Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2018 um fæti og snerir þér í hringi. Svo skellihlógum við að vitleys- unni í þér. Í huga mér eru minningar um yndislegasta mann sem ég hef kynnst, sem elskaði mig, kenndi mér, hrósaði mér og hvatti mig áfram í einu og öllu. Afi, ef það er líf eftir þetta líf mun ég elska þig líka þar. Þinn ástarengill, Arna. Elsku afi minn. Margt fer um hugann á kveðjustund. Minn- ingarnar sem ég á um þig eru minningar sem ég mun alltaf varðveita. Allar strætóferðirn- ar, bíóferðirnar og sumarbú- staðarferðirnar eru mér kærar. Þó svo þessar ferðir okkar yrðu mikið færri hin síðustu ár fannst mér alltaf gaman og gott að koma í heimsókn og tala við þig. Þú varst alltaf áhugasamur að heyra hvað væri að frétta af mér og það var alltaf óskaplega gott að tala við þig og hlusta á allar sögurnar sem þú hafðir að segja. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi. Takk fyrir allt og við sjáumst síðar. Farinn ertu jörðu frá og sárt ég þín sakna stundum þig ég þykist sjá á morgnana þegar ég vakna. Ég veit þér líður vel, afi minn vertu nú hress og kátur innra með mér nú ég finn þinn yndislega hlátur. Fyrir sál þinni ég bið og signi líkama þinn í von um að þú finnir frið og verðir engillinn minn. Hvert sem ég fer ég mynd af þér í hjarta mér ber. (Hanna Sigga) Óskar Örn Einarsson. Elsku Sæmi afi minn. Nú er komið að kveðjustund. Það hellast yfir mig ótal fal- legar og dýrmætar minningar sem ég er svo þakklát fyrir. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma samverustundun- um, ráðleggingunum og samtöl- unum okkar í gegnum tíðina. Ég mun sakna kaldhæðnishúm- orsins og góðu og hlýju nærver- unnar þinnar. Ein ráðlegging- anna sem þú gafst mér er að það eru plúsdagar og það eru mínusdagar, enda hef ég þessa setningu í huga mér til hug- hreystingar. Ég gat alltaf leitað til þín og þegar lífið gekk ekki eins og ég vildi sagðir þú: Mar- grét mín, við tökum svekkels- unum eftir röð. Þá hlógum við. Þangað til næst, minning þín er ljós í hjarta mér Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Jóhanna Margrét Sigurgeirsdóttir. Ég man fyrst eftir Sæma sem stórum og virðulegum skipstjóra heima hjá afa og ömmu á Tjarnargötunni. Mann- inum sem reddaði mér vinnu hjá Hafskipum og ég bar lengi vel óttablandna virðingu fyrir. Smám saman vék óttinn þegar ég kynntist húmornum og kurr- andi hlátrinum sem var svo skemmtilegur. Hann var alltaf til í að grín- ast aðeins og senda manni tón- inn fyrir að vera ekki í alvöru vinnu. Svo var líka mjög gaman að tala við hann um gömlu Reykjavík og breytingarnar sem hafa orðið á samfélaginu síðustu áratugi. Það er ekki eins og Sæmi hafi ekki haft sterkar skoðanir á því. En það var alveg sama um hvað við töluðum og hversu ósammála við gátum verið – það var alltaf stutt í hláturinn og hárbeittu skotin. Síðustu ár hef ég fengið að vera í því virðulega hlutverki að keyra hann og mömmu í Lands- bankann í Grafarholti fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þang- að mættu þau með reikningana, drukku kaffi og gerðu upp við guð og menn. Aðallega þá síð- arnefndu samt. Það var dapurlegt fyrir okk- ur mömmu að fara fyrstu ferð- ina án Sæma. Hver á nú að segja mér að það sé sami rass- inn undir öllum þessum pólitík- usum, að verðbólgan komi pott- þétt aftur og þessi umferð í Reykjavík sé komin útí vit- leysu? Ég verð sennilega bara að reyna að muna það sjálfur. Dögg, börnum og barnabörn- um sendi ég samúðarkveðjur. Logi Bergmann Eiðsson. Ekki náði ég að flytja inn í íbúðina niðri hjá ykkur. Ég ætlaði að koma í morgunkaffi og fá súkku- laðibita með, það var okkar uppá- hald. Einhvern veginn þá hugsa ég um þig og súkkulaði í sömu hugsun enda