu reyndar alltaf að koma til þín, sama hvaða tími árs- ins var. Þú tókst ávallt á móti þeim með útbreiddan faðminn. Þeim fannst æðislegt að fara með þér upp í bústað í Skorradalnum. Þú nenntir með þeim í heita pottinn þegar það var komið kolniðamyrk- ur og horfa á stjörnurnar. Það fannst þér æðislegt, þú elskaðir bústaðinn. Þegar maður mætti þangað var fullt af mat í ísskápn- um því þú sást til þess að það væri alltaf til nóg og maður þyrfti lítið að taka með sér. Nú síðustu ár þegar þú varst hætt að fara í gönguferðir beiðstu alltaf með ný- bakaðar vöfflur þegar litlir göngu- garpar komu til baka úr sínum ferðum. Ef það var ekki gott veður þá lumaðirðu alltaf á einhverju skemmtilegu að gera inni. Börnin mín unnu svo sannarlega í ömmu- lottóinu. Ég man eftir ótal ferðum þar sem ég var lítil í bakpoka á bakinu á þér og þú gekkst með mig um fjöll og firnindi og þá aðallega í Þórsmörk en þangað fórum við oft í gamla daga. Einnig hjólaðirðu mikið með mig aftan á hjólinu þínu og man ég eftir ófáum nestisferð- um um Seljahverfið þar sem við stoppuðum við tjörnina eða á öðr- um vel völdum stöðum. Þú tókst ekki bílpróf fyrr en á seinni árum og fórst með mig fimm daga vik- unnar í strætó úr Seljahverfi alla leið í Ísaksskóla. Við fjölskyldan vorum dugleg að fara til útlanda. Þú pantaðir ferðirnar með góðum fyrirvara svo við hlökkuðum til í marga mánuði. Þegar ég átti af- mæli bakaðirðu og skreyttir kök- ur sem voru það flottar að maður tímdi varla að borða þær. Þú gerð- ir afmælin mín alltaf afar eftir- minnileg. Þegar ég fór sjálf að halda afmæli fyrir mín börn varst þú aldrei langt undan og galdraðir fram dýrindis rétti á stuttum tíma. Þú varst æðislegur kokkur og uppáhaldskokkurinn hans Didda. Allt sem þú gerðir í höndunum var fullkomið að mínu mati. Vinkonur mínar sem kynntust þér hafa haft orð á því við mig hvað mamma mín var indæl kona. Þú varst góð við alla og sást alltaf það góða í fólki. Það var ómetan- legt að hafa þig til staðar í fæðing- arorlofunum mínum. Þú varst dugleg að bjóða mér út í hádeg- ismat og þar gat ég rætt við þig um hvað sem var og þú nenntir alltaf að hlusta á röflið í mér. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og dæmdir mig aldr- ei. Þú varst besta vinkona mín. Ég á eftir að sakna þín svo mikið en ætla að vera sterk fyrir börnin, því það hefðir þú gert. Þú kenndir mér að vera góð mamma. Ég elska þig. Þín dóttir, Sandra. Tilfinningin er óraunveruleg. Er ekki að trúa þessu. Mamma er dáin. Tómarúm í brjóstinu sem er við að falla saman. Hugsanir og minningar flæða fram og til baka. Á sama tíma og við erum að skipu- leggja útför mömmu tek ég upp símann til að hringja í hana og spyrja hvað henni finnst. Á erfitt með að sætta mig við þessi enda- lok. Að horfa upp á góðhjartaða konu veikjast með þessum hætti og þá ósanngjörnu baráttu sem hún háði er sálarkvöl. Sérstaklega þar sem það er lítið eða ekkert sem maður getur gert, nema leitast við að gefa frá sér jákvæða strauma og segja hvatningarorð um bata og væntumþykju. Það hentaði mömmu illa að vera veik. Hún var vön því að hugsa um aðra og helg- aði stóran hluta lífs síns því að huga að og hlúa að öðrum. Meðan á veikindum hennar stóð var hún enn að hjálpa öllum í kringum sig og passa að öllum liði vel og vildi gera allt sem hún gat til að auð- velda ástvinum sínum lífið. Hún var ófeimin við að kvarta ef ég var ekki nógu duglegur að senda skila- boð og myndir af Selmu. Hún elsk- aði mig og Elvu eiginkonu mína, sem og Selmu dóttur okkar. Hún var dugleg að tjá okkur ást sína og var alltaf að segja hvað hún elskaði okkur mikið og hvað hún hlakkaði til að fá okkur í heimsókn á sumr- in. Ég kom sérstaklega til Íslands fyrir nokkrum vikum til að verja tíma með mömmu. Var hjá henni frá morgni til kvölds í eina viku. Þar fékk ég að hlúa að henni, færa henni mat og drykk, og aðstoða með allt tilfallandi hjá fárveikri mömmu minni. Það veitti mér mik- ið, að geta gefið, þó ekki væri nema þetta litla, til baka eftir allt sem hún hefur gert fyrir mig og ástvini okkar. Við áttum þá okkar stundir saman þar sem við ræddum fortíð- ina, nútíðina og framtíðina. Síð- ustu stund okkar saman lá hún á bráðamóttöku Landspítalans. Hún bað mig fyrir ástarkveðjur og kossa til Elvu og Selmu. Við föðm- uðumst og kysstumst og sögðumst elska hvort annað. Friðgeir Grímsson. Elsku Kristín, ég er svo þakk- látur fyrir að börnin mín hafi