var það sameiginlegt áhugamál okkar. Mikið er sárt að þú sért ekki til staðar lengur. Ég gat alltaf leitað til þín, þú peppaðir mig alltaf upp. Sagðir mér að ég væri dugleg, liti vel út og spurðir hvort ég væri í nýrri peysu eða „mikið klæðir þessi litur þig vel“. Stundum var ég eins og haugur en samt sem áður er alltaf gott að fá hrós og ég fór ætið frá þér mun já- kvæðari í huga en þegar ég kom. En þú gast líka verið ákveðin og sagt manni blákaldan sannleik- ann. Þá varð maður bara að gleypa það blákalt. Þú varst alltaf að hugsa um aðra, gera og græja fyrir alla hina. Það var ekki fyrr en þú varst greind með krabbamein að þú þurftir að fara að hugsa um þig. Þegar ég hitti þig fyrst fyrir rúmum 30 árum var ég hálffeimin við þessa flottu og fallegu konu, þú varst svo framandi í mínum aug- um, að maður tali nú ekki um hár- ið sem var eins og á annarri söng- konunni í Abba, þessari dökkhærðu. Mér fannst þið alveg eins. Börnin mín geta hugsað til alls dekursins sem þau fengu þeg- ar við vorum í heimsókn. Ís, blys og alls konar góðgæti. Mikið á ég margar minningar um þig t.d. frá Hólalandi. Til að byrja með fattaðirðu ekki þennan kaldhæðnisaulahúmor hjá þessu ruglaða tengdafólki þínu, en þú varst nú öll að koma til eftir rúm- lega 30 ára samveru. Svo sækir á mig minning þegar við fórum upp í bústað með Emmu og Alexíu. Þegar þær voru sofnaðar sátum við lengi fram eftir nóttu, spjöll- uðum og sötruðum hvítt og rautt. Nú ekki má gleyma því að minnast á hvað þú elskaðir að liggja í sól- baði. Jonni sagði að þú lægir á ströndinni þegar hörðustu inn- fæddu kellurnar væru flúnar af henni. Hef grun um að hann hafi haft pínu rétt fyrir sér. Ég get ekki hugsað það til enda að þú sért farin. Mikið eiga börnin þín og barnabörnin eftir að sakna þín. Þú varst svo stolt af þeim og máttir vera það en þú skilur eftir mikið af fallegum minningum handa þeim til að gleðja sig við þegar fram líða stundir. Núna ætla ég að segja bless, elsku Kristín, mikið er sárt að kveðja þig, en þú þarft allavega ekki að þjást lengur. Hittumst síð- ar og fáum okkur kaffi og súkku- laði. Kveðja, þín mágkona og vin- kona, Inga Dóra Halldórsdóttir. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðar glaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Elsku Kristín, kæra yndislega vinkona. Nú ert þú komin í ljósa- landið og megi vængir bænaljóss- ins umlykja þig og fylgja þér. Þakka þér fyrir samfylgdina á andans leiðum. Í 24 ár hittumst við reglulega í hugleiðslu- og bænahringnum okkar og áttum einstakar sam- verustundir. Falleg samveran er fjársjóður á innri sviðunum. Við munum ávallt muna hlýju stund- irnar heima hjá þér, Kristín mín, þær munu seint hverfa úr vitund okkar og við munum ávallt minn- ast þín með ljósið í hjartanu. Alltaf áttir þú svo auðvelt með að tala fram fallegar hugsanir og þreytt- ist seint á að vera til staðar fyrir aðra sem voru í návist þinni. Í upp- hafi hverrar hugleiðslu fórum við með hugleiðslubænina sem hér fer á eftir og samstillingin var einstök. Jón, Friðgeir, Elsa, Sandra og Halldór Ingi og öll yndislegu barnabörnin og makar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi ljós og kærleikur umvefja ykkur ávallt á göngunni fram á við. Í norðri sem suðri, í austri sem vestri, í jörðu sem lofti, megi þinn guðdómlegi friður ríkja með öllu sem lífsandann dregur. Megi hið guðlega ljós lýsa í brjóstum okkar og fylla vitund okkar af eldlegum vilja kærleika og visku. Megum við öðlast þolinmæði, og þraut- seigju til að finna þig í innstu fylgsnum sálar okkar. Megi hugleiðslan fylla hjörtu okkar þín- um guðlega frið, og allar áhyggjur breyt- ast í óumræðilega ást til þín, og öll okk- ar fortíð þurrkast út svo við lifum aðeins í hinu eilífa núi þínu. Svo sem sólin send- ir frá sér ljós og líf, megum við senda frá okkur í allar áttir geisla af friði og ró. Megum við í friðardjúpi þagnarinnar finna þig í lótusblómum hjartna okkar. Megi vitund okkar dvelja þar í þér og þú í okkur. (ZP) Helga og Viðar. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast vinkonu okkar Kristínar Jónsdóttur sem lést 29. nóvember sl. Einn af okkar bestu vinum, Jón Már Halldórsson, kvæntist Krist- ínu og eignuðust þau tvö börn saman, en fyrir átti Kristín tvö börn. Börnin þeirra og börnin okkar voru á svipuðum aldri og mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna með börnunum um árabil. Saman fórum við í nokkrar veiðiferðir, m.a. í Laxá á Ásum og í Veiðivötn svo eitthvað sé nefnt. Þau hjón áttu, ásamt fleirum, un- aðsreit á Hólalandi í Borgarfirði eystri, en þangað heimsóttum við þau og eins komu þau með okkur í Bárðardalinn. Við heimsóttum þau í fallega sumarbústaðinn þeirra við Skorradalsvatn og þau komu til okkar í Efstadal. Þó stundum yrði of langt á milli samverustunda var alltaf gaman að hittast og njóta góðra samvista. Um miðjan ágúst sl. komu Jón og Kristín til okkar kát og hress, en um miðjan september fengum við upphringingu frá Kristínu þar sem hún sagði að heilsu sinni hefði hrakað og útlitið væri ekki gott. Síðan varð ekki við neitt ráðið sem endaði með andláti eins og áður segir. Kristín var mikil fjölskyldu- manneskja og umvafði sína fjöl- skyldu og vildi að henni liði alltaf sem best. Kristín var sterk kona og æðrulaus sem berlega kom í ljós þegar yngri dóttir hennar slasaðist illa. Þá lagði hún dag við nótt til að gera allt sem hægt væri að gera til að endurhæfingin skil- aði sem allra bestum árangri. Við þökkum Kristínu vináttuna og sendum Jóni og öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Herborg og Björn. ✝ Agnar Ár-mannsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. apríl 1942. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 29. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Ragnhildur Eyjólfsdóttir, f. 13. október 1917, d. 3. maí 1984, og Ármann Friðriks- son, f. 21. nóvember 1914, d. 11. nóvember 1989. Systkini Agnars: Helga Ár- manns, f. 18. nóvember 1940, d. 7. júní 2018. Maki Sigurður Ingiberg Ólafsson, f. 22. febr- úar 1940. Ármann Ármannsson, f. 2. mars 1949, d. 16. apríl 2017. Maki Lára Friðberts- dóttir, f. 4. nóvember 1950. Agnar kvæntist Ólafíu Ást- hildi Sveinsdóttur 28 maí 1966. 1974. Maki Ingibjörg Gunnþórs- dóttir, f. 18. júlí 1974. Börn: a) Breki Ingibergur, f. 30. sept- ember 1994, b) Hjalti Sveinn, f. 18. september 1998, c) Sturla, f. 27. september 1999, d) Dagur, f. 16. febrúar 2006. 4) Heiða, f. 22. desember 1975. Agnar flutti tveggja ára með foreldrum sínum til Reykjavík- ur og ólst þar upp. Sem ungur maður vann Agnar ýmis störf með námi. Hann var nokkur sumur og vetur sem vinnumað- ur á Skarði í Landsveit. Hann lauk prófi í rakaraiðn frá Iðn- skólanum í Reykjavík og opnaði rakarastofu á Hótel Sögu 5. desember 1964 og rak hana um árabil. Agnar vann ýmis versl- unarstörf og starfaði um árabil sem sölumaður. Árið 1992 stofnaði hann hárgreiðslustof- una Hár og rak hana til ársins 2001. Agnar var meðlimur í ýmsum íþróttafélögum á borð við KR, TBR og Golfklúbb Garðabæjar, GKG. Útför Agnars fer fram frá Grensáskirkju í dag, 10. desem- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Foreldrar: Kristín Ingvarsdóttir, f. 8. október 1918, d. 31. maí 2012, og Sveinn Björnsson, 9. júlí 1917, d. 7. apríl 1996. Agnar og Ólafía eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Hildur, f. 8. októ- ber 1966, maki Skarphéðinn Karl Erlingsson, f. 20. febrúar 1965. Börn a) Herdís, f. 12. mars 1986, börn hennar eru Skarp- héðinn Freyr, f. 12. september 2012, og Sigurdís Freyja, f. 4. febrúar 2015, b) Kristín Helga, f. 26. október 1991, c) Ólafía, f. 17. janúar 1996, d) Erlingur Örn, f. 18. febrúar 1998, og e) Agnes Líf, f. 13. desember 2004. 