feng- ið þig sem ömmu en á sama tíma er ég svo sorgmæddur að þau hafi ekki fengið að hafa þig lengur. Líf þitt var ekki einungis líf þitt, líf þitt var líf þeirra. Þú gafst þeim þig að fullu og lifðir fyrir þau, allar þínar ákvarðanir voru teknar út frá þeirra bestu hags- munum og þau fundu svo sannar- lega fyrir því og elskuðu þig meira en allt fyrir það. Ég dáðist að þessu fallega sambandi sem þið áttuð og hafði unun af því að fylgj- ast með því vaxa dag frá degi. Þessi fallega ást þín til barna þinna og barnabarna skapaði svo enn meiri ást því þú náðir að smita þessa ást í dóttur þína sem hefur tekið upp þína vegleið og lætur ást sína á börnunum okkar leiða sig áfram í lífinu. Þú kenndir okkur Söndru hversu mikilvægt er að hugsa um fjölskylduna sína og fyr- ir það er ég ævinlega þakklátur. Þín verður sárt saknað en við munum halda gildum þínum á lofti. Takk, Kristín, fyrir allt sem þú gafst okkur. Sigurjón, Kristófer, Róbert, Natalía. Elsku yndislega amma okkar er dáin. Amma hefur haft svo mik- il og góð áhrif á líf okkar að það er varla hægt að lýsa því. Við værum ekki þær manneskjur sem við er- um í dag ef við hefðum ekki kynnst hinu góða og fallega hjarta ömmu sem hugsaði svo vel um allt og alla. Amma var fyrirmynd okkar í svo mörgu og kenndi okkur svo margt. Alveg síðan við munum eftir okkur hefur amma alltaf passað upp á það að okkur líði vel. Hún var alltaf að hringja í okkur og spyrja hvort okkur vantaði eitt- hvað og hvort hún gæti gert eitt- hvað fyrir okkur. Alltaf þegar við hittum ömmu spurði hún líka hvernig vinum okkar liði, hvernig væri í skólan- um og hvað væri nýtt að frétta, já það var amma, alltaf að vera viss um að allir hefðu það gott. Amma var ótrúlega dugleg að hrósa okk- ur og öðru fólki. Hún sagði alltaf við okkur hvað hún elskaði okkur mikið og hvað hún væri stolt af okkur og við fengum mikla hvatn- ingu og stuðning frá henni í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar við vorum yngri hittum við ömmu á hverjum einasta degi og það var alltaf jafn gaman. Þeg- ar við vorum að æfa dans kom hún alltaf að horfa á okkur, amma var einhvern veginn alltaf hjá okkur og með okkur í öllu sem við gerð- um. Ef eitthvað spennandi og skemmtilegt gerðist í lífi okkar var það amma sem við hringdum fyrst í. Amma var alltaf til í að gera eitt- hvað skemmtilegt með okkur og þegar við urðum unglingar bauð hún okkur reglulega í „lunch“ eftir skóla þar sem við spjölluðum um allt sem var að gerast í lífi okkar. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þessa yndislegu ömmu sem hafði svona góð áhrif á líf okk- ar og eflaust allra sem umgengust hana. Minning ömmu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við elskuðum hana svo mikið, söknum hennar ólýsanlega mikið og mun- um aldrei gleyma henni. Kara, Alex og Emma. Elsku amma. Nú þarf ég að hlýja mér einn af því þú varst alltaf að hlýja mér því þú varst svo hlý. Þú varst alltaf svo blíð og góð. Þú varst góð að fara með mér í þvottahúsið að sækja mat fyrir Jasmín, hundinn okkar. Mér fannst þú rosa góð að búa til góðan mat. Ég veit að þú fylgist með mér og passar mig. Þinn Kristófer Leví. Elsku systir mín, ég kveð þig með þessum fáu línum og þakka þér fyrir samveruna gegnum lífið. Í gegnum árin varstu mér sem móðir, systir og besta vinkona. Þú varst alltaf til staðar, tilbúin að hjálpa. Þú gerðir allt sem þú gast fyrir börnin þín og barnabörnin al- veg fram á síðustu stundu og söknuðurinn hjá okkur er mikill. Þar sem við vorum báðar með krabbamein og heilsan misjöfn var oft erfitt að plana eitthvað fram í tímann. Þá sögðum við allt- af: Við tökum hálfan í einu. Bless elsku systir. Kveðja, Sigurdís. Mikið er erfitt að skrifa þessi orð. Ekki hvarflaði að mér að þú færir svona snemma elsku Krist- ín. Ég var sannfærð um að þú hefðir það af allavega fram yfir jól eins og þig langaði svo til. Þú elsk- aðir jólin og allt í kringum þau en þig grunaði að þú færir snemma og því varstu búin að undirbúa jólagjafir handa öllum barnabörn- unum. Þú gast ekki hugsað til þess að þau fengju ekki jólagjöf frá ömmu Kiddý. Í vikunni áður en þú fórst þá sagðirðu mér að þig lang- aði svo í hangikjöt og laufabrauð, en það náðist ekki. Síðasta laugardag hugsaði ég með mér að best væri að kíkja til Kristínar í kaffi en svo fattaði ég að þú varst farin í sumarlandið. Kristín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.