2) Helga f. 19 maí 1971. Sonur Helgu er Agnar Breki, f. 4. júlí 2013. 3) Ármann, f. 26. apríl Kæri tengdafaðir og vinur. Þú varðst mér hvort tveggja, nálega við fyrstu kynni. Þú tókst mér af þeirri tilgerðarlausu vinsemd og hlýju sem einkenndi þig alla tíð. Þið Polla buðuð mig velkominn á heimili ykkar með þeim hætti að mér þótti ég alltaf hafa átt þar heima. Strax fyrsta haustið eftir að við Hildur kynntumst tókstu mig með þér á rjúpnaveiðar. Þar lögðum við grunninn að órjúf- andi vináttuböndum. Mér eru sérstaklega minnisstæðar ferðir okkar til Vopnafjarðar, þar sem þú á langri leið opnaðir hjarta þitt og deildir sorgum og gleði lífsins með mér. Einfaldasta leiðin að ljúfri minningu um þig er hver mín minning. Þú varst þeirrar sjaldgæfu gerðar að skilja ekkert eftir þig nema gott eitt. Agnar tengdafaðir minn setti engum lífsreglur, en elti ekkert sértaklega ólar við reglur sjálf- ur. Hann fór algerlega eigin leið- ir í lífinu án þess að stíga á sam- ferðafólk sitt. Hann gekk hiklaust í verkin, en ákafinn gat komið honum í koll og til að nefna dæmi þá fann hann dag einn geitungabú í garði sínum og ákvað að uppræta vágestinn sjálfur. Sú sjálfskipaða mein- dýraeyðing kostaði hann stutta spítalavist. Aggi var KRingur alla tíð, áhugasamur um fótbolta og varði drjúgum stundum horfandi á Manchester United, gjarna með Ármann son sinn og son- arsyni sér við hlið. Sjálfur var Agnar liðtækur íþróttamaður, naut gönguferða og útiveru, spil- aði golf og badminton um árbil sem skilaði honum Íslandsmeist- aratitli í tvíliðaleik öldunga. Hann ræddi oft um veru sína á Skarði í Landsveit. Þar átti hann skjól af góðum húsráðend- um og undi vist sinni mjög vel. Hann vitnaði gjarna til þess að sér hafi liðið svo vel þar að hann sofnaði á hestbaki þegar hann var að ríða á beitarhúsin. Reyndar gat Aggi sofnað hvar og hvenær sem var. Það var skýrt merki um vorkomu á heimili þeirra hjóna þegar hann dröslaði dýnu og sæng út á pall og lagðist til svefns í sólskininu. Samband hans og Pollu tengda- móður minnar einkenndist af gagnkvæmri hlýju og ást. Aldrei mælti hann styggðaryrði við fólkið sitt í mín eyru. Samband Agga og Pollu við Helgu systur hans og Sigurð mann hennar var einstaklega náið alla tíð. Þau hittust mikið, ferðuðust saman og komu á árlegri helgarferð stórfjölskyldunnar, sem tryggt hefur samgang og vináttu frændsystkina. Það sem gerði Agnar að sérstökum manni var hógværðin. Þessi milda og ró- lega nærvera. Algerlega tilgerð- arlaus og ósnobbaðasti maður sem ég hef kynnst. Sterkasta persónueinkenni Agga var þó hvernig hann fyrirhafnarlaust heillaði fólk. Og þá sérstaklega börn. Án þess að gera nokkuð annað en að vera á staðnum löð- uðust þau af innsæi sínu að hon- um. Hann lék við þau, lék fyrir þau, fór í gönguferðir, á leikvöll- inn eða spilaði fótbolta við þau í garðinum. Ef þið hafið einhvern tíma hitt mann sem ekki hreykir sér, gerir sinn hlut ekki stærri, ætl- ast ekki til neins af öðrum og réttir samferðafólki sínu lífsgjaf- irnar af hógværð, þá hafið þið hitt Agnar Ármannsson. Farðu í friði og sátt, minn hjartans vinur. Skarphéðinn Erlingsson. Elsku afi minn. Þú varst mesti prakkari sem ég hef þekkt. Þú lékst við mig frá því að ég var pínulítil. Þegar við gerðum eitthvað saman þá fór það yfirleitt bæði vel og illa. En þó ekki of illa. Einu sinni vorum við úti að leika með bolta og ég datt á bólakaf í á og kom renn- andi blaut heim til ömmu. Einu sinni ætluðum við að spila golf á golfvelli af því að við vorum búin að æfa okkur nóg í garðinum. Þegar við komum að vellinum var hann læstur, en afi, þú lést það ekki stoppa þig og klifraðir yfir grindverkið. Við náðum að spila golf en buxurnar þínar voru allar rifnar efir að klifra yf- ir girðinguna. Þú varst mér svo góður og mikill vinur minn. Ég mun alltaf sakna þín og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir með mér. Ólafía Skarphéðinsdóttir. „Kallið er komið.“ Þetta datt mér í hug þegar ég fékk símtal til Flórída frá Ár- manni frænda mínum í lok síð- asta mánaðar, enda var Aggi blessaður allur einungis 10-15 mínútum síðar. Það er sárt að sjá á eftir yndislegum mági sín- um eftir rúmlega fimmtíu ára vináttu, en síðustu árin voru bú- in að vera öllum erfið vegna bar- áttu hans við illvígan Alzheim- ers-sjúkdóminn. Aggi var alla tíð léttur og skemmtilegur þar til veikindin náðu yfirhöndinni. Alltaf var stutt í glens og grín hjá honum og mér er ákaflega minnisstætt hversu börn hændust að honum. Ávallt var hann til í að leika og spjalla við krakkana. Elsku Polla, Hildur, Ármann, Helga, Heiða og fjölskyldur ykk- ar allra, við Begga sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls yndislegs eiginmanns, föður og afa, um leið og við þökkum fyrir ára- langa samfylgd. Megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðri stundu. Björn Sveinsson. Mig langar að minnast í örfá- um orðum kærs vinar og félaga í gegnum 60 ár. Ég hitti Agga og Didda (Sigurð Óskarsson) fyrst 15 ára í KR. Þarna varð strax mikill og góður vinskapur okkar á milli sem varð svo bara sterk- ari eftir að við hittum okkar lífs- förunauta. Öll náðum við vel saman og ýmislegt brallað í gegnum öll þessi ár. Ófáum stundum vörðum við í sumarhúsi við Þingvallavatn. Í einni ferðinni þangað þegar við vorum um þrítugt, ákváðum við að reyna að standa á sjóskíðum. Vatnið var spegilslétt, sólin lék við okkur og hann Aggi hafði yf- ir að ráða öflugum trébáti. Ég lét tilleiðast, ég var hrædd því virðing fyrir vatninu var mikil og öll vissum við að allt þurfti að ganga upp í þessu kalda vatni. Ég skellti mér í blautbúninginn, staðráðin í að standa mig. Aggi fer af stað og mér fannst ég búin að standa nokkuð lengi, í huga mínum vorum við komin nokkuð út á vatnið þegar ég féll, kulda- hrollurinn fór um mig og hræðslan tók völdin, var viss um að drukkna þarna. Þegar Aggi kom svo til að veiða mig upp úr vatninu var skelfingarsvipurinn svo mikill á mér að Aggi fór að skellihlæja og hló svo mikið að hann ætlaði ekki að hafa mig upp í bátinn. Þegar ég var svo komin yfir borðstokkinn áttaði ég mig þegar ég heyrði hlátra- sköllin frá landi, að við vorum al- veg við land. Að þessu var lengi hlegið og rifjað upp reglulega. Því alla tíð höfum við borðað saman allavega einu sinni í mán- uði og farið í sumarbústaðaferðir bæði við Þingvallavatnið og svo í Borgarfjörðinn til Sibbu og Didda. En hún Sibba lést fyrr á þessu ári og hann Steini minn fyrir sjö árum, blessuð sé minn- ing þeirra. Því erum við bara þrjú eftir og erum ákveðin í að halda í vinskapinn og styðja hvert annað. Aggi hefur verið að eiga við sín erfiðu veikindi í nokkur ár, í raun löngu horfinn inn í sinn sjúkdóm og verið flestum ókunnugur. Polla og krakkarnir eiga heiður skilið fyrir allt sem þau hafa gert fyrir hann og nú þurfa þau að finna sinn innri styrk og takast á við nýtt líf. Aggi var einstakur maður, mikill öðlingur og bóngóður. Gott var að leita til hans enda hafði hann alltaf trú á fólki sem er góður eiginleiki og fleiri þyrftu að hafa. Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þorbjörg Valdimarsdóttir. Agnar Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.